Ísafold - 03.10.1894, Blaðsíða 1

Ísafold - 03.10.1894, Blaðsíða 1
Kemur út ýmist emu' sinni eða tvisvar i viku. Verð arg niinnst 80arka)4 kr.. erlendis 5 kr. eoa lJ/t doll.; borgist 'fyrirmiðjanjúliman. (erlend- is fyrir fram). ÍSAFOLD. Uppsögn(skrifleg)bundm vifr áramót. ógild nema komin sje til útgefanda fyrir l.októ- berm. Afgreioslastofa blaos- ins er i Austurstræti 8 XXI. árg. Reykjavík, miðvikudaginn 3. október 1894. 66. blað. Heiðraðir kaupendur ísafoldar, þeir er enn eiga blað- ið óborgað, áminnast um, að gjalddagi fyrir það erlöngulið- inn, — var 15. júlí í sumar. Hvalleifafrumvarpið. Þeir kvað fá þunnar þakkir, þingmenn- irnir ísfirzku, hjá almenningi þar í syslu, fyrir að hafa fengið þingið í sumar til að aðhyllast hvalleifasóttvarnarfrumvarpið þeirra. Þeir fluttu sem sje þá kenningu á þingi og sögðu óyggjandi, að óhirtar hval- leifar yllu skepnudauða, og er í frumvarp- inu, sem nú skortir að eins staðfesting konungs til að verða að lögum, öllum hval- veiðamönnum á íslandi bannað að sleppa 'faval eða nokkrum hvalleifum frá veiði- stöðvum sínum svo, að reki á annara manna fjörur, að viðlögðum 200—2000 kr. sektum; jafnframt er þeim skipað, að sömu sektum viðlögðum, að hafa lóð sína girta -með gripheldum girðingum fyrir sauðfje, nautpeningi og hrossum. Þingið hefir í grandleysi trúað þeirri kenningu hinna ísflrzku þinggarpa, að al- mennt tjón og voði stæði af hinum óhirtu hvalleifum á fjörum hvalamanna, og því ekki hikað við að samþykkia mjög ströng laga- fyrirmæli til að afstyra því. En sje svo, að alls 1 ár af 13 eða 14 árum, er Norð. menn afa stundað hvalveiðar á Vestfjörð- um, hafi "borið á ískyggilegum skepnudauða, og það að eins í einu hvalveiðaplássinu af mörgum, þ. e. Álptafirði, þá virðist það æði-fljótfærnislegt, að telja þar með sann- að með óyggjandi rökum, að skepnudauði þessi hafl stafað af hvaláti, og gera bæði hvalveiðamönnum og almenningi stórmik- inn kostnað, tjón og baga með harðýðgis- lögum út af því. Eða hvernig á að gera sjer skiljanlegt, að hvalleifárnar hafi verið banvænar fyrir skepnur þetta eina ár, en óskaðnæmar hin árin öll, og meira að segja bezta lífsbjörg fyrir þær? Og er það nokkuð rjettlæti, að láta alla hvalveiðamenn, hvar sem eru eða verða við strendur landsins, gjalda þessa eina óhapps? Það er og eigi nóg, að hvalveiðamenn gjaldi þessa, heldur mun almenningur einnig gjalda þess aptur hjá þeim, að hætt er við, bæði beinlínis og óbeinlínis. Þeir hafa hingað til ýmist geflð fátæku fólki eða selt yið gjafverði þvesti, undanfiáttu og rengi af hvölum sínum. Nú eiga þeir á hættu, að alla vega fari um það, ef þeir farga því, þannig, að þeir baki sjer jafn- "vel stórsektir með góðsemi sinni, og mun þeim þá þykja óhultara að láta það vera. Hitt liggur og í augum uppi, að lög þessi, hljóti þau staðfestingu, munu verða til að fæla menn frá að koma sjer upp nyjum hvalveiðistöðvum, en það vita allir, að landssjóður hefir miklar tekjur af þeim út- veg og þá ekki síður sveitirnar, þar sem hvalveiðauppsátrin eru; þau bera meðal annars meiri hluta sveitarútsvara þar sum- staðar að minnsta kosti. Hefði verið brýn og almenn nauðsyn á þessum lögum, er ótrúlegt, að ekki hefði heyrzt neitt um það kvakað nema úr þess- um eina hreppi, Súðavíkurhreppi. En þó rýkur þingið til, og býr til almenn lög, eptir höfði Súðvíkinga, fyrir allt land. Virðist það nokkuð vanhugsað, og það því fremur sem skynbærir menn munu vera þeirrar skoðunar, að heilbrigðisráðstafana- heimild sú, er sveitarstjórnarlögin veita hreppsnefndum, mundi hafa dugað til að bjarga skepnum Súðvíkinga eptirleiðis, svo framarlega sem þeir hafa rjett fyrir sjer um uppruna »pestar« þeirrar, er þeir hafa borið sig upp undan. Það virðist að minnsta kosti, hvað sem öðru líður, hafa verið alveg neyðarlaust, að bíða með þessa löggjöf til hins reglu- lega þings að ári. Þá hefði þó verið