Ísafold - 05.01.1895, Blaðsíða 4

Ísafold - 05.01.1895, Blaðsíða 4
4 Htísið nr. 7 í Grjótagötu fæst til kaups eða leigu f'rá na@stkomandi 14. maí. Magnús Ólafsson. Innköllun. Hjer með er, samkvæmt lögum 12. apríl 1878 og opnu brjefl 4. jan. 1861, skorað á alla þá, sem telja til skulda í búi Odds sál. Berentssonar, er andaðist að Húsavík 10. okt. þ. á., að lýsa kröf- um sínum og sanna þaT fyrir skipta- ráðandanum í Þingeyjarsýslu áður en 6 mánuðir eru liðnir frá síðustu birtingu þessarar innköllunar. Með sama fyrir- vara er einnig skorað á erflngja hins dána að þeir gefi sig fram og sanni erfðarjett sinn. Skrifstofu Þingeyjarsýslu 1. des. 1894. B. Sveinsson. Kennarakennsla fer fram í vor frá 1. apríl til 14. maí við skólann í Flensborg. Skilyrði fyrir því að mega njóta kennslunnar eru (sbr. 2. gr. í reglugjörð fyrir kennara- kennslu): 1, að nemandinn hafi tekið burt- fararpróf við gagnfræðaskóla, kvenna- skóla, búnaðarskóla, eða aðra skóla, er standa skólum þessum jafnfætis, eða sýni með því að standast próf fyrir kennendum skólans, að hann hafi á annan hátt aflað sjer nauðsynlegrar undirbúningsmenntunar; þó gildir skil- yrði þetta ekki þá, sem hafa verið kennarar við barnaskóla, eða haft á hendi sveitakennslu. 2, að nemendur sjeu fullra 18 ára að aldri, og hafi ó- spillt mannorð. Yngri nemendum en 18 ára má þó veita móttöku með sjerstök'u leyfi stiptsyfirvaldanna. Kennslugreinir eru (sbr. 3. gr.) þessar: A. 1. Uppeldisfræði; 2. Uppeldisiðnaður (Slöjd); 3. Teiknun. B. VerJclegar kennsluœfíngar í: 1. Kristin- dómi; 2. Náttúrufræði; 3. Landafræði; 4. Reikningi; 5. Islenzku (lestri, staf- setning o. s. frv.); 6. Skrift. Þeir, sem vilja njóta þessarar kennslu í vor, konur sem karlar, eru beðnir að sækja sem fyrst til undirskrifaðs. Flensborg, 2. jan. 1895. Jón Þórarinsson. Seldur óskilafjenaður í Kjósarhreppi haustið 1894 : 1. Hvít ær; mark: sýlt, biti apt. hægra, stýft, standfjöður apt. vinstra. Hornamark: sýlt, fjöð. fr., biti apt. h., hangíj. apt. v. 2. Hvítt hrútlamb; m.: sýlt, bitar tveir fr. h., tvístýft apt. v. 3. Hvítt geldingslamb; m.: tvíriíað í sneitt fr. h., blaðstýft apt. v. 4. Hvítt hrútlamb; m.: vaglskorið fr., biti apt. h., sneiðrifað fr. v. 5. Hvitt lamb; m.: sneitt fr., standfj. apt. h.. sneitt fr. v. 6. Svart hrútlamb; m.: tvístýft fr. h., stig 2 fr. vinstra. 7. Hvítt hrútlamb; m.: gat h., stúfr., standtj. fr., biti apt. v. 8. Svört gimbur, 1 vetr.; m.: tvístýít fr. h, (band í eyr.), heilhamr., biti apt. v. 9. Hvítt lamb; m.: hálftaf apt., biti fr. h., tvístýft apt. v. 10. Hvítur sauður; m.: blaðstýft fr. h., hálftaf fr. v. Neðra-Hálsi 28. desbr. 1894. Þórður Guðmundsson. Þakkarávarp. Hjer með leyfum vjer oss að votta hinu háttvirta Thorvaldsensfjelagi í Reykjavík vort innilegasta hjartans þakklæti fyrir mannkærleiksverk það, sem það hefir auðsýnt börnum vorum, með því að veita þeim hátíðarskemmtun og gjafir í gærkveldi; og sömuleiðis fyrir þá mikilsverðu ókeypis kennslu i handavinnu, sem það hefir veitt þeim á undanförnum sumrum. Vjer biðjum guð að gefa þessu háttvirta fjelagi og öllum þess meðlimum gleðilegt nýjár og farsæla og blessunarríka framtíð. Reykjavík 3. janúar 1895. Nokkrar fdtœkar mæður. Fundizt hefir naglbítur á Landakotstún- inu, sem má vitja í nr. 30 Vesturgötu. Húsnæði vill maður fá í vor (14. mai): 2 stór herbergi eða 3 lítil, (með aðgangi að eldhúsi), og fylgi dálítið geymslurúm. Leigjandi er beðinn að spyrja sig fyrir sem fyrst á afgreiðslustofu Isafoldar. Tapazt hefir á nýársdag í Suðurgötu silf- urnál úr tveimur tásjeðum milium. Finn- andi skili á afgreiðslustofu Isafoldar. Til sölu er með góðu verði ágæt tvíhleypa apturhlaðin, ný og vel vönduð. með þröngbor- uðu vinstra hlaupi. Ritstj. vísar á seljanda. Magnús Jónsson