Ísafold - 12.09.1894, Síða 2

Ísafold - 12.09.1894, Síða 2
38 Þegar Ijósker þetta var fyrst auglýst til leiðbeiningar fyrir þilskip, þá glöddust víst flestir yfir því, að hafa þar fengið tryggingu á hinni hættulegu leið fram með Suðurnesjum og fyrir Skagann. En þetta brást að nokkru leyti, því ljósið var hulið allra sjónum á varasömustu leiðinni sunn- an með landi, og sást fyrst djúpt af Býja- skerseyri. Seglskip höfðu því engin not af ijósinu þar, sem þau höfðu þess helzt þörf. Hvort þetta fyrirkomulag heflr ver- ið auglýst eða ekki, það man jeg ekki; en víst er um það, að ekki sjest það á sjó- kortunum, sem þó er vanalegt, er svo stendur á, og hefði það gert miklu meira gagn; þá hefðu menn haldið ljósinu alla leið frá Eeykjanesi, því þá næðu ljósgeisl- arnir saman frá Eeykjanesvitanum og Skagaljósinu, og menn gátu vitað, hvað langt var komið, og hefðu því verið marg- falt betur settir, ef ljóskerið hefði mátt lýsa aila leið með landi fram. Fyrstu árin bar ljósker þetta mikið góða birtu á þvi svæði, sem þess naut við, og sást í þeirri fjarlægð, sem hæð þess og styrkleiki leyfði í bærilegu veðri; en á síð- ari árum heíir því farið sífellt hnignandi, og nú er það ekki lengur til nokkurs gagns. Mjer þótti það næsta kynlegt, að Ijósker þetta skyldi hafa tekið svo mikilli breyt- ingu á þó ekki lengri tíma. Mig bar þar að hinn 26. f. m. og greip jeg þá tækifær- ið til að skoða ijóskerið; og þykir það liklega óþarfa atskiptasemi, þar sem öðr- um er það starf á hendur falið. Ætlajeg nú að iýsa ásigkomulagi ljóskers þessa. Glaskerið á ljóskerinu er sprungið hring- inn í kring og stór flaski heflr sprungið upp niður úr hringsprungunni, sem legið heflr við að ganga á mis, og er því Ijós- kerið ekki vel þjett. Þannig hefir Ijósker- ið verið notað á annað ár, og ekki annaö verið aðgert en að festa flaskann með blikkræmu. Einn lampi var þá til afnota með tveimur brennurum, og var hvorugur mátulegur í lampann. Pípurnar á þeim voru allt of mjóar, sem eðlilegt var, því að þær voru teknar úr lömpunum í Eeykja- nessvitanum, og urðu þess vegna ekki notaðar, nema vefja um þær vír til að halda þeim föstum í lampanum. Auk þess var ekki mögulegt að hreifa kveikinn í öðrum brennaranum með skrúfunni, svo að ekki varð kveikt á honum. Hinn brennarinn, sem kveikurinn var færanlegur í, var litlu betri, því að kveikpípan var svo brunnin að ofan, að ekki var hægt að fá logann jafnan. í fyrra vor hafði verið smiðaður annar lampi úr látúni, en þegar hann kom suður og var mátaður í ijóskerið, þá komst hann ekki fyrir. Hann var því sendur þegar í stað til umsjónarmanns vitanna þar syðra til aðgerðar og hann beðinn að láta hann koma hið bráðasta aptur. En hann var ekki kominn frá honum, þegar jeg var þar staddur. Nú er augljóst, að sökum hins óbrúk- lega lampa verður ijósið ekki annað en einn reykjarmökkur; sezt reykurinn innan í glaskerið, svo að þetta litla ljós verður á skammri stundu ósýniiegt, þótt það kunni að lifa. En það kvað ekki vera neinn hægðarleikur að halda í því lífinu. í stormum lifir það alls ekki. Þar að auki er ómögulegt að hreinsa ljóskerið, því að Ijósreykurinn hefir læst sig inn í sprung- una, svo að hún er kolsvört, og sökum þess að glerið er þykkt og bárótt, þá slær svo miklum skugga á allt. gierið, að það sýnist vera svart, þegar staðið er hjá þvi. Þetta á nú að heita íslenzkur viti, sem menn eiga iíf og eignir undir. Öðru eins hefði jeg aldrei trúað, hefði jeg ekki sjeð það með eigin augum. ITmsjónarmanni Ijóskers þessa kvað hafa verið gert aðvart um ástand Ijóskersins o. fl., sem honum kemur við, og það hvað eptir annað, og kvað hann ekki hafa gef- ið því neinn gaum. Slíkur maður mun naumast hæfur til að hafa svo áríðandi starf á hendi. Yið þetta tækifæri tók jeg mjer það leyfi, í augsýn Ijóskeravarðarins, að taka í burtu þá hlíf af. ijóskerinu, sem verið hefur því til fyrirstöðu, að ljósið gæti sjezt á grunnieið sunnan með landi, svo að það gæti ef til vildi komið að einhverj- um notum á meðan því yrði haldið lifandi. En hins vegar legg jeg þann dóm á um ijósker þetta, að það sje alveg ónýtt og alls ekki takandi í mál að brúka það lengur. Það væri hið mesta hneyksli, að baslast lengur við slíkan garm, sem eng- um verður að liði, en miklu fremur dreg- ur menn á tálar. Það þarf því að koma annað ljós á Garðsskaga hið allra bráðasta, og betra en það, sem nú er. Jeg hefl því hugsað mjer, hvernig ljósker þetta ætti að vera, og er það á þessa leið: Á Garðsskaganum þurfa að vera tvö