Ísafold - 05.09.1894, Blaðsíða 1

Ísafold - 05.09.1894, Blaðsíða 1
Kemur út j'-mist emu sinni ¦9?ia tvisvar l viku. Verb Arg minnst80arka)4 kr.. erlendis 5 kr. eða 1'/« dol'..; borgiet fyrirmiojanjúliman. (erlend _ is fyrir íram). ÍSAFOLD. Oppsögn(skrifleg)bundin vift Aramót, ógild nema komin ajo til útgefanda fyrir l.októ- berm. Afgreioslastoía blaos- ing er i Austurstræti 8 XXI. árg. Reykjavík, miðvikudaginn 5. september 1894. 58. blað. fágt* Heiðraðirkaupendurlsa- foldar minnist þess, að nú er gjalddagi fyrir blaðið (15. júlí) löngu liðinn. Kirkjugjöldin. *Frumvarp til laga um tekjur kirkna hef- ir nú staðið all-lengi á dagskrá þings og þ.jóðar, svo að ætla mætti, að borið væri í bakkafullan lækinn að hreifa máli þessu -enn af nýju. En sje nánar að gætt, ^er augljóst, að mál ^þetta heflr tekið svo mörgum myndbreyt- ingum í meðferðinni, að]rjett virðist, að 1ara nokkrum orðum um þær hliðar þessa máls, sem þjóðinni í heild sinni eru lítt fcunnar enn. Eins og kunnugt er: var fyrst farið fram á, að kirk.iug.jaldið væri 1 króna afhverj- Tim fermdum manni í söfnuðinum, hvort heldur væri húsbændur eða vinnuhjú, karl •eða kona; enda virðist einfaldast, að miða gjald þetta við mannfjölda og ekki ann- að. í annan stað var lagt til, að leggja tekjur kirkna í sameiginlegan kirkjusjóð, -er allar kirkjur landsins ættu síðan tilkall til, eptir þörfum að miklu leyti. Á aukaþingi því, sem nýlega er um garð gengið, heflr verið horfið frá þessu hvorutveggju, bæði föstu kirkjugjaldi yflr land allt, og eins hinum sameiginlega Mrkjusjóði, en í þess stað heflr verið farið fram á, að setja eitt hreifanlegt árgjald fyrir alla fermda, frá 50 aurum til 120 a. á mann árlega. er ákveðið væri ár hvert fyrir hvern söf'nuð á landinu, í fyrsta sinn «,f biskupi og síðan af hlutaðeigandi hjer- ^ðsfundi, en biskup akvæði kirkjugjaldið að af nýju þau ár í hverju prófastsdæmi, er hjeraðsfundir yrðu ekki lögmætir; að húsráðandi greiddi gjaldið af hendi fyrir skyldulið sitt og annað heimilisfólk sitt, en mætti ganga eptir því aptur hjá viimu- Tijúum sínum; að sjóður hverrar kirk.ju yrði ávaxtaður út af fyrir sig; og að öll iiin eldri gjöld til kirkna yrðu afnumin, þar á meðal skylduvinnan við kirkjur og kirkjugarða (viðarflutningar og moldar- verk). Fáir munu sakna þess, þótt horflð sje frá stofnun sameiginlegs kirkjusjóðs, því þótt hugmyndin sje óneitanlega fögur, mundi hún hafa orðið örðug í framkvæmd- inni, svo allir hefðu unað við. Væri gert ráð fyrir því sem sjálfsögðu, að hjer yrði ríkiskirkja um aldur og æfi, ~væri eðlilegt í samkvæmni við það, að kirkjugjöldin væru eins yflr land allt; en -aö öðrum kosti virðist ekkert á móti hreif- anlegu og mismunandi kirkjugjaldi. Að kirkjugjaldið sje nefskattur fyrir hvern fermdan mann, er auðsjáanlega miklu einfaldara og ótvíræðara gjald en sum kirkjugjöld þau, sem nú eru. Þegar miðað er við þá frumreglu, að hver söfnuður annist kirkju sína og sjái henni borgið, verður Ijóst, aö eðlilegt er, að mismunandi háan nefskatt þurfi að leggja á söfnuðinn. Verður það sumpart komið undir fjölda hinna fermdu í söfnuði hverjum, og sumpart undir ástandi hvers kirkjusjóðs fyrir sig og kirk.junni sjálfri. Rjett virðist og vel til fallið, að biskup ákveði árgjaldið fyrsta skipti. Hitt er ó- þarft, að hann gjöri það líka síðar meir, ef hjeraðsfundur verður ekki lögmætur. Virðist fulit eins mikið snjallræði, að setja í lögin, að þá skuli greiða hið hæsta gjald, er þau til nefna (120 aura). Það er ágætt keyri á safnaðai'fulltrúana, að sækja hjer- aðsfundinn. Hin tillagan, að gjaldið verði jafnt og árið áður, virðist ekki nægilega trygg; því verið getur, að þörf sumra kirkna vaxi hið komandi ár, þótt ekki sje umendurreisn kirkjunnar að ræða, t. d., að hana þurfi að lita bæði utan og innan, kaupa altaristöflu, ljósahjálm eða önnur á- höld. Með