Ísafold - 06.02.1895, Blaðsíða 3

Ísafold - 06.02.1895, Blaðsíða 3
27 hvor, og heita Magnificent og Majestic. Þá koma Frakkar með Amiral Baudin 11,900 smál., og Bandan'kin í Norður-Ameríku með Icnva, 11,296 smál. Þá er stærsta herskip • Rússa 10,900 smál. og neínist Burik. Þá Þjóðverja, Brandenburg, 9,840 smál. hin bezta kringum allt ísland, og hefir orðið il þess, að þar i kring hafa menn almennt tekið það eptir, að vanda vöru sína sem bezt, að auðið er, og má slíkt telja sannan þjóðar- hag. Það vseri betur, að aðrir kaupmenn fylgdu dæmi herra Grams í því, að brýna slíkt fyrir almenningi, og vera sjálfir öðrum til fyrirmyndar. í stað þess, að allt ol' margir kaupmenn bata komið á hinni illræmdu blaut- íisksverzlun, sem eðlilega er og verður alla tið hiö mesta mein fyrir vöruvöndun og efnaliag manna, þá hefir Þingeyrarverzlun sett nokk- urs konar slagbrand fyrir þá óheilla-aðferð með þvi, að taka ekki blautan iisk, þó boðin hafi verið, og væri betur, að þess fyndust mörg dæmi af kaupmönnum, því þess væri skylt að geta til maklegs heiðurs. Auðvitað gjörir kaupmaðurinn sjer lítinn hag með því, að neita því, sem ráðleysingjar viljá fleygja inn í verzlunina tyrir lítið verð, og opt móti óþarfa, en það veglyndi og hugsun um annara hag á fyllilega skilið, að því sje á lopt haldið, og menn geta alls ekki neitað þvi, að slíkt er ekki vanalegt at kaupmönnum. Þá er og sjerstaklega vert að geta þess, að hr. Gram heíir nú í ár selt alla matvöru með miklum mun lægra verði en flestir eða jatn- vel allir aðrir kaupmenn á Vestfjörðum og víðar, og þó haft hina beztu matvöru eins og vant er, sem fengizt getur. — Þ að er annars nokkuö kynlegt, að einn kaupmaður getur selt góða vöru með betra verði en aðrir selja, og nserri má geta, að gróðavegur er það ekki fyrir hr. Gram, að selja þann kornmat, sem sóttirr var á seglskipi til ísafjarðar siðast í nóvembermán., með lcegra verði en sama vara var seld á ísafirði í allt sumar, en það verður um það eins og fleira, að »þess verður getið- sem gjört er«. og líka reynist það opt a- þreifanlega satt, að »skiptir um hver á held- ur«. Dýrafirði 18. desbr. 1894. Kunnugur. Rangárvallasýslu, 10. jan. Tíðin írem- ur góð það sem af er vetrjnum, mjög frosta- litið, en nokkuð úrfella og hrakasamt; viðast lítið tarið að gefa útitjenaði. Fjárpest heiir gjört talsverðan skaða, og óvíst enn, hve mikið hún fækkar fjenaði manna í þetta sinn. Almennur áhugi virðist vera vaknaður hjer, með alþýðumenntun; umgangskennari í hverj- um hrepp, og sumstaðar fleiri en einn. Syslu- og hreppa-sjóðir styrkja umgangskennsluna með fjárframlögum, og mun kennslan víðast að mestu og sumstaðar að öllu leyti kostuð á þennan hátt, sem virðist mjög hentugt, að miunsta kosti fyrst um sinn, meðan gott lag er að komast á i þessu etni. Umgangskennsla virðist mjer geta orðið að góðum notum, ef skynsamlega er að fariði auðvitað má haga kennslunni svo, að hún komi að litlu liði; til dæmis ef kennari er látinn tína upp hvern bæ, og sitja viku og hálfan mánuð yfir að kenna ejnum og tveim- ur krökkum. En á líkan hátt má vanbruka alla hluti, hversu góðir sem eru. enda hafa menn fljótt sjeð. að slíkt er hrein og klár vanhrúkun, og mun því viðast, ef ekki al- staðar