Ísafold - 06.02.1895, Blaðsíða 1

Ísafold - 06.02.1895, Blaðsíða 1
'Kemui'útýmisteirnisinnieða tvisv.í viku. Verð árg.(80arka mirmst)4kr.,eriendisðkr. eða li/2 doll.; borgist fyrir miðjan júlí (erlendis tyrir íram). ÍSAFOLD o Uppsögn(skrifleg)bundin við áramót, ógild nema komin sje til útgefanda fyrir l.oktober. Afgreiðslustofa blaðsins er í Austurstrœti 8. XXII. árg Reykjavík, miðvikudaginn 6. febrúar 1895. 7. blað. Óhróður Dr. Ehlers. Það heflr verið ritað nokkuð um það í fslenzku blöðunum, að Dr. Ehlers hafl lýst ’húsakynnum, aðbúnaði og hreinlæti lands- tmanna með æðisvörtum litum og litlum velvildarblæ, einkum í hinu danska blaði »Dannebrog«. Þær greinar hef jeg eigi sjeð; þar á móti las jeg nokkra pistla ept- ir hann í blaðinu »Nationalt.idende«, er virtust lýsa góðvildarhug til landsins og landsfólksins, sem hann þar bar frem- ur vel söguna; var eigi mikið um rang- hermi í greinum þessum, og þóttu mjer þær bera þess vottt, að maðurinn viidi segja sem sannast frá öllu. Með síðasta póst- skipi sendi Dr. E. nojer 2 ritlinga eptir sig; annar var skýrsla lians til stjórnarráðs Is- lands og stjórnarráðs kennslumálanna um ferðina hingað; hinn var sjerprentun úr Spítalatíðindum um holdsveikina. Hinn siðarnefndi ritlingur er einkum fullur af öfgum og ósatmindum, þar sem hann er að lýsa hýbýlum, aðbúnaði, þrifnaði og matarræði landsbúa, og þar sem Spítaia- tíðindin er nafnkennt vísindalegt vikúblað, sem víðar mun lesið en í Danmörku og á Norðurlöndum, má búast við, að vitnis- burður doktorsins um oss verði fyrst um sinn tekinn trúanlegur sem heilagur sann- leiki nrn ástandið hjá oss um mikinn hluta hins menntaða heims, og berist úr einu læknisfræðisritinu i annað, svo sem fyr hefir átt sjer um algjöriega tilhæfulausar niðrandi sögusagnir um oss. Það hefði því þurft að hrekja allar missagnir og ó- sannindi Dr. E. í hinu sama vikublaði, og mun landlæknir vor hafa gjört það að nokkru leyti. Til þess að sýna mönnum svart á hvítu að jeg hefl eigi tekið of djúpt í árinni, skal jeg leyfa mjer að geta hins helzta af ósannindum þeim, öfgum og ónákvæmni, sem eru í ofannefndum ritlingum eptir Dr. E. um húsakynni, þrifnað 0g mataræði vor Islendinga. Hann skýrir svo frá: »Hinir litlu, þröngu bæir eru að hálfu leyti neðan jarðar og nálega að öllu leyti byggð- ir úr torfl; gluggar eru að eins á öðrum gafli, og allir negldir aptur af ótta fyrir vetrarkuldanum, þvi a,ð íslendingar bera eigi meira skyn á heilbrigðisfræði en svo, að þeir skoða kalda loptið sem hættulegri óvin en spillt lopt. í baðstofunni eru 6— 8 rúm eða stórir trjekassar, og sofa 2—3 í hverjum kassa; fólkið allt borðar í bað- stofunni optast í rúmunum, því borð eru engin til. Þegar komið er inn í baðstof- una, og allt fólkið er inni, gýs á móti manni óheilnæm lykt, óþefur, sem ætlar að kæfa mann. Þennan óþef leggur af hinu myglaða heyi, af sauðskinnsábreiðum og skítugum fötum (rúmfötum), sein aldrei eru viðruð, og af óhreinindum þeim, sem berast inn í bæinn á hinum óhafandi ís- lenzku skinnskóm. í óþverranum á gólf- inu veltast börn, hundar og kettir, veita hvert öðru blíðuatlot 0g— sulli; þennan ó- þef leggur enn fremur af votum sokkum og ullarskyrtum, sem hangatil þerris hjá rik- lingsstrengsli eða hörðum þorskhaus(I). Sje vel leitað í baðstofukrókunum, munu menn finna ílát, sem þvagi alls fólksins er safn- að í; það er talið gott til ullarþvottar. Mjer tekst aldrei að útmála slík húsa- kynni nógu nákvæmlega, og svo verða menn að ímynda sjer, að þau á veturna á þeim stöðum, sem engiun mór er til, sjeu hituð með sauðaskán, og leggur af eldivið þessum megna stækju af saltpjetri og sviðinni ull«. — Enn fremur tekur doktorinn fram, að landsbúar drekki gruggugt vatn, að þeir yfir höfuð hafl hina mestu fyrirlitningu f'yrir vatninu, og óttist hreina loptið, og bætir svo við: »í þessum hýbýlum (Om- givelser) lifa hinir holdsveiku, og sofa i sama rúmi sem hinir heilbrigðu«. Þessa segist hann víða hafa orðið