Ísafold - 10.11.1894, Page 2

Ísafold - 10.11.1894, Page 2
290 eptir því, sem nánara verður auglýst. Verður í henni engin altarisþjónusta, held- ur einungis prjedikun og sálmasöngur fyrir og eptir. Prestaskólakennari Jón Helgason á miklar þakkir skildar fyrir það, hversu vel hann hefir snúizt við þessu máli, þar sem hann án nokkurrar þóknun- ar, einungis af einlægum og heitum á- huga á málefni kristindómsins, vill leggja á sig töluverða fyrirhöfn fyrir utan þau skyldustörf, sem embætti hans eru sam- fara, og mætti ætla, að fjárveitingarvaldið kunni að meta slíka ósjerplægni, ef ein- hverntíma siðar yrði spurning um að koma á fastri og stöðugri aptansöngs-guðsþjón- ustu hjer við dómkirkjuna, auk hinna reglulegu og sjálfsögðu, og farið væri fram á nauðsynlega fjárveitingu í þessu skyni. Má jafnvel nú fyrirfram telja víst, að nauð- syn og nytsemi siíkrar þjónustu muni við reynsluna, sem fæst í vetur, verða svo augljós, að söfnuðurinn uni því ekki, að aptansöngurinn leggist niður aptur. h. Raflýsing og rafhitan. í kveld gefst almenningi hjer kostur á að heyra greini- lega lýst mjög mikilsverðu framfarafyrir- tæki: hvernig eigi að fara að lýsa bæinn úti og inni með rafmagni, í stað olíu, og sömuleiðis að láta hið sama náttúruafl hita hýbýlin og sjóða mat, í stað þess að hafa til þess hin dýru og sóðalegu steinkol. Enginn hjerlendur maður hefir neina verk- lega þekkingu á sh'ku fyrirtæki annar en hr. Frímann B. Anderson, er fyrirlesturinn ætlar að halda um það f kveld, og skulum vjer gera. ráð fyrir þeim framfarahug í i höfuðstaðariýðnum, að hann fýsi mjög að hiýða á mál hans. Takist honum að gera mönnum skiljanlegt, að sú mikia framför fáist með vel kleyfum kostnaði fyrir bæinn og jafnvel með minni árlegum útgjöldum en nú fara til lýsingar og hit- unar, er ólíklegt að vjer þurfum lengi að biða verulegrar tilraunar í þá átt. Prestaskölinn. Þar eru nú 9 læri- sveinar. Fjórir í efri deildinni: Benidikt Þ. Gröndai, Jón Stefánsson, Páll H. Jóns- son og Pjetur Hjálmsson. En fimm í yngri deild: Einar Stefánsson úr Skagafjarðar- sýslu, Guðmundur Pjetursson úr Reykja- vík, Jón Þorvaldsson úr Reykjavík, Sig- tryggur Guðlaugsson úr Eyjafjarðarsýslu og Þorvarður Þorvarðarson frá Eyrarbakka. Læknaskólinn. Sex eru nú nemend ur þar: einn, sem búinn er að vera einn vetur, Guðmundur Guðmundsson; og 5 ný- komnir, í haust: Georg Georgsson, Halldór Steinsson, Jón Pálsson Blöndal, Magnús Jóhannsson og Ólafur Thorlacius. Flensborgarskóli. Þessir eru nú nem- endur í alþýðu,- og gagnfræðaskólanum í Flensborg: Efri deild: 1. Högni Sigurðsson, 2. Egg- ert Leví, 3. Halldór Halldórsson, 4. Magn- ús Jónsson, 5. Tómas Snorrason, 6. Þói’ar- inn Egilsson, 7. Sigurður Jónasson, 8. Finn- bogi Jóhannsson, 9. Eiríkur. Kolbeinsson, 10. Bergur Einarsson, 11. Tryggvi Pálsson, 12. Vilhjálmur Bjarnason, 13. Arnór Árna- son, 14. Tryggvi Guðmundsson, 15. Stefán Stefánsson, 16. Þorsteinn