Ísafold


Ísafold - 12.09.1894, Qupperneq 1

Ísafold - 12.09.1894, Qupperneq 1
Kemur út ýmist einu sinni tvisvar í vikn. Verð árg minnst 80 arka) i kr.. erlendis '5 kr. eða l1/* doll.; borgist fyrirmibjanj úlímán. (erlend- is fyrir fram). ÍSAFOLD. Uppsögn(skrifleg) bundin vib Aramót. ógild nema komin sje til útgefanda fyrir l.októ- berm. Afgreibslustofa blabs- »ns er i Auaturstrœti 8 XXI. árg. Reykjavík, miðvikudagixm 12. september 1894. 60. blað. Næstkomandi fimmtudag, 13. J). m., verðnr afgreiðslustofa nandsbankans opin ltl. 8-») f. ll., en eigi optar þann dag. Reykjavík 11. sept. 1894. Bankastjórnin. Hagfræðisskýrslur. *Þrátt fyrir það,þótt það hafi verið tekið æði-opt fram, hversn hagfræðisskýrslur vorar væru ófullkomlega úr garði gerðar, virðist engin vanþörf á, að minnast á þetta efni enn á ný. Hvervetna í hinum siðaða heimi er gert sjer allt far um, að vita sem nákvæmast um alla atvinnuvegi, bæði í smáu og stóru, ■og jafnframt, að skýrslur um þetta efni sjeu birtar svo fljótt sem auðið er. í hvert isinn er þarf að koma einhverju stórfyrir- tæki á stofn, er álitið nauðsynlegt, að geta haft áreiðanlegar skýrslur við hendina, svo hægt sje að sjá, hvort viðlit sje að fyrir- tækin muni geta borgað sig, og svo má •að orði kveða, að nálega öil verzlun heims- ins sje bygð á hagfræðislegri þekking. Þegar ræða er um vegagjörðir, járnbraut- ir, brúagjörðir, gufuskipaferðir, hvort held- ur er með ströndum fram eða til útlanda, verður hið sama upp á teningnum. Á hagfræðisskýrslunum byggja ríkis- ■stjórnirnar og þingin þekkingu sína á gjaldþoli þjóðanna. Á hagfræðisskýrslun- mm er hægt að sjá í fljótu bragði, hvort heldur er framför eða apturför. Tölurnar eru skýr og glöggur spegill hins sanna á stands hvers lands, hjeraðs eða einstaklings, jþað sem þær ná. En það liggur þá líka í augum uppi, að eigi hagfræðisskýrslur að vera að nokkru nýtar, verða þær að vera svo rjettar sem auðið er, og jafnframt að koma svo fljótt fyrir almennings sjónir, að þær sjeu ekki orðnar nokkurs konar forngripur þegar þær koma á prent. Erlendis mun víða mega fá skýrslur um .flesta landshagi þegar eptir ársfjórðung hvern. Hjer þykir gott að fá að sjá ein- hvei'jar skýrslur að hálfu öðru ári eða tveim árum liðnum. Það litur svo út sem augu vor hafl ekki enn opnazt svo, að vjer sjáum, hve áríðandi þetta er. Þegar bænarskrá eða tillögur utn stór- fyrirtæki koma til þingsins, mun það opt brenna við, að nauðsynlegar skýrslur eru ekki til taks, og þar af leiðir, að ekki er hægt að dæma neitt um, hvort slík fyrir- tæki eru framkvæmanleg. Af þessu leiðir á hinn bóginn, að mjög hætt er við, að vjer venjumst á, að fálma út í bláinn, án þess að byggja framfaraviðleitni vora á traustum grundvelli. Sá kaupmaður þykir ekki fara kaup- mannlega að, sem semur ekki aðal-ársreikn- ing yfir ástand verzlunar sinnar, svo hann sjái, hvort hann hefir eða hvað mikið hann hefur grætt eða tapað; og á sama hátt verður ekki sagt, að það lýsi neinum full- orðinsbrag og fjármálaþekking á fullkomnu stigi, ef stjórn og þing veit ekki út í hörg- ul um allar fjárhags-ástæður landsins. Hvað verzlunarskýrslurnar snertir, þá koma þær svo seint fyrir almennings sjónir, að það er óþolandi. Virðist það alls eigi ókleyf't, að þær kæmu út á ársfjórðungi hvej’jum, þannig, að skýrslurnar fyrir fyrsta ársfjórðung ársins kæmu í hendur landsstjórnarinnar í maímánuði og væru prentaðar öndverðlega í næsta mánuði, o. s. frv. Eða hvaða ástæða er til að láta geyma þær allar hjá sýslumönnum þang- að til eptir árslok ? Skýrslur um tekjuskatt, atvinnuskatt, húsaskatt, tíundir, afurðir jarða og jarða- bætur virðast hæglega geta verið komnar fyrir almennings sjónir þegar missiri er liðið frá því þær eru fuligjörðar heima í hjeraði. Þá er enn fremur þess að gæta, að alls engar skýrslur eru haldnar yfir sjávarafla, sem