Ísafold - 22.09.1894, Blaðsíða 2

Ísafold - 22.09.1894, Blaðsíða 2
£50 framfarir. Þær knýja óbeinlínis áfram tól jarðyrkjumannsins og krinda skipinuáflot.— Það sem sagt heflr verið um ijóðagjörð vora, má ekki síður eða í raun rjettri mikíu , fremur segja með sanni um aðrar skáldskapargreinir. Skáldsögurnar, sem nú hlaupa af. stokkunum, eru að eins til- raunir á tilraunir ofan. — Þær eru beina- grind af skáldsögum, en æðri líffærin vant- ar: taugarnar, blóðið, skilningarfærin. Sam- ræmi sálareðlisins og samband orsaka og afleiðinga er harla ófullkomið. En eink- um vantar þó skáldskaparlegan fegurðarblæ, hátíðabúninginn, sem einkennir skáldskap- inn og gjörir hann að listaverki, stílinp, sem er jafn-mismunandi hvað ritmálið snertir, sem munur er á flatreftum kofa og gotneskri skrautbyggingu. Eða sjónleikaskáldskapurinn ? í raun og veru verður þar ekki talað um apturför, vegna þess að enginn frumsaminn sjónleik- ur hefir verið ritaður á íslenzku, sem nokk- uð kveði að, svo almenningi sje kunnugt um. »Hrólfur«, »Narfi«, »Nýársnóttin« og »Útilegumennirnir« hafa öll nokkra kosti, en eru auðsjáanlega öll frumsmíði, sem lýsa sum dágóðum hæflleikum í þá eða þá stefnu, en eru langt frá því að vera fullkomnunarsmíði; enda mun það reynast hjer, sem viðurkennt er um allan heim, að sjónleikaskáldskapur þróast ekki nema þar, sem bókmenntirnar eru á blómastigi. Hann sprettur upp á þroskaárum þjóðanna, en ekki bernskuárum þeirra. Það er hæsta stigið í skáldskaparlistinni. Ein skáldaskapartegund er þó hjer, sem rangt væri að segja um, að ekki blómg- aðist. Það eru erfiljóðin. Nú sem stendur deyr naumast svo maður, að erfiljóðavjel- inni sje ekki þegar hrundið í gang, svo að smiðisgripurinn sje hlaupinn af stokkunum þegar jarðarförin á að fara fram. Erfiljóð þessi eru misjöfn að efni og orðfæri, svo sem við má búast, en í einu ber þeim saman yflr höfuð að tala: það eru sörnu kenning- arnar, sömu hugmyndirnar, sama orðaval- ið og áður hefir verið haft í tuttugu hug- vekjum og fimmtíu bænakverum, flokka- bókum, gradúölum og missiraskipta-offrum. Það á að vera skáldskapur, en er marg- sinnis ekki annað en hrúgaldur af stuðl- nm og höfuðstöfum, fleyguðum inn í andlaust guðsorð, þ. e. guðsorð að nafninu til, þar sem trúarlærdómum kristindómsins er hrúgað saman í einhverri óreiðu. Og svo eru þeir sem semja þetta allir kallaðir skáld. Þeir hafa sannarlega ekki keypt lárviðarsveiginn dýrum dómum. Þar eru menn á öllum aldri: unglingar, sem ekki er ennþá sprottin grön, sem ímynda sjer að hjer sje hægt að vinna til ódauðlegrar frægðar, og uppgjafa-karlar og jafnvel kerlingar. Þar eru Kveldúlfar mannfje- lagsins, sem farnir 'eru að telja sjer rauna- tölur og kveina um hvað jörðin sje vond, og »allt sje vesalt dofið og dautt, hjer drepist allt úr fári«. Þótt tveir eða þrír menn á öllu landinu yrki erfiljóð, sem heit- ið geti skáldskapur, heflr slíkt lítið að þýða innan um allt argið og gargið, suð- una og skruðninginn og glymjandann í öllum hinum hinum erfiljóðavjelunum og öllu því skálciskapar-smjörlíki, sem úr þeim kemur. Það er vara á borð við fótafætl- inga ullina og blóðugu sundmagana, sem við laumum í kaupmanninn. En það sem verst er, er þó, að meðan þessi erfiljóða- öld stendur yfir, er lítil von um að skáld- skapur hjer á landi eigi sjer verulega við- reisnarvon. Erfiljóðin liggja sem martröð í öllum nýtum skáldskaparhugsunum. Þau eru rímnakveðskapurinn gamli endurbor- inn með nýju gerfi.