Ísafold - 19.01.1895, Blaðsíða 2

Ísafold - 19.01.1895, Blaðsíða 2
10 ■Wir.nipeg, svo sem ispióg, er ristir ísinn i ferstrenda reiti, sem eigi þarf svo annað en að nota litils háttar sög ogjárnkarl til þess að losa alveg, en þar til gerðar teng- nr hafðar tii að ná síðan npp jakastykkj- unum, sem ern síðan flutt á sleðum í húsið og hlaðið þar upp snyrtilega eins og tíg- ulsteini, en allar rifur fylltar muidum klaka og hellt í vatni, þar tii úr verður samfelid kiakabreiða, eins þykk og húið er hátt. Fyrir ísplógnum ganga 2 hestar. Sleði heflr og verið smíðaður eptir fyrirsögn hr. J. G., betri miklu en hjer hefir þekkzt áður. ísinn af Tjörninni, sem ýmsir hafa imyndað sjer óbrúklegan vegna óhreininda, synis vera vel tær og fallegur. Hin rjetta slátrunaraðferð. í síðasta tölublaði »ísafoldar« (XXII. 2) er grein eptir doktór J. Jónassen: »Hin rjetta slátrunaraðferð«. Óbeit alþýöu á rotunaraðferöinni og að Ieggja niður gamlan vana við slátrun sauðfjár hetir hingað til verið nógu mikil, svo óþarfi virðist vera á það að bæta. Mjer hafa verið kunnug ummæii þessara liffræðinga í Frakklandi, sem getið er um í ánlinnztri grein, en jeg hef metið þau litils, þvi mótmæli hafa koraið jafnhliða fram gegn áliti þeirra, og svo trúi jeg hetur eigin augum og skepnanna, þegar þær eru að deyja. Á yngri árum tók jeg lífið af mörg hundruð skepnum: sauðkindum, hestum og nautgripum. Hvort orsökin var sú, að jeg gjörði það betur en aðrir, veit jeg ekki; en jeg var ætið valinn til að gjöra slíkt, þar sem jeg var. Þó jeg vegna venj unnar væri fyrst hugsunarlítill um það, eins og aðrir, að skepnan hefði hugsun og greind, þá tók mig opt sárt að sjá, hve skeþnan varð hrædd og kvaidist mjög, meðan lífið var tekið af henni. Jeg fór snemma að taka nákvæmlega eptir augna- ráði skepnunnar, þegar hún varlögð niður við blóðtrogið, og þegar búið var að skera á hálsæðarnar. Sumar fengu líkt yttrliði, vegna hræðslu og blóðmissis, en margar fengu teygjur, líkt krampa, augun rang- hvoifdust og rounnurinn klemmdist fast utan um fingurinn. Þær Fprikluðu ákaílega og var auðsjeð á öllu, að þær liðu afar miklar kvaiir. Mjer hafði ekki verið sagt það, og jeg hafðí ekki vitáþví—jeg var þá ungur—t að sképnan missti meðvitund, þegar að mænan væri skorin sundur; en af tilviljun tók jeg eptir því. Jeg skar kind, sem venju framar ranghvolfdi augunum, þegar jeg var búinn að skera báðar hálsæðarnar, svo jeg sá á öllu, að hún kvaldist ákaflega, meðan hún barðist við dauðann; skar jeg því í ofboði mænuna sundur þá þegar, og sá jeg jafnskjótt á augunum, að með- vitundin hvarf um leið og kvalirnar hættu. Upp frá því skar jeg aldrei kind svo, að jeg ekki jafnskjótt skæri mænuna sundur, og vil jegbiðjaalla góða menn, sem siátra og þetta lesa, að gjöra slíkt hið sama, svo lengi sem hálsskurðarvenjan helzt. Jafnframt því, að jeg skar sauðfje, þeg- ar jeg var ungnr, skaut jeg hesta og naut- gripi, og sá naut svæfð'; jeg tók einnig nákvæmlega eptir augnaráði og hreifingum þeirra, þegar lííið var