Ísafold - 19.01.1895, Blaðsíða 3

Ísafold - 19.01.1895, Blaðsíða 3
11 um, að kaupmenn hal'a fremur hitann i hald- inu, meðan fjelagið stendur. Heilsufar manna er gott. Suðurmúlas. (Mjóaf.) 12. des.: Frá því eptir miðjan október og til þessa tima heíir hjer verið má heita landburður af vœnum þorski. svo jeg er viss um, að blutir manna hjer i Mjóafirði og Horðfltði eru orðnir 5—8 skpd. síðan um septemhermán.lok. Síld heflr verið með minna móti á þessum fjörðum, en þó optast nóg til beitu; en rnjög lítið fiskazt í haust á Seyðisfirði, og mun það helzt heitu- leysi að kenna. Aptur á móti hefir verið mikil síldarveiði á Reiðarfirði, og hafa kaupmenn þar og 0. "Wathne sent marga gutuskipsfarma út, sumt saltað og sumt lagt í ís. Sagt er, að þeir hafi fengið síld nú vel borgaða fremur venju. Yor og sumar voru hjer einstaklega veður- hlíð, enda heyjaðist hjer eystra með bezta móti, og sumstaðar ágætisvel og nýting eptir þvi. Til Hjeraðs var samt heldur þurrt, og lá við að hólatún brynni. Margir spáðu nú hörðum vetri eptir slika sumar- og haustblíðu, en hingað til hefir verið bezta hlýindatið, stundum að sönnu nokkuð óstöðug. Allt til skamms tima hata trollarar, sera við köllum (botnvörpuskip), verið að sveíma hjer úti fyrir °g hleypt inn á fjörðu á milli og ýmsirhjálp- að þeim um nóga sild til beitu, og látið þá heldur sitja fyrir henni en landa sina, að sagt er, þó ótrúlegt sje frásagnar. Húnavatnssýslu (austanv.) 5. jan ; Síðan um mánaðamótin október og nóvember hefir tíðin verið mjög óstöðug, sífelldir umhleyp- ingar, en þó allt af nóg og góð jörð fyrir skepnur; eru því bændur hjer óvanalega litlu húnir að eyða af heyjum um þennan tíma. Að eins hefir einn dagur komið, sem mátt hefir heita hriðardagur, 28. þ. m., en opt tais- verð frost, nokkrum sinnum 8—11° C.; en ekki hefir það staðið lengi í senn. Fjárbráðapest- in hefir gjört allmikið tjón hjá bændurn fram til sveita, drepið 30—50 á suraum bæjum. Út á Ströndinni (Skagastr.) heör varla orðið vart við hana. „Fj.-konan“. »Fj, konan« hefir nú enn frcmur viður- kennt, að hafa fengið pappírinn hjá Zöllner Vidalin, eða ekki móti því borið, vantar því ekkert nema prentsmiðjuna(!!). »Fj.- konan« tekur fram, að B. Kr. »fari um sveitir og prjediki um sjálfan sig«, kippi jeg mjer ekki upp við þaö. Og mundi »Fj konan« geta komizt ljettara út af því að borga pappírinn með öðru en að syngja lof og dýrð um Zöllner Vidalin og hnýta í mig í hverju blaði? Reykjavík 18 jan. 1895. Björn Kristjánsson. Innbrotsþjófnaður og sjálfsmorð. Á Akureyri varö sá voða viðburður á jóla- föstunni, að maður var staðinn að innbrots þjófnaði í sölubúð, er hann hufði leikið lengi, og hengdi sig í varðaldi morguninn eptir í axlaböndum sínum. Hann lijet Friðrik Guðjónsson, og átti heima þar í bænum, rúmlega þrítugur, vel kynntur hvervetna, »prýðilega vel greindur, síkátur og fjörugur«; hafði setið við spil með kunningjum sínum fyrri part nætur, er hann framdi innbrotsþjófnaðinn í síðasta sinn og var handsamaður í fyrirsát I búð- inni. Hrafninn „Fjósi”. Mig rekur minni