Ísafold - 05.09.1894, Page 2

Ísafold - 05.09.1894, Page 2
'80 Bókafregn. ÞjóðvinaQ'elagsbækurnar þetta ár eru 3, eins og að undanförnu að jafnaði; hafa stundum raunar verið 4. Andvari, 19. ár. Hann er í stærsta lagi, 16 arkir, með mynd framan við nf dr. Guðbr. Vigfússyni, og landsuppdræt.i aptan við, af Vestur-Skaptafellssýslu, — fyigir ferðasögu Þorvalds Thoroddsen. Þaö eru í honum 3 ritgerðir. Hefir einnar verið rækilega minnzt áður í þessu blaði, þeirrar eptir Diti. Thomsen kaupmann um dsöIu á íslenzkri v'öru í ýmsum löndum«. Hinareru: cefisaga Guðbr. Vigfússonar,eptir dr. Jón Þorkelsson í Kaupmannahöfn, mikið ytarleg og rækileg; synir ijóslega, hvílík- ur sómi vorri þjóð er að þeim manni og bókmenntum vorum; hve mikils metinn hann var í hóp mikilla lærdómsmanna og frægra bæði á Englandi og annarsstaðar; hver afkastamaður hann var og frábær eljumaður. Aptan við æfisöguna er löng og nákvæm skyrsla um rit hans, stór og smá. Þá er þriðja ritgerðin, ferðasaga Þor- valdar Ihoroddsen um Vestur-Skaptafells- sýslu í fyrra og óbygðirnar þar upp af. Það er eins og, vant er hjá honum, eigi einungis landslagslýsing, með öllu því, er þar til heyrir, svo sem sögulegu yfirliti yfir hinar miklu landslagsbreytingar, er þar hafa orðið af eldsumbrotum og sjávar- gangi, heldur einnig vikið nokkuð á þjóð- háttu og búnaðarháttu m. m., sje það eitt- hvað einkennilegt eða frábrugðið því sem annarstaðar gerist. Lipurt ritað og áheyri- lega, enda er höf. manna leiknastur og vanastur orðinn við ritstörf, svo sem al- kunnugt er. — Skaptfeilingar eru lítt kunn- ir í öðrum landsfjórðungum; viðast vita menn þar eða þykjast vita, að þeir sjeu einkennilegir að ýmsu leyti og að mörgu frumlegri í háttum en dæmi eru til ann- arsstaðar, og opt sagðar ykjusögur þvi til stuðnings. Samgöngur eru þar örðugar mjög; til skamms tíma afarlangt í kaup- stað og torsótt. Eru því bjargarvandræði tíð þar, vegna aðflutningaleysis, en annars vegar búsæld töluverð í sumum sveitum að jafnaði, þrátt fyrir þröngbýli og jarð- næðisskort. Ekki eru nema kring um 30 ár síðan, milli 1860—70, að fátækiingar í Meðallandi lifðu mjög á fjöruarfa, er þeir gerðu úr grauta, »en það var mjög ill fæða og næringariítil; þeir sem komu í önnur pláss þaðan og mest höfðu lifað á arf'a, voru magrir og vambmiklir og nær óseðjandi, unz það lagaðist, er þeir höfðu um stund lifað á betri mat«. Þetta mun vera fóturinn fyrir þeirri þjóðsögu, að Skaptfellingar nærist á heyi i harðærum. Höf. segir um Skaptfellinga, aö þeir sjeu »mjög viðkunnanlegir menn, þjóðlegir í anda, og halda mörgu góðu og gömlu í siðum og háttsemi; þeir eru einstaklega gestrisnir og biátt áfram í viðmóti; ný- breytni er þar enn ekki mikil, en þeir eru líka lausir við marga þá lesti og ýmislegt óhagræði, er nýbreytninni fylgir. Eína- hagur manna má heita fremur góður, ef undanteknar eru sveitirnar Meðalland og Álptaver; menn eta eígi fyrir sig fram; hver byr að sínu, og kaupstaðarskuldir eru þar engar«. Höf. segir, að hjeruð þessi, Yestur- Skaptafellssýslu, sjeu í heild sinni fögur og einkennileg, og óvíða á landinu jafn- hrikaleg