Ísafold - 29.09.1894, Blaðsíða 2

Ísafold - 29.09.1894, Blaðsíða 2
£58 Lagarfljót er skipgengt (!). í 32. tbl. »Fj.konunnar<i 7. ágúst þ. á. er dálítil grein með þessari yfirskript, sem jeg finn mjer skylt að mótmæla. Grein þessi byrjar á því, að segja frá, að nú hafi verið komizt með vöruflutning í Lagarfljótsós, og mun það vera satt, að loksins eptir margar atrennur hafi tekizt að komast þar að landi með nokkuð af vörum og timbri, með miklum örðugleik- um ; en til nokkurs var að vinna i þetta sinn, þar sem ánafnað var fyrir þettaþrek- virki 7000 kr. samtals, úr iandssjóði og sýslusjóðum Norðurmúla- og Suðurmúla- sýslna; svo að auki kostaði hver hestburð- ur, er fluttur var frá Seyðisfirði, 1 krónu. Ættu flutningar til óssins framvegis að verða nokkuð á þessa leið, sjá allir, hvaða vit er i að framhalda þannig iagaðri uppsigl- ing á kostnað landssjóðs; þvi sýslurnar gætu og vildu aldrei rísa undir þeim kostn- aði fyrir 2 eða 3 sveitir, þó kostnaðurinn yrði minni en hann var í ár (hann var af báðum sýslum 2000 kr). Um gufubátaferðirnar fyrirhuguðu eptir Lagarfljóti skal jeg að eins drepa á, að þó Öllu, sem lagt yrði af iandssjóði fyrir allt landið til brúa- og vegagjörða, yrði varið um næstu 2 ár til að kosta skurði fram hjá torfærunum í fljótinu, svo komizt yrði með gufubáta upp í fljótsbotn, mundi það litið hrökkva. Það sem enn fremur, ásamt fyrnefndu, þyrfti að gæta betur að, er dýpið í fljótinu, þegar upp eptir kemur, t. d. á Einhleypingi við Ekkjufell er dýpið ekki nema svo sem 2 fet, þegar fljótið er litið, og ef til vill enn minna stundum. Kostnaðurinn við þessa fljótsleið er fyrir- sjáanlega svo ógurlegur, að engum manni sem ber dálitið skyn á þess konar verk sem þessa fyrirhuguðu skurði, mundi detta i hug að ætlast til, að landsstjórnin fyrir eitt hjerað á landinu legði út í svo mikinn kostnað. Úthald gufubátanna sjálfra mundi heldur ekki verða neitt smáræði. Það mætti gott heita, ef einungis af og til sigling í sjálfan ósinn gæti heppnazt framvegis, en það er tvísýnt. Farvegur fljótsins breytist svo árlega, að naumast verður ár eptir ár farin sama ieið, jafnvel líka ár og ár í bili svo miklar grynning- ar í ósnum, að alls ekki yrði komizt upp í hann; auk þess verður fljótsósinn ætíð ó- aðgengileg höfn, nema í bezta veðri um hásumar. Góður akvegur beggja megin fljótsins meðfram bæjum mundi verða hentugastur fyrir flestar sveitirnar, og kostnaðurinn við hann svo sem enginn í samanburði við skurðina og gufubátana. Látum Upphjer- aðsmenn, t. d. Fljótsdælinga, útvega sjer gufubát á fljótið að ofanverðu. Þar er nóg dýpi, nokkuð stórt svið yfir að fara, og efstu sveitirnar svo vel efnum farnar, að þeim mundi ef til vill veita hægt að kostá bátinn af eigin ramleik, efþærendi- lega upp á mont vilja heldur hafa gufu- bát til flutninga en góðan akveg. Blöðin ættu umfram allt, að víkja hverju máli, sem til þeirra kemur, á rjetta ieið. Sízt ættu þau að taka þannig lagaðar greinir, eins og þessa »Fj.konu«-grein, án athugasemda. Það er nóg, að