Ísafold - 30.03.1895, Blaðsíða 1

Ísafold - 30.03.1895, Blaðsíða 1
Xemurútýmisteinusinni eða tvisv. íviku. Verð árg.(80arka minnst)4kr.,erlendis5kr. eða l1/! dolí.; borgist fyrir miðjan júlí (erlendis fyrir fram). ÍSAFOLD. Uppsögn (skrifleg) bundin við áramót, ógild nema komin sje til útgefanda fyrir l.oktober. Afgreiðslustofa blaðsins er í Austurstrœti 8. XXII. árg. Reykjavík, laugardaginn 30. marz 1895. 27. blað. Ferðapistill frá kaupmanni Ditl. Ihomsen. Berlin 6. marz 1895. (Yerzlun.—JárnbrautarmáliD.—Fiskivei5ar Nor5- manna.—Beita.—Brábapest.). Jeg hefi verið á ferðalagi í vetur á Englandi og i Norvegi í verzlunarerindum. Maður sjer og heyrir ætíð eitthvað nýtt á slíkum ferðum, og sendi jeg yður nú sam- tíning af því sem jeg hefi ritað upp hjá mjer og jeg ætla að lesendur ísafoldar hafi gaman af að fræðast um. I Liverpool kynnti jeg mjer ýms atriði er snerta sölu á fiski. Jeg sá t. d., hvernig góður islenzkur saltfiskur er gerður að skozkum fiski. Fiskurinn er lagður á borð og rekið kringlótt gat á sporðinn með hólkjárni. Meira þarf ekki til þess að láta fiskinn skipta um þjóðerni; er hann nú «eldur sem skozkur fiskur og fæst opt fyrir hann hærra verð en algengan íslenzk- an einkum fyrir nokkrum árum, er England hafði góðan verzlunarsamning við Spán. — Verzlunin með íslenzkan fisk er því nær eingöngu í höndum eins kaup- mannsfjelags þar (í Liverpool) og getur það opt verið býsna-óþægilegt fyrir hina íslenzku kaupmenn, sem senda fisk þangað; ■en það hefir líka opt þau áhrif, að verðið helzt jafnara og hærra en ella mundi. Eitt með fyrstu erindum mínum í Liver- pool var að heimsækja þann mann, er -jírnbrautar- og gufuskipa-frumvarpið frá í ‘yrra stafaði frá meðal annara, Mr. David Wilson, »passenger manager«. Jeg fann ekki nafn hans í nafnaskrá bæjarins og sneri tnjer því til forstjórans fyrir farþegadeild Allan línunnar og spurði hann, hvort hann þekkti þann starfsbróður sinn. Sá maður sagði mjer, að Wiison væri fjelítill bók- haldari (clark) við Beaver-línuna, en það fjelag er nú hætt störfum sínum. Hann sendi mann eptir Wilson, og W. kom með manninum aptur. Jeg spurði nú Wilson, hvernig hann hefði hugsað sjer að raða ferðunum, og hvort hann gerði sjer von nm, að fá fje á Englandi til þess að koma þessu fyrirtæki á legg. Mjer var farið að litast hálf-illa á blikuna, en þó brá mjer mjög í brún, er hann sagði mjer, að hann væri vonlaus um að fá nokkurn eyri (penny) til þessa fyrirtækis á Englandi. Á jólunum var jeg í heimboði í Lund- únum, nm nýárið í Kaupmannahöfn, og þegar »Laura« var farin af stað fyrstu ferðina, lagði jeg at' stað til Norvegs. I Kristjaiiíu og Niðarósi (Þrándheimi) var ekki miklu til að dreifa, er neitt þýddi fyrir íslenzki. verzlunina. Niðarós er sá bær, er næst liggur hinum miklu fiskiver- um 1 Lófót og Finnmörk, en þó er þar eigi rekin fiskverzlun, svo að kveði. Aðal- aðsetur saltfisksverzlunarinnar eru bæirnir Christjanssund, Aalesund og Björgvin, einkum Björgvin Frá þessum bæjum er á vorin gerður út fjöldi verzlunarskipa norður í Lófót og Finnmörk. Skipin leggj- ast við akkeri í smð-víkum og fjörðum í Lófót, og kaupa fiskinn nýjan af róðrar- bátunum, er þeir koma að. Fiskurinn er saltaður niður í lestina, og þegar hann er búinn að liggja nógu lengi í saiti, er hann fluttur á land og verkaður á eyjunum í Lófót. Þegar vertíðin er á enda, fara skipin eina eða tvær flutningsferðir og flytja það heim, er þau hafa keypt inn. Nokkuð af aflanum fiskimanna kaupa líka smásalar þar á staðnum og senda til Björgvinar í umboðssölu. Stórkaupmenn- irnir í Björgvin vilja helzt f'á fiskinn send- an sjer til umboðssölu, og hafa þeir sumir orðið stórauðugir á þeim verzlun. Einn hinna stærstu fiskikaupmanna ljezt meðan jeg var í Norvegi, og var mælt að eigur hans væru virtar á 7 miljónir króna. Þorskveiðar eru nær eingöngu reknar við Lófót og Finnmörk. Sjávarmenn syðra lifa mestmegnis á síldarveiðum. Nú er þó komin nokkur breyting á þetta. Fiskifje- lagið í Björgvin hefir komið þvi til