— Yrkisefnið er æ hið sama og í sama búningi. Er við því búið, að fargan þetta verði, áður lýkur, ekki að eins erfiljóð eptir einstaka menn, heldur erfiljóð íslenzks skáldskapar. Vatnsveiting yfir Skeið og Flóa og aðrar rannsóknir Scem. Eyjólfssonar. Hr. Sæmundur Eyjólfsson, búfræðingur og cand, theol., kom heim hingað til Reykjavíkur 20. þ. m. úr rannsóknar- og skoðunarferð um nokkur suðurhjeruð landsins í sumar. Hann fór fyrst austur á Eangárvöllu, og þaðan Fjallabaksveg austur í Skaptafells- sýslu. Skoðaði Klaustursandinn, þar sem vatnsveitingatilraunin hefir verið gerð. Sandurinn er einatt að smágróa upp, og má, að lians dómi, telja víst, að hann grói fyllilega upp, þar sem vatnið fer yfir, ef görðunum er haldið við og vatnsveitingin stunduð rækilega. Nú er svo komið, að flestir eða allir bændur þar austur frá eru komnir á þá trú, að ’græða megi upp sanda með vatnsveitingum, þar sem þeim verður komið við, en það er mjög víða í Skaptafellssýslu, einkum austan til á Síð- unni. Það er því mjög nauðsynlegt, að þessari vatnsveitingu á Klaustursandinn verði haldið við, svo að tilraunin verði fullkomin. Af Síðunni fór hr. S. E. suður um Með- alland ogÁlptaver, og sem leið liggur vest- ur undir Eyjafjöll. Þaðan fór hann inn á Þórsmörk og skoðaði skóginn þar. Skóg- urinn er þar hvergi stórvaxinn, en sum- staðar all-þjettur og óskemmdur að kalla af manna völdum. Þaðan fór hann vestur í Landssveit og skoðaði tilraunir þær, er þar hafa veiúð gerðar til að sá mel. Það lítur svo út, sem þær tilraunir ætli að takast vel, og má vænta, að mikið gagn geti orðið að melsáningu í þeim hjeruðum, er sandfokið vinnur mestan skaða. Hr. S. E. fór og upp í Biskupstungur og Laugardal, til þess að skoða skógana þar. Þar eru sumstaðar all-víðáttumiklir og þiettir skógar, einkum í Laugardalnum. Óvíða hafa skógarnir þar orðið fyrir illri meðferð á síðustu árum, og eru þar víða þjettir og blómlegir, þótt eigi sjeu þeiír stórvaxnir. Mestur er skógurinn í Efsta- dal. Lengst hefir hr. S. E. verið austur á Skeiðum að mæla, hvort veita megi vatni úr Þjórsá yfir Skeiðin og Flóann. Það verk er mögulegt, að hann segir, þótt það mundi að vísu kosta mjög mikið, svo sem líklegt má þykja. Enn vantar þó að gera miklar mælingar til þess að nokkurn veg- inn fullnægjandi áætlun verði gerð um verkið. í þetta sinn hefir hr. S. E. mælt, hvar aðalskurðurinn á að liggja um Skeiðin og út í Flóann,og gert uppdrátt af Skeið- unum, en í Flóanum vantar enn allar mæl- ingar. Líklegt er þó, að veita megi vatni um nálega allan Flóann. Ef þetta kæmist til framkvæmdar, mundi það mjög svo mikilsvert, þar sem sex hreppar mundu að miklu leyti verða að flæðiengi. Ef það> yrði framkvæmt, mundi það varla verða svo dýrt, að eigi yrði það til margfaldra hagsmuna. En fyrst og fremst er nauð- synlegt, að halda mælingunum áfram til þess að gera megi nokkurn veginn full- nægjandi áætlun um verkið, og hverra hagsmuna megi af því vænta. Þýtur enn í þeim skjá! Rjett nýskeð fekk jeg loks 21. nr. Fj.