Ísafold - 15.12.1894, Blaðsíða 1

Ísafold - 15.12.1894, Blaðsíða 1
Semur út ýmiat emii sinn ~aða tvisvar í viku. Veríi arg minnst 80 arka) 4 kr.. erlendis 5 kr. eða l1/* doll.; borgist fyrirmiojanjúliman. (erlend- is fyrir fram). 1SAF0LD. Uppsögn(skrifleg) bandin vlft áramót, ógild nema komm sje til útgefanda fyrir l.októ- berm. A.fgreioslastofa blaos- ins er í Auaturstrœti a XXI. árg. Reykjavík, laugardaginn 15. desember 1894. 81. blað. ÍSAFOLD kemur út tvisvar í næstu viku, miðvikudag og laugardag, — og auglýsinga viðaukablað hið þriðja. Um holdsveikina á íslandi og stofnun holdsveikraspítala. Eptir síra Olaf Olafsson í Arnarbæli. I. Holdsveikismálinu er nú það langt kom- "ið, að erlendur læknir, sem sem sjerstak- lega heíir lagt stund á þenna s.júkdóm- Iiefi rannsakað hann um land allt og leit- að allra þeirra upplýsinga um málið, sem hægt að fá þá í svipinn meðan hann dvaldi ijer á landi. En hvað hefir nú komið í djós við þessa rannsókn? I. Fyrst og fremst það, að holdsveikin er miklu almennari, tíðari og voðalegri hjer á landi en menn höfðu áður gjört sjer í hugarlund; II. að holdsveikin er næmur sjúkdómur og þar af leiðandi, III. að hún fer í vöxt og breiðist út í sumum hjeruðum landsins með hræði- legum hraða, og þvi ekki hægt að segja, hve víðtækur þessi voðalegi sjúkdómur kann að verða. Fram til þessa tíma var allur almenn- ingur hjer á Suðurlandi þeirrar skoðunar, að veikín væri ekki næm, en arfgeng. Þetta sýndi almenningur með því, að hann umgekkst holdsveika menn óttalaust. en gaf illt auga börnum holdsveikra foreldra, þótt börnin væru uppkomin og hefðu eng- in merki eða einkenni veikinnar. Þetta var líka náttúrlegt; sjálfir landlæknarnir voru á sömu skoðun, og annar þeirra sagði við mig fyrir tæpum 2 árum, að enginn þyrfti að láta sjer detta í hng, að veikin væri næm; en hitt væri víst, að hún væri arfgeng. En jeg veit líka til, að sumir beztu iæknar landsins voru á annari skoð- un, svo sem hinn ðgæti hjeraðslæknir Guð- 'mundur Guðmundsson í Laugardælum. Jeg var með dr. Ehlers í sumar, er hann skoðaði nokkra sjúklinga; rannsakaði hann mjög nákvæmlega, hvaðan og hvernig hver sjúklingur hefði sýkzt. Til skýringar þvi, hvernig veikin breið- 'ist út mann, frá manni og það á þann hátt, sem menn sízt grunar, skal jeg geta eins dæmis. Hann var að skoða unga stúlku, 24 ára gamla, yfirkomna í holds- veiki, og reyaa að finna orsakirnar að því, hvernig hún hefði sýkzt. Hún var komin af heilbrigðum foreldrum; hafði verið yfir- 'borð æfinnar á hreinlætisheimili, þar sem enginn holdsveikur hafði átt heima. Hún hafði aldrei á neinu hátt samneytt og því sí-ður samrekkt holdsveikri manneskju. Hver var þá orsökin? vOrsökin var einungis sú, að maður, sem holdsveikin var nýbyrjuð í og nú er dá- inn úr holdsveiki, var þrisvar nætursakir á heimili hennar, þó með löngu millibili: þvoði hún sokka hans í öll skiptin og rekkjuvoðirnar tvisvar, að hana minnti, sem hann lá við eina nótt í hvert sinn. Jeg þekki fleiri dæmi í þessa átt, sem jeg gæti nefnt, ef rúm leyfði, svo sem t. d. að unglingsstúlka var látin um tima sofa lvja holdsveikri kerlingu, sem hafði þó ekki veikina á versta stigi. En um tvítugt var stúlkan orðin yfirkomin í holdsveiki. Þessi stúlka átti hrausta og heilbrigða foreldra og engan holdsveikan í ætt sinni svo langt fram, sem menn vissu. Hún lifir enn við harmkvæli mikil; svo gjalda börnin heimsku og skeytingarleysis hinna fullorðnu. Jeg tel heldur engan efa á, að menn í öðrum hjeruðum landsins, þar sem veikin er orðin mögnuð, muni hafa veitt þessu hinu sama eptirtekt. En hvað sem slíkuin og þvílíkum dæm- um líður, þá mun það nú einnig sannað vera á vísindalegan hátt, að holdsveikin er næm. Er því tilgangslaust, og meira að segja skaðlegt, að vera að berja það niður. Hitt er samboðnara öllum beztu mönnum þjóðarinnar, að taka einhuga hönduni saman til þess að reyna að stemma stigu fyrir þessari voðaplágu, og ef unnt væri að útrýma henni með tímanum. Eins og veikin er farin