Ísafold - 19.01.1895, Blaðsíða 1

Ísafold - 19.01.1895, Blaðsíða 1
Kei n ur út ýrn i s t ein u sinni eða tvisv.í viku. Yerð árg.(80arka ininnst) 4 kr., erlendis 5 kr. eða l*/2 doll.; borgist t'yrir miðjan júlí (erlendis fyrir f'ram). ÍSAFOLD, Uppsögn(skrifieg)bundin við áramót.ógild nema komin sje til útget'anda fyrir l.oktober. Afgreiðslustofa blaðsins er í Austurstrceti 8. XXII. árg. Reykjavik, laugardaginn 19. janúar 1895. 3. blað. Yosamenn og Vatnsleysustrandargeri svo vel upp frá þessu að vitja ísafold- ar lianda sjer í Hafnarf. hjá hr. ívari Helgasyni í Liinnetsbúð. Fjársala B. Kr. og vöruverð í kaupfjelögunum. Ýms blöð vor hafa í vetur flutt greinar um sauðasölu Bjarnar kattpmanns Kristj- ánssonar, og sum farið um hana mjög hörð- um orðum. í því eiga allar þessar greinar sammerkt, að þær tala að eins um aðra hliðina á umboðsverzlun hans, nefnil. sauðasöluna í haust; en engar þeirra nefna hina hliðina, ■kaupin á útlendum vörum. Þetta kemur sjálfsagt af því, að súhliðin hefir verið ókunn greinahöfundunum; ann- •ars hefðu þeir auðvitað tekið hana með; því að það sjá ailir, að ekki verður um það dæmt, hvort umboðsverzlun Bjarnar hafi verið til tjóns eða ábata fyrir við- skiptamenn hans, nema tekið sje tillit til hvorstveggja: verðsins, sem þeir hafa fengið fyrir sína vöru, og verðsins, sem þeir hafa fengið útlendu vöruna fyrir. Til þess að menn geti glöggvað sig á verði útlendu vörunnar, eins og á sauða- verðinu, set jeg hjer skrá yfir verð á öllum 'þeim útlendu vörum, sem Arnesingar pönt- uðu hjá Birni í sumar, bæði innkaupsverð •og verð með ölium kostnaði álögðum: Innkaupsv. Með kostn. Eúgur kr. Bankab. nr. 1 — — — 2 — Hrísgrj. sjerl. góð — Hveiti — Kaffi nr. 1 — — 2 Kandís — Melís — 8,19 10,95 pr. 200 pd. 11,57 14,84 —--------- 10,68 13,86 —--------- 9,79 12.86 —------- 13,80 16,77 —----------- 7,57 10,16 —------- 0,73 0,90y2 a. pd. 0,70»/* 0,87--------- 0,1579 0,23 ------ 0,1474 0,22 ------ Verð þetta getur almenningur borið sam- an við venjulegt búðarverð og sömuieiðis við verð það, sem þau kaupfjelög fá, sem hafa Zöllner fyrir umboðsmann, sbr. skyrsl- una hjer að aptan. En til frekari glöggv- unar set jeg hjer einn deildarreikning, sem sýnir hlutfallið milli umboðsverzlunar þeirra Bjarnar og Zöilners í haust fyrir oss Arnesinga, og til samanburðar al- mennt kaupstaðarverð: Frá Birni Kristjánssyni er reikningur- inn þannig : Útt. 9000 pd.bankab.á 12.86 578,70 — 6000 — hrfsgrjón á 16,77 503,10 — 4000 — hveiti á 10,16 203,20 Inni. 143 sauðir 108 pd. 1. v. 1287,00 Innieign 2,00 Kr. 1287,00 1287,00 Frá Zöllner hefði hann orðið þannig : Útt. 9000 pd. bankab. á 14,40 pr. 200 pd..... 648,00 — 6000 pd.hrísgrjón á 14,80 pr. 200 pd..... 444,00 — 4000 pd. hveiti á 10,80 pr. 200 pd.....216,00 — fragt 1 e. á hnd. . . 190.00 — kostnaður 1372% • • 176,58 — vextir tii Z. 278% . . 30,52 Innl. 143 sauðir 108 pd. !. v. 1750,32 Innieign 45,22 Kr. 1750,32 1750,32 Með búðarverði þannig: Útt.9000pd.bankab.á24.00 1080,00 — 6000 — hrísgrj. á 26,00 780,00 — 4000 — hveiti á 18,00 360,00 Innl. 143 sauðir 108 pd.l.v. 1716,00 Skuid 504.00 Kr. 2,2220,00 2,2220,00 Verð á útlendri vöru og sauðum hjá Zöllner er tekið eptir því sem var í Stokks- eyrarfjelaginu. A reikningi þessum geta menn sjeð, hvort tjónið, sem B. Kr. hefir gjört oss Árnesinguin með umboðsverzlun sinni, er eins stórkostlegt eins og sum blöðin hafa gefið í skyn. Allar þessar blaðagreinar, sem hafa kveð- ið upp svo þungan dóm yfir Birni, hafa aptur á móti sungið Zöllner lof og dýrð; ,en jeg get nú ekki sjeð, að munurinn á að verzla við þá i þetta sinn hafi verið svo mikili, að það taki því að g.jöra svona stórkostlega upp