Ísafold - 06.02.1895, Blaðsíða 2

Ísafold - 06.02.1895, Blaðsíða 2
26 Jeg leyfi mjer að vekja athygli almenn- ings á því, að betra er að kaupa þetta meðal hjá læknum eða á lyfjabúðum en að búa það til sjálfur. Meðalið er svo ódyrt, að engum er vorkun á að kaupa það. —Sá, sem fyrstur notaði þetta meðal við bráðapest var hr. Jón bóndi Bergsson á Hólmum í Austur-Landeyjum, og það læknaði líka kú hjá honum, sem nær var komin að dauða úr lakasótt. — -Jeg vil því óska, að mínir heiðruðu em- bættisbræður hefðu ætíð birgðir af: Tinct. nucis vomicæ. Stórólfshvoli 19. jan. 1895. ólafur Guðmundsson. Um sýsluvegina i Árnessýslu. skrifar hr. Erlendur Zakaríasson dálitla grein í ísafold (XXI. 79.) og er auðsjeð af henni, að honum þykir sýslunefndin hafa leitt hjá sjer tillögur hans um vegina. Það er nú aldrei nema vorkunn, þó honum leiðist að sjá ekki einu sinni á pappírnum vott þess, að tillögum hans hafi verið gaumur gefinn. En væri hann nógu kunnugur, mundi hann sjá, að eptir því sem ástatt er, getur þetta ekki öðruvísi verið. Það heyrir ekki undir verkahring sýslu' nefndarinnar, að skýra frá því í blöðun- um, hvers vegna hún gjörir eða ekki gjör- ir það eða það. Getur hr Erlendur Zakaríasson því ekki átt svars von frá henni. En af því að hann á svar skilið, og af því þörf er að ræða málið, vil jeg leyfa mjer að fara um það nokkrum orðum til að skýra það, þar eð jeg er því kunnugur, þó að jeg standi fyrir utan sýslunefndina. Arnessýsla er víðlent hjerað og þar er mikil umferð á mörgum stöðum; þarf því marga sýsluvegi og þeir þurfa mikið við- hald árlega til þess að þeir sjeu fœrir,—og það þurfa þeir allsstaðar að vera. í þetta viðhald, sem ekki verður hjá komizt, dreif- ast allir kraptar sýsluvegasjóðsins, meira að segja: tekjur hans hrykki ekki til þess, ef ekki væri varið sem minnstu, er komast má af með, til viðgerðar á hverjum stað, ekki að tala um að kostað verði til gagn gjörðra vegabóta neinstaðar. Jú, það mætti með því að taka lán. Þá liggur fyrir spursmálið: Hvar á að byrja? Og áður en því er svarað. verður að svara öðru spurs- máli, sem hreift hefir verið: Er ekki unnt að breyta sýsluvegunum neinstaðar þann- ig, að það yrði sparnaður og ferðamönnum þó ekki til örðugleika? Til að fá svar upp á þetta spursmál, var hr. E. Z. fenginn til að ferðast um sýsluna 1892. En hann hafði of nauman tíma og gat við of fáa borið sig saman. Sýslunefndarfundurinn 1893, sem ræddi álitsgjörð hr. E. Z., komst að þeirri niður- stöðu, að við hliðina á því þyrfti að fá álitsgjörðir allra hreppsnefndanna um málið. Svo kaus fundurinn standandi veganefnd, er leggja skyldi fyrir sýslunefndarfund 1894 tillögu um sýsluvegina, gjörða með hlið- sjón af álitsgjörðum hr. E. Z. og hrepps- nefndanna. En áður en veganefndin bjó til tillögu sína, var alþingi búið að sam- þykkja hin nýju vegalög. Veganefnd- in gekk út frá því, að þau mundu ná staðfestingu, sem líka varð. Sá hún, að skipun sýsluveganna hlaut mjög að vera undir því komin, hvar flutningabrautin yrði lögð. Lagði hún því til, að sýslu- nefndin skyldi hjer eptir, sem. hingað til, halda áfram viðgerðum á sýsluvegum þeim, sem