Ísafold - 03.10.1894, Blaðsíða 2

Ísafold - 03.10.1894, Blaðsíða 2
262 eptir nokkur ár; en að svo stöddu mun því fjarri fara. Það þarf ekki sjerlega mikinn stærðar- auka til þess, að útgerðarkostnaðurinn aukist t. d. um þriðjung, bæði sakir hærra kaupverðs og ábyrgðargjalds, og miklu meiri kolaeyðslu m. m. En að notkun bátsins mundi vaxa að því skapi, til þess eru engar líkur. Því að þótt Elín sje ekki stærri en þetta, hefir henni aldrei boðizt svo mikill flutningur dauðra muna, að þurft hafi að neita að taka hann; og þó að stöku sinnum hafi fleira, jafnvel helmingi fleira fólk þurft að fá far með henni en hún hefir tekið, þá hefir hún komið öllu af, með selflutningi, án þess að töfin fyrir farþega hafi verið tilfinnanleg eða numið miklu á borð við það, er tíð- ast gerist þegar sæta þarf veðri á opnum bátum. Það eru með öðrum orðum ekki miklar líkur til, að »EIín« hefði fengið fleira fólk til flutnings hjer um flóann þessi sumur, þótt stærri hefðiverið. Endamundi á stærri bát með talsverðu káetuplássi al- menningur nota þilfarsvistina, eins og nú, sakir verðmunarins, en ferðalög heldri manna, sem ekki horfðu í hið dýrara far- gjald, eigi svo mikil, að sá tekjuauki risi undir miklum kostnaði. Það er í stuttu máli, að meðan þetta fyrirtæki er ekki ábatasamara orðið, hljót- um vjer að gera oss að góðu ekki stærri bát en nú höfum vjer, og megum þakka fyrir, að hann haldi áfram ferðum næsta árin eða þá annar ekki lakari, með sama eða heldur minni styrk en þessi tvö liðnu sum- ur. Að öllu verulegu hafa þær ferðir geng- ið ágætlega. Þær hafa verið helmingi fleiri en um var samið eða fyrir fram áskilið, verið farnar með þeim hraða, svo reglu- lega og svo tafalítið, sem ætlazt verður til með nokkurri sanngirni, með því hafnieysi og illum lendingum, er hjer gerast. Aldrei orðið nokkur hin minnsta töf vegna bilun- ar á bátnum eða áhöldum hans, með því að það var frá upphafí haft allt traust og vandað og ekkert til sparað; það hefðu ekki allir útgerðarmenn gert, og virðist engin óhæfa að nefna það, þó að kaup- maður eigi í hlut og efnamaður. Bátur- inn búinn þessi tvö sumur að flytja um 6000 manns, án þess að nokkurt hið minnsta slys hafi orðið. Að vitni góðra sjómanna er báturinn bezta sjóskip, eptir stærð; hvað hinir, sem ekkert vit hafa á, kunna um það að segja, þýðir hvorki af nje á. Hvað skýlið snertir, þá halda sumir því fram, að hafa megi þennan eða því líkan bát yfirbygðan. En helzt munu til þess verða þeir, er minnst hafa vit á — þeir eru vanir að vera frakkastir í máli. Aðr- ir vita það, að háski getur verið að hafa yfirbyggingu á bátum, sem þurfa að vera jafngrunnskreiðir og hjer er nauðsyniegt, »g ekki betra en er í sjó hjer um flóann opt og tíðum, 'og eins hitt, að það þarf miklu öflugri gangvjel og miklu meiri kol til að hafa yfirbyggða báta áfram mót vindi en hins vegar. Þægindi og hagsmunir af gufubátsferð- um hjer um flóánn, einkum milli Borgar- ness (með Akranesi) og Reykjavíkur, koma eigi einungis niður á innanhjeraðsmönnum, sjer