Ísafold - 05.01.1895, Blaðsíða 3

Ísafold - 05.01.1895, Blaðsíða 3
8 Umboðsverzlun og kaupmanns- verzlun. Það má heyra hæði á fyrirspurnnm og viðræðum manna, að almenningi er ekki full ijóst, hver munur er á því tvennu. Er þó mjög auðgert upp þar í milli. Kaupmaðurinn verzlar með sína eign og á sína ábyrgð. Honum er fullfrjálst, að selja eða kaupa það sem hann verzlar með svo hátt eða lágt sem hann vill og getur. Honum eru engin takmörk sett önnur en þau, er samkeppnin gerir af sjálfri sjer. Að jafnaði kaupir hann svo ódýrt sem hann getur og selur svo dýrt sem hann getur, þ. e. svo dýrt sem sam- keppnin leyflr. Er og auðskilið, að eigi hann að geta staðizt, þarf hann að færa fram vöru sína eigi að eins sem nemur kostnaði og fyrirhöfn, heldur ábyrgð þeirri, er hann hefir, og hún er opt mjög mikil. Umboðssalinn verzlar með annara eign og á annara ábyrgð. Hann lætur eiganda vörunnar greiða sjer ákveðna þóknun fyrir ómak sitt, venjulega tiltekið hundraðsgjald af hinni seldu eða keyptu vöru. Það greiðir eigandi vörunnar, ásamt öðrum kostnaði, er verzluninni fyigir, — flutningskostnaði margvíslegum, vátrygging m. m., — eptir sundurliðuðum reikningi. Láti umboðssali eiganda vörunnar gjalda sjer 1 eyri fram yflr áminnztan kostnað og umsamin ómakslaun, hefir hann af honum ólöglega. Hann er þjófur að hverjum eyri, er hann tekur af umbjóðanda sínum óvilj anda þar fram yflr, eða rjettara sagt þjófs- jafningi; það heita svik á lagamáii. Segi hann vöruna 1 eyri dýrari en hann hefir keypt hana, hvort heldur er beinlínis eða óbeinlínis, t. d. þannig, að hann leynir umbjóðanda sinn afslætti þcim (prósentum), er venjulegur er i stórkaupum, jafnvel á- vallt sjálfsagður á sumum vörutegundum, þá er hann þjófur að þvi. Sama er, ef hann segir sig selt hafa hlut fyrir umbjóð- anda sinn 1 eyri minna en þann hefir gert. Auðvitað er og alveg sama máli að gegna, ef hann segir kostnaðinn (flutningskostnað) að einhverju leyti meiri en hann hefir verið í raun og sannleika. Þetta er ofur-einfalt mál og auðskilið hverjum manni, er það athugar. Það skil- ur hver maður, að ef jeg sendi mann með peninga eptir hlut í búð og hann segir mjer svo hlutinn dýrari en hann hefir keypt hann, þá hefir hann stoiið mismuninum. Biðji kunningi minn mig fyrir hest, er hann heflr gefið fyrir 100 kr., að seija hann fyrir sig aptur eins hátt og jeg geti, og jeg kem honum út fyrir 150 kr., þá er jeg þjófur að 50 krónunum, ef jeg skila þeim ekki þeim, sem hestinn átti, hverjum eyri; en haíi jeg sjálfur átt hestinn eða keypt, eru 50 krönurnar mín lögleg eign. Það gildir einu hvaða brellur hafðar eru til að fóðrá hinn ólöglega umboðssölu- gróða; hann er og verður sami þjófnaður- inn fyrir því. Sumir segja, að einu megi gilda, hvern- ig af manni sje haft, hvort heldur að kaupmaður leggi hóflaust á vöru sína., eða umboðssali segi sig hafa keypt hana dýrara en hann gerði; það komi í sama stað niður á þeim, er njóta skal. En mun- urinn er eigi að siður sá, að kaupmaður- inn er ráðvandlega að sínum ávinning kominn, en hinn er að lögum þjófur að honum. Og þó að jeg þykist góðu bætt ur, ef jeg ber betri hlut frá borði hjá stel- vísum umboðssala en ráðvöndum kaup- manni, þá fylgir sá böggull skammrifi, að jeg á við glæpamann, læt beita glæp við mig og gerist frömuður glæpa. Föburlandsástar-hræsni. Að hafa föðurlanísást, þjóðheiil og al- menningsgagn