grunnhygg in alþýða opt og tíðum gefur hinum og þessum,sem kailaðir eru þjóðlegir og fram- faramenn, tækifæri til að þeyta framfara- flautir okkar íslendinga. Það er vonandi, að aiþingi komi þessari Lagarfljótsleið fyr- ir ætternisstapa, ef einhver yrði til að flytja það ofurmegn heimskunnar á þing næsta ár. Gamall Hjeraðsbúi. Leiðarljósin við Faxaflóa. Jeg hefi lesið »ísafold« 12. þ. m. og get ekki annað en samsinnt hr. skólastjóra Markúsi F. Bjarnasyni, að vitarnir kringum Faxaflóa eru mjög ófullkomnir og illa lag- aðir til að leiðbeina skipura og opnum bátum. Einkum er vitinn á Skaganum, sem ætti að vera beztur, mjög ljelegur. Sama er að segja um Valhússvitann. Þess- ir vitar ættu að vera svo háir og lýsa svo vel, að þeir sæjust báðir undir eins í nokk- urn veginn góðu veðri. Sjómenn og út- gerðarmenn hefðu ómetanlegt gagn af því, og skip gætu þá margopt á náttarþeli leit- að inn í Faxaflóa og haldizt þar við eða jafnvel komizt inn á Reykjavikurhöfn, í stað þess að nú verða þau alloptast að halda til fyrir utan Skaga, af þvi að þau sjá eigi vitann þar; hreppa þau svo stund- um storm og mega láta reka til hafs. Fiskimenn á opnum bátum hefðu og mjög mikið gagn af þvi, ef vitar þessir lýstu vel. Þeir gætu þá róið lengra, og ef til vill aflað meira en þeir nú gera, ef þeir mættu reiða sig á vitana. Og fiskiveiðarn- ar eru vitanlega aðalatvinnuvegurinn við Faxaflóa að vetrinum til. Enn fremur eru nú farnar að tíðkast gufubátsferðir um flóann, og er líklegt að þær haldist. Þau 2 ár, sem jeg hefl verið fyrir gufubátnum »Elínu«, hefl jeg margsinnis í dumbungs veðri eigi getað komizt inn á Reykjavíkurhöfn um nætur- tíma sökum þess, að Valhússvitinn stendur svo langt frá sjó og lýsir svo dauft, að hann verður ekki greindur frá hýbýlaljós- um. Þessi viti ætti að vera i Gróttu, því að þar er fyrst svipazt eptir landi, er siglt er inn flóann. Stæði vitinn þar, og ef Skaga- vitinn væri svo hár og lýsti svo vel, að sjá mætti þá báða í senn, mundi það ef- laust stórmikið hjálpa mörgum. Sömuleiðis væri það og öldungis nauðsynlegt, að á báðum þessum vitum væri byrjað að kveikja 1. ágúst ár hvert, því að um það leyti er mikið um skipaferðir hjer á flóanum, eink- um til Reykjavíkur. Jeg hefi sjeð vita þá, sem gerðir voru í fyrra á Færeyjum. Við innsiglinguna til Trangisvaags eru 4 vitar, og annarsstaðar eru fleiri vitar sæmilega góðir. Umbót í því efni er engu síður nauðsynleg hjer en í Færeyjum, þar sem skipaferðir eru sífelt að fara í vöxt hjer urn Faxaflóa. Reykjavík 26. september 1894. I. Ilansen. Fjármarkaðir. Fjártaka á fæti lítur út fyrir að verða muni allmikil í haust. Meðal annars sendir pöntunarfjelag Dala- manna 6,000 sauði og veturgamalt íje á einu skipi, sem kemur til Borðeyrar, og við þann farm bætir kaupmaður Riis þar 1500 frá sjer. Þeir Björn kaupmaður Sig- urðsson í Skarðsstöð og S. Richter í Stykk- ishólmi (Gramsverzlun) leigja Stamford í' sameiningu eina ferð undir 1000 sauði frá hvorum. TTm Suður-Þingeyjarsýslu og Eyjafjörð voru markaðir