til margs trá yngri árun- um, og meðal annars man jeg eptir hrafni, sem vetur eptir vetur hjelt eig við heimilið. þar sem jeg átti heima. Hrafn þossi var mjög einkennílegur, því’á hann vantaði hálft stjelið; var hann því þekktur um land allt. Einu sinni hjeldu hrafnar haustþing á Norðurlandi, eins og venja hrafna er, til þess að skipta sjer niður á bæina, og af því hratn þessi var einstakur seinast og enginn at hröfnunum vildu vera með þessum stjelleysingja á heim- ili, þá gerðu þeir hann útlagan af Norður- landi. Hrafninn tíúði því til Suðurlands, að sögn sjómanria að norðan, og komst þangað með hálfrifið skinn og settist að þar, sem jeg áður gat um. Menn tóku brátt eptir því, að krummi var stjellaus, ogaðhann toildi hvergi nemaáfjós- haugnum; skírðu metiti hann því »Fjósa«. Hrafn þessi var frentur hygginn; en einkum kom hj'ggni hans í ijós, þegar hann var svang- ur og sá til ætis. Hrafn þessi t. d. viöraði sig upp við hús- bóndann, sem var mikilmenni, og þá ekki sið ur við ráðsmann hans, sem var kempa, af því þeir voru vanir að fleygja skófum í hann út á gaddinn. Hrafninn varð fljótt svo leiðitam- ur við þá, að þeir gátu látið hann eita sig eins og hvolp. Og svo var krummi skynsamur, að hann beit hvern þann mann, sem nærri honum kom og ekki gat honum neitt. Og ekki beit hann þá sízt, • sem höfðu gefið honum eitthvað, en voru hættir því; sór hann sig í hrafnakyns- ættina að því leyti, að hafa sljóa samvizku, og að hafa enga æðri hugsjón en að tína eitt- hvað í magann þann og þann daginn, á hvern hátt sem það gat bezt beppnazt. Og allt mátti leiða hann með skófum. Einu sinni narraði húsbóndinn og ráðsmað- urinn hann á skófum inn í bæjardyr, sem auð- vitað gat verið lífsháski fyrir hann; saumuðu þeir þá um hálsinn á honum hálsband úr ensku leðri, með skilti úr >prinzmetal«, með ágröfnu nafni sínu, sem hann bar svo síðan; gat húshóndinn og ráðsmaðurinn teymt hrafn- inn á þessu hálsbandi, því hann var orðinn svo vel taminn. Hrafn þessi var hálslangur, mjóssaralegur og hlykkjóttur. og krunkaði hamslaust framan í þá, sem ekki gáfu honnm neitt; en allt af þekkti hann nafu sitt, »Fjósi«, þegar á hann var kallað. Stundum settist krummi á kirkjuraæuirinn, ogkrunkaði þá grimmdarlega, rjett eins og hann væri að rííast við prestinn um, að engin trú og enginn kærleikur ætti að vera til; en allt af lorðaðist hann að koraa nærri kirkjudyr- unum. Af því hrafnar geta orðið háaldraðir, og jeg man, að hálsbandið var óbilugt, þá væri eski óhugsandi, að hrafn þessi liiði enn þá. Jeg bið því alla þá, sem kynnrt að sjá hratn með þessurn lyndiseinkennurn, ytra útliti og háisbandinu, að gera mjer viövart, og kalla á hann með nafninu »Fjósi«, og vita, hvort harm ekki man enn þá eptir nafni sínu. Reykjavík, í janúar 1895. Björn Kristjánsson. Mfinnalát. »Pinn 16. október næstl. and- aðist að Brúnastöðum í Tungusveit ungfrú Hólmfríður Benedilctsdóttir, 23 ára að aldri. Hún var fósturdóttir rnerkishjónanna Jóhanns hreppstjóra Pjeturssonar á Brúnastöðum og konu hans Elínar Guðruundsdóttur. Hólm- fríður