að haga sjer nú, er ómögulegt um það að segja, hver eða hverjir kunna að fa hana; margur, sem nú hefir ekkert af henni að segja, g etur eptir fáein ár verið búinn að fá hana og endað æfi sína í einhverju skúmaskoti, ein- mana og yfirkominn af þessum sjúkdómi, sem er hræðilegri en svo, að honum verði íyst með fám orðum. Jeg þjóiiustaði í fyrra kveld unga stúlku, dauðvona af holdsveiki; jeg á engin orð til þess að lýsa ástandi hennar. Þeir, sem sjúkdóminn þekkja, geta ímyndað sjerþað; hinir, sem vilja gjöra lítið úr sjúkdómi þessum, hefðu máske gott af að koma að banasæng slíkra manneskja; þá sæju þeir þá sjón, sem lengi loðir í minni. En—hvernig á að stemma stigu fyrir holdsveikinni? Jeg bar þessa spurningu upp fyrir dr. Ehlers áður en við skildum í sumar. Hannsagði: »Það er ekki nema einn vegur til þess, og hann er sá, að stofna spítala fyrir hina holdsveiku, því einungis með því móti verða hinir sjúku greindir frá hinum heilbrigöu á fulltryggj- andi hátt«. Þessa skoðun hafa menn haft hjer áður og látið hana í ljósi, en því hefir ekki verið sinnt sem skyldi. En nú er þessi skoðun fram komin og rökstudd af þeim manni, sem í þessum efnum »veit hvað hann syngur«. Nú kemurþátil þingsins kasta, ogþingið þarf og á að fjalla um mál þetta á næsta sumri. Málið er sannarlegt þ.jóðmál, og þjóðarnauðsyn að því sje sinnt; engin hreppapólitík á þar að komast að. Skýrsl- ur dr. Ehlers bera vott um, að þjóðarlík- aminn er sýktur; öll þjóðin á því að kosta græðsluna; það er ekki nema rjett og sanngjarnt; enda hafa eignir hinna holds- veiku runnið í vasa allrar þjóðarinnar. Það er líka fjarri m.jer, að vilja drótta því að nokkrum þingmanni að óreyndu, að hann muni nú, er á á að herða fyrir alvöru, vilja leggjast á móti málinu. En peninga kostar það, mikla peninga, að stofna holdsveikisspítala. En hvað um það. Þingið er fjárhaldsmaður hinna holds- veiku hjer á landi; og þessi fjárhaldsmað- ur hefir undir höndum arf þessara aum- ingja, álitlega upphæð, hátt á annað hundr- að þúsundir króna, sem tekin hefir verið af þeim með rjetti hins sterka. Nú er kominn reikningsska,partími; nú þurfa þeir á sínu að halda, og þó fyr hefði verið. Eig- um þeirra hefir verið haldið fyrir þeim helzt til lengi; það er bæði synd og minnk- un, að gjöra það lengur. Jeg þekki eng- an flokk manna hjer á landi, sem beittur hefir verið slíku gjörræði og sýnd slík harðneskja, sem hinum holdsveiku, er spítalaeignirnar voru af þeim teknar, lög- mætar eignir, sem þeir höfðu átt og notið nálægt 200 ár. Það hafa orðið mál út úr minna efni stundum hjer á landi; og hefði útlent vald verið eitt um þessa hitu, þá mundi hafa verið »hringt öllum jólabjöll- unum«. En löörungurinn svíður jafnt hin- um kúgaða og undirokaða, hvort sem hann er rjettur að af frændum eða fjöndum. Aukaútsvör i Reykjavik 1895, eba niðurjöfnun til sveitarþarfa eptir et'num og ástæðum. — ÍSÍiðurjöfnunarnef'ndin lauk starii sínu 3. þ. mán. Það má heita sama og í fyrra, sem hún hefir nú jafnað niður, eða 20.550 kr. í stað 20,375 kr. þá. Tala gjaldenda alls 812 (í íyrra 783). Minnsta útsvar 2 kr.; mesta 630 kr. (Fischersverzlun). Meðaltal rúmar 25 kr. Hjer eru þeir taldir, sem eiga ab greiða 30 kr. eða þaðan af meira í aukaútsvar næsta ár, 1895 (útsvarið árið á undan, 1894, er sett milli sviga rjett fyrir aptan nafnið, til sam- anburðar): Aadersen, H., skraddari (120) 120 kr. Ander- sen, A., verzlunarmaður (30) 40. Andersen, Rein- hold, skraddari 50. Amundi Ámundason út- vegsbóndi (37) 32. Arni Eyþórsson verzlun- arstjóri (50) 60. ^ Árni Thorsteinsson laudtógeti (360) 360. Ásgeir Þorsteinsson skipstjóri (30) 30. Benidikt Gröndal msigister (30) 30. Benidikt Kristjánsson prófastur (45) 45, Benidikt S. Þórarinsson kaupm. 40. Björn Guðmundsson múrari (44) 45. Björn Jenssoa adjunkt (60) 60. Björn Jónsson ritstjóri (160) 180. Björn Kristjánsson kaupm. (75) 60. Björn M. Ólsen adjunkt (110) 120. Björn Ólafsson augnalæknir

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.