Ísafold - 06.04.1895, Blaðsíða 1

Ísafold - 06.04.1895, Blaðsíða 1
Kemurútýmisteinusinni eða 'tviðv. í viku. Verð árg.(80arka minnst)4kr.,erlendis5kr. eða 1 i/i doll.; borgist fyrir miðjan júlí (erlendis fyrir fram). ÍSAFOLD Uppsögn(skrifleg)bundin við áramót, ógild nema komin sje til útgefanda fyrir 1. oktober. Afgreiðslustofa blaðsins er í Austurstrœti 8. XXII. árg Reykjavík, laugardaginn 6. april 1895. 31. blað. H,ieðan af kemur ÍSAFOLD út tvisvar í viku, fram á haust. Enn um holdsveikispítalastofnun. Eptir Þorlák alþm. Guðmundsson. Eitt af b eim máluin, er ætla má að komi fyrir næsta þing, er lioldsveikimáiið. Ef stofna skal spítala, mun það naum- ast einstakra þingmanna meðfæri, að semja frumvarp til laga um slika stofnun, því til þess útheimtast áætlanir og ýmsar skýrsl- ur, sem ekki eru í einstakra manna hönd- um. Það virðist því hjer um bil sjálfsagt, að stjórnin geri það, livort sem það verður lagt fyrir næsta þing eða ekki fyrri en 1897. Þvi fáir munu þora að neita því, að eitthvað þurfl að gera í þessu efni, og það sem fyrst. Rn hvenær sem málið kemur fyrir þing- ið, þámátelja það víst, að það verði miður undirbúið en óskandi væri, með fram af því, að vanrækt hefir verið að halda uppi reglulegum skýrslum um holdsveikina hjer á landi, og hefði þó verið full ástæða til aðgleyma henniekki, bæði fyrir stjórnina og landlækni. Dr. Jón Hjaltalín gleymdi henni ekki. Ekki er mjer samt kunnugt um, að hann hjeldi fram spítalastofnun eða safnaði árlegum skýrslum um land allt. Hann hafði einkum fyrír augum suður- !hluta Gullbringusýslu og sjerstaklega Rosm- hvalanesshrepp, sem varið mun hafa um flanga tíð fjölmennasta heimkynni veikinn- ar hjer á landi. Það var trú Jóns Hjaltalíns, sjálfsagt byggð á hans læknisfræðislegu þekkingu, að holdsveikin væri mjög að þverra hjer, -og ætti og gæti horfið að miku leyti fyrir meiri menningarsiðum, bættum húsakynn- um og þar með vaxandi hreinlæti og betri aðbúnaði, en sjerstaklega fyrir meiri brúk- un jarðepla og jarðarávaxta; og þessi hans skoðun heflr fyllilega rætzt á hinum forna Rosmhvalanesshreppi. Mjer er að vísu ekki fullkunnugt um, hvað margir hafa fundizt veikir i Rosm- hvalaness- og Miðnesshreppum í sumar við rannsókn Dr. Ehlers; en samkvæmt skýrslu hans í ísafold 10. okt. f. á. heflr hann í allri K.jósar- og Gullbringusýslu fundið 12 ajúka. En hvernig ástatt heflr verið með veikina í Rosmhvalanesshreppi nú fyrir 38 til 40 árum, getur maður sjeð af brjefi dómsmálastjórnarinnar, 11. desbr. 1856, til stiptamtmannsins á íslandi. Þá heflr land- læknir, Dr. Jón Hjaltalin, skýrt svo frá, að í Rosmhvalanesshrepp væru 27 holdsveikir, og þó má af sama brjefi œtla, að í Yatns- leysustrandarhreppi hafi verið allmargir veikir, því að þá hefir landlæknirinn eink- um til nefnt, þessa 2 hreppa. Það er því auðsjeð, að veikin hefir stór- lega þverrað á þessum bletti á síðari hluta þessarar aldar, og það án þess að nokkuð hafi verið gert til að útrýma henni, með aðskilnaði sjúkra og heilbrigðra, eða með nokkrum verulegum lækningatilraunum; og þetta, sem jeg nú hefi sagt, virðist fylli- lega benda á, að veikin sje ekki sóttnæm undir öllum kringumstæðum. Hvernig mundi ástandið í Rosmhvala- nesshreppi, og það með vaxandi fólksfjölda, ef veikin væri fyllilega sóttnæm? Það hlyti að vera orðið voðalegt. Jeg skal h,jer færa önnur söguleg rök fyrir því, að veikin sje ekki sóttnæm nema ef vera skyldi undir vissum kringumstæð- um, þ. e. efnaleysí, vanþekking, og þar af leiðandi hirðuleysi, enda er það senni- legt, að einn geti verið meðtækilegri fyrir sóttnæmið en annar, þó undir sömu kring- umstæðum sje. A fyrri hluta þessarar aldar voru mikil brögð að holdsveiki kringum Þingvalla- vatn, sjerstaklega í Þingvallasveit, því á sama tíma að nokkru leyti voru þar uppi ekki færri en 5 eða 6 veikir meðal 13 búendaog allir þessir munu hafa verið hvor öðrum fjarskyldir. Einn af þessum veiku var prófastur síra Björn Pálsson (fóstri minn) og eru afkomendur hans nú orönir margir, og veit jeg ekki til að neinn hafi veikzt. Hinn fyrsta áratug æfi minnar var jeg á Þingvöllum, og það voru síðustu æfiár hans; var þar þá jafnan mannmargt og fólk á ýmsum aldri, og enginn veiktist. A sama tíma að nokkru leyti var þar ann- ar holdsveikur maður, Finnur Jónsson, sem síðar var þaðan fluttur á Kaldaðarnes- spítala, og mun hafa lifað þar nokkur ár einn og síðastur allra slíkra manna. — Próf. síra Björn dó í mislingum 1846 og annar veikur maður, Vigfús bóndi Ófeigs- son á Nesjum; var þá veikin í því plássi um hríð komin í gröflna, en svo giptist aptur eptir skamman tíma ekkja Vigfúsar á Nesjum, og síðari maður hennar veiktist og dó yflrkominn af holdsveiki. Var þá álit margra, að hann hefði veikzt af illa hreinsuðum fatnaði af fyrra manninum. Þá heyrði jeg gamla menn segja, að þeir hefðu heyrt það talið hættulegt, að ekkjur holdsveikra giptust aptur, fyr en þá eptir minnst 5 ár. Hvort það hefir verið byggt á eptirtekt eða trú, skal jeg ekki um segja. Síðari veiktist ungur, maður Ólafur Þórðar- son á Ölfusvatni í Grafningi; og er mjer ekki kunnugt, að veikin hafi verið uppi eptir það kringum Þingvallavatn. Hjer var heldur ekki neitt gert til að útrýma veikinni, fremur en í Rosmhvalaneshreppi, nema hvað náttúran var látin ráða og hinar gömlu kringumstæður. Jeg skal taka það fram, svo að enginn misskilji mig, að það er ekki meining mín, að nú eigi að láta náttúruna ráða, og ekki gera neitt; ekki heldur það, að ekki beri að viðhafa alla varúð og hreinlætisreglur í aðskilnaðri sjúkra og heilbrigðra í húsa- kynnum, fatnaði og fleiru. En hitt er meining mín, að ekki sje full-sannað,— og þar til vanti mikið —, að veikin sje svo sóttnæm, að setja þurfi spitalann í evjar, ef stofnaður verður. Til skamms tíma hafa þeir víst verið mikið fleiri, sem álitið hafa veikina ósótt- næma, en hinir, sem fram hafa haldið sóttnæminu. í Nýjum Fjelagsritum 30. ári er fróðleg ritgjörð um holdsveikina, eptir Eldvald lækni Johnsen. Hann segir svo viðvikjandi sóttnæminu: »Það er all-ólíklegt, að holdsveikin út- breiðist við það, þó menn umgangist holds- veika, því það er margreynt, að holdsveikir menn geta lifað á bæjum saman við annað bæjarfólk um langan tíma, án þess að fá veikina, og að hjón hafa lifað saman allt að 20 árum, og annað verið holdsveikt, en hitt ekki sýkzt«; og að ekki sjeu dæmi til, að þeir, sem gætt hafl sjúklinga á holds- veikraspítölum í Norvegi, hafi fengið veikina. En samt sem áður verði ekki fullyrt, að þetta ekki geti átt sjer stað, en það verði ekki sannað með dæmum. Að upphafi ritgjörðarinnar segir hann: »Það er al-kunnugt, hvað lítið hefir verið gjört á íslandi, bæði til að reyna að lækna þá menn sem holdsveiki hafa fengið, og til að reyna að gjöra þeim mönnum lífið bærilegt, sem holdsveiki hafa haft og ekk- ert var við að gjöra«. En að niðurlagi stingur liann upp á, að stofnaður sje spitali í Reykjavik eða þar i grennd. Þessi maður hafði ferðazt til Norvegs til að kynna sjer veikina. Siðan að þetta var skrifað eru nú liðng 20 ár. Dr. Jónassen, þar sem hann minnist á holdsveikina í lækningabókum sínum, leggur að mjer virðist engan sjálf- stæðan dóm á það, hvort veikin sje sótt- næm eða ekki, — getur þess, að einn haldi því fram, en aðrir neiti því.— Væru þeir nú nokkrir af læknum vorum eða aðrir, sem geflð gætu einhverjar skýringar í þessu efni, vísindalegar eða sögulegar eða hvoru. tveggja, þá ættu þeir að láta sitt Ijós skína, fyrir næsta þing. — Því þetta atriði, hvort veikin er sóttnæm eða ekki, hefur mikla þýðingu fyrir málið, eins og það nú liggur fyrir. En má vera, að hjer fari sem optar, að einhverjum þyki hægra að finna að, þegar búið er að bvggja, en að leggja til gagnlega steina í grunninn, áður en farið er til þess. Væri nú spitali stofnaður og reistur á einhverri eyju, þá má það öllum Ijóst vera,

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.