Ísafold - 17.11.1894, Blaðsíða 3

Ísafold - 17.11.1894, Blaðsíða 3
295 manna, er halda átti 13. þ. mán., er ófrjett enn; en enginn vafi um sömu niðurstöðu þar. Má af þessu marka, hve mikið það hefir haft við að styðjast, allt illinda-rausið, geipið og heimsku gasprið móti bátnum í haust frá nokkrum skúmaskotshræðum eða þeirra nótum. Grimsey laus. Síra Pjetur Guðmunds- son, er því brauði hefir nu þjónað nær 27 ár samfleytt, hefir nú fengið lausn frá em- bætti, að beiðni sinni, frá næstu fardögum. Hann hafði fyrirheiti um gott meðalbrauð eptir 6 ára þjónustu í »eyðiskeri« þvi; en það heit var aldrei efnt við hann, meðan tími var til, þ. e. meðan prestskosningar- lögin voru ekki komin til sögunnar, og virðist hann sjerstaklega hafa verið rang- indum beittur, er hann sótti um Saurbæ á Hvalfjarðarströnd 1886. Er nú fjárveiting- arvaldsins að sjá honum fyrir sæmilegum eptirlaunum fyrir jafnlanga, góða og dygga þjónustu í jafn-ófýsilegu embætti að al- mannarómi. Hinn nýi amtmaður norðan og aust- an, hr. Páll Briem, lagði af stað hjeðan norður á Akureyri 13. þ. mán., samferða pósti. Raflýsing og rafhitan. Útdráttur úr fyrirl. Frím. B. Andersons 10. þ. m. 1, Ljósmagnið. Samkvæmt mælingu hr. Sæmundar Eyj- ólfssonar 21. f. mán. er vatnskrapturinn í Skorarhylsfossi 960 hest-öfl; og er það nægilegt til að framleiða hjer í Reykja- víkurbæ 540.6 hestöfl rafmagns, þótt s/8 tapist í leiðslunni. En 540.6 hestöfl = 40,545 sek.-metra-kilogrömm = 40,545X98.1 meg-ergs = 40,545X9.81 voltampéres = 397,746.45 watts. En 397,745.4.5 watts nægja til að gefa frá 113,641 til 265,164 kertaljósa birtu, ept’ir því, hvers konar gló- lampar eru brúkaðir; en, sje boglampar einir hafðir, nægir það til að framleiða yfir 883,000 kertaþósa birtu. Er þannig eptir lægstu áætlun mögulegt að fá úr Skorarhylsfossi einum tvitugfalt það afl er þarf til að raflýsa tvö hundruð hús Reykjavíkurbæjar hvert með þremur 8 k. 1. glólömpum og götur bæjarins með jafn-miklu ljósi og nú gerist; en meir en tí-falt það er þarf til að lýsa eitt þús- und 8 k.i. glólampa og tíu 2000 k.l. boglampa að auki. 2. Kostnaðurinn. Hvað kostnaðurinn yrði við að raflýsa áðurgreind 200 hús Reykjavíkurbæjar og götur hans, geta menn ráðið af því, að á Englandi' hafa allt til þessa (sjá t. d. verð- lagsskrár Crompton-fjelagsins í London) fengizt raffæri til álíka fyrirtækis fyrir fjórtán til fimmtán þúsund krónur. — í Ameríku, fyrir nokkuð minna. En fyrir- koma raffæranna yrði eitthvað 10 til 15 þúsund krónur að auki. Álíka raffæri og þyrfti til aö lýsa alian Reykjavíkurbæ, gefandi húsum hans, höfn og götum tíu til ellefu þúsund k.l. birtu, mundu ekki fara langt fram yfir tuttugu þúsund krónur og með fyrirkomu og raf- stöðvum íreiknuðum ekki mikið yfir þrjá- tíu þúsund krónur. 3. Viðhald rafstöðvanna, að launum verkmanna meðtöldum, það þyrfti ekki, í fyrra tillelli, að kosta mikið yfir ca. 6000 krónur, nje, í síðara tilfelli, yfir tíu þúsund krónur. 