Ísafold - 10.11.1894, Side 1

Ísafold - 10.11.1894, Side 1
Remur út. ýmist emu sinni ■eða tvisvar i viku. Ver<> árg minnst 80 arka) 4 kr.. erlendis 5 kr. ec>a l1/* doll.í borgist fyrirmibjan júlímán. (erlend- is fyrir fram). ÍSAFOLD. Uppsögn(skrifleg)bundin vil> áramót, ógild nema komin sje til útgefanda fyrir l.októ- berm. Afgreibslastofa blaba- ins er i Austurstrœti 8 XXI. árg. Reykjavík, laugardaginn 10. nóvember 1894. 73. blað. verður IsafoldL ekki minni en þetta ár, «ða minnst 80 blöð (arkir) og með sama verði, 4 kr. Nýir kaupendur fá í kaup- bæti: 1. Sögusafn ísafoldar 1892, 270 bls. 2. Sögusafn ísafoldar 1883, 176 bls. 3. Sögusafn ísafoldar 1894, nær 200 bls., allt ágætar skemmtisögur, mjög vel valdar og með hreinu og vönduðu orð- færi. 4. Friður sje með yður, 48 bls., innb., eða 4 bækur alls, um 700 bls. ókeypis af eigulegustu ritum, sem mundu kosta með venjulegu bókhlöðuverði minnst 4 kr. jgag” Þeir sem f j ö 1 g a skilvísum kaup- •endum ísafoldar um 8 minnst, fá í þókn- unar skyni allt Sögusafn ísafoldar frá upp- hafi til ársloka 1894, sjö bindi, sjálfsagt 8—10 kr. virði. jg- Ókeypis fá nýir kaupendur að 22. árgangi (1885) síðasta fjórðung þessa árgangs ísafoldar (þ. e. okt.—des.), ef þeir borga fyrir fram eða um leið og þeir panta blaðið, sje það fyrir þessa árs lok. Heiman úr sveitinni. II. Þjer minntuzt á það eitt sinn í blaði yð- ar, að þá væri hver þjóð dáðríkust, hraust- ust og þrautbezt, er hún legði mesta stund á aflraunir, leiki og íþróttir. Svo hefðu forfeður vorir gert og þá hefði dugnaður og þol einstaklinganna verið mest. Þessar greinir las jeg með hinni mestu ánægju og sveitungar mínir líka; því að allt af kemur það okkur vel í sveitinni, -ef einhver mínnir okkur á forna frægð og •dugnað, og lengi hefir það verið eins kon- ar kraptameðal, til að lypta okkur upp, koma keppninni í okkur, því að okkur finnst jafnan mikið til koma þessara orða .þjóðskáldsins: Þennan vjer mætan eigum arf: minningu fræga, fegurst dæmi, svo nibjum braustra í huga kæmi, aT) örfa hug og efla starf. Það er farið að kveða lítið að aflraun- 'um, leikjum og íþróttum hjá okkur sveita- mönnum, og því er margur ungur maður seinn og stirður í snúningum, þreklítill og þollaus. Það liggur nærri, að eitthvað muni hæft í því, ef þessu fer fram, að sá verði kallaður hraustmenni, sem valdið getur vetlingi. Þó að ástæður manna væri slæmar framan af þessari öld, þá ólust þó upp öflugri menn þá og þrautbetri. Það var að þakka ýmsum aflraunum og leikj- um, sem menn tömdu sjer þá fremur en nú, enda var meiri fjörbragur yflr þjóðlífi voru um miðja öldina en nú á síðustu tímum. Það var þá almæli, að prestar og sýslu- menn og aðrir skólagengnir menn væri fyrir öðrum að íþróttum, afli og hreysti. Tveggja og þriggja manna makar voru þá stundum margir í sveit, helzt prestar og einnig margir bændur. Var þetta mikið að þakka aflraun og leikjum og þeim hugsunarhætti, sem þá var algengur, að það væri sannur heiður að vera hraust- menni og íþróttamaður, en skömm að vera skræfa og lydda. Um aldamótin og þar á undan var sem ýmsir væru farnir að láta hugfallast. Að minnsta kosti er það víst, að Hannes bisk- up, uppeldisfræðingur sinnar tíðar, gaf Guðmundi prófasti Jónssyni á Olafsvöllum þýzka barnabók, sem prófastur þýddi á íslenzku og kallaði »Sumargjöf handa börn- um«. Magnús Stephensen tók henni fegins hendi og ljet pj-enta hana. Segir Magnús í formála, sem hann ritaði fyrir bókinni, að allar siðaðar og upplýstar þjóðir sjeu þar um fullsannfærðar, að höfuðmeðal til mannlegrar farsældar sje upplýsingiú, er fyrst innrætist með góðu uppeldi barna. Og svo stendur í þessari bók, að hrygg- spenna sje háskalegur leikur, sömuleiðis að vega salt, að renna sjer á leggjum, smáskíðum