á milli þeirra. Það var auðvitað miklu betra fyrir þá, að láta Z. selja sauðina, sem vildu fá peninga fyrir þá. En það er aðgætandi, að flestir, og í sumum deildum allir, ijetu B. Kr. kaupa vörur fyrir ailt sauðaverðið. Þess skal einnig getið, að vurur þær, sem B. Kr. lceypti fyrir oss, voru allar mjög góðar, og þess annars, að hann afhendir oss alla frumreikninga, svo vjer getum sjeð með eigin augum, að hann svíkur oss i engu, og þykir oss það miklu skemmtilegra en að verða að trúa í blindni á ráðvendni umboðsmannsins, eins og vjer urðum að gjöra, meðan vjer höfðum Zöilner fyrir um- boðsmann. Sumir eru svo g.jörðir, að þeir vilja jafnvel gefa það á milli þeirra Bj. og Zölln. í þessu tilliti, sem það reyndist ábatameira í þetta sinn, að verzla við Z. en Bj. »Þjóðv. ungi« segir: »fjarskalega klaufa- iega tókst Birni Kristjánssyni að sel.ja sauði Árnesinga og Borgfirðinga«; en sýnist hon- um þá ekki líka Zöllner hafa tekizt »fjarska klaufaiega« að kaupa útlendu vörurnar handa fjelögunum? Björn seldi sauðina líkt og aðrir, sém seldu þá í Skotlandi í haust; hvort það er fjárskalegur klaufa- skapur, skal ,jeg láta iivern dæma um sem vill. Sumir eru að stinga saman nefjum um það, að Zölin. muni nú ekki hafa selt miklu betur, en muni hafa iagt fram nokkr- ar þúsundir frá sjálfum sjer í þetta sinn til þess að hnekkja keppinaut sínum, og ætli svo að vinna það upp næsta ár, ef hann verður þá einn um hituna, og menn eigi þannig Birni að þakka 4—5 kr. af verði hvers sauðs, sem Zöilner seldi í haust. Þetta eru nú auðvitað ástæðulausar • get- sakir, sem rekast öfugar ofan í mann næsta ár, ef Z. lifir þá, til að selja sauði aptur miklu betur en allir aðrir. Hitt sýnist þar A móti undarlegur klaufaskapur af Zöllner, sem hefir svo feikna-mikla verzlun og kunnugleik erlendis og er stórauðugur, að hann *kuli ekki geta fengið vörur með nándarnærri eins góðu verði þar, eins og fátækur maður, sem hefir svo litla verzlun, að það mega heita smákaup móti stór- kaupum Zöilners, og þar að auki varð að fá allar vörurnar til láns. Innkaupsverð hjá Zöllner á sömu vörum sem B. Kristjánsson keypti var þetta: Rúgur kr. 9,00 Bankabygg kr. 14,40, ekki betri tegund en bankab nr. 3 hjá B. K., lieldur iakara. Hrísgrjón kr. 14,80 Hveiti kr. 10,80, lítið eitt betri tegund en hjá B. K.. Kaffi 73 a., iakari tegund en kaffið nr. 2 hjá B. K. Kandís 18 a. Melís 187* e. Sje nú þetta borið saman við innkaups- verð B. Kr., sem að framan er frá skýrt, kemur það í ijós, að innkaupsverð Zöllners er þá þessum mun hærra en hjá B. Kristjánssyni, þó ekki sje tekið tillit til, að vörur B. K. voru yfirleitt betri: Rúgur um 10% (tíu af hundraði) Bankabygg um 48% Hrísgrjón um 7% Hveiti um 42% Kaffi um 4% Kandís um 18% Melis um 30% Það er enn of snemmt, að segja nokkuð um það, hver viðskipti vjer höfum við Björn Kristjánsson næsta sumar,en ekki erum vjer komnir á þá skoðun, að bezt sje að hafa Zöllner einan um hituna. Birtingaholti 10. jan. 1895. Agúst Helgason. Aflabrögð. Eptir langvinnt fiskileysi er nú farið að verða vel vart í Höfnum. Sömuleiðis fengust 20 í hlut á Eyrarbakka í róðri fyrir fám dögum, af vel feitri og vænni ýsu. íshúsið i Reykjavik. Það er nú full- gert fyrir nokkru og var tekið til að safna í það ís af Tjörninni í fyrra dag; hann var þá orðinn þar 7» Alnar þykkur eða vel það. Var því verki haldið áfram í gær, i ágætu veðri, og mun langt komið í dag að fylla húsið. Gekk sú vinna í gær með miklu fjöri, rekin af um eða yfir 80 manns, með nýjum áhöldum og mjög hentuguin, gerðum eptir fyrirsögn ráðsmanns ísfje- lagsins, hr. Jóhannesar Guðmundssonar frá

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.