4. Rafhitan. Hitamagn það er fossinn getur framleitt hjer í Reykjavíkurbæ geta menn gert sjer dálitla hugmynd um af ofanrituðum reikn- ingi, þegar þess er gætt, að það er i rjettum hlutföllum við fertölur straum- þrýstingarinnar, margfaldaðar með mót- stöðu leiðarans og tímalengdinni, og að 424 sek.-metr.-kilogr. = 1 calorie er nægir til að hita 1 teningsdecim. vatns 1° stig C. á sekúndu. Þjóðarauður Dana. Falbe Hansen, háskólakennari í landshagsfræði í Khöfn, gerir fjemæta muni í Danmörku þess virði er hjer segir: Skógar....................125 milj. kr. Ræktað land .................2168 — — Búskaparhúsakynni . . . 960 — — Önnur hús til sveita . . . 185 — — Tíundir.......................167 — — Fasteignir í Khöfn . . . 630 — — Fasteignir í öðrum kaupst. 310 — — Járnbrautir...................113 — — Búpeningur................... 450 — — Verzlunarflotinn ..... 68 — — Peningar ....... 63 — — Verzlunarvörur, húsgögn o.fl. 1500 — — Samt. 6749 miJj. kr. Þar við bætast hús þau og lausafje, sem er ríkiseign og metið er alls 244V2 milj. kr. Sje þar við bætt enn fremur öðrum eignum ríkissjóðs fer þjóðarauður Dana nokkuð fram úr 7,000,000,000 kr. sjö þúsund miljónum króna). Raflýsingar-málið. Með því herra yflr- dómari Jón Jensson ávarpaði mig í síðustu »Isafold«, þá vil jeg leyfa mjer að biðja yður. herra ritstjóri, að ljá eptirfylgjandi línum rúm i blaði yðar. I 11. tbl. »Reykvík.« stendur meðal annars í bæjarstjórnarfundar-umræðunum frá 18. f. m.: »Jón Jensson sagðist vera samdóma Friðriksson í því, að það væri ekki rjett fyr- ir bæjarstjórnina, að gefa því nokkurn gaum sem þetta aðskotadýr, sem ekki væri einu sinni sveitlægt hjer, væri að biðja um, sem þar að auki vissi ekki meira en þeir í raf- magnsfræði«. Þessu mótmælir yfirdómari Jón Jensson með þessum orðum: »Þessi orð eru frá upphafi til enda tilbúningur ritstjóra »R.víkings« (og svo kemur rúsína) eða þess sem hann (rit- stjóri >Reykvík.«) lætur rita blað sitt fyrir sig«. Og enn bætir hann við: »Og hefi jeg (yfirdómarinn) aldrei talað þau, eður neitt í þá átt«. Mjer getur ekki skilizt annað en að yfir- dómari J. J. líti niður á mig sem einhverja auðvirðilega persónu (vel veit jeg það, að jeg er ekki menntaður fyrir skólana) og kallar það, sem jeg hefi með eigin hendi ritað satt og rjett, tilbúning af mjer, eður þeim sem riti blað mitt fyrir mig(!). Jeg á svo sem ekki einu sinni, eptir yfirdómarans dómi, að geta heyrt neitt rjett orð, og því síður ritað það, heldur á jeg að þurfa að fá aðra til að heyra og rita fyrir mig það, sem jegvildi skýra frá, og samt á allt á endanum að verða tómur uppspunninn tilbúningur. Er nú þetta rjettur og sanngjarn dómur nm mig? Ög hverju I munduð þjer nú, yfirdómari góður, svara upp á I hann í mínum sporum? Jeg skal geta þess, I að þó að jeg sje ekki menntaður.