Sveinsson, 17. Þorgrímur Sveinsson. Neðri deild: 1. Sæmundur Sæmundsson, 2. Tryggvi Bjarnason, 3. Bjarni Jónsson, 4. Ólafur Jensson, 5. Helgi Finnbogason, 6, Ólafur I. Sveinsson, 7. ísleifur Gíslason, 8. Guðmundur Guðmundsson, 9. Guðmund- ur Ólafsson, 10. Sigurjón Jónsson, 11. Skúli Einarsson, 12. Elliði Guðmundsson, 13. Á- gúst Jónsson, 14. Halldór Pálsson, 15. Þórð- ur Klemensson, 16. Gróa Bjarnadóttir Borg- fjörð, 17. Runólfur Guðmundsson, 18. Jón Þorsteinsson, 19. Kristján Jóhannsson, 20. Hjörleifur Þórðarson, 21. Gunnlaugur Daní- elsson, 22. Guðvarður Vigfússon, 23. Björn Jónsson, 24. Ásgrímur Magnússon, 25. Stef- án Bjarnason, 26. Erlendur Kristjánsson. Allir í þessari deild eru nýsveinar, nema nr. 9. Alls höfðu 52 sótt um skóla í ár. I barnaskóla Garðahrepps eru 70 börn. 47 af þeim er kennt í skólahúsinu í Flens- borg, en 23 í Görðum. Kennarar í Flens- borg eru hinir sömu og að undanförnu,en í Görðum kenna þeir Þórarinn prófastur Böðvarsson og aðstoðarprestur síra Júlíus Þórðarson. Heiðursminning. Hinn 9. f. mán. (okt.) gerðu sýslubúar og sveitungar sýslumanns Sigurðar E. Sverrissons í Bæ í Hrútaíirbi, er verið hafði í sumar full 30 ár sýslu- maður þeirra Strandamanna, nokkra menn á fund hans að flytja honum og þeim hjónum (frú Ragnhildi Jónsdóttur) cþakklætis- ogvirð- ingarkvebju íyrir ánægjusama og heillarika framkomu þeirra á liðnum 30 ára samvistar- líma», og færbu þeim mynd af þeim hjónum, stóra og mjög vandaba, i prýðilegri umgjörb, með lárviðarsveig umhveríis og ofan á hann fest spjald með áletrubum þessum erindum eptir Stgr. Thorsteinsson: Valdsmann heiðra vildum, vin beztan, kosta fiestan, þrifgæði þekkan lýðum, þjettan, en æ með rjettu. Ótal ástar mætin áratugir þrír báru þín, og þvi skal ei dvina þökk vor af huga klökkum. Snjallri eins að öllu ástmál hjarta og sálar öld, þótt ei sem skyldi, innir húsfreyju þinni. Y1 vib aptansólar enn, sem skjótt ei renni, biðjum vjer ykkur báðum, blíðgengi stundir lengi. Af myndinni höfðu verið teknar nokkrar eptirmyndir smærri, er munu geta komizt á mjög mörg heimili í sýslunni. Alþingismaður sýslunnar afhenti gjöfina með snoturri tölu og vel við eigandi; en oddviti Bæjarhrepps (Páll próf. Ólafsson?) flutti þeim hjónum ávarp frá sveitungum þeirra í (jóðum eptir Benid. Gröndal —sjö erindi löng—. skraut- ritubum af honum sjálfum með alþekktri snilld. Sýslumabur þakkabi kveðjurnar með fögr- um og viðkvæmum orðum. «Athöfn þessi fór fram meb svo lítilli vib- höfn, sem menn vissu að hlutabeigendur mundu bezt kunna, en mun viðstöddum jafn-minnis- stæð fyrir það, enda getur viðurkenning fyrir sannheiðarlegt æfistarf varla komið niður á maklegri stað». (Eptir brjefi að norðan). Drukknan. Mánudag 5. þ. m. koll- sigldi sig úr róðri Elías bóndi Ólafsson f Akrakoti á Álptanesi rjett fyrir framan Hvassahraun; 4 voru á; einn drukknaði og1 sökk, vinnumaður hjá Elíasi og uppeldis- sonur, að nafni