Ísafold - 30.03.1895, Blaðsíða 2

Ísafold - 30.03.1895, Blaðsíða 2
106 Það komst þá upp, að umboðssalinn hafði sett í reikning kaupmanns miklu lægra verð en honum bar, og hafði hann ritað mismuninn í sjerstaka bók og kallað »vara- sjóðsreikning kanpmannsins«! Þegarkaup- #naður frjettir þetta, skundar hann til Björgvinar og hefir út úr umboðssala sín- um ekki einungis allan varasjóðinn, held- ur þar á ofan ríflegar skaðabsetur fyrir halla þann, er verzlun hans hafði beðið af þessari kynlegu bókf'ærslu. Annað mál á dagskrá í Björgvin var bráðapestin. Heflr sýki þessi einnig geys- að i Norvegi, en þú hvergi nærri gert önn- ur eins spell eins og á íslandi í vetur. Norðmenn hafa fundið nýtt ráð við veiki þessari, bólusetninguna, sem lýst hefirver- ið í ísafold og jafnvel reynd af stöku manni á íslandi. Að það mistókst hjá ein- um merkisbónda (Guðm. í Landakoti), það mun hann sjálfur kannast við að stafl af ónógri vísindalegri þekkingu á málinu. Oss vantar dýralækna á íslandi, og er það slæmt; en úr því svo er, virðist mjer að mannaiæknarnir ætti að láta til sín taka. Þegar þeir sjá, hvílíkt velferðarmál það er fyrir bændur, að finna meðal við þessariveiki, þá get jeg ekki hugsað mjer, að þeir þykist of góðir til að leggja málinu lið- semd sína. Jeg sendi yður norskt blað með grein um þetta. [Það er sama greinin eða sama efnis og sú, er í ísafold stóð í fyrrasum- ar, og tilraunirnar hafa verið gerðar eptir hjer. Leggur höf. ferðapistilsins—hr. D. T.— til, að einhver góður læknir geri ýtarlegar bólusetningartilraunir á nokkrum kindum, er keyptar sjeu til þess með samskotum, er hann tjáir sig fúsan til að taka þátt í; en með því að hr. Friðjón Jensson auka- læknir heflr einmitt gert þetta og tekizt vel, virðist það þegarfengið, sem höf. ætl- ast til, og það eitt um að hugsa nú, að ganga atorkusamlega að undirbúningi frek- ari og almennra bólusetningarframkvæmda fyrir næsta vetur]. Beykjavíkur lærði skóli. Skólaröð að afloknu miðsvetrarprófl siðara hlut febrúar- mán. 1895. — Ölmusustyrkur fyrir allt skóla- árið aptan við nöfnin i krónum. Allir í I. bekk eru nýsveinar, nema nr. 9, 12, 16 og 17, og auk þess 5 i II. bekk stjörnumerktir. Þeir piltar eru úr Reykjavík, er ekki er annars getið um. Alls í skólanum 103 (í fyrra 97). Sjötti belckur: 1. Páll Bjarnason (Húnav.) 200; 2. Björn Bjarnason (N.-Múl.) 200; 3. Páll Sæmundsson (Árn.) 150; 4. Sigurður Eggerz 150; 5. Jón Sveinbjörnsson; 6. Halldór Jónsson (Arn.) 150: 7. Ólafur Eyjólfsson (Flatey) 100; 8. Þórður Edilonsson (Barð.) 50; 9. Sigurður Pálsson (Húnav.). Fimmti bekkur: 1. Guðmundur Björnsson (Borgarf.) 200; 2. Guðmundur Finnbogason (N.Múl.) 200; 3. Halldór Júliusson (Húnav.) 100; 4. Stefán Kristinsson (Hrísey) 2C0; 5. Skúli Magnússon (Khöfn); 6. Arni Þorvalds- son (prests Stefánss.) 150; 7. Steingrimur Matthi- asson (Akureyri) 150; 8. Jónas Kristjánsson (Þing.) 150; 9. Edvald Möller (Eskif.); 10. Jón- mundur Halldórsson 100; 11. Þórður Pálson (prests Sigurðss.) 75; 12. Sveinn Hallgrímsson 13. Ingólfur Gislason (Þing.) 100; 14. Andrjes Fjeldsted (Hvítárvöll.); 15. Magnús Þorsteins- son (Borgarf.) 50; 16. Pjetur Þorsteinsson (S.-Múh); 17. Þorbjörn Þórðarson (Kjós). Fjórði bekkur: 1. Sigurjón Jónsson (Húnav.) 2C0;2. Jón Þoriáksson(Húnav.)200; 3. Sigurbjörn Gíslason (Skagaf.) 200; 4. Árni Pálsson (prests Sigurðss.) 175 ; 5. Halldór Gunnlögsson (Húnav.) 