Ísafold - 05.01.1895, Blaðsíða 1

Ísafold - 05.01.1895, Blaðsíða 1
Kemur útýmisteinu sinni eða 'tvisv. íviku. Verð árg.(80arka minnst)4kr.,erlendis5kr. eða 14/2 doll.; borgist fyrir miðjan júli (erlendis fyrir fram). ÍSAFOLD. Uppsögn (skrifleg) bundin við áramót, ógild nema komin sje til útgefanda fyrir l.oktober. Afgreiðslustofa blaðsins er í Austurstrœti 8. Reykjavík, laugardaginn 5. janúar 1895. XXII. árg. BT Nýir -ftB skilvísir kaupendur að 22. árg-. ÍSAFOLDAR (1895) fá i kaupbæti 3 Sögusöfn og ritið »Friður sje með yður«, samtals um ’700 bls., minnst 4 kr. virði. Ekkert íslenzkt blað hefir nokkurn tíma ’ eitt slík vildarkjör. Árið sem leið. Fremur var það blítt en strítt um land allt, þótt verulegri árgæzku hefðu menn ekki af að segja nema norðanlands og austan, einkum um heyannir. Vetur væg- ur og voraði snemma. Kalt var þó vorið sunnanlands og óvenju-þurrviðrasamt. Með ff rdögum brá til votviðra syðra, er stóðu allt sumarið með litlum hvíldum og ollu slæmri nýting og rýrð á heyjum. Um Norðurland og Austfirði aptur ágætishey- skapur: grasspretta góð og nýting afbragð. H mstveðrátta sömuleiðis góð nyrðra og framan af vetri, en syðra umhleypingar n klir og skakviðri; frosthægð mikil. Skepnuhöldum hefir stórspillt í haust g mall vogestur bænda, bráðafárið á sauð- fi , nú með skæðasta móti. Sjávarafli mjög rýr á þilskip, betri á num bátum. A Austfjörðum dágóður a. i, þegar beita fekkst, og síldveiði nokk- tir, Haustafl. góður á Austfjörðum og E’jafirði. Vetrarafli rýr sunnanlands; vor- vertíð góð við Faxaflóa og víðar. Haust- tð allt og fyrri part vetrar aflalaust við Eaxaflóa. Verzlun fremur hagstæð landsbúum. TJttend vara með vægu verði yfirleitt og í, -’ir innlenda sæmilega gefið, nema fisk- inu lítið sem fyr. Fjársala til Englands miklu meiri í haust en undanfarin ár, gegn fremur lágu peningagjaldi þó, en komandi dsmönnum í góðar þarfir. Llþingi, aukaþing, er yflr málum sat 4 ;ur, afgreiddi stjórnarskrána, eins og tii stóð, en árangurslaust: enn sem fyr bein- ba.-t nei við staðfestingu. Nýmæli hafði það og með höndum mikið og merkilegt: um að gera tilraun hjer til járnbrauta- lagningar; það dagaði uppi eptir miklar Ur ræður, en verður að líkindum upp vak- J aptur á næsta þingi. festurfarir óvenjulitlar á þessu ári. Ár- að illa meðal íslendinga í Vesturheimi "Viðast; atvinnubrestur mikill þar. Landtársótt skæð og mikil gekk hjer um land fyrri hluta árs, inflúenza-veikin, og olli manndauða óvenjumiklum, einkum af öldruðu fólki. Holdsveikisrannsóknir gerði hjer danskur læknir, dr. Ehlers, og telur þá veiki óðum að aukast og færast út fyrir sóttnæmi, sem þó mun hvorugt fullsannað vera. Lát merkismanna á árinu má sjá á efn- isyfirliti blaðs þessa f. á. íshus og ísgeymsla. Þess heflr láðzt að geta, að áður en farið var að efna til íshússins hjer í Reykja- vík í haust, hafði kaupmaður H. Th. A. Thomsen komið sjer upp í sumar ishúsi í smærri stíl í Elliðaárhólmum, í því skyni, að varðveita þar hinn mikla lax, er í án- um veiðist og hann hefir þegar áður gert að góðri verzlunarvöru erlendis með ágætri verkun, ólíkri algengri vöruvöndun hjer, — eða öllu heldur vöru-óvöndun. Nú hefir sonur H. Th. A. Thomsens, hinn ungi, góð- kunni verzlunarfræðingur vor, kaupm. Ditl. Thomsen, tekið sjer fyrirhendur að kynna sjer rækilega alla tilhögun við ísgeymslu og hagnýting þeirrar aðferðar til að varðveita matvæli m. m., og jafnframt að leiðbeina almenningi í því máli eptir beztu föngum. Fyrir því hefir hann sent ísafold eptirfar- andi hugvekju: »Það virðist á síðari tímum vera vakn- aður almennur ahugi á, að hagnýta sjer þetta ágæta geymslumeðal meir en hingað til hefir gert verið. Reynslan í öðrum löndum hefir sýnt, að ísnotkun á rjettan hátt hefir