jafnan á vörunum, en hugsa um það mest og fremst að skara eld að sinni köku, hvað sem almenningsheill líður. Að látast vera einarður og fölskvalaus talsmaður alþýðu, en vera ekki annað en útþanin blaðra eigin fordildar og aflvana hjegómaskapar. Að hjala eins og fjöldinn vill heyra, í því skyni að ná hylli hans, en þegja um það sem hann þarf að heyra og þjóðinni horfir til sannra heilla. Að vera framhleypinn og stórorður um smámuni, til þess að síður sje eptir því tekið, að þagað er um hitt. Að hlaða lofkesti undir vini sina og venslamenn og gylla þá fyrir alþýðu á allar lundir, en níða aðra eptir mætti og áræði. Að þykjast vera píslarvottur sannfær- ingar sinnar, en hafa aldrei aðra sannfær- ingu en þá er líkur eru til að bezt muni borga sig í það eða það skipti. Að vekja og ala stjettaríg, sundurlyndi og flokkadrátt í stað bræðralags og góðr- ar samvinnu. Þetta eru ýmsar myndir föðurlandsástar- hræsninnar, og fleiri þó. Leiðrjetting. Nokkuð af síðasta blaði er prentað með skökku númeri, 89 fyrir 85 (sem og blaðsiðutalan ber með sjer). Hjer með er skorað á erfingja stúlk- unnar Andreu Andrjesdóttur, sem and- aðist 1 Borgarnesi 31. marz þ. á., að gefa sig fram við skiptaráðanda hjer í sýslu áður en 6 mánuðir eru liðnir frá síðustu (3.) birtingu þessarar auglýsing- ar og sanna erfðarjett sinn. Skrifst. Mýra- og Borg.fj.s., 4. des. 1894. Sigurður Þórðarson. 4 »Og þú aldrei afleitari« anzaði hún. »Mjer þykir enn vænna um þig í dag en nokkru sinni áður«, mælti hann, »ef það er það, sem gerir mig afleitan. Og heyrðu, Edith«, bætti hann við, »nú erum við búin að vera svo lengi kunnug. Viltu nú ekki fara að verða konan min? Svaraöu mjer nú af eða á«. Hin unga mær roðnaði og mælti loks: »Jeg hefi ekki skap til að segja nei«. »Þú segir þá já ?« spurði John Paddington. »Jeg heír verið að bíða eptir því lengi, að jeg ætti eitthvert hæli að bjóða þjer. Jeg veit að þú veizt, hverju þjer er óhætt að lofa«. »Já«, svaraði Edith með meiri alvöru en hún átti vanda til. „0, jeg hefi rnikið að segja þjer«, mælti John Paddington. Eptir litja stund bætti hann við: »Ertu til í að giptast á morgun ?« »Á morgun?« hrópaði Edith upp. »Það liggur þetta litið á!« »Já, það er af því, að jeg fæ nýja stöðu með því skilyrði, að jeg sje kvæntur«, anzaði John. »Jeg hefi fengið dálítið hús og gott kaup með 5 ára ábyrgð. Jeg hefi það hjerna skrifiegt, en 'það er með því skilyrði, að jeg sje kvongaður fyrir mánudag«. Hann strauk ekki með liana. »Jú, mjer lizt vel á yður í sjón, ungi maður«, mælti Mr. Smith og virti John Paddington fyrir sjer gegn um gleraugun sín með gullumgjörðinni. »Og vottorðin, sem þjer hafið, eru ágæt. En ráðsmaður hjá mjer verður að vera kvæntur. Hann fær dálítið hús út af fyrir sig til íbúðar, mikið snoturt, allra-þægilegasta bústað; en ókvænt- ur má hann ekki vera«. »En því þá það, með leyfi að spyrja?« mælti John Paddington. »Það er blátt áfram af því«, anzaði Mr. Smith, »að svo stendur ógæfusamlega á fyrir mjer, að jeg er ekkju- maður og á 4 dætur. Jeg kann vel við að hafa laglegt fólk í kringum mig. Þess vegna vistaði jeg til mln ung- an ökumann, sem var mjög fríður sýnum. Afleiðingin varð sú, að elzta dóttir mín, hún Ammy, strauk með honum. Síðan varð jeg að snara 1 þau töluverðri fúlgu til þess að þau hefðu eitthvað á að lifa.

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.