Ísafold - 10.10.1894, Síða 1

Ísafold - 10.10.1894, Síða 1
’Remur út ýmist emu sinni ■efta tvisvar l viku. Ver?> hrg minnst SO arka) 4 kr.. erlendis T5 kr. e?>a l1/* doll.: borgist fyrirmibjan júlimá.n. (erlend- is fyrir fram). ÍSAFOLD. Uppsögn(skrifleg) bundin vi5 áramót, ógild nema komin sje til útgefanda fyrir l.októ- berm. Afgreiöslustofa blaöi- ins er í Austurstrœti 8 XXI. árg. Reyk.iavík, miðvikudaginn 10. október 1894. 68. blað. N\/ir s^‘*v‘s'r kaupenctor að llYII árgangi ísafoldar (1895) fá í kaupbæti 3 Sögusöfn og ritið »Friöur sje með yður«, samtals um 700 bls., minnst 4 kr. virði. Enn fremur siðasta fjórð- ung þessa árg. (I894)- ef borga fyrir fram. Holdsveikisrannsóknir Dr. Ehlers. Hann heflr sent ísafold svo látandi stutt •aðalyflrlit yfir holdsveikratöluna á öllu landinu, eptir því sem hann hefir komizt næst. ’ Karlar j Konur M 1 M Sýslur holds- veiki sam- bland *t?l holds- veiki 1 'ö £ S 1—h cn xt gt? 9 w rH Œ Allt Reykjavík . . « 1 « 3 « 1 5 Gullbr.-og Kjósar 2 2 3 2 1 2 12 Borgarfjarðar . 3 2 2 « 1 1 9 Mýra .... 1 1 « « « * 2 ‘Snæfellsness 3 « 3 6 « 1 13 Dala .... 2 « « 1 « » 3 Barðastrandar . 3 2 « 1 1 2 9 Isafjarðar . . 2 « 2 « « 3 7 Húnavatns . . 1 « 1 1 « « 3 Skagafjarðar 1 « 1 2 1 2 7 'Eyjafjarðar . . 5 6 4 6 2 2 25 !Þingeyjar . . 3 1 2 l 1 1 9 Norður-Múla « « « 1 « « 1 Austur- Skaptaf. 1 « « « « « 1 'Vestur- Skaptaf. 1 « « 1 1 « 3 Rangárvalla . . 4 3 4 5 3 2 21 Arness . . • 4 « 2 3 1 1 u Samtals . ■ . I,1 18 24 33112 18 141 78 karlar 63 konur Auk þess heyrði hann getið um 2 sjúkl- inga í Ólafsvík, sem ekki eru í þessari tölu. Hæst er sjukingatalan í Eyjafjaröarsýslu, 25, og segir hann þá alla hafa átt heima ,þar við sjálfan fjörðinn. Af skýrslunni ogrannsóknum sínum leiðir Tiann þessar »ályktanir: 1. Tala holdsveikra á íslandi er sjálf- sagt miklu meiri en þetta (141), en af þeim hef jeg sjálfur rannsakað og lýst 102; jeg ræð það af því, að veikin var orðin mjög mögnuð á flestum þeim, er jeg skoðaði. 2. Veikin er meira en þrefalt magnaðri ■en haldið hefir verið. Hún fer greinilega í vöxt í Rangárvallasýslu og kring um Eyjafjjörð; þar er hún verst, þ. e. við Eyjafjörð. 3. Það lýsir sjer greinilega, eptir því sem veikin kemur fram á íslandi, að hún er sóttnœm, en ekki hægt að aðhyllast þá skoðun, að hún gangi í erfðir. Ilitt er al- gengt, að skyldmenni sýkjast hvort af öðru. 4. Fyrir vestan 32. mælistig eru 138 af hinu holdsveika fólki; en ekki nema 3 holdsveikir á Austurlandi. Þeirra á einn heima við Mývatn og heflr sýkzt við Eyja- fjörð; hinir 2 eru og aðkomnir, af Akra- nesi í Borgarfjarðarsýslu, og höfðu fengið veikina þar. 5. Stofnun spítala, þar sem sjúklingun- um (holdsveiku) er alveg stíað frá öðrum mönnum, er allsendis ómissandi«. Verzlunarfrjettir frá Khöfn. Skýrsla þaðan, dags. 22. sept,., segir svo: »Fyrir beztu norðlenzka vorull hvíta hafa fengizt frá því síðast, 71 til 70 a., og lakari 67, 66V2 til 65 a., en snnnlenzka og vestflrzka 66 til 65 a., mislita 511/* e-, svarta 55 a. og óþvegna haustull hvita 51 e. Umbúðir með í viktinni. Hjer geymd- ir óseldir um 2000 baliar af voruil, sum- part af því, að lítið er sókzt eptir ull sem stendur, og sumpart af því, að seljendur halda henni í of háu verði. Á Englandi er sömuleiðis að heyra daufara með ull, og farmur af hvítri vorull með »Fa.miliens- haab« frá Eyrarbakka seldist á 8 d. (=60 a.) pundið enskt. Saltfiskur hefir selzt hjer þannig, að fyr- ir bezta vestfirzkan flsk stóran hnakka- kýldan hafa fengizt 66 til 65 kr. skpd. og 42 til 38y2 kr. fyrir almennan óhnakka kýldan. Af smáflski liggja hjer geymd 11—1200 skpd., mest nr. 2 (secunda), en þar af seldust núna um 900 skpd á 37%, 36 og 35 kr. fyrir hinn betri og 34; 3272 32 og 3U/4 kr. fyrir hinn lakari; á það að fara til Genúa. Af ýsu liggja hjer 7—800 skpd, sem eru höfð