kennslunni hagað þannig, að kennarinn er að eins á fáum bæjum (þ. e. 3—4) yfir veturinU) 0g hörnunum komið fyrir á þessum bæjum eða í nánd við þá, meðan kennslu- timinn stendur yfir. og virðist umgangskennsla með því móti geta orðið að mjög góðum notum. Fundur var haldin í Stokkseyrarffelaginu, að Hala í Áshrepp, 18,—19. des., og voru þar saman komnir allir deildarstjórar íjelagsins nema tveir, og eiga þó sumir við talsverða ei'fibleika að stríða að sækja slíka fundi, um hávetur (til dæmis Jón í Hernru í Vestur- Skaptafellssýslu). Flestir lundarmenn voru einhuga um það, að halda átram viðskiptum við herra Zöllner næsta ár. Formannsstörf fjelagsins ljet herra prestur Skúli Skúlason til leiðast að taka að sjer næsta ár, fyrir einlæga áskorun fundarins; hafa menn mjög gott traust á honum sem samvizkusömum reglumanni, og mun það ekki fjarri, að tor- menn slíkra íjelaga þuríi ekki síður en aðrir að hafa þessa tvo aðalkosti. Þekkingin kem- ur með æfingu, og verður svo bezt að rjettum notum, að hinir áðurtöldu kostir sjeu fyrir. Á nefndum fundi voru meðal annars lögð fram svokölluð sambandslög nokkurra kaup- fjelaga og var gerður að þeim góður rómur, en með því tíminn var naumur var frestað að samþykkja þau. Tilgangur laga þessara mun vera sá, að kaupfjelög landsins sameini krafta sína, og einangrist ekki sitt upp á hvern máta, eins og hingað til. Telja margir slíka byrjun lofsverða, ef þolgæðin verða eptir henni. Öll fjelög landsins gætu auðvitað kom- ið mjög mörgu góðu til leiðar, sem þau, ef hvert potar sjer, alls ekki geta. Byndust fje- lög landsins föstum samtökum, er líklegt, að hægt væri að fá umboðsmann eða -menn í út- löndum, sem þau ekki ljetu neita sjer með undanbrögðum eða gorgeir um að sýna full- nœgjandi reikningsskil raösmennsku smnar; því hver mun kalla það tortryggni, þó fje- lögin heimti slíktV Ekki myndu þau heldur þurfa að taka það með þökkum, að fá slœmar vörur frá umboðsmanni sínum ár eptir ár. Ekki er það heldur líklegt, ef hyggilega er að farið, að fjelögin þyrftu að standa með und- irgefnissvip frammi fyrir útlendum auðkýf- ingum til þess að tá lán, og þó að þau þyrftu að fá lán um tíma, þá er það eins til gagns íyrir þá, sem lánið veita úr því þau borga fulla vexti og standa að öðru leyti í skilum. Það verður ekki með f'ám orðum upp talið, hve margt gott gæti af þvi leitt, að kaupfje- lög landsins mynduðu fast samband sín í milli, og gefst framfara- og þjóðarvinum, sem við mál þetta eru riðnir eða kunna að verða, ekki hvað sizt hjer gott færi til að sýna í verkinu kærleika til þjóðar sinnar, sem tals- vert nákvæmlega mun nú gá að því, hvað gjörist í þessu velferðarmáli hennar; en af á- vöxtunum er eðlilegt, hún þekki þá. E. G. Mannaíát. Hinn 18. f. m. (jan.) ljezt að heimili sínu. Álptanesi i Mýrasýslu, Jón bóndi Oddsson, eptir langa og þunga legu í lungna- tæringu. Hans geta samhjeraðsmenn hans að öllu leyti sem sómamanns og hezta drengs. H. S. B. Hjer í bænnm andaðist i nótt eptir langa legu Hafiiði Guðmundsson verzlunarmaður (við Knudtsonzverzlun uni 30 ár), um fimmtugt, af' Engeyjarætt, bróðir þeirra Otta skipasmiðs, Erlendar í Skildinganesi o. fh, sómamaður í sinni stöðu; lætur eptir sig konu og fjölda harna. Þáin 