Ísafold - 25.08.1894, Síða 4
220
bóndinn) at> rýja kindur mínar og marka lömb
undir þeim ?
Sv.: Jú, hafl það verið nefnt við hann og
hann ekki haft afsvar um það.
1468. Nú fœ jeg á upp í skuld hjá manni.
húsbóndirm tekur á móti henni og spjaldmerk-
ir hann í ullina, en hún tapast, en þegar hún
finnst er hún rúin og spjaldið þar farið og
lamb sem hún heflr átt markað undir sama
mark og á henni er. Nú er fjármark prests-
ins okkar á þessari kind og hafði maður sá,
sem skuldaði mjer, f'engið þessa kind upp í
skuld hjá presti, en ekkert breitt út af með
mark á henni. Prestur tekur kindina og lamb-
ið, og sleppir því ekki, úr því að það er hvor-
tveggja með hans marki og ekkert afmarkað.
Hverjum þessara þriggja ber að borga mjer
nefnda kind ? eða mundi jeg ekki geta fengið
skaða þennan bættan með málssókn?
Sv.: Það er helzt að reyna að lögsækja
húsbóndann, sem mundi aptur geta fengið
prest dæmdan, haldi hann kindinni af hrekk-
visi, mót betri vitund.
1469. Búnaðarfjelagi er veittur styrkur úr
landssjóði í'yrir unnar jarðabætur, á sama ári
sem styrkurinn er veittur gengur einn fjelags-
manna úr fjelaginu — þó áður en fjeð er veitt
— sem þó hafði unnið jarðabætur, en á næsta
aðalhaustfundi fjel. var ákveðið að taka bú-
fræðing að vinna jarðabætur fyrir fjelagið
fyrir fje þetta og bálf daglaun frá bændum.
Ber þessum, sem genginn er úr fjelaginu
nokkuð af fje þessu?
Sv.: Nei.
1470. Jeg bið mann að selja fyrir mig ein-
hvern hlut, sem hann gjörir, en neitar svo að
borga mjer andvirði hans; má jeg ekki taka
hlutinn aptur, þar sem hann er, eða hvernig
á jeg að fara að ná mínum peningum?
Sv.: Að taka hlutinn sjálfur, er brot gegn
117. gr. hegningarlaganna, er sekt liggur viö
í minnsta lagi. Leiðin til að »ná sínum pen-
ingum« er því eigi önnur en algeng lögsókn.
Óskilahross. Brúnstjörnóttur foli, vetur-
gamall, með mark: blaðstýft fram. vinstra, er
hjer í óskilum og verður seldur viö opinbert
uppboð, ef eigandinn vitjar hans eigi innan 8
daga og borgar áfallinn kostnað.
Bæjarlógetinn í Reykjavik 25. ágúst 1894.
Halldór Daníelsson.
Brunabótafjelagið
Nortli British and Mercantile
Insuranee Company,
stofnað 1809,
tekur í eldsvoðaábyrgð hús, bœi, vörur,
húsgögn, hey, skepnur, o. fl., hvar sem
er á landinu, fyrir lægsta ábyrgðar-
gjald. Aðalumboðsmaður fjelagsins er
W. G. Spence Paterson
Hafnarstrœti 8, Reykjavík.
Umboðsmaður í Austuramtinu,
konsúll J. M. Hansen á Seyðisfirði.
Til J. P. T. Brydes verzlunar
í Bvík, er nýkomið með »Laura«,
margar tegundir af mjög vönduðum og
bdlegum Drengjafatnaði og Kápum.
Fleiri tegundir af
Ballanc- Hengi- og Borðlömpum.
Steinoliumaskínan »Primus«, sem brenn-
ur án kveikjar, hitar fljótt og brennur
lítilli olíu.
Normal-kaffl. Santal the.
Harmoníkur mjög fallegar og þar eptir
billegar og m. fl.
Bnska verzlunin
selur:
Hveitimjöl — Overheadmjöl,
Bankabygg — Baunir — Hrísgrjón
Kol og Steinolíu
og aðrar nauðsynjavörur
með góðu verði.
Laukur á 12 aura pundið.
Alls konar nýlenduvörur.
Fiskimannasjóður Kjalarnesþings.
Beiðni um styrk úr sjóðnum þ. á. verð-
ur að senda undirskrifuðum fyrir október-
mánaðariok næstkomaudi. Annars getur
beiðnin ekki komið til greina.
Bæjarfógetinn í Reykjavík 25. ágúst 1894.
Halldór Daníelsson.
Kristján I»orgrimssson selur mör fyrir
mjög lágt verð.
Salthús ásamt íbúðarhúsum á Hólma-
búð og Klapparholti, eign stórkaupmanns
P. C. Knudzon & Söns eru til sölu. Lyst-
hafendur snúi sjer til verzluuarstjóra G. E.
Briem í Hafnarfirði.
B e i z 1 i með jdrnstöngum og koparkeðju
hefir nýlega tapazt hjer í bænum; sá, sem
hefir það, geri svo vel að skila því sem fyrst
á skrifstofu Isafoldar.
Undirskriíáður seiur í dag og næstu daga
kjöt at spikfeitum sauðum. I næstu viku
mikið at góðu kjöti at dilkum.
Rvík 26/s 94. Kristján Uorgrímsson.