tóm tii að rannsaka málið og íhuga frekara en gert var. Þá hefði mátt meðal annars heyra, hvað hvalveiðamennirnir sjálflr segðu um málið, og eigi þurft að hrapa að dómi að einungis öðrum málsparti heyrðum- Það er ómögulegt að ábyrgjast, að þeir hefðu eigi annaðhvort getað leitt góð og giid rök að þvi, að ekki væri neitt óyggj- andi orsakarsamband milli hvalátsins og skepnudauðans, eða þá sem nákunnugir bent á önnur ráð til að afstýra tjóni af hvalátinu eptirleiðis. í stað þess voru þeir nú gerðir alveg fornspurðir um hvort- tveggja, heldur smellt á þá upp úr þurru og þeim að óvörum mjög ströngum lögum, atvinnuveg þeirra til hnekkis. Þeim er ekki láandi, þótt þeir skilji þá aðferð eins og megnan ímugust í móti sjer af hálfu þings og þjóðar; — auðvitað mun »þjóðin« borin fyrir og vitnað í almennan og há- heilagan þjóðarvilja, þó að fyrir þinginu lægi að eins ómerkileg málaleitan frá alls einum hreppi, sem vel gat verið ófyrir- synju vakin eða af misskilningi. Það er á sumra manna tungu goðgá við þjóðina, hvenær sem stjórnin beitir sínu lagasynjunarvaldi við frumvörp alþingis. En ef satt skal segja og af hreinskilni mæla, þá er vansjeð, hvort synjun laga frá þinginu er ekki stundum bæði þjóð- inni hollari og sönnum, almennum þjóð- vilja samkvæmari en staðfesting. Gufubátsferðirnar á Faxaflóa. Þær hafa nú staðið tvö sumur, og er ó- hætt að fullyrða, að almenningi, sem þeirra nýtur, nær og fjær, þykir svo mikil fram- för í þeim og góð, að mjög illa kæmi sjer, ef þær legðust niður aptur. Óánægja sú, er einstakir menn hjala um, sumir með allmiklum þjósti, styðst ekki við neitt al- menningsálit, og sízt það almenningsálit, er á viti sje bygt. Hjer um bil eina umkvörtunin, sem ekki er tilefnislaus, er sú, að báturinn, er not- aður heflr verið til ferðanna þessi 2 sum- ur, sje lítill og skorti skyli. En það er sitt hvað, tilefni, eða góð og gild ástæða. Það er tilefni til að kvarta um, að vjer getum eigi ekið á járnbraut beint hjeðan norður á Akureyri, en eigi þar fyrir á- stæða til að ætlast svo mikils mannvirkis af oss að svo komnu nje líkur til að það mundi bera sig. Sá sem byr í moldarkofa, heflr fullt tilefni til að óska sjer heldur timburhúss;en hvort hann heflr ástæður til þess, er annað mál. Alveg eins er fullt tilefni til að óska sjer miklu stærri gufu- báts hjer á flóann en »Elín« er, ekki ein- ungis með nægu skyli, heldur miklum og þægilegum vistarverum fyrir fjölda manns. Það væri miklu, miklu betra og ákjósan- legra. Enginn lifandi maður mundi hafa neitt á móti því. En hvort ástæða er til að ætlast til þess eða hægt muni að heimta það að svo stöddu, — það er annað mál. Til þess þarf fyrst og fremst þetta miklu stærra skip og fullkomnara að svara kostn- aði, eða þá hlutaðeigandi bæjar- og sýslu- fjelög að vilja vinna það til, að hafa styrk- inn til ferðanna þeim mun rif'ari, sjálfsagt margfaldan við það sem er. Því að reynslan er sú, hvað kostnað og ábata á ferðum þessum snertir hingað til, að hvorki sá, er nú hefir þær, nje aðrir, er vit hafa á eða kunnugleik, telja takandi í mál að kosta til mikið stærra báts og fullkomnara, Það má nærri geta, hver slægur þeim, er bein hafa í hendi til ann- ars eins fyrirtækis og þessa, muni þykja i gróða,er kynniað nemaáað gizka5%í mesta lagi, með þeim tilkostnaði, sem nú er hafð- ur, og meðjafnmiklum styrk. Það er hverj- um skynbærum manni fyrirsjáanlegt mikið tap, ef fara ætti að leggja svo og svo miklu meira í kostnað. Það er sjálfsagt miklu meiri gróði en þetta á ferðum »Elínar« í — ímyndun margra; en, það verður ekki mikið gert með ímynduðu fje, ímynduðum gróða o. s. frv. Sýni á- reiðanlegir reikningar hitt, þá er til lítils að halda öðru fram. Það er of loptkennt til að byggja á því. Vera má og vonandi er, að til muna stærri gufubátur geti »borið sig« siðar meir,

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.