Ísafold - 22.08.1894, Side 1

Ísafold - 22.08.1894, Side 1
K.emur út ýmist. einu sinni •eða tvisvar i viku.Verö árp niinnst 80 arka) 4 kr.. erlandis 5 kr. eða l1/* doll.; borgist fyrirmibjanjúlimán. (erlend- is fyrir fram). ÍSAFOLD. Uppsögn(skrifleg)bunáin vit áramót. ógild nerua komin aje til útgef'anda fyrir 1 .októ- b erm. Afgreiðslastofa bla?»a- ins er i Austurttrœti 8 Reykjavík, miðvikndaginn 22. ágúst 1894. XXI. árg. Alþingi 1894. VII. Lög frá alþingi, afgreidd frá því síð- •ast: IV. Lög um bann gegn botnvörpuveið- um. 1. gr. í landhelgi við ísland skulu bann- aðar vera fiskiveiðar með botnvörpum ■(trawl). 2. gr. Brot gegn 1. gr. varða sektum, 1000—10,000 kr., er renna i landssjóð, og skulu hin ólöglegu veiðarfæri og hinn ó- löglegi afli upptæk og andvirði þeirra renna i landssjóð. Leggja má löghald á skip og íifla og selja, að undangengnu fjárnámi, til lúkningar sektum og kostnaði. 3. gr. Nú hittist flskiveiðaskip í land' helgi með botnvörpu innanborðs, og er þó -eigi að veiðum, þá varðar það 200—2000 kr. sekt til landssjóðs, nema skipið sje að ileita hafnar í neyð; hittist hið sama skip i annað sinn í landhelgi með þessi veiðar- færi innanborðs, varðar það eptir 2. gr. 4. gr. Mál þau, er rísa af brotum gegn lögum þessum, skal fara með sem opinber lögreglumál. 5. gr. Lög nr. 13, 9. ágúst 1889 eru úr gildi numin. V. Lög um auðkenni á eitruðum rjúp- •um. 1. gr. Rjúpur, sem eitraðar eru til eyð- ingar refa, skal auðkenna þannig, að hægri vængurinn sje stýfður til hálfs. 2. gr. Brot gegn 1. gr. varða sektum frá 20—200 kr., er renna hálfar til lands- sjóðs og hálfar til uppljóstrarmanns. 3. gr. Mál þau, er rísa af brotum gegn 1. gr., skal fara með sem opinber lög- reglumál. VI. Lög um breyting á 1. gr. laga 9. Janúar 1880 um breyting á tilskipun um sveitarstjórn á íslandi 4. maí 1872, 1. gr. Sýslunefndum veitist heimild til að leyfa hreppsnefndum, er þess óska, að niðurjöfnun hreppsgjalda eptir efnum og ástæðum fari fram á tímabilinu 10.—30. júní. 2. gr. Eindagi á sveitargjöldum, sem niður er jafnað samkvæmt 1. gr. laga þess- ara, er 31. ágúst, nema hreppsnefndin gefl lengri frest. VII. Lög um afnám fasteignarsölu- gjalds. Gjald af fasteignum, x/2 af hundraði hverju, sem fyrirskipað er í 1. gr. tilskip- unar 8. febrúar 1810, þá er eigendaskipti verða, skal úr lögum numið, þegar um afsal fasteignar er að ræða. VIII. Lög um breyting á gjöldum þeim, sem hvíla á jafnaðarsjóðunum. 1. gr. Kostnað þann við kennslu heyrn- ar- og málleysingja, útbúnað þeirra og ferð til kennslustofnunarinnar, sem samkvæmt tilskipun um kennslu heyrnar- og málleys- ingja o. fl., 26. febr. 1872, ber að greiða úr jafnaðarsjóðum amtanna, skal eptirleið- is greiða úr landssjóði. 2. gr. Bólusetningarkostnað, sem ræðir um í kgsbr. 24. marz 1830, skal eptirleiðis greiða úr landssjóði. 3. gr. Sáttmálakostnað, sem eptir tilsk. 20. jan. 1797, 41. gr., hvílir á jafnaðarsjóð- unum, skal eptirleiðis greiða úr landssjóði. 4. gr. Að svo miklu kostnaður sá, sem um ræðir í 1.—3. gr., hvílir á bæjarsjóði Reykjavíkurkaupstaðar, skal eptirleiðis greiða hann úr landssjóði. 5. gr. Lög þessi öðlast gildi 1. jan. 1896. IX. Viðaukalög við lög um prentsmiðj- ur 4. des. 1886. Skyldur þær, sem lagðar eru á prent- smiðjur hjer á landi með 2. gr. í lögum um prentsmiðjur 4. des. 1886, gilda einnig að því er snertir bókasafn Austuramtsins, þannig, að hver prentsmiðja skal láta því í tje 1 eintak af öllu því er prentað er, hvort sem það er smátt eða stórt. Um brot gegn lögum þessum fer sem segir í nefndum lögum um prentsmiðjur 4. gr. X. Lög um löggilding verzlunarstaðar við Kirkjubólshöfn í Stöðvarfirði. Við Kirkjubólshöfn í Stöðvarflrði skal vera löggiltur verzlunarstaður. XI. Lög um bann gegn þvi, að sleppa hvalleifum frá hvalveiðastöðvum, svo að reki á annara manna fjörur. 