leiðar, að talsvert af fiskimönnum frá Lófót hefir sezt að í syðri veiðistöðunum með báta sína og veiðarfæri, og haf'a Norðlingar þess- ir sýnt, að það er eins mikið um fisk fyr- ir suðurlandinu eins og nyrðra. Verður afleiðingin af þvi ef til vill sú, að þorsk- veiðar Norðmanna fara töluvert vaxandi, einkum þau árin, er síldveiði svarar eigi kostnaði. Fiskiskútur eru mikið lítið brúkaðar i Noregi. Jeg heyrði eigi getið um nema 2 eða 3 fiskiskip í Aalesund, og þau eru alls eigi útbúin til þess að vera úti til lengdar, eins og skipin okkar. Fiskurinn er eigi einu sinni saltaður f skipinu, held- ur er honum fleygt óflöttumofan í lestina, þangað til búið er að fiska svo mikið, að tilvinnandi er að snúa heimleiðis aptur. Á sama hátt er farið með fiskinn á litlu gufu- skipi, sem er iíka haft til þorskveiða á djúpmiðum. Gufuskipinu fylgja 6 flat- botnaðir bátar (dories) og mjög mikið af lóðum. Skipshafnirnar á bátunum leggja lóðirnar og stunda þær, og eptir 1--2 sól- arhringa kemur gufubáturinn inn aptur, fermdur fiski. Því má geta nærri, að það sem er undir í lestinni af fiskinum, geti ekki orðið falleg verzlunarvara. Hann verður opt dökkur og Ijótur, og verðurað selja hann við lágu verði, einkum í Portú- gal. Eitt af því sem mjervar forvitni aðvita, var það, hvernig Norðmenn færu að, þeg- ar enga beitu væri að fá. Saltaða síld geta þeir ekki notað, en þar á móti kváð- ust þeir nota saltaða »brisling« til beitu. Það er lítill fiskur, á stærð við varaseiði. Hann er mjög gljáandi og missir ekki gljá- ann, þó að hann liggi langan tíma í tunnu með saltpækli. Á íslandi eru eins og kunnugt er opt landlegur vegna beituleys- is, þó að nógur sje íiskur á miðunum, og er því ástæða til að reyna þessa beitu og afla sjer hennar eptirleiðis, ef hún reynist vel. Að því er snertir verzlunina með íslenzk- an saltfisk, þá virðist standa vel á að nota bæina í Noregi vestanverðum til þess að safna þangað saltfiski frá Islandi, einkum síðan stöðugar og reglulegar gufuskipsferð- ir komust á milli .Noregs og Suðurlanda. Á 13. og 14. öld, er Hansarar höfðu alla verzlun við Norðurlönd á sínu valdi, var íslenzka verzlunin rekin frá útibúum þeirra í Björgvin, og hefir sá bær löngum siðanv haft einhver verzlunarviðskiptt við Island, einkum Austfirði. Nú á síðari árum hafa verið seldir margir farmar af saltfiski til Noregs, og reyndi jeg eptir mætti að fá kaupmennina til að leggja enn meiri hug á hinn íslenzka fisk. Norðmenn hafa opt- ast góðan hag á að borga sama eða jafn- vel hærra verð fyrir hann heldur en Spán- verjar, því þegar líður fram á vetur og Spánverjar eru búnir að ljúka því, sem flutzt hefir til þeirra beina leið, hækkar verðið á íslenzkum íiski, og geta þá Norð- menn sent fiskinn 1 smásendingum til Spán- ar og grætt á honum. Það er ekki rjett að sjá ofsjónum yfir þeim gróða; því þeg- ar Norðmenn sjá, að þessi verzlun borgar sig, þá kaupa þeir á haustin, er flskfarm- arnir koma frá íslandi, og það liggur í augum uppi, að þegar fieiri eru um boðið, er hægt að halda íiskinum í hærra verði en þegar seljendur eru eingöngu bundnir við hinar spænsku verzlunarsamkundur. Danski konsúllinn í Barcelóna hefir ný- lega skrif'að stjórninni, að það sje hættu- legt fyrir íslendinga að selja fisk til Nor- vegs, með því að þá g3ti svo farið smám- saman, að íslenzkum fiski verði ruglað saman við hinn norska fisk. Jeg fæ ekki sjeð, að nein hætta sje á ferðum í því efni, og sízt á þeim tímum, er Norvegur hefir verzlunarsamning við Spán, en Danmörk ekki. Hættan að senda lisk til Noregs getur stundum stafað af öðrum orsökum, eins og eitt dæmi sýnir, er mikið var tilrætt um meðan jeg dvaldist í Björgvin. Svo er mál með vexti, að kaupmaður einn á Islandi hafði í mörg ár sent fisk til Norvegs til umboðssölu. Kaupmaður grunar umboðs- mann sinn um, að hann dragi af sjer, en getur eigi sannað neitt, fyr en hann fær brjef frá manni einuin i Björgvin, sem segir honum að grunur hans sje rjettur.

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.