Ísafold


Ísafold - 10.11.1894, Qupperneq 3

Ísafold - 10.11.1894, Qupperneq 3
291 hann gjörði bæjarstjórninni tilboð sitt, er að framan greinir, og jeg er viss um það, að hinir bæjarfulltrúarnir munu já'ta það, að ræða mín hafi heldur ekki hnigið að því. Þessa leiðrjetting bið jeg yður, herra rit- stjóri, að taka í blað yðar, og álít jeg að með henni sje nægilega svarað, hvað mig snertir, grein, er ofannef'ndur hr. Fr. B. Anderson hefir ritað í »Fj.-konuna« og þar sem hann byggir á fyrnefndri frásögn »R.víkings« sem heilögum sannleika. Jeg skal að eins bæta því við, aðþví er sjálft málefnið snertir, að það er misskilningur hr. Fr. B. Andersons eða ókunnugleiki á framkomu minni í málinn, er hann ætlar, að jeg hafi látið nokkurt álit í fjósi um það, hvort það borgaði sig eða ekki, að nota fossana í Elliða- ánum til raflýsingar hjer í bænum. Jeg tók það að eins fram, að það væru til áreiðanlegri og vissari vegir til að leita upplýsinga í þessu atriði, heldur en milliganga hr. Fr. B. A., ef menn á annað borð hefðu alvarlega hug á að koma málinu fram á leið, og talaði jeg þetta af því, að mjer var alveg ókunnugt um hæfi- legleika hr. Fr. B. A. í þessu efni og áreiðan- legleik hans, nema hvað eitthvað kann að hafa staðið um það i hrjefi sjálfs hans til bæjar- stjórnarinnar. Reykjavifc 8. nóv. 1894. Jón Jensson ísQelagið við Faxaflöa. Svo nefnist fjelag það, er getið hefir verið nm áður að stofnað var hjer í haust, með þeirri fyrirætlun, »að safna is og geyma hann til varðveizlu matvælum og beitu, verzla með hann og það, sem hann varðveitir, bæði innan lands og utan, og styðja að viðgangi betri veiðiaðferðar við þær fisk- tegundir, er ábatasamast er að geyma í ís«. Þannig er áforminu lýst í iögum fjelags- lagsins, er rædd voru og samþykkt í einu hljóði á fundi 5. þ. mán. Þar var og stjórn kosin : Tryggvi Gunnarsson bankastjóri (í einu hlj.), og konsúlarnir Guðbr. Finn- bogason og W. Christensen. — íshúsið er nú hjer um bil fullbúið. Jóhannes Guð- mundsson Nordal frá Winnipeg, er hingað kom í haust í þvi skyni,) er ráðinn árs- maður hjá fjelaginu sem ráðsmaður og smiður. Vestanfarir voru um tima í sumar meiri en vesturfarir. Þah komu ekki nema llx/2 þús. vesturfararar til New-York í júlímánubi í sumar, en 20 þús. vestanfarar tóku sjer far þaðan austur um haf þann sama mánuð. Tvo gufuskipsfarnia af niannabein- um fekk enskur verksmiðjueigandi sjer í sum- ar austan úi; Búlgaríu, til þess að gera þau sjer arðsöm á efnafræðislegan hátt. Hann hafði keypt að stjórninni í Búlgaríu heimild að grata þau upp á vígvöllum þar úr ófriðn- nm síðssta milli Rússa og Tyrkja (1878). Rafmagnslýsing og draugagangur. Það þykir vera reimt í höllinni kóngsins í Kórea. Eru þau konungur og drottning og hirðin öll því mjög myrkfælin; þora varla að sofa á nóttum. Ver ekkert þeim reimleika nema fær- ustu galdramenn og rafmagnsljós. Hefir kon- ungur í sinni þjónustu meðal annara vel fær- an rafmagnsfræðing frá Evrópu, og er mælt, að sann sje sá eini, er kaup sitt fær skilvis- lega úti látið. Því verði dráttur á því, gerir hann ekki nema slekkur skyndilega allt raf- magnsljós í höllinni og kveikir ekki aptur fyr en hann fær gjaldið. Bakarí til sölu. Á ísafirði er til sölu íbúðarhús með bakaríi, sem er í gangi, ásamt með nægri lóð, 2 geymsluhúsum (annað á bolverki við Pollinn), fjósi, hesthúsi, heyhlöðu, með iágu verði og mjög vægum borgunarskilmálum. Húseignin, sem liggur í miðjum bænum og því mjög vel við verzlun, getur fengizt í vetur eða að vori. Lysthafendur snúi sjer til Þorvaldar læknis Jónssonar á ísafirði. »LEIÐARVÍSIR TIL LÍFSÁBYRGÐAR. fæst ókeypis hjá ritstjórunum og hjá dr med. J. Jónassen, sem einnig gefur þeim, sem vilja tryggja líf sitt, allar nauðsynleg ar upplýsingar. Norskur panel-pappi er tilbúinn úr við; má brúka hann bæði undir panelborð eða innantil sem be- træk; líka undir utanáklæðningu og þak af við og járni, en þá er bezt að bika hann. Þegar pappírinn er rjett negldur á, verð- ur veggurinn alveg sljettur, og má mála á hann eins og á trje; hann gjörir húsið súg- laust og heitt. Fæst hjá undirskrifuðum, sem gefur nán- ari upplýsingu um meðferð á honum. M. Joliannessen. Prjónavjelar, með bezta og nýjasta lagi, seljast með verksmiðjuverði hjá Siinon Olsen, Kjöbmagergade Nr. 50, Kjöbenhavn. Vjelarnar fást af 7 misfínum sortum, nfl.: Nr. 00 fyrir gróft 4-þætt ullargarn. — 0 — gróft 3 —---------- — 1 — venjul. 