Til sölu sexæringur 4 ára gamall, með öllu
tilheyrandi; ritstjóri vísar á.
Kartöflur nýjar íást á Rauðará, á 5 aura
pundið.
Hið bezta kaffl geta menn fengið, með
því að brúka
Fineste skandinavisk
Bxport Caffe
F. Hjorth & Co.
í Kaupmannahöfn,
er fæst hjá kaupmönnum.
»LEIÐARVÍSIR TIL LÍFSÁBYRGÐAR»
fæst ókeypis hjá ritstjórunum og hjá dr.
med. J. Jónassen, sem einnig gefur þeim,
sem vilja tryggja líf sitt, allar nauðsynleg
ar upplýsingar.
Veðurathuganir i Rvík, eptir Dr. J. Jónassen
ágúst. Hiti (A Celsius) Loptþ.mæl. (millunet.) Veðurátt
A nótt. um hd. fm. em. fm. | em.
Ld. 18 + 9 +12 754.4 754.4 Ahv d Sa h d
Sd. 19. + 8 + 14 751.8 756.9 Sahb S hb
Md. 20. + 9 +15 762.0 734.5 0 b 0 d
>d. 21. + 9 + 15 764.5 764.5 0 b 0 b
Mvd.22. + 8 +13 764.5 764.5 0 b 0 b
Fd. 23 + 8 + 12 772.2 772.2 V h b 0 d
Fsd. 14 -j- 9 +14 772.2 772.2 V h d V h d
Ld. 25 +10 769.6 Sv h d
Mesta veðurhægð uudanfarna viku en sólar-
hiti eins og áður, við og við suddasvækja. í
morguu (25.) hægur á útsunnan (Sv.) með
sudda.
Ritstjóri Björn Jónsson cand. phil.
PrentsmiBja íaafoldar.
134
jaínan viðkvæði hans, að svo mörg einvígi, sem hann
hefði verið viðriðinn, þá hefði hann aldrei sjeð annað
eins, og að hann óskaði sjer ekki að sjá neitt slíkt aptur.
Hvað þeim bar á milli, get jeg ekkert um sagt; en föð-
urbróðir minn var vanur að segja, að þegar hann sá
þá hasla sjer völl, hefði hann horft á blóð í augum
þeirra, enda urðu leikslokin þess kyns. Þeir skutust á
tvívegis, og hittu skotin hvorutveggja skiptið. Hólm-
gönguvottarnir sáu, að þeim blæddi mikið báðum, og vildu
láta þá hætta; en Fortescue var einn af þeim, sem harðna
við hverja þraut, og heimtaði að þeir reyndu í þriðja sinn.
Það varð, og varð Martingale þá það á aí tilviljun, að
hann skaut augnabliki áður en merki var gefið og veitti
Fortescue hættulegt sár í síðuna. Fortescue þrýsti hend-
inni að sárinu til þess að stöðva blóðrásina; hann stóð
í keng af sársauka, en skaut. samt, og það svo, að
hinn þurfti ekki meira«.
»Drap hann ?«
»Já, heldur það. Hann skaut hann rakleiðis gegn
um hjartað. En það var síðasta hólmgangan hans
Fortescue. Hans hefir eigi heyrzt getið upp frá þeim
dégi ,|0g er það mál manna, að hann muni annaðhvort
hafa ráðið sjer sjálfur bana eða dáið af örvæntingu«.
* »Ekki skil jeg, hvað honum hefði átt að geta gengið
jfl þess«, anzaði H. lávarður; hann hafði verið að líta í
135
blað, sem lá á borðinu. »En heyrið þið! við erum ad
tala um hólmgöngur, og einmitt hjerna í þessu blaði er
hólmgöngusaga allfróðleg. Hún er svolátandi:
Enn ein hólmgönguslysför i París. Hinn alræmdi
hrokagikkur og hólmgönguberserkur Armand de Villeneuve
hefir bætt enn einu blóði stokknu laufblaði í lárviðarsveig
sinn. Sá, sem hann hefir nú slátrað, er Henri de Polignac
greifi, efnilegur yngismaður og laglegur, 23 ára, einka-
sonur Polignac greifafrúar, sem er ekkja. Hinn ungi
greifi hafði verið nokkuð harðorður í sinn hóp um hinar
fyrri hólmgöngur Villeneuves, og er það barst honum til
eyrna, leitaði hann Polignac upp og svívirti hann í orði
svo hremmilega, að það var óhjásneiðilegt, að þeir berðist.
Greifinn átti að skjóta fyrst, en hitti ekki. Þá kallaði
Villeneuve til hans: hafið gát á öðru hnappagatinu í
jakkanum yðar; og skaut í sömu svipan einmitt inn um
það hnappagatið og á hol. Hinn ungi greifi ljezt hálfri
stundu síðar við mikil harmkvæli. Mælt er, að móðir hans
hafi misst vitið. Hve lengi ætli þessi bandóði maður
verði látinn halda áfram að vega menn til þess að svala
hinni takmarkalausu hjegómadýrð sinni ? —
I sama bili og sögu þessari var lokið, varð mjer
litið út í herbergið, og sá jeg þá, hvar maðurinn spak-
iáti stóð hægt upp af stólnum, sem hann sat á, svo ólík-
ur útlits því sem hann átti að sjer, alveg eins og það