vísari, ogværi ljótt ef satt væri. Um matarræði landsmanna segir doktor- inn: »Helzta fæða íslendinga er harðfískur, sem er borðaður hrár með súru smjöri; menn vilja jafnvel helzt það súra smjör, setn geymt hefir verið árum saman, og drýgja fátæklingar það með dálitlu af hvallýsi eða sellýsi(H). Hin hleypta mjólk, sem þeir nefna skyr, hefír sömuleiðis mikla þýðingu, má einnig geyma það árum sam- an«. Síðan tekur hann fram, að lítið sje um brauðmeti á íslandi. Frá kjötneyzlu landsmanna skýrir hann þó rjett. Loks getur hann þess, að við íslenzkan matar- tilbúning vanti næstum algjörlega salt, krydd og grænmeti eða garðurtir, og að það megi einkanlega fínna að fæði íslend- inga, að í því sje of lítið af kolahýdrötum. Skyldi vera skortur á kolahýdrötum í fæði Sunnlendinga með allri þeirri garðyrkju, sem þar er nú orðin(!)? Við framanritaða lýsingu hef jeg engu að bæta; hún talar nógu skýrt sjálf. Jeg vil að eins spyrja: hafa íslendiagar nokkru sinni sjeð jafn-sortulitaða, óvandaða, ill- gjarna og ósanna lýaingu á högum sínum og heimilisháttum sem þessa? Vestmannaeyjum, 19. janúar 1895. Þorsteinn Jónsson. Póstskipið Líuira (Christiansen) lagöi af stað hjehan í fyrri nótt áleibis til Khafnar. Með því fóru til Englands Mr. Franz frá Glas- gow og kaupmennirnir Ólafur Árnason frá Eyrarbakka og Thor Jensen af Akranesi (á fund Zöllners í Newoastle); enn fremur cand. juris Einar Benidiktsson. En til Khafnar lautinantarnir Nörregaard og Smith, er með skipinu komu um daginn, og kaupmennirnir W. O. Breiðf'jörð, W. Christensen konsúll, P. J. Thorsteinsen frá Bíldudal og Th. Thorstein- sen; enn fremur áleiðis til Norvegs (Mandal) Björn Guðmundsson múrari. Með skipinu kom um daginn, auk þeirra, er þá voru nef'ndir, kaupm. Böðvar Þorvaldsson af úkranesi. Nýtt bráðapestarmeðal. Hjeraðslæknir Rangæinga, hr. Ólafur Guð- mundsson, ritar ísafold eptirfarandi mikils- verða bendingu eða ráðleggingu gegn því voða-meini, bráðapestinni á sauðfje: Tinctura nucis vomicæ. Hjer í sýslu heflr nýlega verið reynt við bráðapest meðal það, sem hr. búfræðingur Jónas Jónasson ráðleggur við lakasótt á kúm, og er ritgjörð hans um þetta efni i sjötta árg. Búnaðarritsins bls. 104—106. —- Meðal þetta hefur dugað við bráðapest í þeim tilfellum, sem það heflr verið reynt, en ekki er þó enn fengin ftill reynsla, af því að meðalið varð svo seint kunnugt hjer í minni sýslu, og því ekki nægar birgðir fyrir hendi af því, til að fullnægja þörfínni. Þær upplýsingar, sem jeg gefið í þetta skipti, viðvíkjandi notkun meðalsins verða því mjög ófullkomnar, en jeg mun reyna að bæta úr því síðar, ef jeg fæ sama árangur af meðalinu 0g hingað til. Lömbum skal gefa 5 dropa í spæni af vatni 4 sinnum á klukkutímanum, og skal halda því áfram í 2^4 stundir (9 inntökur) ef þarf; þó mun optast duga 6 inntökur, og jeg álít, að ekki þurfl að gefa inn leng- ur en þar til að kindin fær niðurgang, sem mun vanalega verða við sjöttu inntökuna. Fullorðnum kindum skal gefa 9 dropa á sama tíma og með sama millibili, eins og áður er sagt. — Þó þetta meðal kunni ekki að reynast allt af áreiðanlegt við bráðapest, þá ætti það samt að vera til á hverju heimili, því það mun optast duga við lakasótt í kúm — jeg hef reynt það 4 sinnum við þeim sjúkdómi og hefir allt af dugað,— og á hr. J. Jónasson miklar þakkir skilið fyrir, að hafa vakið máls á þessu. — Jeg hef brýnt fyrir mörgum hjer, hve. nauðsynlegt væri að hafa þetta meðal, og hefír það enn haft lítinn árangur; en eins og jeg hef tekið fram, ætti þetta meðal að vera til á hverju heimili, 0g held jeg að fiestir húsbændur væri birgir með 60 grömm handa heimili sínu, og mun það kosta um 80 aura, og væri þeim vel varið, þó ekki nema eitt lamb frelsaðist frá að drep- ast úr bráðapest, að jeg eigi nefni snemm- bærurnar, sem optast er hættast við að deyja úr lakasótt, og optast mun batna, ef meðalið er brúkað við þá veiki eptir reglum hr. J. J.

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.