Ísafold - 30.03.1895, Blaðsíða 3

Ísafold - 30.03.1895, Blaðsíða 3
107 um hlutum, munu óska þess einlæglega, að höf. megi halda fram. rannsóknum sínum, og þar með, að sem flestar ritgerðir birtist frá hans hendi um plöntulífið hjer á landi. Sœm. Eyjólfsson. 'V'estmannaeyjnm 9. marz: Veturinn hefir hingah að verið mjög frosthægur og næstum snjólaus. Að vísu var janúar optast nokkuð svalur, en hæst frost varð þó að eins -^12,8° aðfaranótt þess 25., roestur hiti 8,2° þann 29. og 30. í íebrúar var mest frost aðfaranótt þess 10-^5,7°, mestur hiti þann 14. 8,4°; úrkoma í janúar 75 millimetrar; febrúar 5t>. I febrúar var að eins 9 sinnum næturfrost, og einungis í eitt skipti stirðnandi um hádegi. Fyrstu 10 daga mánaðarins kom enginn dropi úr lopth var vindstaðan þá daga hátt á austan; siðan gekk vindurinn meira til suð-austurs með no kkurri úrkomu. Sama fiskileysi hefir haldizt hjer til þessa. A vertíðarskipum er búið að róa 10 róðra, og kefir eigi fengizt að meðaltali 2 í hlut i hverj- róðri, auk þess hefir að eins orðið lúðu Vart. Af aflaleysinu leiðir, að bjargræðisástæð- ur almennings eru orðnar með bágasta móti> og er mikil þörf á, að eitthvað rakni úr áður langt um líður. 11. marz. í gser sást fyrsti vottur til, að »ti mundi komið hjer í djúpið, og i dag er feiknin öll komin af loðnu, þar með nokkur hafsíld og nóg af hvölum. I dag almennt róið naeðalhlutur 10—12 mest 29, fiskur því lítill genginn enn; einn reri undir Sand og fiskaði vel. Einkennileg málsvarnarsnilld. Hin hátt-lofaða málsvarnarsnilld verjand- ftns fyrir hæstarjetti í »Skúla málinu«, þessa Rée hæstarjettarmálfærslumanns, virðist, eptir því sem blöð (í Khöfn) herma eptir honnm, hafa verið eigi hvað sízt fólgin i hinum og þessum hauga-vitleysum, sem hann heflr látið Jjúga í sig, og borið svo á borð fyrir hæstarjett í grandleysi, mann- tetrið, en býsna rogginn þó. Meðal annars lúta vitleysur þessar að því, að þeir hafi átt að vera svarnir óvinir að fornu fari, rannsóknardómarinn (Lárus sýslumaður) og Skúli. Þeir hafi t. d. áttílangri blaða- deilu áður út af stjórnarskrármálinu(!), og einkum hafi Lárus alið megna óvild og öfundarhug til Skúla út af því, að þeir bafl 4 sínum tima sótt báöir um hið arð- sama syslumannsembætti og’ bæjarfógeta á Isafirði, en Skúli hafi verið tekinn fram yfir, af því hann hafi verið miklu duglegri og efnilegri maður(!). — Jú, embættið var veitt Skúla árið 1885. en Lárus varð ekki einu sinni kandídat f lögum fyr en 6 ár- um seinna, eða 1891! Þetta er ekki nema dálítið sýnishorn af vitleysunum, sem »snillingur« þessi hefur xtrakterað« hæstarjett á. Hitt er annað mál, hvort honum (hæsta- rjetti) hefir runnið mikið af þvi niður, þó uð reyndar sækjandi, Lunn nokkur, virðist ekk. hafahaft kunnugleik tilaðmótmæla vit- leysunum, eðaþáekki hirtum þaö. Sem nærri md g'ta hefir hæstirjettur dæmt aðallega eptir s^jöium málsins, þ. e. rjettarprófunum og öðrtui gögnum. Það eru þau, sem úrslitum ráða, en ekki fleipur málfærslu- manna. Qg úrslitin verða