að hverfa, og var það mjög ólíkt hálsskurðinum. Þegar skotið kom beint í aptari heilann — sem mjer misheppnaðist aldrei, — þá dó skepnan á sama augabragði, eins og skiljanlegt >‘r, því að tiifinning og maðvitund hefir ekki upptök sín í bióðinu, beldur í herilanum svo þótt lífs skilyrðið sje tekið frá skepn- unni með því, að tæma úr henni blóðið á nokkrum sekúndum eða mínútum, þá getur iífið eigi horfið jafn-fljótt eins og þegar eyðilögð eru á Yiooo úr sekúndu. sjáif upptök iífsins, tilfinningar og mcð" vitundar. (Sumir gjöra sjer að regiu,—og átti fyrst að kenna mjer það ungura,—að viðhalda lífinu sem lengst, svo »vel blæði« og blóðmörskeppurinn verði sem sfærstur. Sorglegt hugsunarleysi fyrir tilfinningum saklausra dýra). Nú á tímum eru gæðingar hinna upp- lýstu þjóða að rita um og reyna fyrir sjer, hver kvalaminnsta og mannúðlegasta aðferðin sje, til að taka lífið af þeim ol- bogabörnum hamingjunnar, sem dæmdar eru til lífláts, og hefir rafmagn með flciru verið reynt. Mig furðar á þvi, að for- göngumenn þessara tiirauna skuli eigi hafa fundið það ráð, að leggja auðnuleysingja þessa niður við trog, látið halda fótunum, og svo skorið þá á háls, fyrst líffræðing- arnir frönsku kveða þann dóm upp, sem stendur í áminnztri grein, að hálsskurður sje sú »hin bezta, sársauka-minnsta, lang- greiðasta og mannúðlegasta« aðferð, að taka lífið af skepnum. Eptirtektavert er það, sje lýsing þessi sönn, að hvergi meðal siðaðra þjóða eru skepnur skornai| á háls nema hjer á landi. Þær eru ýmist rotaðar eða stungnar undir bóginn í bjartáð, og tel jeg eigi eptirbreytnisverða *faina síðari aðferð, því opt misheppnast að hitta hjart- að svo, að skepnan deyi undir eins. Þegar læknarnir ætla að gjöra stórar »óperatiónir«, þá svæfa þeir sjúklinga sína. sem svo er kallað, eður gjöra þá meðvit- undarlausa með »klóróformi«, meðan þeir eru að skera, svo sjúklingurinn finni' ekki sársaukann. Sama tilgang höfum vjor, helgrímumenn ; vjer viljum rota, skepnurn- ar, svo þær sjeu meðvitundarlausar, meðan lífið er tekið af þeim. Vjer höfum því vænzt þess, að læknar væru hlynntir mál- efninu, þar sem tilgangur vor er sami og þeirra. Jeg ætla mjer ekki að standa í deilum við doktora og líffræðinga um þetta efni; jeg vil nota annað ráð, sem er einfaldara og sannfærir landsmenn miklu betur um það, hver slátrunaraðferð er mannúðlegust og skepnunum kvalaminnst. Jeg ætla að biðja þá af löndum mínura, sem slátra fje, að taka eptir því með greind og gætni, hvernig augnaráðið er í sauðkindinni, áður en hún er lögð niður, og þegar búið er að leggja hana niður við blóðtrogið, þegar búið er að skera yfir hálsæðarnar, og svo þegar búið er að skera sundur mænuna. Eptir breytingum í augum skepnunnar þarf að taka, opt og nákvæmlega, þegar maður vill flnna sann- leikann. Þar næst verða menn að aðgæta titringinn á aflvöðvunum, meðan blóðrásin er, og aflraun þá, er skepnan gjörir til að reyna að losa sig úr þjáningunum, meðan? kraptarnir eigi þrjóta. í öðru lagi bið jeg hina sömu