Ísafold - 29.09.1894, Blaðsíða 3

Ísafold - 29.09.1894, Blaðsíða 3
259 einhvers góðverks hennar: »Það var eptir Sigríði í Litlu-Tungu«. Ó. Hinn 14. dag ágústmán. andaðist að Lopt- stöðum í Gaulverjabæjarhreppi Ingibjörg ljós- móðir Guðmundsdóttir, 69 ára að aldri. Fáar konur hjer austanfjalls munu hafa verið jafn- víða kunnar og fáar jaín-góðkunnar eins og hún var, enda hafði hún margt til að bera, sem að því studdi. Þó að maður hennartSig- urður sál. Sigurðsson, vseri merkismaður í hjer- aði og hefði á sjer almenningsorð fyrir ráð- deild og röggsemi alla, þá má óhætt segja að kona hans ljet eigi sitt eptir liggja að gjöra garð þeirra frægan. Ljósmóðurstarfann, sem hún hafði á hendi í fnll 40 ár, leysti hún prýðilega at hendi, enda fór saman hjá henni kunnátta, lægni og lipurð, að ógleymdri hinni stöku ljúfmennsku hennar og hjálpfýsi. Hún var frábærlega ötul, enda þurfti hún opt á því að halda, því hennar var víða vitjað, bæði innan umdæmis og utan, en dugnaði hennar til ferðalaga var og viðbrugðið. i>ví miður hafði hún eigi skrifað hjá sjer hve mörgum börnum hún hatði tekið við i þau fjörutíu ár sem hún gegndi Ijósmóðurstarfanum, en þau hljóta að hafa verið óvenjulega mörg, þar sem hún um mörg ár þjónáði mestöllum Fló- anum, Skeiðum og enda nokkrum hreppum í Rangárvallasýslu. Starfa sínum hafði hún sleppt fyrir tveim árum og veitti sýslunefnd Árnessýslu henni þá einhuga full laun að eptirlaunum í virðingar-og viðurkenningarskyni. En það var eigi að eins i starfsemi hennar utan heiroilis. að mikið orð fór af þessari merkiskonu; heimilið bar og um það beztan vottinn. Loptstaðir liggja í fjölfarinni þjóð- braut, og þegar menn litu hin litlu húsakynna, sem hún bjó við, þá má telja furðu mestu, hve margir gátu þar hlotið gistingu, því gest- nauð mun óvíða hjer í Árnessýslu jafnmikil sem hjá þeim hjónum. Börnin sín misti hún 8 í æsku, en þó var heimilið aldrei barnlaust, því 5 fósturbörn hefir hún alið upp, auk íjölda sveitarbarna, sem hún reyndist bezta móðir. Ingibjörg sál. var mesta ágætiskona, sannar- lega guðrækin, hreinskilin og trygg í lund og hin vinfastasta, enda átti hún óvenjuiega miklum vinsældum að fagna hjá æðri sem lægri. Hún var hin íjörugasta í viðræðum, greind vei og allvel menntuð, og var sjaldan ráðafátt, er ráða var hjá henni leitað, sem opt var gjört, því jeg veit naumast til, að almenn- ingur haíi borið jafngott traust til nokkurrar konu, sem sveitungarhennar og aðrir kunnug- ir báru til hennar og það að maklegleikum. Jarðarför hennar fór fram í Gaulverjabæ 1. sept. með miklu tjölmenni. Sóknarprestur hennar, síra Ingvar Nikulásson, flutti ræðu í kirkjunni, en síra Ólafur Helgason á Stóra- Hrauni (fyrverandi sóknarprestur hennar) hús- kveðju og ræðu við gröfina. Sungin voru og erfiljóð, er Guðm. bóksali Guðmundsson á Eyrarbakka hafði orkt. Þetta eru nokkur er- indi : Hin rnjúka hönd ei hjálpa má Þó henni líf manns standi á, Hin bætandi og blíða mund Er biluð frá að lækna um stund. Og þögnuð er hin þýða raust, Sem þræði hjartans beztu laust; Ið blíða hjarta er hætt að slá Ið hýra auga að líta oss á. In heimaþrúða