eða klakahnausum á ís, ám eða vötnum, að steypa sjer klukku, »hvar við hálsinn kann auðveldlega að ganga úr liði«, að róla sjer, ef' hart er undir, stökkva yfir djúpa læki, ríða ótemju eða fælnum hestum, að glíma, því að þá geti menn handleggsbrotnað eða gengið úr liði, eða gengið úr liði, eða hafa ógætilegt glens eða óra, þar sem eru bekkir og kistlar eða það sem heflr hvöss horn og brúnir, að gefa selbita á ennið, rífa hrís eða binda, ef liörku er beitt, eða taka börn upp á höfði eða eyrum, vaða bál og þvíuml. Það þötti þá heyra- til góðs uppeldis, að gjalda varhuga við öllum barnaleikjum; það átti ekki að skapa neina glæframenn á þeim tímum. Börnin áttu að alast upp hreiflngarlaus, allar íþróttir, allir leikir gátu orðið þeim að lífs- eða lima tjóni, og því var sjálfsagt að bera þau allt af á höndum sjer. En þó að upplýsingarmenn- irnir ljetu mikið til sín taka í ræðum og ritum, þá munu þessar kenningar þeirra og margar aðrar hafa haft lítil áhrif. En þótt Sumargjöf þessi sje löngu gleymd, þá er það víst, að mörgum foreldrum tekst vonum framar að gjöra börn sín að kveif- um með því að láta þau ekkert reyna og ekkert þola, sem nokkuð kveður að. Af öllu má of mikið gera. Mjer er sem jeg heyri Skuggasvein kveða: »Niðri í sveitnm kúrir köld kveifarskapar horuö öld«t þegar foreldrar hamla börnum sínum- frá allri likamlegri áreynslu, láta þau ekki drepa hendi í kalt vatn, og svo verðar sá endinn á, að *hvorki þola þau heitt nje kalt, en heimta allt«. Eg hefl samt orðið þess var, að í sveit- inni er farið að iðka ýmsa leiki og afl- raunir meira en áður, og þætti mjer vænt um, ef sá vísir næði skjótum þroska. Það mundi drjúgum efla hag sveitanna. n. Aukaguðsþjónusta í dómklrkjunnl. Það er langt síðan menn fundu til þess, að dómkirkjan í Reykjavík er orðin oflítil fyrir þann stóra og sístækkandi söfnuð, sem hún er ætluð, og hefir verið farið fram á, að hún væri hæfilega stækkuð, eða jafnvel að ný og stærri kirkja væri bygð í hennar stað. En hvorttveggja er af ýmsum ástæðum miklum vandkvæðum bundið, eigi að tala um hinn stórvægilega kostnað, sem það hlyti að hafa i för með sjer. Hið eina tiltækilega ráð til þess að bæta úr ónógri stærð kirkjunnar virtist vera, að auka guðsþjónustuna eða fjölga messugjörðum, þannig, að sem optast væru haldnar 2 messur sama daginn, önnur, eins og nú, um hádegið, eða þó öllu heldur, að minnsta kosti að sumrinu til, litlu í'yrir hádegi, en hin síðari hluta dags eða að kvöldinu. Með þessu fyrirkomulagi væri og annað unnið. Svo stendur sem sje á fyrir mörgum, að þeir einhverra hluta vegna eiga ekki hægt með að fara í kirkju um hádegið, en geta það aptur síðari hluta dags; og hvernig sem á er litið, er það augljóst, að með 2 messugjörðum á helgi- degi er mörgum fleirum en ella gefinn kostur á að fara í kirkju. En ætti slikt fyrirkomulag að vera fast, þarf vitanlega nokkru töluverðu til þess að kosta, þvi ekki er til þess ætlandi, að dómkirkju- presturinn, sem iðulega hefir aukaverkum að gegna eptir messu á helgidögum, geti bætt messugjörðum á sig. Yrði því að skipa annan mann honum til aðstoðar við kirkjuna með viðunanlegum launum; en alþingi tók ekki vel í það mál, þegar það var borið upp 1885. Úr þessu vandamáli hefir nú mjög heppi- lega greiðzt fyrst um sinn, þar sem hinn nýi kennari við prestaskólann, Jón Helga- son hefir, að gefnu tilefni frá kirkjustjórn- inni, boðizt til að halda guðsþjónustugjörð í dómkirkjunni fyrir alls enga borgun annanhvorn sunnudag fyrst um sinn í vet- ur, og hefir kirkjustjórnin, eins og sjálfsagt var, tekið þessu góða boði með miklum þökkum. Yerður þessi guðsþjónusta haldin kl. 5, I í fyrsta sinn á morgun, og svo framvegis

x

Ísafold

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.