menn, að líta á augnaráð og aðra atburði hestsins, sauðkindarinnar og nautgripsins, þegar höfuðið er skorið af þeim eptir að þcssar skepnur hafa verið rotaðar eða dauðskotnar. Jeg er sannfærður um, að þeir sjá fljótt að munurinn er svo mikill, að greinar frá m.jcr og útlendum líffræðingum eru alveg óþarfar. Þeir verða fyrir sitt leyti full- komlega sannfærðir, af því, 'Sem þeir sjá, hvort kvalaminna er fyrir skepnuna, að líflð sje tekið af henni með fullri raeðvit- und og tilfinning, eða þegar hún hefir enga meðvitund. Fyrir mitt leytierjeg fullkomlega sann- færður í þessu efni, hvað sem líflfræðingar' segja suður í París. En sú er orsök til þess, að jeg hef ekki enn lagt fram alla krapta mína til að gera helgrímuna al- • raenna hjer á landi, að mjer líkar eigi- lagið fullkomlega enn þá. Til þess að hún geti komizt »inn á hvert heimili« þarf hún að vera handhæg og ódýr, og til þess að jeg vilji óhikað mæla með henni, þarf hún að vera svo gjörð, að rothöggið aldrei misheppnist, enda þótt hún sje í höndum klaufa og viðvaninga. Að helgrímu, sem áreiðanlega hefir þessa tvo kosti, hef jeg verið að leita í huga mínum, og hjá öðr- um innanlands og utan, og vona jeg að hún finnist áður langur timi líður. Skyldi svo fara, að einhverjir landsmenn, mínir legðu trúnað á ummæli þessara út- landu lijjpsfeðinga, sem doktorinn styður, þá hef kg við hendina aðra frásögn frá útlöndljrn, sem er miklu þýðingarmeiri. I lýðvaldsríkinu Sviss, þar sem sannarlegt frelsi og matfnúð að margra áliti á sjer heimkynni frekar en í nokkru öðru landi í Evrópu, var samþykkt í fyrra haust með- allsherjar-atkvæði landlýðsins (referendum), að rota skyldi búfjenað allan, áður en hann væri skorirm. Þetta var samþykkt með 200.000 atkvæðum gegn 120.000. Af þeim, sem á móti voru, voru flestir Gyðingar- Svissar hafa þó víst þekkt skoðanir liffræðinganna hjá nágrannaþjóð sinni, Frökkum. Tryggvi Gunnarsson. Rangárvallasýslu 31. des. 1894. Það sent- af er vetri þessum hefir tíðarfar verið mjög óstöðugt, opt rigniugar mjög stórgerðar eða þá frost og snjór; hefir fjenaður því talsvert hrakazt, einkanlega þar, sem lítt hefir verið hirt um að hýsa hann eða heyja, en í sum- um sveituin sýslu þessarar mun eigi enn vera farið að gefa fullorðnu fje eða hrossum og að eins fyrir skömmu búið að taka lömb. Er þó auðsætt, þrátt fyrir það þótt hagbeit sje, að f.íe leggur af og verður rýrara fyrir slíka með- ferð. En það er eins og sumir láti sjer seint segjast, þótt prjedikað sje fyrir þeim að fara vel með skepnurnar; þeim er mest um að gjöra að hafa höfðatöluna. Fjárpest heíir stungið sjer niður í öllum sveitum hjer, en gert mestan usla í Pijótshiíð og undir Eyjafjöllum. Fundur í Stokkseyrarpöntunarfjelaginu var haldinn 18. þ. m. að Hala, og gerðist þar fátt sögulegt. Formaður var kjörinn síra Skúli Skúlason í Odda, í stað amtmanns Páls Briem. Nýjum lögum útbýtt. Flestir munu ætla að verða í fjeiagi þessu áfram, og gerir það eink-

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.