Ísafold - 05.01.1895, Blaðsíða 2

Ísafold - 05.01.1895, Blaðsíða 2
2 irgar leyflr rúrnið ekki. Tilraunum þeim er hjer er getið um, er nákvæmlega lýst í bækiingum eptir docent Fjord, sem jeg hefi sent ritstjóra þessa blaðs. [Eru til sý-nis á skrifstofu ísafoldar]. I sambandi við þessa íshirðingu á Is- landi stendur mjög mikilsvarðandi málefni: flutningur á isvörðum fiski til útlanda, einkum til Englands. Auðvitað er Liverpool aðalsölustaður fyrir allar afurðir iandsins, og því mikil þörf á að fá beinar gufuskipaferðir þangað. En auk þess ættum vjer að geta fært oss í nyt hinar greiðu samgöngur milli Islands og Englands, sem til eru og vjer sjáum daglega rjett fyrir framan oss. Jeg á hjer við hin erlendu fiskigufuskip. Ef samvinna gæti komizt á milli vor og þeirra, þannig, að þau kæmu við á ýmsum höfnum og keyptu þar ís og nýjan fisk rjett áður en þau færu heim til sín, væri tvennt unnið: greiðar samgöngur við England, og góð saia á nýjum fiski. Hið danska gufuskip »Cimbria« mun fá- anlegt til þess að koma við í Reykjavík í sumar og kaupa þar ís og nýjan fisk. Þannig háttuð samvinna þarf að verða almenn á Islandi. Hvergi eru betri skilyrði fyrir því, að slik samvinna geti þrifizt en á Vestmanna- eyjum. Fjöldi enskra fiskigufuskipa leggja leið sína fram hjá eyjunum meiri part árs- ins. Þar þyrfti því að hafa til nægar is- birgðir og önnur skilyrði fyrir góðri sam- vinnu við Englendinga. Vestmannaeying- ar mundu hafa mikinn hag af slíkri sam- vinnu, fá vinnu við ístöku á vetrum og góða sölu á heilagfiski, sem eflaust mætti veiða þar að miklum mun, ef vel væri fyrir gefið. í öðrum fiskiverum landsins mætti selja aðrar fiskitegundir til útflutnings, t. d. kola, lax og síld. Á þennan hátt gætu einnig landsbúar sjálfir fært sjer í nyt hina mikiu auðsuppsprettu, sem er í sjónum við strend- ur landsins, en sem nú, meðan engin sam- vinna er, verður útlendingum nærri einum að notum. Viðvíkjandi þessari samvinnu hef jeg í skýrslunni i vor um rannsóknarferð mína tekið fram ýms skilyrði (sjá: blautur fisk- ur, Grimsby), og læt jeg mjer nægja í þetta sinn að skírskota til hennar. D. T. Styrktarsjóður skipstjöra. Tomból- an, sem haldin var hjer milli jóla og ný- árs til ágóða fyrir þann sjóð, gaf af sjer fullar 600 kr., að kostnaði frádregnum. Fjelagið »Aldan« flytur svolátandi þakk- læti fyrir það m. m. »Vjer meðlimir »Öldufjelagsins« í Reykja- vík þökkum innilega öllum þeim heiðruðu bæjarbúum og öðrum út í frá, sem með svo lofsverðum áhuga og vilja styrktu með gjöfum, beinlínis og óbeinlínis, tombólu þá, sem vjer hjeldum til eflingar hinum nýstofnaða »Styrktarsjöð skipstjóra og stýrimanna við Faxaflóa«, sem sjóðurinn græddi á rúmar 600 kr. En sjerstaklega vottum vjer hinum heiðruðu útgerðarmönn- um þilskipa hjer í bænum, 9 að tölu, þakklæti vort fyrir þeirra aðdáanlegu framkomu í þessu máli. Þeir styrktu ekki að eins tombóluna með ríkulegum gjöfum, heldur þar á ofan sendu sjóðnum 75 kr. í peningum á aðfangadag jóla, og með þeim fy'gdi skriflegt ávarp til fjelags vors og tilkynning um, að þeir hafl komið sjer saman um að styrkja hinn ofannefnda sjóð með árstillögum framvegis. Slíkt er sann- arlega hrósvert og þess vert, að þess sje getið opinber!ega«. Smávegis eptir Dr. J. Jónassen. i. Ný endurlífgunaraðferð. Merkur líífræðingur og læknir, Laborde að nafni, heflr fyrir skömmu fundið ráð til þess að endurlifga þá, sem líta út fyrir að vera dauðir, en sem líf felst með og lifnað geta, sje ráðum hans fylgt. Það er þegar margbúið að reyna aðferð hans, og heflr hún geflzt betur en nokkur önn- ur og dugað þar, sem öll önnur vanaleg ráð og aðferðir eigi hafa komið aö haldi. Aöferðin hefir verið reynd og heppnazt við þá, sem drukknað hafa, við hengda, við þá, sem kafnað hafa í reyk eða eitur- lopti, við yfirlið, við andvanafædd börn og yfir höfuð í margs konar tilfellum, þar sem allt útlit var fyrir, að maðurinn væri dauður. Auðvitað dugar aðferð þcssi < kki nema líf felist með manninum. Með því að aðferðin er einkar-einföld, ættu allir að þekkja hana og kunna, og reyna hana, ef svo ber undir, sem optast mun vera, að eigi næst til læknis eins fljótt og þörf gjör- ist (hægast er að skrifa upp aðferðina í bók sjer til minnis). Aðferðin er þessi. Nú skal taka góðu haldi með þumalfingri og vísifingri utan um tunguna að framanverðu, annaðhvort með berum flngrunum eða hafa klút eða í'ýju milli flngranna og tungunnar, kippa henni svo snöggt og vel fram úr