Maríjón; 2 bjargað og einn- ig Elíasi, en hann örendur er náðist. Son- ur Elíasar, Benedikt, var á siglingu rjett á undan föður sínum og sá, er honum barst á, og bjargaði; lenti í Hvassahrauni. Yar þá samstundis sent eptir lækni til Reykja- víkur, Dr. J. Jónassen, sem brá við þegar og fór suður eptir um nóttina; þegar hann kom þangað, voru tveir allhressir orðnir, en allar lífstilraunir við Elías ái’angurslaus- ar, enda hafði aldrei sjezt lífsmark með honum, eptir að hann náðist. »Elías sál. var tæplega fimmtugur að aldri; hann ólst upp á Álptanesi og var þar alla æfi síðan. Hann var giptur heið- urskonunni Margrjeti Benediktsdóttur frá Akrakoti og eignaðist með henni 5 börn, í 19 ára farsælu hjónabandi; af þeim era 4 lifandi, 3 uppkomin og 1 í æsku, öll hin mannvænlegustu«. »Elías sál. má óhætt telja meðal fremstn sjómanna við Faxaflóa; hanu var dugnað- ai’- og eljumaður, tryggur í lund og vin- fastur*. Frá Færeyjum. Lögþingi Færeyinga kaus í sumar fulltrúa á landsþingið — efri deild ríkisþingsins [danska — síra Friðrik Petersen, prest í Kvalbö, er skólalærdóm nam hjer í Reykjavíkur skóla fyrir 20 ár- um. Gufuskipaferðum milli eynna vilja Fær- eyingar koma á og hafa viljað lengi; lög- þingið hreifði því máli fyrir 10 árum. Nil í sumar hafði það málið til ýtariegrar í- hugunar og álvktunar. Hafði innlendur kaupmaður, I. Andreasen í Þórshöfn, boð- izt til að taka að sjer slíkar ferðir fyrir 38,000 kr. um árið. Þar af áætlaði þingið- að nær 13000 kr. mundi hafast saman f flutningsgjaldi, 5000 í fargjaldi, 7000 fyrir að skjótast til íslands 2 ferðir haust og vor með fiskimenn og báta þeirra, og 300D kr. fyrir að skreppa til Skotlands tvær ferðir að vetrinum með póstflutning og eptir vörum. (Nefnd í þinginu komst að þeirri niðurstöðu, að rúmar 19,000 kr. á ári mundi hin síðari árin hafa hafzt upp- úr því að flytja færeyska fiskimenn á milli íslands og Færeyja, nefnil. 800 manns að- meðaltali fyrir 24 kr. fargjald báðar leiðir). Af almannafje eyjarskeggja vill þingið leggja til 1000 kr. Þær 9000 kr., sem þá brestur upp á 38 þúsundir, sótti þingið um til ríkisþingsins eða það sem á vantaði að- fyrirtækið bæri sig 2 fyrstu árin. Raflýsingarmálið. I síðasta blaðx »R.vík- ings« er jeg látinn segja á bæjarstjórnarfundi 18. f. m., er þar var rætt um tilboð br. Frí- manns B. Andersons um ab útvega áætlun um kostnað við raflýsing bæjarins m. m., að það væri ekki rjett að gefa því gaum, »sem þetta aðskotadýr, sem ekki væri einu sinni sveitlægt hjer, væri að biðja um, sem þar að auki ekki vissi meira en þeir (o: fulltrúarnir) í rafmagnsfræði«. Þessi orð eru frá upphafi til enda tilbúningur ritstjóra »R.víkings« eða þess sem hann lætur rita blab sitt fyrir sig, og hefi jeg aldrei talað þau eða neitt í þá átt. Mjer kom ekki til hugar að vilja óvirba eða særa hr. Fr. B, Anderson fyrir þab, að

x

Ísafold

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.