1. gr. Öllum hvalveiðamönnum á íslandi er bannað, að sleppa hval eða nokkrum hvalleifum frá veiðistöðum sínum, svo að reki á anna manna fjörur. Sömuleiðis skulu ailir hvalveiðamenn hafa lóð sín girta með gripheldum girð- ingum fyrir sauðfje, nautpeningi og hross- um. 2. gr. Brot gegn lögum þessum varða 200—2000 króna sektum, er renna í lands- sjóð. 3. gr. Mál, sem rísa út af brotum á lög- um þessum, skal farið með sem opinber lögreglumál. Þingsályktanir. Ein hefir verið af- greidd frá því síöast, samþykkt í báðum deildum. IV. Um innflutningstoll af íslenzkri síld á Rússlandi. Alþingi ályktar að skora á ráðgjafa ís- lands. að hann leitist við að fá því fram- gengt við stjórn Rússlands, að sem væg- ust kjör fáist, að því er snertir innflutn- ingstoll af íslenzkri síld, sem flutt er beina með frá íslandi eða Danmörku til Rússlands. Kirkjugjald. Efri deild er nú búinað ljúka við það frumv. fyrir sitt leyti. Hún samþykkti allar tillögur nefndarinnar nema 54. blað. þá, að skylduvinna við kirkjur og kirkju- garða haldist; vill láta hana niður falla líka. Nefskatturinn (á hverjum fermdum manni, karli og konu), sje 50—120 aurar á ári. »Innan þeirra takmarka ákveður biskup upphæð gjaldsins fyrir hverja sókn fyrir hið fyrsta ár, sem lög þessi koma til fram- kvæmdar, en síðan hjeraðsfundur, að fengn- um tillögum sóknarnefnda fyrir hvert 5 ára tímabil í senn. Nú fellur hjeraðsfund- ur niður, og ákveður biskup þá gjaldið í því prófastsdæmi í það sinn«. Innheimtumaður kirkjugjalda má taka 10 af hundraði í ómakslaun fyrir innheimt- una og fyrir að gi'eiða tekjur kirkna af hendi í peningum, þótt áður hafi verið i fríðu. Hætt er við, að neðri deild þurfl meiri tíma til málsins en svo, að því verði lokið á þessu þingi. Botnvörpuveiðar. Nefndin í því máli stingur upp á, að neðri deild skori á ráð- gjafann fyrir ísland að hlutast til um, að nauðsynlegar ráðstafanir verði gerðar til varnar gegn botnvörpuveiðum í landhelgi við ísland, þannig, að nægilega mörg gufu- skip, sem til þess sjeu fallin að útbúnaði og hraða, verði send til íslands í byrjun aprílmánaðar næsta ár og framvegis meðan þörf er á. Járnbrauta- og siglingamúlið. Þriðja umræðan um það mál í gær í neðri deild varð engu ósnarpari en hinar, og ærið Iöng, 6—7 stundir. Ýmsar breytingartillögur voru samþ. með 14—15 atkv., ein sú helzta (um gufuskipin) þó að eins með tólf, að viðhöfðu nafnakalli. Loks var málið í heild sinni, frumvarpið allt í einu lagi, samþykkt til fullnaðar í neðri deild í gær- kveldi með 12 atkv. gegn 10, og afgreitt til efri deildar. Þessir 10, er atkvæði greiddu i móti frv., voru : Guðl. Guðmundsson, Bened. Sveins- son, Björn Sigfússon, Guðjón Guðlaugsson, Jón Jónsson, þm. Austur-Skaptf., Jón Jóns- son, þm. Eyf., Sighvatur Árnason, Tryggvi Gunnarsson, Þórhallur Bjarnarson og Þor- lákur Guðmundsson. Niðurlagsgreinar frumvarpsins, er hafa inni að halda aðalkjarna þess og mestar urðu umræður um, eru nú þannig látandi, eins og neðri deild hefir frá þeim gengið: 42. gr. Landssjóður íslands skal greiða »Hinu íslenzka siglinga- og járnbrautafje- lagi« : 1. 50,000 krónur á ári, i síðasta sinn árið 1925, með því skilyrði að það byggi stál eða járnbraut frá Reykjavík að minnsta kosti austur að Þjórsá, og láti lestir, er flutt geti farþega og vörur, ganga eptir járnbrautinni að minnsta kosti sex sinnum á viku, á tímabilinu frá 15. apríl til 15. nóvember ár hvert og hina mánuði ársins eins opt og við verður komið sökum snjóa.

x

Ísafold

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.