þó er annar aðalatvinnuvegur lands- manna. Það viröist eiga við að minnast hjer á orð hr. Ditlev Thomsen í ritgjörð hans um »sölu á íslenzkum vörum, erlend- is«, þar sem hann tekur fram, að kaup- menn erlendis hafi kvartað yfir því, að engar áreiðanlegar skýrslur um fiskiveiðar væri að fá hjeðan jafnóðum, svo ómögulegt væri að gjöra sjer nokkra hugmynd um, hve mikinn fisk væri hægt að fá hjer frá íslandi. Það liggur í augum uppi, að slíkt er mjög mikilsvert fyrir sölu á ís- lenzkum fiski erlendis. Svo sem nærri má geta, er þýðingarlaust að safna skýrslum um fiskiveiðar fremur en annað, nema þær sjeu svo rjettar og vel úr garði gerðar, eins og auðið er; því sje ekki hægt að reiða sig á þær, eru þær verri en ekki neitt. Þær bæta þá ekki fyr- ir fiskverzlun landsins, heidur spilla fyrir henni. Hið sama má auðvitað segja um allar hagskýrslur. Hvað póstflutningsskýrslurnar snertir, mun eltki enn aðgreint á afgreiðslustöðun- um, hve miklu af brjefum og sendingum er tekið við þar á staðnum og hvað mik- ið kemur lengra að með póstinum, og vegna þess verða sum brjef tví- eða þrí- talin, en þar af leiðir, að ekki er hægt að sjá með fullri vissu, hve póstfiutningarnir eru miklir í raun og veru. Á verzlunarskýrslueyðublöðum er ýms- um vörutegundum sleppt, bæði innfluttum og útfluttum. ÍAf innfluttum vörum er ekki t. d. minnzt á þakpappa, oliusætu, flesk,l eldspýtur, spil, spanskreyr, ávaxtarsafa, tvistgarn; af útfluttum vörum ekki bæk- ur eða peninga, og sjálfsagt mætti til tina ýmislegt fleira. Virðist vel til fallið, að nokkrir verzlunarfróðir menn væru fengn- ir til að endurskoða skýrsluform þessi. Þá má geta þess, að sumar vörur- nar eru taldar eptir vigt, mæli eða tölu, en aðrar eptir verði þeirra; en sjálfsagt virðist að telja allar vörur eptir hvorutveggja, ef þess er kostur. I búnaðarskýrslunum hefir enn þá gleymzt að telja jarðarafurði í öllum þrem- ur kaupstöðum landsins, en vonandi er að bráðlega verði ráðin bót á því, að minnsta kosti hjer í Reykjavík. Þá er ennfremur í þeim sú villa, að opt mun vera sleppt að telja úthey, sem fengið er til slægna i annara landi. Virðist sjálfsagt að sá telji það fram, er slegið hefir, hvaðan sem það er fengið. Skógarhögg er ennfremur akki talið i sumum þeim sveitum, þar sem skógur er höggvinn árlega, svo sem á Rangárvöllum ofanverðum og á Þórsmörk úr Fljótshlíð, og svo er ef til vill víðar. Tíundarskýrslurnar eru svo illaræmdar, að engum mun detta í hug að trúa þvi sem í þeim stendur. Hjer á ekki við að minnast nákvæmlega á, hve ranglátt það sje og hvílíkt tjón fyrir hið opinbera, að láta það viðgangast, að sumir gjaldþegn- ar landsins geti meira og minna skotið sjer undan gjöldum til almenningsþarfa; en villan í tíundarskýrslunum gerir það að verkum, að ekki er hægt að vita svo rjett sje um aðaleignastofn landsmanna. Sjeu tíundarskýrslurnar svo rangar, sem orð er á gert, ætti landsstjórnin, frá efsta stigi til hinna neðstu umboðsmanna henn- ar, að beita krapti laganna til að fá þeim breytt í betra horf. Án þess að hún taki alvarlega í taumana í þessu efni, kemst ekkert lag á þær; en árangurinn í betri stefnu mun þegar sjást, er lögum um þetta efni er nægilega stranglega beitt. Leiðarljósin við Faxaflóa. Jeg hefi fyrir nokkrum árum leitt athygli að Ijóskerunum hjer við Faxaflóa, og þá sýndi jeg fram á, hvað þeim væri ábóta- vant og hvað laga þyrfti, til þess að þau kæmu að tilætluðum notum; en það hefir ekki borið mikinn ávöxt, því engin breyt- ing hefir verið gjörð á þeim til bóta, held- ur þvert á móti farið hríðversnandi, eink- um Garðskagaljósið. En jafnvel þótt menn kunni að gefa orðum mínum lítinn gaum, þá get jeg samt ekki látið hjá líða að sýna fram á hið voðalega ástand, sem Garðsskagaljós- kerið er í, m. m.

x

Ísafold

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.