því að varla er ástæða til að ætla annað en hjeraðsfundir muni ákveða upp- hæð kirkjugjaldsins sem næst fer þörfum hverrar kirkju fyrir sig, mun hyggilegra, að setja það heldur í hærra lagi fyrstu 3 —5 árin, með því ganga má að því vlsu, að það mundi vekja óanægju í söfnuðinum, ef snögglega þyrfti að hækka gjaldið til muna, vegna þess, að reynslan sýndi, að það hefði áður verið sett of lágt; en hins vegar mun enginn kvarta yfir því, þótt það væri lækkað töluvert. Að kirkjugjaldið skuli greitt úr sveitar- sjóði fyrir þá sem eru sveitarþurfar, getur verið mikið álitsmál. Það er vafasamt, hvort sveitarsjóði er skylt eptir eðli fátækra- löggjafarinnar, að inna slíkt gjald af hendi; enda virðist sveitasjóður óþarfur milliliður í því efni, og virðist liggja miklu nær, að gjaldið sje sett því hærra, sem tölu fermdra þurfamanna í sókninni nemur; því það segir sig sjálft, að hvorki þetta gjald nje önnur lenda hvort sem er nokkurn tíma á öðrum en þeim, sem eru sjalfbjarga, og það virðist nokkuð undarlegt af þinginu, sem mun láta í veðri vaka að það vilji afnema sem mest af óþörfum milliliðum við gjaldheimtu og embættisfærslu, ef það einmitt gjörði sveitarsjóðina að allsendis óþörfum millilið milli safnaðanna og kirkju- sjöðanna. Þá kemur mergurinn málsins. Er það rjett og hyggilegt, að breyta gjaldskyldunni til kirkna þannig frá fornri venju, að lögskylda hjú einnig til að greiða kirkjugjald, án þess að sá, sem á að inn- heimta það, snúi sjer beint til hjúanna heldur hafi húsbóndann fyrir nokkurs kon- ar undirtyllu við innheimtuna, sem þó eigi að bera ábyrgð á gjaldinu hvort sem hann fær nokkuð eða ekki neitt hjá hjúum sín- um? Eru nokkur líkindi til, að hjúin fái fyrir þetta nokkuð meiri áhuga á safnað- armálum? Þvi mun svarað, að hjúin fái jafnframt rjettindi: kosningarrjett og kjör- gengi í safnaðarmálum. Satt er það að vísu; en hver á að gæta þess, að hjúin hafl verðskuldað þessi rjettindi? Hvar og hvernig á að gefa trygging fyrir þvi, að þau hjú, er standa á safnaðark.jörskránni, hafl greitt kirkjugjaldið til húsbónda síns? Felst það ekki eins og milli línanna í hinni fornu löggjöf, að gagnvart kirkjunni sjeu húsbændurnir foreldrar hjúa sinna, sem eigi að sjá fyrir þeirra andlegu þörfum? Og hvað er unnið við að fá því breytt? Virðist ekki einfaldara og umsvifaminna, enda þótt kirkjugjaldið sje nefskattur, að húsbændurnir gjaldi það beinltnis fyrir sig og öll hjú sín ? Mjer virðist, að sá húsbóndi vilji ekki vinna mikið til að halda hjú, sem ekki vill greiða gjald þetta þeirra vegna. Auk þess raskast í raun og veru minna um greiðslu kirkjugjaldsins með því að hús- bændur greiði þau eingöngu, en með þvi, að hvert hjú eigi að borga þau; því lik- indi eru til, að sá húsbóndi muni hafa flest fullorðið fólk á heimili sínu að jafn- aði, sem nú verður að greiða mest kirk.ju- gjald, þótt út af því geti borið; en ætla má þó, að það yrði almennara en undan- tekningarnar. Sjeu á hina hliðina þeir húsbændur til, sem þyki hart að greiða kirkjugjaldið fyr- ir hjú sín, geta þeir tekið það þegjandi til greina við kaupsamningana, öldungia eins og þótt það stæði í lögum, að hjúin ættu i raun og veru að borga það. Verð- ur þvi ekki annað sjeð en að hyggilegast muni verða og umsvifaminnst og tryggast fyrir gjaldheimtu á hinum nýju kirkju- gjöldum, að húsbændurnir greiði þau tvi- mælalaust fyrir sig og allt sitt heimilisfólk; og reynslan mun sýna, að það verður miklu betra en að gjöra húsbændurna að skattheimtumönnum hjá hjúuni sínum. Það reynist aldrei affarasælt; og reynsla sú, sem fengin er af gjaldinu til styrktar- sjóðs handa alþýðufólki, sem krafið er á sama hátt og farið er fram á í þessu frumvarpi, er alls ekki til eptirbreytni, heldur viðvörunar, hversu náuðsynlegt sem alþýðusjóðsgjaldið er.

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.