á boðstólum fyrir 25— 24 kr., en ganga ekki út. Fyrir löngu hafa fengizt 42—40 kr. Til Spánar heflr flskur selzt á 46 rm., 50, 51 og 523/4 rm., — sama sem 41, 44x/2, 45% og 47 kr. — fyrir skpd. flutt á skips- fjöl á íslandi. Þessi farmur, sem komst í 47 kr., var af »August,« og átti að fara til Barcelona. Verstfirzkur farmur, hinn síð- asti þetta ár, komst i 58 rm. (51% kr.), en það var að eins af því, að samkeppni á Spáni keyrði verðið upp. Faxaflóaflsk má sem stendur telja í 52 til 51 rm. (46% til 45% kr.). Fyrir smáflsk, ætlaðan til Genúa, hafa verið gefnar 44 til 42 kr. og ýsu vestfirzka til uppfyllingar 32 til 30 kr., en sunnlenzkan smáfisk og ýsu 40 og 30, allt flutt á skipsfjöl við ísland. Á Englandi hafa síðast verið gefin 14 pd. sterl. fyrir smálest af stórum salt- fiski, en 13% til 13 fyrir smáfisk og 10% pd. sterl. fyrir ýsu, allt í Liverpool, en 13V2, 13 og 10 í Leith. Harðfiskur, nýkominn, hefir selzt á 130 til 100 kr. skpd. Nú er nokkuð haft á boðstólum fyrir 140 kr., en gengur ekki út- Því miður virðist allur nýr fiskur þetta ár vera meira eða minna súr, og mun það vera að kenna óþurkunum á Islandi. Lýsi hefir selzt hjer þannig: ljóst há- karlslýsi gufubrætt 31, S0l/2 til 30 kr., pottbrætt 30 til 29 kr., dökkt 28 til 27 kr. og ljóst þorskalýsi 31% til 31 kr., dökkt þorskalýsi 30 til 28 kr. tn. Ekki mikil eptirsókn eptir því hjer sem stendur. Sauðakjöt gengur betur út, og er að heyra sem menn vilji panta það fyrir 43 til 42 kr. tn., en enginn vill láta fyrir það verð, ineð því að menn búast við að Eng- lendingar muni kaupa nokkuð fje á fæti á Islandi og því verði minna um kjöt hjer þetta ár. Það er ekki gott að vita, hvort þetta rætist, en verði það, kemst verðið líklega upp í 46 til 45 kr. Saltaðar sauðargœrur komast líklega í sama verð og í fyrra, sem sje 2% kr. til 3 kr. 80 a. vöndullinn, eptir gæðum. Lambskinnum er ómögulegt að koma út, og eigi að nefna nokkurt verð, getur það ekki veriö meira en 50 kr. fyrir 100 af þeim einlitum 0g 200 mislitum. Sundmögum hefir verið dálítið meira falazt eptir, og getur verið að fá megi fyrir þá 30 eða kannske 35 a. Tólg selzt lakara, ekki meira en í 23% til 23 a. Dúnn hefir selzt á 9, 9V2 til 10 kr. nr. 1 norðlenzkur, en lakari ekki nema 8% til 8% kr. Rúgur 400—425 a. fyrir 100 pd. eptir gæðum; rúgmjöl 450—475; bankabygg nr. 1 700, meðal 600, lakara 550; hrísgrjón stór 7—8 aura pd., smærri 6%—6s/4; kaffi 71 til 75, lakara 67—70; kandís 16V2—18 a.; púð- ursykur 10V2—12 a.; hvitasykur 15—15% a. Holdsveikisfárið. Það er ákaflega alvarlegt mái orðið, eða ætti að vera svo í augum bæði alþýðu og yfirvalda, eptir rannsóknir dr. Ehlers í sumar. Það er nú allsendis óafsakanlegt, ef fár þetta er látið magnast enn sem áð- ur fýrir gersamlegt afskiptaleysi og trassa- dóm. Almenningi var meira en vorkunn, meðan svo gekk, að hann fekk eigi ein- ungis enga leiðbeiningu eða viðvörun um sðttnæmi þessarar hryllilegu veiki, heldur mun heyrt hafa þá kenningu af munni mikils háttar læknis eða lækna, að veikin væri alveg ósóttnæm; holdsveikum og ó- holdsveikum væri alveg óhætt að vera svo nánpm samvistum sem vera vildi 0. s. frv. Nú er þeirri blindni af ljett, og vísindin búin að staðhæfa sóttnæmi veikinnar og styrkja þar með hinn eðlilega viðbjóð manna á samneyti við hina holdsveiku aumiugja. Nú er því eigi til setu boðið. Fár þetta er nógu lengi búið að magnast hjer og færast út, þar sem um langan ald- ur hefir ekkert gert verið til að stemma stigu fyrir því. Það er sjálfsagt hlutverk næsta alþingis, að veita fje og gera aðrar ráðstafanir til þess að koma upp holdsveikraspítölum, tveimur heldur en einum, sínum fyrir hvort kyn, og sínum í hvorri átt, helzt á vel af- skekktum stöðum, t. d. eyjum. Dýrt verð-

x

Ísafold

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.