150; 6. Eggert Claessen (Sauðárkrók) 100; 7. Ásgeir Torfason (Ólafsdal) 150; 8. Eiríkur Kjerúlf 100; 9. Ólaf'ur Danielsson (Skagaf.) 100; 10. Sigfús Sveinsson (Múlas.); 11. Bernharð Laxdal (Akureyri^; 12. Ólafur Briem (Stóranúp) 75; 13. Guðmundur Guðmundsson (Rangárvall.) 50; 14. Jóhannes Jóhannesson; 15. Jón Proppé (Hafnarf.); 16. Gísli Skúlason (Rangárvall.) 25; 17. Einar Gunnarsson (Hjalteyri). Böðvar Bjarnason veikur um próflð. Þriðji bekkur: 1. Þorkell Þorkelsson (Skagaf.) 200; 2. Halldór Hermannsson (Rang- árvall.) 150; 3. Magnús Jónsson 150; 4. Bjarni Þorláksson (Johnson); 6. Sigurður Jónsson (Arn.) 150; 6. Bjarni Jónsson (Árn.) 150: 7. Ás- grimur Johnsen (Eskif.); 8. Jón Hjaltalín Sig- urðsson 75; 9. Ólaf'ur Jónsson (Hrútaf.) 60; 10. Tómas Skúlason (Skarði) 25; 11. Einar Jónasson (Dalas.) 50; 12. A.ri Jónsson (Barða- str.) 25; 13. Sigfús Einarsson (Eyrarbakka); 14. Matthías Einarsson; 15. Valdimar Friðflnnsson (Skagaf.); 16. Guðm. Tómasson 50; 17. Valdi- mar Steffensen; 18. Þorvaldur Pálsson; 19. Matthías Þórðarson (Borgarf.); 20. Guðmund- ur Grimsson (Arn.). Annar bekkur: 1. Guðmundur Benidiktsson (Skagaf.) 150; 2. Eggert (Eiríksson) Briem; 3. Kristinn Björnsson; 4. *Guðmundur Bjarnason (Húnav.); 5.ChristianThejll(Stykkish.); 6. Hinrik Erlendsson; 7. Stef’ún Stefánsson (Snæfellsn.)lOO; 8. Christian Linnet (Hafnarf.); 9 *Karl Torfa- son (Ólafsd.); 10. *Sigurður Sigurðsson; 11. Jón Ó. Rósenkranz; 12. Sigurður Guðmnnds- son (Árnessýslu); 13. *Ólafur Möller (Húnav.); 14. Sigurður Kristjánsson 75; 15. Jón Jóhanns- son; 16. Böðvar Eyjólfsson (Strandasýslu) 25; 17. Jón Brandsson (prests Tómassonar) 25; 18. *Sigurður Helgi Sigurðsson (Húnav.); 19. Sig- urmundur Sigurðsson; 20. Carl Finsen. Arni Sigurðsson (Vestm.) lauk eigi prófl, sökum veikinda. Fyrsti bekkur: 1. Rögnvaldur Ag. Ólafs- son (Isafj.sýslu) 50; 2. Stefán Björnsson (Múla- sýslu); 3. Guðm. Einarsson (Kjós); 4. Jón H. Isleifsson; 6. Sveinn Björnsson; 6. Jóhann S. Jóhannesson (N.-Múl.); 7. Guðm. Jóhannsson; 8. Lárus Sch. Halldórsson (Snæf.); 9. Engilbert Gíslason (Vestm.); 10. Páll Egilsson (Árn.); 11. Lárus A Fjeldsted (Borgarfj.); 12. Hans Bjarna- son; 13. M.Björn Magnússon(Húnav.); 14. Ólafur Þorláksson (Johnson);. 15. Vernharður Jóhanns- son; 16. Guðmundur Þorsteinsson; 17. Signr- jón Markússon; 18. Ásgeir Ásgeirsson (Isaíj.s.). Drubknanlr. Skrifað úr Vestmannaeyjum 9. þ. mán.: Hinn 9. f. mán. (inarz) var hjer almennt róið. Austansjór var talsverður um morguninn, og jókst mjög, er fram á daginn kom, svo að Leiðin (sundið inn á höfnina) varð mjög ill viðfangs. Flest skip komu heim fyrir hádegi; hreppti þá einn bátur fallsjó á Leiðinni, sem hvolfdi honum. Tveir storir bátar láu fyrir utan Leiðina; tók annar þegar til róðurs inn yfir; tókst honum hð bjarga 5 mönnum, en 2 drukknuðu: Lárus hreppatjóri Jónsson frá Búastöðum og Bjarni Jónsson vinnumaður frá Kirkjubæ. Bjarni heitinn sást aldrei, en í Lárus heitinn náðist aptur og aptur, en var svo flæktur i færum eða bönd- um við bátinn, að eigi var unnt að losa hann, unz voðalegt ólag sleit björgunarskipið frá, og hreppti það þá hvern fallsjóinn eptir annan, svo allir, sem áhorfðu, hugðu að það mundi þá og þegar farast, og skolaðist það loks hálffullt af sjó inn yfir hálsinn á Hörgej'ri. Formaðurinn, sem bjargaði, beitir Kristján Ingimundarson á Klöpp, maður rúmlega hálf- þritugur, og var