sál. var af góðu og götugu fólki komin, enda sjálf atgjörvisstúlka til sálar og líkama. Hafði hún og notið hins bezta uppeldis hjá fósturforeldrum sínum, er sýndu henni hið siðasta merki ræktarsemi og kærleika, með því að kosta útför hennar með rausn og sóma; fór jarðarförin fram með allmiklu fjölmenni að Mælifelli 80. október«. Dáinn er 20. desember f. á. Olafur Jónsson, 65 ára gamall ekkjumaður. hjá Eggerts syni sínum, bórrda á Hávarðsstöðum í Leirársveit; hann bjó lengi góðu búi á Sturlureykjum i Reykholtsdal, átti góða konu, Þuríði Þor- steinsdóttur frá Hurðarbaki, og áttu þau 6 börn, öll upp komin og mannvænleg. Hann var gestrisinn og greiðasamur og velvildar- maður í öllu. H. Magnlaus hefnigirni. Til þess ^ið sýna einhvern lit á að reyna að hefna sín fyrir höfuðþvottinn síðasta hjá Isatoid helir ábm. »Þjóðólfs« i gær kreyst upp úr sjer með sótt og harnrkvælum þá húsgangs-volæðis-amlóða- vellu-lokleysu. að nær yfir tekur það sem frek- ast er hægt að hugsa sjer i ritmennskulegum bögubósaskap. Eru tilburðir hans þar þvf iík- astir, að sjónlaus, heyrnarlaus og tannlaus stagkálfur væri að reyna að japla húðarskæn- ið af sjáltum sjer. Leiðarvísir ísafoldar. 1522. Eru búfræðingar skyldir að kaupa lausamennskubrjef, ef þeir eru ekki lausir við það aldurs vegna? Sv.: Nei. 1523. Eru búfræðingar skyldir að inna af hendi lausamennskugjaid í þeim hreppi, sem búnaðarskólinn stendur? Sv.: Þeir, eins og aðrir, eiga að greiða gjöld sín í þeim hreppi, þar sem þeir eru heimilisfastir, eða þar sem þeir dvelja 4 mán- uði eða iengur af árinu. 1524. Er skylt að borga vegabótagjald af búnaðarskólalærisveinum? Sv.: Nei. 1525. Hvaða rjettindi veitir sveinsbrjef, sem gefið er út sarokvæmt tilskipnn 17. nóv. 1786, og 13. júni 1787, sem og oprru brjefi 13. ágúst 1786. Eða eða eru ekki ofanskrifaðar tilskipanir og brjef í gildi enn? Sv.: Sveinsbrjefið veitir handiðnamönnum rjett til að vera lausir o: undanþegnir vistar- skyldu, án þess að leysa sjerstakt leyfisbrjef. Þeir mega setjast að hvar sem þeim þóknast á landiuu. Þar að auki mega þeir verzla með þá vöru, sem að iðn þeirra lýtur. Skiptafundur í dánarbúi Lárusar sál. sýslumanns Blöndals veröur haldinn hjer ;l skrifstofu sýslunnar laugardaginn 2. marz næstkomandi kl. 12 á hádegi. Verður þá, að svo miklu leyti sem auðið er, skýrt frá hag dánarbúsins, ákvörðun tekin um sölu fasteignar þess og annara fjármuna o. s. frv. Skrifst. Húnav.sýslu, Kornsá 2. jan. 1895. Jóh. Jöhannesson, settur. Arnarstapauinboð. Þessar þjóðeignir fást til ábúðar í næstk. fardögum: Borgarholt og Stakkhamar í Miklaholtshreppi. Saurar í St.aðarsveit. Heila í Beruvík, Húsanes og grasbýlið Bergþórsbúð á Arnarstapa í Breiðuvikur- hreppi, Þormóðsey í Stykkishólmshreppi, og Munaðarhóll á Hjallasandi og Foss í Neshreppi utan Ennis. Menn snúi sjer sem fyrst til undirskrifaðs. Ólafsvík, 7. jan. 1895. Einar Markússon. Fjárinark Hannesar Erlendssonar á Melnum við Reykjavík er: stýft hægra; standfjöður fr. vinstra og hnífsbragð ofar.

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.