húsfreyjan, Sinn hafði lampa’ æ tendraðan Með trúarljósi lausnarans Og langaði á fundinn hans. Kunnugur. Haunaleg't slys. Á síðastliðnu vori sendi jeg son minn Elias, 10 ára gamlan, austur í Biskupstungur, og átti hann að dvelja þar, sem vikapiltur yfir heyskapartímann. En hinn 28. ágúst var hann sendur af húsbændum sín- um til fólks, er var að heyverkum úti á engj- um, ásamt fleiri unglingum. Á leið þeirra var ós einn, sem fellur í Hvítá að austan. Eptir nokkra viðdvöl hjá fóikinu var sonur minn sendur heim aptur sömu leið, en var þá ein- samall. Eptir lítinn tíma sáu sambýlismenn húsbónda drengsins, sem þó voru lengra í burtu, hest þann, er hann reið, koma lausan og sundvotan upp úr ósnu®; var þá óðara íarið að grennslast eptir, hvernig á þessu stæði, °g eptir nokkra leit fannst drengurinn örend- ur í ósnum, skammt fyrir ofan vaðið, á fullu 4 álna dýpi. Vað á os þessum er illt yfiríerðar og mjög vandratað ókunnugum, enda er þetta eigi í fyrsta sinn, sem þar hefir viljað til slys og °Pt legið nærri. Hörmulegt er, að slíkar smá- sprænur, sem á þessi er, skuli ár eptir ár jafnvel öld eptir öid vera óbrúaðar, og er von- andi að slík ómynd eigi sjer ekki lengur stað. IJm leið og jeg skýri frá þessu, öðrum til viðvörunur, læt jeg eigi hjá liða að þakka heiðurshjónunum Tómási Guðbrandssyni og konu hans Guðrúnu Einaisdóttur, sem, undir eins og þetta vildi til, sendu son sinn hingað suður, að tilkynna mjer þessa sorgarfregn, og auk þess önnuðust útför piltsins á mjög heið- arlegan hátt. Akrakoti á Álftanesi í septbr. 1894. Elías Olafsson. Klakageymsla. Hlutafjelag var sett á stofn hjer í gærkveldi í því skyni að koma hjer upp klakageymsluhúsi m. m„ samkvæmt því er um hefir ritað verið og haldið fram hjer í blaðinu, fyrir for- göngu bankastjóra Tr. Gunnarssonar, er kosinn var í bráðabirgðarstjórn ásamt B. J. ritstjóra og konsúl W. Christensen, sem og til að semja frumvarp til laga fyrir fje- lagið. Að hússmiðinni verður tekið til að vinna nú þegar eptir helgina. Húsið (20 +12 álna) á að standa á stakkstæði kon- súls C. Zimsen, hjerna megin við lækjar- ósinn. Leiðrjett. Misprent. í síðasta bl. 1. bls. 2. d. 2. línu verið f. róið; og í 8. d. 89. línu vörutegundir f. fiskitequndir. Fæði geta bæði námsmenn og aðrir feng- ---------- ið á hentugum stað í bænum, gott og vandað, nu þegar eða í haust, hvort held- ur vill að öllu leyti eða að eins miðdegisverð. Hjálmar Sigurðsson tekur að sjer alls konar ritstörf og reikningsstörf,— fljótt og vel af hendi leyst. Jón Magnússon, sýslum. í Vestmanneyjasýslu, gjörir kunnugt: Með þvi að ástæða ertil að álíta, að eptirnefnd fasteignaveðs-skulda- brjef, sem finnast óafmáð í afsals- og veð- málabókum Yestmanneyjasýslu: 1. skuldarbrjef, útgefið af Þorbjörgu Sig- urðardóttur í Vestmanneyjum, 4. janúar 1837, til handa C. J. Kemps, fyrir verzl- unarskuld, með veði í búsinu »Lönd- um«, 2. skuldarbrjef, útgefið 12. júlí 1839 af Lars Tranberg til handa P. C. Knudtzon, að upphæð 250 rdl., með veði x húsi hins fyrnefnda og grunni, 3. skuldarbrjef, útgefið 24. júní 1843 af Þórði Árnasyni til handa P. C. Knudt zon, að