cand. juris heima frá kl. 12—2 og 4—6 e. m. Adr. Bankastræti 7. Reykjavík. Fundið ÚB á götum bæjarins; vitja má til E. J. Pálssonar. Nickel-penalhús, rennt, með ýmsu í, fannst hjer á götu. Má vitja í hús Jóns Helgasonar docents. Fjármark Ólaís Einarssonar í Flekkudal í í Kjós er: tvístýft apt. h., sýlt vinstra. Veðurathuganir í Rvik, eptir Dr. J. Jónassen des. jan. Hiti (á Celsius) LoptJj.mæl. (millimet.) Veðurátt á nótt. | um hd fm. em. fm. om. Ld. 29 - 6 — 6 75G 9 764.5 N h b N hvb Sd. 30. -11 -H0 769 6 769.6 0 b A h d Md. 31. - 7 -i- 1 762.0 754.4 A h d A h d Þd. 1. - 4 0 746.8 739.1 Sv h d Svhvd Mvd. 2. - 3 — 4 746.8 756.9 N h b 0 b Fd. 3. -11 — 7 759.5 767.1 A h b A h b Fsd. 4. - 2 + 5 756 9 759.5 Svhvd Sv h d Ld. 5. 0 762.0 N vhd H. 29. var nokkuð hvasst á norðan allan daginn, svo logn og snjókoma h. 30.; hæg austangola h. 31. og fór að rigna eptir hádeg- ið; hvass á útsunnan fyrsta dag ársins, gekk svo til norðurs, en varð ekkert úr; logndrífa h. 2.; hæg austangola, bjartur h. 3. gekk til þíðu abfaL-anótt h. 4. og svo aptur í útsuðrið. I morgun (5.) hægur á útnorðan. Meðalhiti í desbr. á hádegi-^- 1.2 (í fyrra —■ 2.4) á nóttu 4.0 (í fyrra ~ 4-5) N==norðan, v=vestan, a=austan, s=sunnan á=hægur, ð=bjartur, án=hvass, d=dimraur. Ritstjóri Björn Jónsson cand. phil. Prentsmiðja ísafoldar. 2 Svo hjelt jeg garðyrkjumann«, mælti Mr. Smith enn fremur, »mikið laglegan, látprúðan og gáfaðan. Með honum hljóp önnur dóttir mín á brott, hún Salína. Þeim varð jeg líka að hjálpa. Hann á nú raeð sig sjálfur og vegnar mikið vel. Eigi miklu síðar rjeðst til mín frakkneskur matreiðslu- maður með skegg á efri vör svo mikið, að kamparnir voru á lengd við sjálfan hann. Það hafði mjer sízt til hugar komið, að nokkur háski gæti af honum staðið. En viti menn! Aður en mánuður var liðinn hvarf þriðja dóttir mín, hún Corinna, á brott með honum. Þau eru búin að koma sjer upp kökubúð með minni tilhjálp. Mjer er nú svo varið, að jeg get ekki verið að senna við fólk eða að gera börnin mín ræk frá mjer. Jeg var kátur sjálfur á yngri árum og nam á brott konu handa mjer þegar jeg var í skóla. Það fór mætavel og við unnumst hugástum alla æfi. Þeir segja að þess konar gangi í ættir. En það skal nú ekki verða framar. Yngstu dóttur minni, henni Edith, held jeg enn og ætla mjer ekki að láta hana fara sömu leið. Fyrir því hefi jeg það í skil- yrði við alla, sem jeg vista til mín, að þeir sjeu kvæntir, eða þá að þeir verða að vera æfagamlir og ljótir. Jeg er sannfærður um, að þjer munduð reynast prýðisvel í s ráðsmennskustöðunni hjá mjer og jeg kann mætavel við yður; en kvongast verðið þjer áður«. Mr. Smith gekk um gólf nokkrum sinnum. John Paddington tók til máls og mælti: »Jeg hefi ekki verið í þeirri stöðu áður, að jeg gæti ráðizt í hjú- skap, en jeg ætla mjer að kvongast þegar, undir eins og jeg er búinn að fá ráðsmennskustöðuna hjá yður«. »Þjer verðið að vera kvæntur áður en þjer fáið hana«, anzaði Mr. Smith. »Jæja þá« mælti John Paddington, »ef þjer heitið mjer þeirri stöðu með því skilyrði, þá skal jeg koma í vistina til yðar á mánudaginn með konuna mína«. »Það likar mjer«, anzaði Mr. Smith. »Lagleg stúlka? Híhí!« »Þær eru ekki margar fríðari«, mælti John Padding- ton, »og jeg ann henni út af lífinu«. Mr. Smith settist niður og ritaði það sem hjer segir: »Jeg heiti Jóni Paddington því, ef hann efnir það sem hann hefir lofað, að vera kvæntur fyrir mánudag 1. sept., að taka hann þá fyrir ráðsmann til 5 ára. Samuel Smith«. Með þetta skjal í hendinni fór John Paddington leiðar sinnar að hitta unnustu sína á vanalegum stað út við kirkjuna. »Heyrðu mjer, Edith«, hvíslaði John Paddington að unnustu sinni, »aldrei hefirðu verið yndislegri en núna«.

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.