3 —-------- — 2 — smátt 3 — ullar- og bómullarg. — 3 — venjul. 2 — — — — — 4 — smátt 2 — — — — — 5 — smæsta 2 — — — — Reynslan heflr sýnt, að vjelar nr. 1 fyr- ir venjulegt 3-þætt ullargarn eru hentug- astar fyrir band úr íslenzkri ull, og er verðið á vjelum þessum þannig: a. Vjelar með 96 nálum, sem kosta 135 kr. b. do. — 124 — — — 192 — c. do. — 142 — _ _ 230 — d. do. — 166 — — — 280 — e. do. — 190 — — — 320 — f. do. — 214 — — — 370 — g■ do. — 238 — — — 420 — h. do. — 262 — _ _ 470 — i. do. — 286 — — — 520 — Vjelar þessar má panta hjá P. Nielsen á Eyrarbakka, sem sýnir, hvernig þær fara að prjóna, og veitir ókeypis tilsögn til að brúka þær. Verðlistar og leiðarvísir sendist þeim, er þess æskja. Vjearnar verða framvegis sendar kostn- aðarlaúst á alla viðkomustaði póstskip- anna. 184 »Hefirðu sagt konu þinni eða öðru heimafólki frá hræðslunni í þjer?«, spurði jeg með hálfum hug. »Ekki eitt orð«, anzaði hann. »Það var ekki til neins að vera að hræða það, — konan mín veit ekki einu sinni neitt um það. En beri nokkuð til tíðinda, geturðu sagt Klöru, að brjef til hennar liggi í skrifborðsskúffunni minni«. »Þú sálgar sjálfum þjer á þessum fráleita heilaspuna«, mælti jeg. Hann hristi höfuðið, en svaraði engu. Jeg hugsaði mjer þá að gera hann annaðhvort ölvaðan eða koma honum í svefn með inntöku, til þess að hann gleymdi stað og stundu og þessu, sem í hann lagðist. Mjer tókst það betur en skyldi. Jeg tók upp vín. Hann drakk drjúgum og gerðist skrafhreifinn, en eigi kát- ur þó. Jeg drakk líka, honum til samlætis, en gætilegar. Við sáfum 1 daglegu stofunni, er vissi út að strætinu, og heyrðum umferðinni siota. Við drógum stólana nær ofninum og hjöluðum saman eins og í fyrri daga. Það var heldur færi að lifna yfir honum ofurlítið. Þá sló klukkan ellefii. Jeg leit á Berridge. Hann hrökk við, eins og hann ætlaði að rjúka upp. »Ó, drottinn minn!« mælti hann; »jeg á ekki nema eina stund eptir!« »Bull!« sagði jeg; »fáðu þjer dálítið meira í staupinu«. Við tæmdum flöskuna, og jeg gekk að skápnum eptir 181 hann stóð við altarið við hlið Klöru Jervis, og það gerði hann æ þunglyndari, er lengra leið á þau 20 ár, er hjú- skapur hans stóð, sem annars var mjög farsæll. Honum vegnaði prýðilega að öðru leyti. Hann átti við bezta heimilislif að búa og börn eignuðust þau hjón. Honum heppnaðist allt sem hann rjeðst í. Það er fijótt yfir sögu að fara. — Mjer líður aldrei úr minni hin voðalega nótt. Það er eins og minning hennar sje rist á heilann á mjer. Tuttugu ár sneiða býsna-spildu úr lífi manns; en við Richard Berridge vorum enn á bezta aldri. Hann hafði fjóra um fertugt, er hjer var komið sögu, en jeg sex. Fjelagar mfnir voru dauðir. Jeg stóð einmana uppi í heiminum og losaði mig hægt og liægt við málsfærslu- störf mín, en hjelt fáeinum gömlum skiptavinum, sem voru of góðir til að sleppa þeim og ekki þurfti mikið umstang fyrir að hafa. Berridge var einn þeirra. Kveld eitt kom Berridge upp til min eptir *skrifstofu- tíð — hann gerði það opt —, og var tiltakanlega órór í skapi og þó þungbúinn. »Jakob Mallory« mælti hann, eins og honum byggi mikið niðri fyrir; »jeg ætla að biðja þig að semja erfða- skrána mína hið bráðasta, í seinasta lagi á morgun. Það leggst svo undarlega í mig, að jeg sje bráðfeigur«.

x

Ísafold

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.