-kon. þ. á., sem meðal annars góðgætis helir inni aö halda brjef úr Borqarfjarðarsýslu út áf kosningarúrslitunum þar í sumar. Það getur vel1 verið, að brjefið sje borgfírzkt. að kyni; kunnugir munu fara nærri um fað- ernið; það sver sig í ættina. Höfundinum hafa sýnilega sárnað kosning- arúrslitin, og í hefndarskyni ræðst hann að< kjósendum síra Þórhalls, og finnur þeim meðal annars til foráttu ósjálfstæði og að þeir sjem trúaðir á presta sína. Það mun rjett vera, að þeir hafi ekki þá tegund sjáltstæðis til að bera, er nefnist sjer- vizka, sem ekki getur komið sjer saman við nokkurn almennilegan mann, heldur er með- nefið alstaðar, og læzt hafa vit á öllu, og fett- ir fingur út.í allt hjá öllum, en kemur aldrei neinu til leiðar. Rjett mun það einnig vera, að þeir hafii hetri trú á prestvigðum manni, sem viður- kenndur er sem samvizkusamt valmenni, held- ur en á einhverri bóndanefnu, sem læzt vera ógn-mikill bændavinur meðan hann sjer sjer- hag við það, en mundi þó fúsastur að vera aptanveltubesefi við þann flokk, sem hann læzt vera mótsnúinn, ef sá vildi hraknýta, hann í flokki sínum. ' Það hefir líka aldrei verið mikið í sölur lagt fyrir kjósendur síra Þórhalls, til að gjöra úr þeim sjálfstæðinga eptir höfði höf. Það var minna fyrir þeim haft en þegar ónefnd- um »alfræðing« og búsnilling(I) var tranað með> taumlausum undirróðri og fáheyrðri fyrirhöín, inn á »löggjafarbrautina«(!), þótt hann hrökl- aðist samt þaðan aptur eptir eitt ár við lít- inn orðstir. Það er broslegt að heyra höf. vera að hæla sínum sinnum fyrir sjálfstæði! Makalaust var hann sjálfstæður, sá, sem búinn var á kjör- fundinum að segja »sjera« (o: Þórh.), en þegar náunginn hnippaði í hann, sneri við blaðinu og hafði það >Björn«. Eða þeir, sem engan kosningarrjett áttu, en takð var trú um að þeir ættu hann, og smalað saman til að kjósa B.; og svo eru náttúrlega hin ímynduðu at- kvæði þeirra skrifuð tekjumegin. Því ekki það! Svo er höf. að tala um undirróður hjá öðr- um, en vill þó ekki fortaka, að líku hafi heitt verið sín megin; ekki þó það ! »Brögð er að þá barnið finnur*. Það voru einmitt hinir menntuðustu og gætnustu sýslubúar, sem ekki toguðu þann skækil, sem höf. mundi þóknanlegur, einmitt þeir, sem ekki ljetu sandaustursmoldviðri sjer- gæðings-glamrandans villa sjer sjónir. Það er broslegt að sjá höf. vera að fáryrð- ast um, að hændur sjeu sínir eigin höðlar;. meiningin skilst, einkum eptir að maður hefir héyrt Blómsturvalla-rímnagaulið í aptasta skúmaskoti »Fj.kon.« Slíkt dómadags-hulí lætur sjerhver maður með skynsemi eTns og vind um eyrun þjóra. Og sigli svo höf. sinn eigin sjó úr »Vonar- gerðisvör« á fari því og á þann hátt er, skáld- ið nefnir í vísunni: »Hann siglir á ....« o.s.frv., *2/0 1894. Borgfirzkur kjósandi. ;

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.