upphæð 200 rdl., með 1. veð- rjetti í húsum hins fyrnefnda, 4. skuldarbrjef, útgefið 11. júní 1844 af Andreas Iversen Haalland hjeraðslækni, til handa fjelagsbúi I. I. Benedictsens og eptirlifandi konu, að upphæð 330 rdl., með 1. veðrjetti í húsi hins fyrnefnda og húsgögnum, 5. skuldarbrjef útgefið 24. janúar 1858 af Jóni Þorkelssyni til handa Magnúsi Gíslasyni, að upphæð 33 rdl. 4 mrk., með 1. veðrjetti i húsinu »Grímshjalli«, 6. skuldarbrjef, útgefið 30. maí 1858 af LarsTranberg,til handaGaadthaabsverzl- un, að upphæð 68 rdl., með l. veðrjetti í húsi hans í Yestmanneyjun’ 7. útdráttur úr sáttargjörð,Ji6. janúar 1858, þar er Magnús Eyjólfsson veðsetur hálft húsið »Sorgenfri« kaupmanni Ch. Abel til tryggingar 134 rdl. 79 sk. skuld, 8. skuldarbrjef útgefið 8. júní 1861 af Guðmundi Guðmundssyni til handa Sæ- mundi Ólafssyni, að upphæð 18 rdl., með veði í húsinu »Jónshúsi«, 9. skuldarbrjef, útgefið 7. júlí 1863 af Sæ- mundi Guðmundssyni til handa Godt- haabsverzlun, að upphæð 29 rdl. 5 mrk. 13 sk., með 1. veðrjetti í húsinu »Kokk- húsi«, 10. skuldarbrjef, útgefið 28. júni 1864 af Erlendi Sigurðssyni til handa J. P. T. Brydes verzlun, að að upphæð 72 rdl., með 1. veðrjetti í húsinu »Fögruvöllum«, 11. skuldarbrjef, útgefið 18. apríl 1866 af Sæmundi Guðmundssyni til handa Vest- manneyjahreppi, að upphæð 26 rdl. 30 sk., með 1. veðrjetti í húsinu »Kokk- húsi«, 12. skuldarbrjef, útgefið 4. febrúar 1868 af Erlendi Sigurðssyni til handa Julius- haabsverzlun, að upphæð 126 rdl., mcð 1. veðrjetti í húsinu »í'ögruvöllum«, 1.3. skuldarbrjcf, útgefið 13. ágúst 1866 af Torfa Magnússyni til handa N. N. Bryde, að upphæð 126 rdl. 3 mrk. 1 sk„ með 1. veðrjetti í húsinu »Jónshúsi«, 14. skuldarbrjef, útgefið 23. maí 1871 af Guðmundi Guðmundssyni til handa J. P. T. Bryde, að upphæð 20 rdl., með 1. veðrjetti i húsinu »FögruvöIlum«, 15. skuldarbrjef, útgefið 31. maí 1871 af Einari Jónssyni til handa I. N. Thom- sen og C. V. Roed, að upphæð 80 rdl., með 1. veðrjetti í húsinu »Sjólyst«, eptir skýrslum þeim, sem fengnar hafa verið frá hlutaðeigendum, sjeu eigi lengur í gildi, eru hjer með samkvæmt 2. og 3. gr. í lögum nr. 16, 16. septbr. 1893, um sjer- staka heimild til að afmá veðskuldbinding- ar úr veðmálabókunum, innkallaðir með árs og dags fresti handhafar allra hinna framannefndu veðskuldabrjefa, til þess að gefa sig fram með þau í aukarjetti Vest- manneyjasýslu, sem haldinn verður í þing- húsi sýslunnar laugardaginn 1. febr. 1896 kl. 11 fyrir hádegi. Gefi handhafar hinna áðurgreindu veðskuldabrjefa sig eigi fram á þeim degi, sem til er tekinn í stefnu þessari, eða fyrir þann dag, á skrifstofu Vestmanneyjasýslu, mun verða ákveðið með dómi, að þau megi afmá úr veðmála- bókum Vestmanneyjasýslu. Til staðfestu er nafn mitt og einbættis- innsigli. Skrifst. Vestmanneyjasýslu, 19. sept. 1894. Jön Magnússon. (L. S.). Jörðin Syðri-Reykir í Biskupstungum 30.5 hndr. að dýrleika, er til kaups og d- búðar í næstu fardögum. Semja verður við Halldór bókbindara Þórðarson í Reykja- vík fyrir nóvembermánaðarlok n. k.

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.