nú eru, fiangað til búið vœri að fá vissu um legu flutningabrautarinnar (ef lögin næði staðfestingu). Lauslega leyfði veganefndin sjer auk þess, að segja álit sitt um það, hvar heppilegast mundi að leggja brautina og sýsluvegina í sambandi þar við. Brautina upp yfir Flóann hugsaði hún sjer lagða frá Eyrarbakka að Ölfusár- brúnni, þó ekki alveg beint, heldur í bug austur á móts við Hraunshverfið, því þar er mýrin hærri og brautinni því óhættara fyrir skemmdum af leysingavatni, og þar er líka hægara að ná til hennar með veg frá Stokkseyri, ef það álitist nauðsynlegt á sínum tíma. En þó brautin yrði lögð svo austarlega sem verða mætti, þá bland- aðist veganefndinni ekki hngur um það, að þá, er brautin væri gjör, fjelli Melabrúin jafnskjótt úr sýsluvegatölu, en Ásavegur- inn áleit hún að hlyti að verða sýsluvegur eptir sem áður. Sýslunefndin var sam- dóma öllu þessu, nema hvað henni þótti of fljótt að taka ákvörðun um Ásaveginn fyr en brautin væri að minnsta kosti á kveðin. Upp eptir frá Ölfusárbrúnni er um tvennt að tefla: annaðhvort að flutningabrautin liggi upp yfir Flóa og Skeið upp í Hreppa, eða að hún liggi austan undir Ingólfsfjalli og svo yfir Grímsnesið upp í Biskupstung- ur, sem ýmsir álíta heppilegra. Og því verður ekki neitað, að margt mælir með því. Þingvallabrautin gæti þá sameinazt við hana fyrir norðan Mosfellsfjall; Ása- vegurinn gæti þá orðið samfelldur frá Loptsstöðum (og Stokkseyri) upp í Hreppa og verið aðal-sýsluvegur; ætti þá að byrja á því, að taka lán til haqs. En verði hitt ofan á, að flutningabrautin verði lögð að austanverðu, þá mun þykja einsætt að taka fyrst lán til Grímsneesvegarins. En hvor- ugt er hægt að yjöra, meðan óvíst er, á hvorum staðnum brautin verður lögð. Og yfir höfuð að tala er ekki hægt að byrja á neinum verulegum umbótum á veginum hjer, fyr en búið er að ákveða, hvar flutn- ingabrautin á að leggjast. Þegar það er búið, veit sýslunefndin fyrst, hvað hún á að gera í þessu efni, enda þótt brautin verði ekki lögð fyr en eptir fleiri ár Þangað til verður auðvitað að halda Mela- brúnni í sýsluvegatölu og hafa hana færa; en eptir það verður hún að eins hreppa- vegur fyrir nokkra bæi, og kemur því ekki til mála, að verja nú stórfje til hennar. Öddviti sýslunefndarinnar fór þess á leit við landshöfðingja vorið 1893, að í vega- vinnuna yrði tekinn Árnesingur til að læra vegagjörð. En hann kvað annan áður kominn. Hvort sá maður er búinn að ljúka náixíi sínu, ermjer ekkikunnugt. En það eru víst svo margir orðnir æfðir í vega- vinnú, að varla yrði torvelt að fá verk- stjóra, ef ekkert væri annað til tálmunar. En eins og nú er ástatt, er aðal-tálmunin sú, að óvíst er, hvar flutningabrautin verður l'ögð. Þar stendur hnifurinn í kúnni. Ríður því mikið á, að lega hennar verði fast- ákveðin sem allra-fyrst. Br. J. Framfara-kaupmaður. Þess má geta sem gjört er. Það er miklu sjaldnar, sem því sjest á lopfr. haldið. að kaupmenn á Islandi komi fram al- menningi til góðs, heldur en að þeir sjeu sjálfum sjer beztir og jafnvel öðrum til ógagns. Yera má og, að þeir liti optar á sinn hag en annara, og er það eklti nema eðlilegt