náttúra jökla og eldfjalla, en þó fögur graslendi á milli, og mikil tilbreytni í landslaginu. Almanakið. Það er 21. árgangur Þjóðvinafjelagsalmanaksins, er út kom í sumar, fyrir árið 1895. Er það þannig orðið allmikið safn, dáindis eigulegt, hand- hægt mjög að grípa til um ýmislegan fróð- leik. Fyrirkomulagið er hið samaogvant er: æfisögur útlendra merkismanna, með myndum af þeim; enn fremur nokkrar gamanmyndir eða til fræðslu. Myndirnar og æfisögurnar eru af þeim Moltke og Mac Mahon, Kossuth og Andrassy og 4 öðrum. Arbók íslands 1893, sein vel hefði mátt vera styttri, einkum dánarskráin. Nauðsynleg leiðbeining fyrir lántakendur við landsbankann. Sömuleiðis um burðar- eyri undir brjef. Nokkur landshagsfróð- Jeikur. Loks skrítlur, smásögur, spakmæli og heilræði. Sæmilega fjölbreytilegur fróð- leikur og skemmtun í jafnlitlu kveri og ódyru, auk almanaksins sjálfs (tímatalsins). Foreldrar og börn. Uppeldisleið- arvísir. íslenzkað og samið hefir Ólafur Ólafsson, prestur að Arnarbæli. IV.-j-156 bls. — Það er þriðja Þjóðvinafjelagsbókin þetta ár, ágætt rit, frumritað af hollenzk- um uppeldisfræðing, dr. Eitter, en íslenzk- að og aukið at fyrnefndum þjóðkunnum merkispresti. Orðfærið er, eins og vant er hjá þeim manni, fjörugt, hreint, sköru- legt og mælskulegt. Hvað efnið snertir, þá er þar mikil gnægð af hollum og nytsam- legum bendingum að því er snertir upp- eldi barna og unglinga, andlegt og líkam- legt, skipulega og greinilega tramsettum og hverjum alþýðumanni skiljanlegum. Mundi það skapa stórmikla framför þjóð- ar vorrar, ef »leiðarvísir« þessi væri ræki- lega hagnyttur og uppeldi hinnar nýju kynslóðar hagað eptir því, sem þar eru ráð til lögð. Eins og vera ber, er þar eigi siður lögð áherzla á hið líkamlega en andlega uppeldi; en miklu meira er þó ritað um hina andlegu menntun og sið- ferðislegu, enda blærinn allur kennimann- legur. Mætti finna það að kverinu, að það veiti fremur litla beina tilsögn í hinu líkamlega uppeldi, og væri raunar eigi vanþörf á sjerstöku riti um það, enda ef til vill fullt eins vel til fallið, að hafa það sjer. Eptirmæli. »Hinn 28. júní síbastl. andahist á heimili sínu, Geirseyri við Patreksfjörð, ungur efnis maður, Kristján Guðmundsson, 26 ára að aldri, ættaður úr Önundarfirði. Haf'ði fengizt við verzlun um allmörg undanfarin ár. Hann var maður gáfaður, fjölhæfur, dugnaðarmaður hinn mesti, hreinn í viðskiptum; almennt virtur meðal þeirra, er hann við kynntust, og hafði þótt ungur væri, áunnið sjer hylli og traust jafnt yfirboðara síns, ereigi mun svo auðveld- lega fá hans líka, sem almennings, er við hann átti að skipta«. »Auk þeirra, er áður er getið að dóu úr »in- flúenzunnia, mætti enn nefna Eirík Magnússon er andaðist á heimili sínu, Tungu í Örlygshöfn 27. apríl síðastl., 74 ára að aldri. Var hann mesti dugnaðar- og kjarkmaður, iðjumaður hinn mesti og fylginn sjer að því skapi, með- an heilsa og kraptar entust. Hann hafði i búskapnum komizt í góð efni, og átti þó fyr- ir allmörgum börnum að sjá. Hann var i öllu hinn vandaðasti maður; söngmaður mik- ill á sinnar tíðar hátt, og því all-lengi