Ísafold - 05.09.1894, Page 3

Ísafold - 05.09.1894, Page 3
Í-Sl Gufuskipið Stamford korn hirgað smmudagskveidið 2. þ. m. frá Englandi, áleiðis austnr fyrir land og norður, eptir fjárfarmi þar. Tók Jón kaupmaður Vída- lín og þau hjón bæði sjer far með skipinu austur, og 3 alþingismenn : síra Einar Jóns- son, Guttormur Vigfússon og Jón próf. Jónsson í Stafafelli. Leiðarvísir ísafoldar. 1471. Vinnumahur rsshur sig í sveit og lof- ar húsbóndi sá, er hann ræðst hjá, hon- um 50 kr. í kaup fyrir árið og vel vönd- uð 4 föt, Að ári líðnu fer vinnum. rir vistinni og horgar húsbóndinn honum þá hinar umsömdu 50 krónur, en föt.in fær hann ekki fyr en að (öðru) ári liðnu, og þá eru þau svo óvönduð bæði að efni og t'rágangi, að litt hæf þykja til verstu draslvinnu, að dómi þeirra flestra, er sjeð haía. Bera nú ekki hlut- aðeigandi vinnumanni skaðabætur fyrir það hvað fötin eru miklu Ijelegri en um var sam- ið i fyrstu, og getur hann ekki látið óvilhalla menn dæma, hvað bæturnar sjen miklar? Sv.: Að húsbóndanum nauðugum verður eigi óvilhallra manna maii komið að nema að dómi undangengum. 1472. Leiguliði byggir öðrum manni part af áhúðarjörð sinni, með samþykki landsdrott- ins, um óákveðinn tfma, og án þess, að gera skriflega samninga. Getur nú sá, er af jörð- unni var bygt, setið svo lengi sem hann vill, af þeirri ástæðu, að hann heíir ekkert bygg- ingarbrjef fengið, eða getur hinn upphaflegi leiguliði, sem helir skýlausan lífstíðar-ábúð- arrjett eptir byggingarbrjeíi, visað hinum á brott hvenær sem hann vill? Sv.: Hinn síðari leiguliði heíir einnig lífs- tíðarábúð, með því að tilnefnt samþykki lands- drottins er sama sem bygging af hans hálfu án byggingarbrjefs, sjá 2. gr. ábúöarlaga 12. jan. 1884. 1473. Af 3 jörðum, sem eiga saman úthaga óskiptan, á jeg 2, en sveitungi minn 1. Er þessum sveitunga mínum heimilt að leyfa tómthúsbyggingu í hinum sameiginlega úthaga i forboði mínu? Og hvernig á jeg að ná rjetti mínum í því efni? Sv.: Tómthúshyggingin er óleyíileg nema með samþykki beggja eigenda. Til að ná rjetti sínum þarf spyrjandi, ef til kemur, að fá sýslu- mann til að gera fógetaforboð gegn tómthús- byggingunni og fá það síðan staðfest með dómi. 1474. Jeg tók í vor sveinsbrjef í skósmíðis- iðn, en er að öllu leyti hjá fósturforelílrum mínum, sem hafa kostað nám mitt, af því að sjálfur er jeg öreigi; ber mjer aö greiða sveit- arútsvar ? Sv.: Já, lögum samkvæmt ber yður að gera það, ef hlutaðeigandi álöguvald (hreppsnefnd, niðurjöfnunarnefnd o. s. frv.) álitur yður út- svarsfæran. Proclama. Samkvæmt opnu brjefi 4. jan. 1861 og lögum 12. apríl 1878 er hjer með skorað á alla þá, er telja til skuldar í þrotabúi Sigurðar Sigurðssonar frá Björgvin i Seyð- isíirði, er strauk af landi burt til Ameríku sumarið 1893, að bera fram skuldakröfur sínar og sanna þær fyrir skiptaráðandan- um í Norður-Múlasýslu áður en liðnir eru 6 mánuðir frá siðustu (3.) birtingu þessar- ar auglýsingar. Skrifstofu Norður-Múlas., 8. ágúst 1894. A. V. Tulinius settur. Proclama. Þareð Guðmundur Jónsson á »Eyrinni« við Sauðárkrók hefur framseit bú sitt sem gjaldþrota til skipta meðal skuldheimtu- manna sinna, þá innkallast hjer með sam- kvæmt 9. gr. laga 13. april 1894 allir þeir, sem til skulda eigá að telja hjá nefndum Guðmundi Jónssyni, til þess innan 6 mán- aða frá birtingu þessarar auglýsingar að gefa sig fram og sanna krötur sínar fyrir skiptaráðanda Skagafjarðarsýslu. Skrifstofu Skagafjarðarsýslu 3. ágúst 1894. Jóhannes Ólafsson. Proclama. Samkvæmt lögum 12. apríl 1878, sbr. opið brjef 4. janúar 1861, er hjer með skor- að á alla þá, er til skuldar eiga að telja í dánarbúi Sveins Þorsteinssonar frá Egils- stöðum í Fijótsdal, er andaðist 19. febr. þ. á., að lýsa kröfum sínum í tjeðu dán- arbúi innan 12 mánaða frá siðustu birt- ingu þessarar auglýsingar og sanna þær fyrir skiptaráðandanum í Norður-Múlasýslu. Með sama fyrirvara er skorað á erfingja hins látna, að gefa sig fram og færa sönn- ur á erfðarjett sinn. Skiptaráðandinn í Norður-Múlasýslu, Seyðisfirði 8. ágúst 1894. A. V. Tulinius settur. P r j ó n a y j e 1 a r, með bezta og nýjasta lagi, seljast með verksmiðjuverði hjá Simon Olsen, Kjöbmagergade Nr. 50, Kjöbenhavn. Vjelarnar fást af 7 misfínum sortum, nfl.: Nr. 00 fyrir gróft 4-þætt ullargarn. — 0 — gróft 3 —- — 1 — venjul. 