munnin- um, slaka svo aptur til, svo tungan gangi inn aptur, kippa svo aptur að sjer og halda þessu áfram með jöfnu millibili; milli þess sem kippt er að sjer tungunni og slakað til sje látinn líða álíka tími og sá,er líður milli þess er maður andar að sjer og frá; 15—30 sinnum skal þannig kippa tungunni f'ram á hveri'i mínútu; einkum ríður á því, þegar tungunni er kippt fram, að tungu- ræturnar dragist vel fram í munninn (líkt og maður ætlaði sjer að kippa tungunni alveg fram úr munninum); þar eð teygja mikil er í tungurótunum, dragast þær apt- ur á við, þegar maður slakar til. Þegar maður verður var við, að tungan fer eins og að verða stinnari fyrir, þá er það vott- ur um, að maðurinn ætlar að fara að lifna við, og verður maður þá vanalega var við, að hann kyngir einu sinni eða optar og að hann rjett á eptir sogar snöggt að sjer lopt, likt og hann fengi hiksta, og er þetta hið fyrsta einkenni þess, að hann er að lifna við; sje þá haldið áf'ram tilraun- inni, fer brátt að bera á reglulegum and- ardrætti og maður f'er að finna til hjart- sláttar. Sjeu kjálkarnir fastir saman, þegar byrja skal tilraunina, verður að opna munninn annaðhvort með flngrunum eða glenna hann sundur með spýtu, skeiðarskapti eða þvílíku, og halda honum opnum og ná svo í tunguna sem fyrst. Hafi maðurinn drukkn- að, þá skal fyrst ná í tunguna, kippa henni tvisvar til þrisvar að sjer, f'ara svo ineð í vísifingur aptur í kokið og þrýsta á tungu- ræturnar, og eins og draga þær að sjer til þess að vekja klýju og uppsölu, svo vatnið eða annað, sem maðurinn kynni að haf'a I drukkið, spýtist upp, og þegar búið er að<> þessu, skal áðurnefndum handtökum haklið áfram. I stað þess að halda um tunguna. með fingrinum, má vel hafa smá-töng. Stöku sinnum heflrogverið reynt að þræða sterka nál með sterkum tvinna eða fínrt seglgarni og draga þráðinn gegn um tung- una fyrir ofan tungubroddinn og kippa svo í þráðinn, þegar kippa skal tungunni út. Þessari lífgunartilraun verður að halda áfram að minnsta kosti í 15 mínútur og- opt lengur; fyr er ekki fullreynt. Ábyrgðarmaður ,Þjóðólfs’dæmdur. Eins og kunnugt er höfðaði ritstjóri ísafoldar í haust mál gegn ábyrgðar- manni »Þjóðólfs« fyrir hina lúalegu ó- hróðursgrein hans 20. júlí í sumar út af forsetaskiptunum í Bókmenntafjelag- inu. Mál þetta var dæmt í fyrra dag i hjeraði (fyrir bæjarþingsrjetti), þannig, að öll umstefnd meiðandi ummæli i greininni voru dæmd dauð og ómerk, að ábyrgðarmaðurinn, Hannes Þorsteins- son, var dæmdur í 50 kr. sekt í landsjóð- eða 15 daga einfalt fangelsi, ef' sektia er eigi greidd í tæka tíð, og að hann var dæmdur til að greiða ritstjóra Isa- foldar 20 kr. í málskostnað. Landsbókasafnið 1894. Útlán Lántftk- á lestra- bindi. endur. sal. Lesendur.. Jan. 331 172 151 67 Eebr. 233 121 184 90 Marz 115 76 147 64 Apr. 116 69 183 62 Maí 214 126 223 98 Júní 167 75 155 67 Júlí 151 68 295 105 Ágúst 162 78 212 95 Sept. 159 70 302 59 Okt. 177 80 278 73 Nóv. 287 144 235 118 Des. 107 67 203 67 2249 1136 2568 965 Handrit hata verið keypt um 50; eitt hand- rit hefir geíið aðstoðarhókav. Pálmi Pálsson og eitt hr. Brynj. Jónsson á Minnanúpi. Af bókum hefir sat'nið auðgast að e. 800 bindum. Þar af hafa gefið: Próf. Eiske (8);. Möller og Meyer, materialistar (15); Magnús. Stephensen, landshöfðingi; próf. Vetter; próf. Konráð Maurer; Björn ritstj. Jónsson; Halldfór yfirkennari Eriðriksson; Steingr. adjunktThor- steinsson; Sigurður prófastur Jensson; Höst. bóksali; hr. Erímann B. Anderson (3); cand. polit. Sigurður Briem; Sighvatur Árnason, alþm.; Tryggvi bankastjóri Gunnars; hr. Jón Borgíirðingur; Jón ritstjóri Ólafsson; síra Mattías Jochumsson; hr. William Morris,. enska skáldið; Hannes ritstj. Þorsteins-"' son; Dr. Ehlers; Den norske hist. Kildeskriít- kommission; accademia dei Lincei; vísindafje- lagið danska; ríkisskjalasafn Dana; vísindaíje- lagið norska; fornfræðatjelagið í Khöfn; Árna- 1 Magnússonar nefndin; meteorologisk observa- torium í Uppsölum; Komiteen íor Udg. afden norske Nordhavs-Expedition; Den norske Grad- maalings Kommission; Commissionen forLed- j elsen af geolog. og geograf. Undersögelser i Grönland; Udvalget tor Folkeoplysningens. Eremme (106); Smithsonian Institution; Har- vard University; University ot Nebraska; Public Museum of the city of Milvaukee; U, S. Department of Agriculture; Departm. of Geol. Survey of Canada. 2/i 1895. Hallgr. Melsteð,

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.