ljósker, sem sýna hvítt ljós í allar áttir og loga skært og greinilega. Annað verður að vera að norðan og hitt að sunnan, og svo utarlega á Skagatánni, að hæfilegt millibil verði milli þeirra, og þannig fyrir- komið, að þau beri saman, þegar skip eru hæfilega langt undan Býjaskerseyri. Sjó- varnargarð þarf að hlaða kringum vitana, til að verja þá sjávarágangi. Með þessu fyrirkomulagi væri því alveg afstýrt, að farmenn villist á Skagaijósinu og Eeykja- nessvitanum, sem heflr víst ekki svo sjald- an komið fyrir. En ekkert er eðlilegra en að siíkt komi fyrir, þegar tvö ijós, sem eru svo náin, hafa sama lit og einkenni, en stærðarmun er ekki hægt að gera sjer grein fyrir í myrkri, þegar ekki sjest nema annað ijósið í einu. Innnesjaljósunum er líka mjög ábótavant. Valhúsijósið er óbrúkanlegt ijós til leið- beiningar fyrir þilskip. Það er fremur viliandi en leiðbeinandi. Það er allt ofiangt frá sjó, of hátt þegar þoka liggur á fjöll- um og dimmt er upp yfir, og sjest þá alls ekki sökum þess, að það er of iítið til að brjótast gegnum rakamikið lopt, og sæist þá betur ef neðar væri. Þegar þannig hagar til, ber það ósjaldan við, að loftið er þynnra neðan til en er ofar dregur, og þar af leiðir það, að Jjós, sem stendur nær sjó, sjest betur en Ijós, sem er lengra frá sjó. Valhúsljósið ber því að afnema hið fyrsta og reisa reglulegan vita á Gróttu, sem sýnir rautt ljós í allar áttir. Hann þyrfti ekki að vera mjög stór, bara ef glerhjálmurinn er nógu skær. J Enn er eitt athugavert við þessar Inn- nesjaljóstýrur. Hvað skyldi bera til, að ekki er kveikt fyr á þessum týrum en gert er? Jeg get þó ekki sjeð að það sje til of mikils ætlazt, þótt menn mættu hafa þeirra not, þegar dimmt er af nóttu og þeir eiga hjer leið um. MestalJan ágúst er meira og minna dimm nótt og frá 15. dimmir nótt; óðum, svo að um 20. ágúst er alveg svart- nætti. Nú voru einmitt fiskiskip að koma. heim frá Vestfjörðum og víðar að á þessumi tíma og hættu þá fiskiveiðum, og líka em flutningaskip hjer á ferðinni fram og apt- ur allan ágúst,. Þessi skip geta engin not haft af þessum Ijóstýrum, þar sem ekki er kveikt á þeim fyr en 1. september. Það- er hlægilegt að gefa ekki innlendum mönn- um kost á, að nöta þessar ijóstýi’ur, þegar þeir þurfa á að halda, en vera að burðast við að halda þeim lifandi fyrir- skip, sem aldrei áræða að koma svo nærrii landi, að þau geti sjeð þær. Ljós þau, sem eiga að vera til leiðbein- ingar fyrir skip, sem ætla til Eeykjavíkur,. verður að kveikja i síðasta Jagi 15. ágúst,. og ekki slökkva þau fyr en 20. maí í fyrsta lagi, ef þau eiga að geta orðið innlendum, skipum til nokkurs gagns. Ilver getur á- byrgzt, að ekki geti borið storm að hönd-- um seinni hluta ágústmánaðar eða í byrjun maímánaðar? Gerum, að nú komi storm- ur af hafl og skip er statt um nótt fyrir- innan innstu fiskimið hjer í flóanum. Það hefir gagnslitin segl eptir sumarið og er þess vegna varla færu um að þola storm. Hið eina, sem skipstjóri tekur til bragðs, mun verða það, að reyna að sigla undan landi? meöan seglin halda. Nú tætast seglin sundur, svo að ekk verður lengra komizt, og getur skipið nú verið á enn vei’ri stað' en það var í upphafi, svo að skipstjórinn, er í vanda staddur. Hann heflr ekkert sjer- til leiðbeiningar og verður því að tefla á tvær hættur, hvernig sem fara kann, og reyna að leita einhverrar hafnar. Heppn- ist nú þetta, þá er öllu borgið; en beri eitt- hvað út af, þá er við búið, að skip og menn týnist, og þá mætti kenna því um, að vitar voru ókveiktir. Daimi þetta”ættij að sýna ljóst, að svo getur farið, að lítilli hagur verði að olíusparnaðinum. Jeg þykist nú hafa gert skyldu mína, að' benda mönnum á þetta, og treysti því, að þetta mál verði tekið tii rækilegrar íhug- unar og hafðar á því skjótar framkvæmd- ir, þar sem margra mann líf getur legið. við ella. Reykjavík, 10. sept. 1891. M. F. Bjarnason. Prestaskólinn. Æðra kennaraeinbættibi, vib prestaskólann heflr konungur veitt 30. júlí þ. á. cand. theol. Jóni Iíelc/asyni Hann kom hingað alfarinn meb siðasta póstskipi, Hollenzkur konsúll er kaupmaður W. Christensen í Reykjavík skipabur og staðfest- ur af konungi 10. júlí þ- á. Sigling. Gufuskipið Rapid, 267 smál., skipstj. J. Bundvig, kom hingab frá Englandi 31. f. mán. eptir flskfarmi, er það fór með aptur 8. þ. m. til Bergen, fram undir 2000 s’kpd., mest frá Fischersverzlun hjer og Duus^ verzlun í Keflavík, en nokkuð keypt af öðrum

x

Ísafold

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.