3 —- — 2 — smátt 3 — ullar- og bómullarg. — 3 — venjul. 2 — — — — — 4 — smátt 2 — — — — — 5 — smæsta 2 — — — — Beynslan hefir sýnt, að vjelar nr. 1 fyr- ir venjulegt 3 þætt ullargarn eru hentug- astar fyrir band úr íslenzkri ull, og er verðið á vjelum þessum þannig: a. Vjelar með 96 nálum, sem kosta 135 kr. b. do. — 124 — — — 192 — c. do. — 142 — — — 230 — d. do. — 166 — — — 280 — e. do. — 190 — — — 320 — f. do. — 214 — — — 370 — g- do. — 238 — — — 420 — h. do. — 262 — — — 170 — i. do. — 286 — — — 520 — Vjelar þessar má panta hjá P. Nielsen á Eyrarbakka, sem sýnir, hvernig þær fara að prjóna, og veitir ókeypis tilsögn til að brúka þær. Verðlistar og leiðarvísir sendist þeim, er þess æskja. Vjelarnar verða framvegis sendar kostn- aðarlaust á alla viðkomustaði póstskip- anna. 148 snöggvast fyrir augu honum; en svo hafði hún mikinn yndisþokka til að bera, að Passerand stóð sem steini lostinn og glápti alveg forviða á þá goðumliku töfrasýn. Daginn eptir atvikaðist svo aptur, að hann varð á vegi fyrir hinni ungu mey á sama stað og sama tíma. Hún roðnaði og leit undan. Hann ímyndaði sjer að það hlyti að vera af því, að henni mislíkaði við sig, og einsetti sjer þvi að vera aldrei á terð í stiganum framar um þann tíma dags. Samt sem áður vildi svo enn til daginn þar á eptir, auðvitað alveg óvart; hann átti brýnt erindi heiman að í þann mund. Honum gramdist með sjálfum sjer, að mega til að vera til óþæginda manneskju, er hann hafði jafnmiklar mætur á, og lagði með háifum hug at stað niður stigann. Það fór einmitt svo, sem hann bar kvíðboga fyrir. Þau mættust enn í stiganum, og Passerand varð alveg utan við sig, er hann sá, að mærin roðnaði og það enn meira en áður. Hann ásakaði sjálfan sig harðlega; honum í'annst hann vera íramur rusti, sem kæmi ungum stúlk- um í bobba, er hann mætt þeim í á förnum vegi. Hann þóttist auk þess vita fyrir víst, að hin ókunna mær mundi í bræði sinni hafa einhver úrræði til þess að losna við fruntaskap hans eptirleiðis. Hann var að velta því fyrir sjer, hvort hún mundi nú gera það eða ekki, og til þess að reyna að ganga úr skugga um það, sat hann 145 Daginn eptir var farið aptur niður i garðinn með hann, og reikaði hann þar fram og aptur með veikum burðum. Hliðið stóð opið upp á gátt. í hinum enda garðsins var margt fólk í óðaönn að tæma eldiviðarvagn- ana, og kastaði maður sá, er gæta skyldi Krapotkins, orðum á það, er það gekk um. — I húsinu á móti á 5. lopti lá ungur maður úti f glugganum og gægðist ofan á strætið á tvær hendur, en gaf jafnframt auga bandingjanum, sem staulaðist áfram með veikum burðum, og stýrði um leið fiðlusöngnum inni í herberginu með leynilegum bendingum; fyrst var leikið nokkrar mínútur snarpt og hvellt, síðan mjög lágt og hægt. Þá var stundin komin. Krapotkin var svo sem tuttugu fótmál fyrir innan hliðið á garðinum, sem var opið. Hann snaraði af sjer í einum rykk og skjótur sem elding hinum tafsama spít- alabúningi, henti sig i 5 stökkum út i gegnum hliðið og að vagni, er beið þar dálítinn spöl til hægri handar. Maðurinn, er gæta skyldi bandingjans, stóð sem steini lostinn, og var Krapotkin kominn upp í vagninn áður en hann kæmi fyrir sig vitinu til að æpa. Vagninn þaut af stað eins og örskot og sat Krapotkin þar með liðsfor- ingjakápu yfir sjer og borðalagða húfu á höfði. Einhverjir vinir hans hjeldu hann á laun þar i

x

Ísafold

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.