eptir stöðu þeirra; einungis að ekki sje farið fetí lengra en virðingu þeirra sje samboðið og rjettindum annara gagnvart þeim. En jeg setla þo, að þau dæmi megi finna, að kaupmenn komi fram sem veglyndir ménn og velviljaðir almenningi, miklu optar en um er getið; auk þess sem sumir kaupmenn hafa sýnt frábærau dugnað við hina umfangsmiklu og áhættusömu iðn sina. Jeg skal benda að eins á einn kaupmann, sem jeg hef aldrei sjeð getið til neins áprenti, fremur en hvers annars smá-borgara, sem ekkert kveður að, en hefir fyrir löngu unnið> til þess, að nafni hans væri haldiö á lopti. Það er útlendur kaupmaður, konsúll Niels Christopher Gram. Hann heGr rekið verzlun sína hjer við land fyrir eigin reikning nú í 34 ár, síðan faðir hans do. Vorið 1861 kom herra Gram hingað- til Vestfjarða sem lausa-kaupmaður og verzl- aði bannig um nokkur ár, en nokkrum árum- síðar keypti hann Þingeyrarverzlun, og hefir verzlað síðan sem fasta-kaupmaður bæði við- Breiðafjörð og á Dýrafirði. Auk þess hefir hann rekið lausaverzlun víðsvegar við Vestur- land, og jafnan fengið einróma álit allra manna,. sem þekkja, að fáir eða jafnvel engir kaup- menn hafi látið sjer jafn-annt um að hafæ hinar beztu vörur í verzlunum sínum, sem- hann. Samfara því hefir hann sýnt frábæran- dugnað með allt, sem að verzlun hans lýtur, bæði á sjó og landi. og þeir, sem sáu Þingeyri, fyrir 20 árum, geta bezt borið um mismuninn á því, sem þá var og nú er. Þá voru þar að eins 3 húsa-skrifli, fiíin og hrörleg, frá kóngs- höndlunartið, og var þó eitt þeirra ibúðar^ húsið. Engin bryggja til að lenda við bát, og menn máttu vaða og bera allt á bakinu af skipi og á við allan vöruflutning, og síðan- bera allt ú bakinu upp í hús. Þá var þar engin fleyta, sem gekk til fiskjar, og allt van ept.ir þessu. En þegar hr. Gram hafði þannig haft verzl- unina um nokkur Ar, þá setti hann þangað- hinn starfsama fjölhæfa verzlunarstjóra. sinn, hr. F. B. AVendel, og eptir það hefir kveðið við annan tón. Þar hefir nú verið bygð stór og mikil sölu- búð, tvíloptuð, með kjallara undir, sem allur er hlaðinn innan grjóti og upp-múraður, 28 álna languro. s.frv. Nýtt íbúðarhús hefir verið byggt, pakkhús úr timbri, og 4 hús enn úr tómu járnb bræðsluhús stórt með inn-múruðum 4 pottum, og eru tveir þeirra úr eir. Stórkostlegir þerri- reitir fyrir fisk, bæði úr grjóti og trjegrindum hafa verið settir upp, og trjebryggja gengur langt fram í sjó, sem flest hafíær skip eru nú fermd og affermd við. Járnbrautir liggja nú fram og aptur um allt plússið, að hverju húsi, fram á bryggju-enda og allt út á odda-tá með fram öllum fiskreitunum, svo öllu er ekið á vögnum, sem flytja þarf, og ekkert þarf annað- en taka út úr vögnunum. Auk alls þessa hafa 12 íbúðarhús verið byggð þar nálægt, sem ekkert var áður. og ýmsir menn eru nú búsettir í, sem allir hafa þar atvinnu. Nú ganga frá Þingeyri fleiri og færri þil* skip á ári hverju til fiskiveiða, sem ekkerfc var áður, og síðan liskiveiðar jukust, þar svo, mjög, hefir fiskverlcunin á Þingeyri núð þeirri framför, að hún mun nú mega óefað teljast

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.