vitanlega hin sömu, hvo:t sem ákærði er í raun og sann- leika hreim og hvítur sem mjöll, eða hitt, að hann heir verið nógu ötull og slingur að þræta, vitni nógu hringlandi og önnur sönn- | unargögn svo ónýt, að ekki verður á þeim ! byggt. Það kemur því alveg í sama stað | niður hvort heldur er, að því er leikslokin i snertir, lagalega tekið; enda hlýtur jafnan svo að vera með reglubundnu rjettarfari og dómaskipun. Embættispróf. Þessir tveir landar hafa leyst af hendi embættispróf við Kaupmanna- hafnarháskóla í vetur í löglræði, báðir með fyrstu einkunn: Gísli ísleifsson (2. febr.) og Sigurður Pjetursson (19. jan.). Frá Vesturheimi. Ritstjóraskipti orðin við Lögberg (í Winnipeg). Einar Hjörleifsson hættur, við siðustu máaaðamót, eptir osk sinni og í fullri sátt og samkomulagi við eigendur blaðsins, en við tekinn Sigtryggur Jónasson. Segja sumir hr. Einar Hj. væntanlegan hing- að heim í vor eða sumar. Neðanmálssögur ísafoldar. Þeim verð- ur nú haldið áfram í blaðinu úr þessu að staðaldri; rúmleysið hefir meinað það í vetur að undanförnu, en úr þvi bætist, er blaðið fer að koma út að staðaldri tvisvar í viku. Það eru margir, sem þrá sögur þessar, enda má marka gengi þeirra og vinsældir meðal annars á þvi, að Lögberg hefir lánað hjá Isa- fold — prentað upp eptir henni — flestallar neðanmálssögurnar úr árganginum 1894 (og nokkrar eldri). Veltusunds maðurinn, hið víðfræga, af góðvildinni gagndrepa »þjóðólfska« prúðmenni, hefir ekki getað varizt því að spýta galli út af þeim meinlitla atburði, að jeg var kjörinn heiðursfjelagi í Bók- menntafjelaginu á síðasta fundi þess hjer. Reynir hann enn að brigzla mjer út af því, að fjelagsdeildin hjer er sem stendur talsvert skuldug, þó ab rjett nýlega sje dómur yfir honum genginn fyrir því, að það brigzl sje alveg átyllulaust, og þó að hverjum skynbærum manni liggi í augum uppi, að skuld fjelagsins stafar af allt öðrum orsökum, mjög svo eðlilegum, sem og drepið var á lauslega á fundinum, og meira að segja furða, að skuldin skuli ekki hafa orðið miklu meiri. — Mjer dettur og hins vegar auðvitað ekki í hug, að setja þennan viðurkenningarvott af fjelagsins hálfu í samband við neina »vísindamennsku«, og mundi hafa talið mig standa í sömu sporum að því leyti til, þó að jeg hefði lagt fyrir mig að pára upp vitlausar ættartölur eða semja vitlaus registur; enda munu þess og eigi allfá dæmi áður, að fjelagið hafi veitt vegsemd þessa fyrir fleira en vísindamennsku. En jeg get sagt honum annað, hinum göfuga »fræðimanni«, sem honum er óhætt að skrifa hjá sjer, og það er það, að til eru þeir menn í fjelaginu, sem þótti sjerstaklega vænt um uppástungu stjórnarinnar (um að gera mig að heiðursfjelaga) einmitt fyrir það, að þeim fannst hún svo einstak- lega maklegur löðrungur fyrir hinn til- efnislausa illkvittnisáburð hans á mig sem forseta. B. J. Ný lög. Þessi lög frá síðasta þingi, aukaþinginu, hafa hlotið konungsstaðfest- ingu, öll 15. f. mán. (botnvörpulögin ein áður komin): 2. Lög um auðkenni á eitruðum rjúpum; 3. Lög um breyting á 1. gr. laga 9. jan. 1880 um breyting á tilskipun um sveitar- stjórn á íslandi 4. maí 1872 (um niður- jöfnun hreppsnefnda, tímann); 4. Lög um afnám fasteignarsölugjalds; 5. Lög um að gera samþykktir um hindr- un sandfoks og um sandgræðslu;. 