25. f. m. á sjúkrahúsinu hjer i^bænum ungfrú ICarítas Þórðardóttir hreppstjóra Bun- ólfssonar { Móum á Kjalarnesi. Hún var at- gervisstúlka, að eins 23 ára gömul. x. _________ Hinn 27. f. m. andaðist hjer hiísfrú Guðrún Guðmundsdóttir (bæjarfulltrúa á Hól), kona Árna Þ. Zakaríassonar vegaverkstjóra, atgerv- iskona, rúmlega þrítug. Stærst lierskip í heimi eiga Italir, tvö jafn-stór, bryndrekana Italia og Lepanto, 15,900 smálestir hvorn. Næstir þeim eiga Bretar tvo bryndreka, sem eru 14,900 smál. Sólarhitann þykjast tveir náttúrufræðing- ar í Birmington hafa mælt, þeir Wilson og Gray, og segja hann vera 6200 stig á Celcius. Eldspýtur. Þjóðverjar eyða 12 eldspýtum á dag 4 mann að meðaltali, Belgir 9, Englend- ingar 8, Frakkar 6. AUar eyða Norðurálfu- þjóðir samtals 2 miljörðum (2,000 miljónum) eldspýtna á dag, eða 6—7 eldspýtum á mann; það eru 400,000 pd., ef 50 eldspýtur fara í 1 kvint, sem láta mun nærri. Eæknirinn lians Vanderbilts fekk 222,- 500 kr. þóknun fyrir að vera með honum 4 mánuði á sjó á skemmtiskútu hans í fyrra sumar. Húslæknir Jay Goulds fekk 106,800 kr. í ársþóknun. Fljótustu ferð yfir Atlanzhaf gerði í sumar Cunardlínu-gutuskipið Campania'. á 6 sólar- hringum, 5 stundum og 4 mínútum milli New- York og Queenstown. ITppboösauglýsing. Miðvikudagana 13. og 27. þ. m. og 13. marz verður húseign Benedikts Samssons- sonar í Skálholtsgötu hjer í bænum eptir kröfu landsbankans, að undangengnu fjár- námi í dag, samkvæmt lögum 16. desbr. 1885 sbr. lög 16. sept. 1893, boðin upp og seld hæstbjóðanda við 3 opinber uppboð, sem haldin verða ki. 12 f.hd. 2 hina fyrst- nefndu daga á skrifstofu bæjarfógeta, og liinn síðastnefnda daga í húsinu sjálfu til lúkningar veðskuld, að upphæð 1215 kr., auk vaxta og dráttarvaxta frá 1. október 1894. Söluskilmálar verða til sýnis á skrif- stofu bæjarfógeta degi fyrir hið fyrsta upp- boð. Bæjarfógetinn í Reykjavík, 1. febr. 1895. Halldór Daníelsson. Samkvæmt skiptalögum 12. apríl 1878 og opnu brjefi 4. janúar 1861 er hjer með skorað á alia þá, er telja til skulda í dánar- búi Kristínar Sigurðardóttur frá Klöpp í Stokkseyrarhreppi, sem andaðist 29. júlí f. á., að lýsa kröfum sínum og sanna. þær fyrir skiptaráðandanum í Árnessýslu áður en 6 mánuðir eru liðnir frá síðustu birtingu þessarar auglýsingar. Erfingjar takast ekki á hendur ábyrgð skulda. Skrifst. Árness., Kaldaðarnesi, 21. jan. 1895. Sigurður Olafsson. Baun. Vjer undirskrifaöir fyrirbjóðum hjer með einum og sjerhverjum að leggja hrognkelsanet í landhelgi eignar- og ábýlis- jarða vorra án vors leyíis. Yerði nokkur net lögð í tjeða landhelgi án þess vjer höfum leyft það, munu þau tafarlaust tekin upp og í land flutt, og tilkynnt hlutaðeigandi yfir- valdi til meðferðar. Ytri-Njarðvík og Vatnsnesi 1. febr. 1895. Ársczll Jónsson, Agúst Jónsson, Sig. Hallsson, Þ. Bjarnason.Björn Þorgilsson,Jóh.Kr.Jónsson, Magnús Asgrímsson, Olafur Jafetsson, Guðni Jónsson, Þórður J. Thoroddsen. Hjer með gefst hinum heiðruðu skipta- vínum verzlunar H. A. Linnets í Hafnar- firði til kynna, að verzluninni verður framvegis haldið áfram undir sama nafni og í sömu stefnu og að undanförnu. Hafnarfirði 4. febr. 1895. R. Linnet.

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.