með- hjálpari í sóknarkirkju sinni og jat'nframt for- söngvari. Hann hatði sem ýmsir fleiri, átt mörgu erfiðu að mæta á lífsleiðinni, en bar það allt með frábærri stillingu og jafnaðar- geði, enda var hann sannguðhræddur trúmað- ur, og auk þess tápmikill mjög, bæði til sálar og líkama«. A annan í páskum andaðist að litlmili sínuv Gullberastöðum í Lundareykjadal, Jón Þor- valdsson, 85 ára að ’aldri. Hann var fæddur á Neðra-Skarði í Leirársveit, ólst þar upp og bjó þar svo nálægt 50 ár; að þeim tíma liðn- um fluttist Jón heitinn með syni sínum Þor- steini, er þá var tekinn við búsumsýslu, ab Yatnsenda í Skorradal; þar var Jón 2 ár hjá. syni sínum, sem þá fór til Ameríku, og því næst var hann 4 ár á sama bæ hjá vanda- lausu fólki, er sonur hans hafði komið hon- um fyrir hjá, en á næstliðnu vori fluttist Jón. sál. að Gullberastöðum. Jón heitinn var þrí- kvæntur. Með fyrstu konu sinni eignaðist hann nokkur börn, sem öll dóu í æsku, meú annari ekkert, og með hinni siðustu, Guðfinnu Jónsdóttir, sem nú lifir hann, eignaðist hann einn son, sem á lífi er í Ameriku. Það sem sjerstaklega einkenndi líf Jóns sál, var dagfarsprýði, hreinlyndi og vinnusemi. Var hann því af öllum, sem við hann kynnt- ust, vel metinn allt til dauðadags. V. P. Frjetzt hefir lát merkisbóndans Hjálms Jónssonar í Þingnesi i Borgarfirði. Hann dó 29. f. mán., eptir 8 vikna legu í innanmeinum, er hann hafði lengi þjáðzt af. Hann mun. hafa verið eitthvað hálfsjötugur. Hann var búsýslumaður mikill, fjörmaður og áhugamað- ur, þrátt fyrir langvinnt hoilsuleysi; enda með mestu efnamönnum í sinu hjeraði. Hraparlegt slys varð hjer á höfninni £ fyrri nótt. Róðrarskip sunnan af Strönd kom ofan úr Borgarfirði kveldið áður með margt kaupafólk, karla og konur, fullorðna og ungl- inga. Skipshöfnin náttaði sig mestöll í landi, en formaðurinu, Magnús Magnússon frá Ás- láksstöðum, tók það til bragðs, með þvi að gott var veður, — en að þai flausu þó, — að hann ljet fyrirberast úti í skipinu á höfninni viö stjóra um nóttina, við 2. mann fullorðinni og 8 drengi. I gærmorgun, er þeir vöknuðu, var drengurinn einn horfinn, og fannst lík hans um miðjan dag i gær við einn bryggju- sporðinn hjer. Mun hafa vaknað um nóttina,. og hrapað útbyrðis í svefnórura. Hafði skip- stjóri einn á höfninni, á »Stíganda«, heyrt hljóð þar nærri, og sendi bát að svipast eptir, hvað um væri að vera, en árangurslaust. Hefir pilturinn að líkindum vaknað við það, er hann datt i sjóinn og rekið þá upp hljóð; og er merkilegt, að fjelagar hans í skipinu skyldu eigi vakna við það. Hann hjet Vilmundur Stefánsson, frá Knararnesi á Vatnsleysuströnd', (Jónssonar og Guðrúnar Einarsdóttur), 12 vetra gamall, efnilegur piltur; hafði verið í kaupa- J vinnu vestur í Dölum í sumar með móður sinni og öðrum dreng, bróður sínum, en þau mæðgin voru í landi um nóttina hjer í bænum með hinu kaupafólkinu. Jón Ólafsson ritstjóri, fyr. alþingismað- ur, fluttist frá Winnipeg í sumar alfarinn með fólk sitt og suður í Chicago; hafði fengið þar atvinnu við norskt blað, Norden. *

x

Ísafold

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.