6. —9. Lög um löggilding verzlunarstaða að Hrafneyri við Hvalijjörð, Stakkhamri í Miklaholtshreppi, Kirkjubólshöfn í Stöðvar- firði, og að Seleyri við Borgarfjörð. Eru þá eptir óstaðfest 4 lög frá síðasta þingi, auk stjórnarskrárinnar og hennar dilka fjögra, — sem sje um búsetu fasta- kaupmanna, um breyting á jafnaðarsjóðs- gjöldum, hvalleifafrumvarpið og prent- smiðjuviðaukalögin. Alþingi. Með konungsbrjefi 26. febr. er alþingi stefnt saman til reglulegs fund- ar mánudag 1. júlí 1895. Skoplegur kaupmannslmikkur, eða etazrádið og páfinn! Úr Vestmannaeyjum er ísafold skrifað núna þessi kýmilega saga af verzlunareinvalds- drottni þeirra eyjaskeggja, etazrdðinu (Bryde) í Khöfn: >Með janúarferð póstskipsins barst sú fregn hingað til Vestmannaeyja í brjefi frá Brydeetaz- ráði, er hann fól verzlunarstjóra sinum hjer að gera heyrum kunna, að pdfinn væri búinn að leyfa kaþólskum mönnumí þeim löndum,þarsem harðfisks hefir verið neytt um fösturnar, að þeir eptirleiðis mættu neyta kjöts um þá tima; væru því líkur til, að harðfiskur yrði eptir- leiðis í lágu verði. Það eru nú margir tregir að trúa þessari sögu af pdfanum og harðfiskinum, — halda að hún sje smiðuð til þess að fæla menn frá að herða, því kaupmenn vilja heldur hafa salt- fisk en harðfisk, því af saltfiskinum fá þeir borgað aukreitis flutningsgjaldið hjá Spán- verjum. Nú hefir Bryde bannað að láta nokkurn mann fá hjer salt, nema gegn þeirri skuld- bindingu, að leggja inn 1 skpd. af fiski úr hverjum 10 skeffum af salti, en hefir eigi þótt uggvant, að þetta yrði til þess, að sumir færu að herða, og svo þótt vissara, að senda þessa páfasögu um leið. Svona leggja menn það út«.— Ja, hefði etazráðið orðað það á þá leið, að kunningi sinn páfinn í Róm hefði sagt sjer i trúnaði, að hann œtlaði einhvern góðan veð- urdag núna bráðlega að gefa út svona lagað boðorð, honum (etazráðinu) til þægðar t. d. — það hefði miklu heldur getað staðizt; þvi hver getur ábyrgzt, hvað stórmennum heims- ins fer á milli svona í þeirra hóp ?! En að hera það á borð fyrir þegna sína, þó að af- skekkta eyju byggi nærri hala veraldar, að páfinn hafi þegar látið slíkan úrskurð út ganga frá hinum heilaga stóli, kollvörpun á margra alda trúarsiðareglu í hinni kaþólsku kristni, og án þess að nokkurt blað um víða veröld hetði fengið vitneskju um það — það er furðu- leg biræfni, eða þá aðdáanlegur eptircektar- leysisruglingur í höfðinu á etazráðinu; en kaupmennsku-hnikkurinn jafn-eptirtakanlega spaugilegur hvort sem heldur er. Hjer meö votta jeg Eyrarbakkabúum og öðrum eystra, sem heiðrað hafa minningu mannsins míns sál., Guð- mundar Thorgrimsens, innilegustu þakkir mínar. Sylvia Thorgrimsen.

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.