mikinn hagn- að i för með sjer, bæði til heimilisþarfa og til þess að geyma ný matvæli, sem ætl- uð eru til verzlunar. En reynslan er opt dýrkeypt. Iíjer í Danmörku hefir bæði ríkissjóður og opinberar stofnanir látið stórfje af hendi til tilrauna (t. d. eitt einasta ár yfir 5000 kr.), og auk þess hafa einstakir menn lagt bæði fje og vinnu í sölurnar til þess að komast að raun um, á hvern hátt bezt sje að geyma klaka. Fyrir góðfýsi hr. Arthurs Feddersens (Fiskerikonsulents), sem er góðkunnur ís- landsvinur, og hr. Lundd, yfiraðstoðarmanns við tilraunastofu (Forsögslaboratorium) landbúnaðarháskólans, hefir mjer veizt tækifæri á að kynna mjer, að hverri nið- urstöðu menn í þessu efni hafa komizt í Danmörku, og þar eð jeg auk þess hef skoðað nokkur íshús og aðrar einfaldari ísgeymslustaði, get jeg látið í tje bending- ar um ýms atriði, sem gætu komið að not- um við íshirðingu á íslandi. ísgeymslustaðnum verður að vera þannig háttað, að hann varðveiti ísinn fyrir áhrif- um lopthita og jarðhita. Bezti geymslustaður er timburhús með tvöföldum veggjum og gólfi, og á milli þilja I. blað að vera fyllt upp með efnum, sem illa leiða hita (mó, sagi, heyi, mosa o. s. frv.). Þannig byggt er íshúsið við Elliðaárnar, os: án efa verður hið stóra íshús, sem verið er að byggja i Reykjavík, enn þá betra sýnishorn af slíkum góðum geymslu- stað. En ekki er alstaðar kostur á, að byggja þannig löguð íshús, og má þá hafa í stað- inn mjög einfalda aðferð, sem sjálfsagt mætti einnig nota í fiskiverum á íslandi. Á bera jörð er lagt mómoldarlag, sem helzt verður að vera 1—2 álna þykkt, til þess að varna áhrifum jarðhitans. Ofan á þetta lag er ísnum hlaðið í 2—3 álna háan garð. Utan á þennan garð(og ofan)er lagt 1—1V* álnar þykkt mómoldarlag. í stað mómoldar má nota marhálm eða aðrar þangtegundir, sem verða að vera vel af- vatnaðar og helzt þurrar. Blöðruþang er slæmt; því er hætt við að fúna og fram- leiða hita, vegna köfnunarefnis þess, sem í því er. Þannig er ísinn geymdur á flestum srnjör- og ostagerðarbúum (Mejerier) hjer í Dan- mörku. Jeg gerði mjer ferð upp í sveit, til að skoða eitt af hinum stærstu smjör- og ostagerðarbúum, og þar var enn (í nóvember) mikið af ís eptir frá fyrra vetri. Einnig hefi jeg skoðað islfiaða við sjó og hafði ísinn einnig geymzt þar vel undir þanginu. ís geymist aldrei i jörðu. ísinn er beztur úr hreinu vatni. Þó má einnig vel nota sjávarís eða úr sjóblönd- uðu vatni. Á landbúnaðarháskólanum hefir nákvæmlega verið borinn saman klaki úr ósöltu vatni og af sjó, og hefir sjávarís reynzt bráðna 1—10% meira en hinn; rjettast er því að safna nokkru meiru af honum en ráðgert er að nota þurfi. ís af víkum og öðrum stöðum, þar sem sjór er vatni blandinn, er nú notaður mjög víða á hinum dönsku smáeyjum, og má því einnig á íslandi nota ís af tjörn- um, sem hafa samrennsli við sjó, ef hann er nógu hreinn. ísinn af tjörninni í Reykja- vík er að vísu ekki svo hreinn, að hafa megi hann til matar, en þó er líklegt að hann sje brúklegur til að geyma í honum fisk, kjöt og önnur matvæli. Ef ekki er kostur á góðum ís, þá má nota snjó, einkum þar sem góð íshús eru. Margar tilraunir þar að iútandi hafa verið gjörðar, og reynslan sýnir, að snjór er jafnhagkvæmur og ís, þó því að eins, að rjett sje með farið. Snjóinn á að moka saman í stóra hauga í nánd við íshúsið, eða þann stað, sem nota á til snjógeymslu. Snjórinn er lagður í húsið eða geymslu- staðinn, þegar farið er að hlána. Við hirðinguna skal þjappa snjónum vel sam- an, því ella er hann Qf fyrirferðarmikili. Sje hlákan lítil, má iiella vatni yfir snjóinn við hirðinguna. H.jer er nú lauslega vikið á lielztu að- ferðirnar til að geyma ís. Lengri skýr-

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.