um garð gengnir, er frjettir hafa síðast borizt. Þar hafði McKinnon (Slimon) og kaupmenn ein- hverjir keypt til muna, og geflð 14—15 kr. fyrir tvævetra sauði, og 10 kr. fyrir vetur- gamalt, allt óviktað. Tiðarfar. Agætissumar og bezti hey- skapur yflrleitt um allt norður- og austur- land. Vestanlands meðalheyskapur, og þó heldur betur, einkum þar sem þurrlent]er. Um suðurland heyskapur síztur yflrleitt^ sakir óþurrka, þó sæmilegur, nær meðal- ári almennast; sumstaðar miður, einkum slæm nýting á töðum, og heyannir enda- sleppar sakir votviðranna þennan mánuð allan nema fyrstu vikuna af honum. Skrifað úr Skagafirði 10. sept.: »Þessi sláttartími, sem nú er að enda, heflr verið hinn ágætasti. Grasspretta í góðu meðal- lagi, nýting hin bezta, svo að hey eru með mesta móti hjá bændum, og öll með beztu verkun«. Úr Snœfellsnessýslu skrifaö 23. þ. mán.i »Hjer í sýslu hafa gengið langvinn úrfelli, og stundum stórrigningar. Heyskapur víst. ekki meiri en í meðallagi, sakir óþurrk- anna. Margir eiga dálítið af heyi útienn«^ Hval rak 18. þ. mán. (sept.) á Barða- stöðum í Staðarsveit á Snæfellsnesi, þrí- tugan milli skurða. Eptirmæli. Dáin er 6. maí síðastl. ein af beztu konum Holtaprestakalls á Rangárvöllum, Sigríður- Arnadóttir, húsf'reyja á Litlutungu í Arbæjar- sókn. Fædd 18. apr. 1854 að Árbæ í Holtum og upp alin þar með foreldrum sínum, þangab' til hún 14 ára fluttist með þeim að Brekkum í sömu sveit. Foreldrar hennar, sem bæði lifa nú á gamalsaldri, eru sómahjónin: Árni bóndi á Brekkum Helgason, Helgasonar stú- dents, er bjó á Ytri-Njarðvík, bróður Árna biskups Helgasonar á Görðum, og kona hans. Guðrún Jónsdóttir, dótturdóttir sira Jóns sál. riddara á Breiðabólsstað á Skógarströnd Arið 1878 giptist Sigríður sál. eptirlifandi manni sinum Ólaíi bónda Jónssyrii á Litlu- Tungu, bjó hún þar alla tíð síöan með hon- um i 16 ára farsælu hjónabandi, og búi góðu er blómgaðist því meir, er lengur leið. Þrjú börn eignaðist hún með manni sínum, öll mjög efnileg, og lifa þau móður sina, 1 fermt og 2' yngri. Að þessari konu er hin mesti skaði og ept- irsjá, eigi að eins hennar nánustu, heldur og. fjelagi hennar og öllum sem hún gat náð tiL, því hún var ágætiskona, enda var hún af þvi bergi brotin. Flesta hatði hún þá kosti, er öllum fara vel, en konum þó eigi sízt: blíð- lyndi, hógværð og stilling. hjartagæzku og hugulsemi, grandvarleik og ráðvendni til orðs og æðis, og öll háttprýði einkenndi konu þessa, en allir þessir kostir með mörgum dygð- um fleiri áttu rót sína í trúuðu og guðelsk- andi hjarta. Hún var manni sínum í alla staði ágæt eiginkona, og rækti með ráðdeild' og reglusemi heimili sitt og bú, er bar þess beztan vott með blómgun oggóðum viðgangi; börnrrm sínum var hún hin bezta móðir og vandaði mjög uppeldi þeirra, og hjúum sínum var hún hugljúf húsmóðir. Bágstaddir áttu sjer varla betri vin en hána, þar sem hún mátti viðhjálpa, enda var góðmennska hennar alkunn. Yar það viðkæði, er heyrðist getið

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.