þetta hans fyrsti róður sem vertíðarformanns. Nýlega hefir frjetzt, að tveir menn baíi drukknað í fiskiróðri austan úr Þykkvabæ, annar að sögn frá konu og 8 börnum. f Lárus hreppstjóri Jónsson var ættaður ú Mýrdal, og fluttist hingað til Vestmanneyja fyrir 32 árum, og hefir búið hjer siðan, fyrst i Kornhól og síðan 1870 á Búastöðum. Hann var 66 ára gamall, hafði verið hjer hreppstjóri og hafnsögumaður í rúman fjórðung aldar (síðan vorið 1869). Hann var lengi með heppn- ustu formönnum hjer, en nú fyrir nokkru hættur formennsku. Lárus heitinn þótti ágætur skipa- smiður, sjerstaklega hlaut hann lofsorð fyrir frábæra vandvirkni bæði við skipasmíðar og önnur st.örf sín. Hann var alla æfi mesti reglu- og ráðdeildarmaður,iðju- og atorkusamur,hvers- dagslega hæglátur og friðsamur ; er því ekki einungis heimili hans, sem hann veitti hina beztu forstöðu, heldur og öllu hreppsfjelaginu sem hann ávallt hafði reynzt nytsemdarmað- ur, mikill söknuður í fráfalli hans, er svo skjótt og óvænt bar að höndum. Með eptir- lifandi ekkju sinni eignaðist hann 10 börn. Þaraf lifa 6; eru 4 gipt, en 2 hjá ekkjunni innan tvítugsaldurs. Þ. Ritfregn. FRA ISLANDS VÆXTRIGE, II. VATNS- DALENS VEGETATION, af Stefán Ste- fánsson. (Særtryk af Vidensk. Medd. fra den natnrh. Foren. i Kjöbenh. 1894). Áður heflr þessi höf. ritað »Fra Islands Væxtrige« I. Nogle nye og sjældne Kar- planter, samlede i Aarene 1888—89 (prent- að í sama riti 1890). Eg hefi áður minzt nokkuð á þá ritgerð (Þjóð. XLII. Nr. 54). Hún sýndi að höf. var líklegur til að vinna mikið gagn með plantfræðilegum rann- sóknum, og auka þekkingu manna á plöntu- lifi landsins. Siðan heflr hann haldið fram rannsóknum sínum á ýmsum stöðum. Þessi ritgerð, sem hjer er um að ræða, en um plöntulífið í Vatnsdalnum. Fyrst er nokk- uð lýst landslaginu, og svo jarðvegi og loptslagi. Síðan er plöntugróðrinum ná- kvæmlega lýst, og skiptist sú lýsing i 3 kafla. Er þar lýst plöntugróðrinum, 1. i dalbotninum sjálfum eða undirlendinu, 2. í hlíðunum beggja megin 1 dalnum, og 3. á hálsunum, er mynda daiinn millum sín (Vatnsdalsfjalli og Víðidalsfjalli). Lýsing- in sýnir, að plöntugróðurinn er mjög fjöl- skrúðugur í Vatnsdalnum. Höf. hefir fund- ið þar meir en helming allra kerplöntu- tegunda, er þektar eru bjer á landi, og að eins 16 kynþættir (»familíur«) ísl. ker- plantna hafa eigi fundizt í Vatnsdal. Þess- um 16 kynþáttum heyrir að eins til 21 tegund. Flestar þessar tegundir eru mjög fágætar, eða eru bundnar við einstök hjer~ uð Jandsins, svo sem campanula (bláklukka). Hún vex að eins í nokkrum hluta Þing- eyjarsýslu, Múlasýslum, Austur Skaptafells- sýslu og Fljótshverfinu (Grönlund telur hana einnig fundna í Skagafirði). Blá- klukkan er einhver fegurst planta hjer á landi. Ritgerð þessi er mjög fróðleg, og væri mikilsvert að hafa slíkar lýsingar á plöntu- gróðri flestra (eða helzt allra) sveita og hjeraða landsins. Þá mætti sjá greinilega að hverju leyti plöntulííið væri á annan veg í einu hjeraði en öðru, og bera síðan þenna mismun saman við mismuninn á jarðvegi, landslagi, loptslagi o. s. frv. Þetta gæti veitt mikinn fróðleik um plöntulífið íslenzka, og auðgað plantfræðina. Auk þess mættu slíkar lýsingar gefa margar mikilsverðar bendingar um ræktun og með- ferð plantna, t. d. um grasræktina. Allir þeir, er kunna nokkura skyn á þess-

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.