Ísafold - 22.09.1894, Blaðsíða 3

Ísafold - 22.09.1894, Blaðsíða 3
251 Þjórsárbrúin. Full 5 fet eruþað, sem eystri brúarstöpullinn er lægri en sá yest- ari. Hitt er þó enn lakara, ef satt er, það sem haft er eptir náltunnugum mönnum, að vestari stöpullinn sje líka of lágur, með því að áin gangi jafnhátt honum í hlaupum. Bfúarefnið (þ. e. brúin sjálf ósamansett) er nú komið á Eyrarbakka/ með seglskipi frá Newcastle, og verið að skipa því þar á land. Á síðan að draga það á hiarni í vetur austur að brúarstæðinu. Tiðarfar. Enn helzt hjer þrálát rign- inga- og rosatið, um suðurland allt.j Heflr lieyskapur orðið fyrir það endasleppur og erfiður. Þö munu heyföng manna almennt eigi mjög fjarri lagi. Þerrikaflinn eptir eptir höfuðdag bætti stórum. Að norðan er þar á möti að frjetta önd- vegistið, beztu þurrka frain til þessa tíma og ágætan heyskap. Bruni í Kaupmannahöfn. Með brú- arskipinu til Eyrarbakka frjettist mikill húsbruni frá Kaupmannahöfn. Hafði brunn- ið mikið af hinum miklu gufuskipsverk- smiðjum þeirra Burmeister & Wains, á Refs- haleöen, en það er hin stærsta stofnun þess kyns á Norðurlöndum. Kviknaði kl. 11 að kvöldi í einhverju smíðahúsi þar, og tókst eigi að slökkva eldinn fyr en kl. 6 að morgni. Yar þá brunnið fyrir eitthvað á aðra miljón króna, að sögn, — þar á meðal dýrindis-efniviður, mahogni o. fl., í mikils háttar skemmtiskip, er Rússakeisari ætlaði að láta smiða fyrir sig þar. Gufu- skip voru þar nokkúr til viðgerðar, að vanda, og varð þeim forðað úr brunanum við illan leik og með hjálp herskipa á höfninni, öllum nema tveimur, er brunnu til stórskemmda. Frásögn þessa flutti hingað íslendingur, er var méð að bjarga gufuskipunum úr brunanum, Þórarinn Bjarnarson (sonur Stefáns sýslumanns sál. Bjarnarsonar), stýri- maöur á gufuskipinu »Kjöbenhavn«. Mr. Wai'd, flsk i kaupmað uri nn enski, frá Teignmouth, er hingað koín í fyrra sumar, sendi nú aptur hingað skip sitt S. R. & H. (122 smál., skipstj. E. Byrne) með salt og fleiri vörur, mest kaffi og sykur. Það kom hinga 19. þ. mán. og mun eiga að taka aptur fisk. Alþingistiðindin. Umræður efri deildar nýbúnar, 17*/á örk alls, og 3 hepti komin út af umræðum neðri deildar, þ. e. þrjátíu arkir. Líistileg1 leiötogamennska. Er það ekki listileg leiðtogamennska fyrir lýðinn, piltar, sem saman stendur ekki af öðru en durgshátt og þjösnaskap, öfund og rógi við sjer meiri menn; í hausavíxlum á rjettu og röngu, sönnu og ósönnu, ef um vild eða óvild er að að tefla, hagsmuni eða óhag; í fleðulátum við höfðafjöldann, í því skyni að hafa hylli hans og fje, og ekki síður við höfðingja, sje af því hagsmuna von; í dindilmennsku aptan í skrii- skrumurum; í aula- og andhælisskap, amlóða- hætti og steinhlindni á hvað eina, sem til þjóðþrifa horfir; í sjergæðingsskap og sjer- plægni, roluhætti og rangsýni? Leiöarvísir ísafoldar. 1484. Getur skipstjóri krafizt þess af mjer, sem er háseti á skipi hjá honum, að jeg láti af hendi við hann belti og magastykki af hverri spröku er ieg dreg, ef í lögskráning minni er með berum orðum skráð, að jeg skuli fá allt trosfiski, sem jeg dreg? Sv..* Nei. 1485. Get jeg, sem er háseti á þilskipi, ekki krafizt þess, að hafa í fullum mæli allt það sem lögskráningarbók mín tiltekur að mjer beri ? Sv.; Jú. 1486. Jeg er af skipstjóra ráðinn háseti á þilskip, og hann fullvissar mig um kjör þau öll, er jeg ræð mig upp á, en eigandi skipsins vill eigi fullnægja skilmálunum, þegar til hans kemur. Að hverjum þeirra á jeg að ganga með að fullnægja loforðinu? Og hvernig á jeg að leita rjettar míns ? Sv.: Spyrjandi á eingöngu við skipstjóra og getur gert rjett sinn gildandi gegn honum með lögsókn. 