í lagi Mýramönnum og Borgfirðingum, ' heldur einnig á langferðamönnum, t. d. norðan úr landi og vestan, sem ekki þurfa að fara landveg áleiðis til Reykjavíkur lengra en í Borgarfjörð. Vel mundi og Húnvetningum og mörgum Strandamönn- um koma það í ísárum, að eiga jafnhægt að ná til Reykjavíkur eins og gufubáts- ferðir þaðan til Borgarness gera þeim. Mundi öllum þessum þýkja æðimikil eptir- sjá í þeim ferðum, ef þær legðust niður aptur. Það er síður en svo, að neinn sje hjer lattur þess, að þiggja stærri og fullkomn- ari bát til ferða þessara með sömu kjörum, ef slikt byðist í alvöru og úr áreiðanlegum stað. »Frá almennu sjónarmiði« er það svo sem sjálfsagt. Það stoðar ekki að horfa í það, þó að kalla mæt.ti það i hina röndina hálf-lúalega meðferð á eiganda »Elínar«, að hafa fengið hann til að kaupa jafndýrt skip til almenningsafnota, og hafna því síðan jafnskjótt sem færi gefst, en láta hann sitja uppi með skaðann; — lítil von um að hann gæti selt þegar aptur skað- laust. Fjárhagslegt viðskiptalíf hefir allt aðra tízku en mikla vægð eða linkind í slíkum tilfellum; enda á hjer hlut að máli maður, er engrar vægðar mundi beiðast. En — úr því að ekkert slíkt tilboð hefir enn birzt, eptir jafnlangan umhugsunar- tíma, og ekki meiri líkur en eru til að slíks sje von í tæka tíð hjeðan af, eptir þá fjárhagslega reynslu, er ferðirnar hafa gefið það sem af er, þá virðist lítil ráð- dfeild í því, að kasta frá sjer ferðum »E1- ínar« framvegis, með því að neita um hæfilegan styrk til þeirra. Það mundi likjast heldur mikið hátterni Ijettúðugra barna, sem heimta ólm það og það gull til að leika sjer að, en rjúka til og brjóta það eða fleygja því út í buskann undir eins og nýja brumið er af, eða þau hugsa sjer annað glæsilegra, er þau girnast þá óðara, hvort sem nokkur tök eru að ná í það eða ekki. Gjöf til vegagerðar. Herra Iíans Ellefsen á Önundarfirði hefir gefið 167 kr. 85 a., sem er nokkuð af verði fyrir skotmannshlut, er honum bar úr hval þeim, er dauður fannst og róinn var upp í Skag- ann í fyrra, til verulegrar vagnvegagjörðar á Skaganum, með þeim skilyrðum, að hreppsfjelagið legði til þeirrar vegagjörð- ar 250 kr. og vegur þessi yrði forsvaran- lega fullgjörður á næsta ári, og skyldi hreppsnefndin í Ytri-Akraneshreppi hafa alla framkvæmd á starfa þessum. Jeg, sem hefi fært hreppsnefndinni gjafa- brjefið og á sínum tíma á að afhenda gjöf- ina, hefi þá ánægju, að mega færa hinum velgynda gefanda innilegt þakklæti hrepps- nefndarinnar fyrir þessa höfðinglegu gjöf, og jafnframt vil jeg skýra frá, hvernig hreppsnefndin hefir nú þegar uppfyllt hin tilteknu skilyrði. Ngr upphleyptur vegur, 120 faðmar á lengd, 6 álnir á breidd að ofan, þráðbeinn og næstum lárjettur, er lagður og fullgerð- ur á hentugum stað þvert yfir Skagann ; æfður vegaverkstjóri (Sigurgeir Gíslason) hefir ráðið fyrir vinnunni og er frágangur allur á veginum traustur og laglegur, plássprýði og fyrirmynd, enda hefir veg- urinn kostað allt að þúsund krónum, að meðreiknuðu landi þvf, er undir hannjvarð að kaupa. Sjest á því, að hreppsnefndin hefir fyllilega og fúslega uppfyllt hin áð- urnefndu skilyrði. 