í æðri skól- um, þá hefi jeg gjört mjer töluvert far um, og það af eigin ramleik, að reyna að mennta mig fyrir lifið, og af því á jeg svo ofur-auð- velt með að stjórna orðum mínum, þó jeg sje atyrtur að ósekju, og reynt sje að gjöra mig hlægilegan i augum meðborgára minna og hafður fyrir rangri sök. En þá vil jeg virð- ingarfyllst benda yfirdómaranum á, að leik- menn eru menn (eins og þeir lærðu) með til- finningu fyrir þvi, hvort þeim er gjört rjett eður rangt til, og það mun alls ekki eiga við fyrir menntaða menn úr æðri skólum, að brúka ósannar tilgátur, eður dylgjur, um fá- fræði leikmanna, fyrir þá sök, að þeir hafi ekki getað aflað sjer menntunar í æðri skól- um. Að endingu mótmæli jeg því, að jeg hafi rangfært það úr ræðu yfirdómara J. J., sem jeg setti í 11. tbl. »Reykvík.«, því síður að jeg hafi spunnið það upp. Því eins og full- trúunum er kunnugt, og yfirdómara J. J. líka (reyndar hafa heýrzt haft eptir honum þessi orð: »Hvað ætli að hann — Breiðfjörð — geti »referaðar« nokkurn hlut rjett«; allmikið var nú sagt, en yfirdómarinn mun þá hafa verið reiður), þá var jeg nú sem optar á bæjar- stjórnartundinum 18. október, og ritaði þá samstundis ræðu yfirdómarans. sem hinna tulltrúanna, og setti svo ræðumar styttar, en orðrjett, sem hvor sagði, í blað mitt. Svo hjer getur ekki verið að tala um neinn til- búning frá minni hendi; öðrum er ekki til að dreifa, þó að yfirdómarinn virðist gefa það í skyn. Skal jeg svo ekki orðlengja hjer um frekar, en skírskota til eptirfylgjandi vottorða. Og ef þau þykja ekki sanna nóg, þá er völ á svo mörgum, sem þurfa þykir. W. Ó. Breiðfjörð. Jeg man eptir þvi a5 lir. yfirdómari Jón .Tensson, laghi á mðti þvi. að sinnt væri brjefi Fr. Andersons er lagt var fyrir bæjarstjórnina á síðasta fundi henn- ar, en sum þau orh sem liann hafði við það tækitæri minnir mig, að hann segði eigi sem sín orð. holdur sem orð, er áður hefðu verið höfð af öðrum. Eirikur Briem. Að herra yfirdómari Jón Jensson við hafði orðiö »aðskotadýr« á bæjarstjórnarfundinum 18. f. m.. um Fr. B. Anderson, þykist jeg muna með fullri vissu, án þess jeg þó.muni. í hverju samhandi við önnur orð hans. Jeg þykist og muna, að orðin »eigi sveitlægur hjer« væru töluð þar, en hver þau sagði, man jeg eigi. H. Kr. Friftrik88on. Ölluxn þeira liinura mörgu, er í gær fylgdu raanni mínum sál. kaupinanni H. A. Linnet til grafar, og öllum þeim, er á ýmsan hátt hafa auðsýnt rajer innilega hluttekningu í sorg minni, votta jeg hjer með mitt innilegt þakk- læti. Hafrtarfirði 15. nóv. 1894. R. Linnet. Jeg hef um tima haft taugaveiklun og brjóstkrampa, fór því að brúka hinn fræga Kína-lífs-elixir hr. Waldemars Petersen, og á jeg elixírnum það að þakka, að jeg er kominn til beilsu aptur að miklu leyti. Háholti 18. april 1894. Þorsteinn Bjarnason. Kína-lífs-elixírinn fæst hjáöllum kaup- mönnum á íslandi. Til þess að vera vissir um, að fá hinn ekta Kína-lífs-elixír, eru kaupendur beðnir að líta vel eptir því, að w„p- standi á r. flöskunum í grænu lakki, og eins eptir hinu skrásetta vörumerki á flöskumiðanum: Kínverji með glas í hendi, og firma nafniðs Waldemar Petersen, Frederikshavn, Dan- mark. Fjármark Sæmundar Oddssonar á Sáms- stöðum í Fljótshlíð er: hamarskorið hægra, sneitt framan og gagnbitað vinstra. Brm. SæOs. Munið eptir hinum góðu, ódýru ög margbreyttu fataefnum hjá W. O. Breiðfjörð.

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.