1487. Get jeg ekki krafizt þess af skipstjóra, að fá hjá honum skrifleg kjör þau, er hann hýður mjer þannig fyrir hönd útgerðarmanns skipsins, sem jeg ræð mig á sem háseta? Sv.: Lögskráningin fer fram skriflega 'og þá eru rituð þau kjör sem spyrjandiJjjþæðst upp á, meira verður eigi heimtað. C. Zimsen í Reykjayík selur: Biscuits, Tekeks og Tvíbökur. Góð frönsk Vín. Bursta, Kústa og Pensla, margar tegundir. Trjeskóstigvjel. Trjeskó og Klossa, handa fullorðnum og börnum. Saumavjeiar, 2 tegundir. Vasaúr. Agæta »Patent málingu« handa þilskipum, 2 tegundir, frá nafnkenndri franskri verk- smiðju. Sirz, ijerept og ýmsar aðrar kramvörúr. Cigarettur. Edspýtur. Ymsar nýlenduvörur og margt fleira. Allt með svo vægu verði,sem unnt er að seija það hjer. Fæði geta bæði námsmenn og aðrir feng ið á hentugum stað í bænum, gott og vand- að, nú þegar eða í haust, hvort heldur vill að öllu leyti eða að eins miðdegisverð. Alþingistíðindin 1894 fást keypt í bókaverzlun Sigf. Eymunds- sonar. Kosta 2 kr. »LEIÐARVÍSIR TIL LÍFSÁBYRGBAR. fæst ókeypis hjá ritstjórunum og hjá dr. med. J. Jónassen, sem einnig gefur þeim, sem vilja tryggja líf sitt, allar nauðsynleg ar upplýsingar. 1G8 aðra eins nótt og þessa, skildum vjer við óbreyttan háseta, sem var meira í varið en alla þessa fornaldar-loddara. Sagan sú er á þessa leið«. Og hann hóf upp sögu þá, er nú skal greina, og er hún skráð alveg eins og hann orðaði hana, til þess að hún missi ekki neitt af sinni mikilfenglegu einfeldni og hinum strembna sjókeim, er er henni fylgdi. Það er enginn eíi á því, að slíkir menn og þeirra líkar hafa sjeð svo margt ægilegt og geigvæn- legt, að þeir þurfa ekki að smíða þess konar upp úr sjer. »Það var árfö 186 . . Herskipið Belliqueuse, sem jeg var á, lagði út frá Cherbourg og ætlaði vestur um haf, til Vesturheimseyja, til þess að fylla hóp gæzluskipa þeirra, er þar höfðu stöðvar. Jeg var þá lautinant 1 óæðri röð. Meðal sig'lurekka minna var maður frá Ploul- goes, er hafði nýlega fengið heimfararleyfi til þess að sitja þar brúðkaup sitt. Hann kom aptur til þess að ljúka við herþjónustutímann sinn, og bjóst við að fá lausn er árið væri liðið. Hann átti að taka við búi og útveg tengdaföður síns, efnaðs útvegsbónda í Ploulgoes, sem átti 3 þilskip. Hann þótti meiri háttar maður í sinn hóp. Hann var og einn með beztu hásetum vorum og hefði fyrir löngu verið til nokkurra valda settur, ef hann hefði verið læs og skrifandi. Okkur gelck ferðin vel vestur um haf. En þegar við komum vestur undir Karaibaeyjar, fór að verða ókyrr 165 getur verið bálrok, er kemur vestur fyrir höfðann og inn í Adríuhaf. Þetta kveld kom veðrið á okkur úr Cerigo-sundi. Náttmyrkrið datt á. Hafið var dökkgrátt og úfinn sjór. Það var þykkt lopt og þungbúið. Við hjeldum mjög nærri landi; þar gnæfði Taygete-fjallgarður við himinn, eins og koldimmur veggur. Hann hvessti meir og meir, og öldurnar hossuðu sjer betur og betur. Veðrið hvein í reiðanum og það tók að braka í hverju trje. En »Tana'ís« spjaraði sig. Hún hægði eigi hót á sjer,heldur þrammaði drjúgt og þjett um þver hin iðandi fjöll og djúpu dali. Jeg þekki enga sjón veglegri og á- hrifameirí en er stórt hafskip brunar áfram um sollinn sæ á næturþeli. Hið mikl-a terlíki, er sýnist svo voldugt í hægum sjó um dagtíma, verður þá raunar ekki annað en það sem það er í sjálfu sjer: örlítill depill í sí-iðandi ginnungagapi; siglurnar svignaðar og hinn granni reiði, sem ber við koldimmt loptið, er því líkast er maður fórn- ar höndum til himins. Skipið nötrar og skelfur, er hinar miklu öldur skeyta skapi sínu á því; ófreskjur þær þeyta þvíjá milli sín eins og leikhnetti. Og þó leynir það sjer ekki, að maðurinn hefir gefið þessu brothætta keri hug- prúða sál og greindarmikinn vilja, jafnsnjallan dutlung- um höfuðskepnanna. Það er Jíffærum gædd vera, af manna höndum gjör, er beitir stæltum limum sínum og neytir orku sinnar af alefii. Hún hefir sitt glóandi hjarta

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.