30. sept. 1894. Hállgr. Jónsson. Þilskipaútvegurinn. (Kafli úr brjefi til ritstj. ísaf.). »Þilskipaútvegurinn er enn í hreinasta barndómi, og ef hann á ekki að líða undir lok, þá verður að taka i taumana. Það er ósjaldan betra tækifæri til þess en nú. En það er eins og útgerð- armenn haltri til beggja hliða. Þeir vilja af alhuga fá breytingu á hinum vitlausa kaupgjaldsmáta, en þora hins vegar ekki almennilega að kveða upp úr með það; óttast að það fæli háseta frá sjer. En nú er svo komið, að hjer þarf allrar alvöru við. Mjer finnst, að útgerðarmenn ættu, eptir fenginni reynslu, að skoða, hvað þeir þola að bjóða, þannig, að skipin hafi sintt nauðsynlegan hag, til viðhalds, vaxta- greiðslu o. s. frv. Fái þeir ekki háseta fyrir það verð, þá ber atvinnuvegurinn. sig ekki, og þá er bezt að hætta honum. Það eru þó nokkur hundruð manns, sem- atvinnu hafa á þilskipunum, auk hinnar miklu atvinnu, sem af þeim ílýtur fyrir menn í landi, — karla og kerlingar og unglinga, sem annars hefðu lítið eða ekk- ert að gera. Væri líklegt, að hásetar hugs- uðu sig um, áður en þeir ljetu þar að, reka, að skipin hættu að ganga«. Heiðursgjafir. Þessir hafa með úr- skurði landshöfðingja 31. ágúst þ. á. feng- ið heiðursgjafir úr styrktarsjóði Kristjána konungs IX., 140 kr. hvor. Halldór hreppstjóri Magnússon á Sand- brekku í Norður-Múlasýslu, og Olafur bóndi Þormóðsson á Hjálmholti í Arnessýslu, báðir fyrir framúrskarandi dugnað i byg'gingum, jarðabótum og öðru, er að búnaði lýtur. Búnaðarstyrkur. Landshöfðingi hefir 4 haust úthýt.t landssjóðsbúnabarstyrk þessum húnaðar- og jarðabótatjelögum : A. í Suðuramtinu (29). sVndakils 144 kr.; Austur-Landeyja 170.10; Dyrhólahrepps 106.15; Fljótshlíðar 130.60; Grímsnesshrepps 372.30; Gnúpverjahrepps 59.20; Hálsahrepps 65.30; Holtahrepps 155.80; Hraungerðishrepps 93.90; Hrunamannahrepps 163.90; Hvalfjarðarstrand- ar 187.40; Hvammshr. 186.20; Hvolhrepps 120.60; Innri-Akraneshrepps 144.60; Leirár- og Mela- hrepps 63.30; Lundarreykjadais 84.00; Merkur-. bæja 152.20; Mosfellinga og Kjalnesinga 143.40; Reykdæla 167.50; Reykjavíkur447.90; Sandvíkur- hrepps 117.20; Seltjarnarnesshrepps 134.90; Skil- mannahrepps 61.50; Skorradals 87.40; Stokks- eyrarhrepps 183.30; Út-Landeyingal92.70; Vest- mannaeyinga 67.10; Villingaholtshrepps 146.40; Ölfushrepps 330.10. B. í VesturamtinuþAO). Alptaneshrepps 133.80; Barðastrandarhrepps 93.30; Borgarhrepps 87.80; Bæjarhrepps 62.90; Fellsstrandarhrepps 101.20- Helgafeilssveitar 53.60; Hraunhrepps 142.00; Hvammshrepps 108.30; Kirkjubólshrepps 69.00; Kolbeinsstaðahrepps 73.70; Laxárdalshrepps 117.10; Miðdalahrepps 211.09; Mosvallahr. 61.40; Mýrahrepps 80.20; Skógarstrandarhrepps 185.20; Staðarsveitar 72.90; Stafholtstungna 158.10; Súðavíkurhrepps 61.10; Þverárhllðar og Norð- urárdalshrepps 70.30; Ögurhrepps 89.50.

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.