Ísafold - 06.04.1895, Blaðsíða 4

Ísafold - 06.04.1895, Blaðsíða 4
124 Verzlun H. Th. A. Thomsens hefir fengið raeð síðustu ferð »Laura« miklar birgðir af alls konar vörum, t. d.: Klæði, svart; ísaumsklæði, raislitt; kamgarn, raargar tegundir; sumarfata- efni; sumaryflrfrakkaefni; buckskin. Kvennslipsi; kvenna og barnayfirhafnir; barnakjóla: barnahufur; ullarskyrtur handa kvennfólki og unglingum; barna-ull- artreyjur og prjónstigvjel; skinnhanzka; kvennbelti; regnhlífar og sólhlífar; kraga, flibba, mansjettur, slaufur og húmbúg. Gólfvaxdúk, mikið úrval; mislit glugga- tjaldaefni; kommóðudúka; kammerdúk; java-canevas; hvítt ljerept; rúmábreiður, hvítar og mislitar. Karlmannshatta og stráhatta. Vindla; cigaretter; margar nýjar tegundir af reyktóbaki. Vín, ýmsar tegundir, þar á meðal Banco, fl. 1.50. Encore Whisky, fl. 1,60. Köesters bitter. Roel og rullu; handsápu; chocolade; niðursoðið kjöt og fiskmeti; margar tegundir af niðursoðnum ávöxtum og syltetöj. Brjefapressur með úrum, mjög hentugar í sumargjaflr. Steinolíuofna; Christy brauðhnífa, og m. m. fl. Abatasöm viðarkaup. Hreinar t U S k 11T úr ull kaupir: verzlun Eyþórs Felixsonar. Tveir Kanarífuglar með búrum fást keyptir. Ritstj. vísar á. Takið eptir. Ef þið viljið halda reiðtygjunum ykkar mjúkum og í góðu standi, þá komið og kaupið hinn alþekkta leðuráburð, sem jeg hefi fengið núna með Laura. Rvík, 6. apríl 1895. Andrjes Bjarnason, söblasm. 11 Laugaveg 11. COGNAC, beint frá Frakklandi, á fiöskum 2 kr. með fl., og á tunnum 2 kr. potturinn. M. Johannessen. Fyrir hönd nokkurra ekkna hjer, eptir hina sjó- drukknu?)u í fyrra, votta jeg hjer með innilegt þakk- læti herra hreppstjóra Einari Jónssyni í GarÖhúsum fyrir hina höfÖinglegu gjöf sína, 100 kr., sem hann þegar gaf ávísun upp á, er hann frjetti skipskaðana. Sömuleiöis þakka jeg i nafni 2 ekkna, er eins stend- ur á með, *tveim ónefndum konum i Kaupmanna- höfn«, sem svo hlýlega hafa minnzt nauóstaddra systra og sent þeim 20 kr. Báöar þessar gjafir voru faldar sóknarpresti mínum til útbýtingar, og var þeim ab minni hyggju variö eins vel og unnt var. Kúhóli í Landeyjum, 20. des. 1894. Ounnar Andrjetson, hreppstjóri. Undirskrifaður, er lieíir söluumboð fyrir norska timburkaupmenn, selur í þessum og næsta mánuði 2 farma af góðum Og ó- dýrum trjávið. Svo er giört ráð fyrir, að fyrri farmurinn komi eptir miðjan þenna mánuð og verði seldur í Hvalfirði. Hinn síðari kemur til Vesturlandsins í maí og verður mestmegnis seldur á ísafirði. Reykjavík, 6. apríl 1895. B. H. Bjarnason. Tapazt hefir peningabudda með 5 kr. í. Skila má á afgr.stofu Isaf. Takid eptir ! Þrír drengjajakkar nýlegir og nokkrar fágætar veggjamyndir eru til sölu, fyrir mjög lágt verð. Ritstj. visar á. Yerzlun Jóns Þórðarsonar kaupir: Blaut an flsk, óflattan stútung og þy rskl - ing og borgar háu verði. Bólusetning fer fram á hverjum miðvikudegi og föstudegi, í barnaskólahúsinu. Arlðandi að komið sje með börnin. J. Jónassen. NOTIÐ TÆKIFÆRIÐ til að kaupa vörur með niðursðttu verði. Vegna þess að enska verzlunin verður flutt i önnur hús í næsta mánuði, verða alls konar álnavörur, tilbúin föt, drengjaföt, nærföt, fataefni, járnvörur, leikföng og glysvarningur, leir- og glervörur, og margt fleira, seldar með niðursettu verði til loka þessa mánaðar í ensku verzluninni. Vindlarnir komnir frá Kjær & Somm- erfeldt til Stgr. Johnsen. Veðurathuganir í Rvik,eptir Dr. J. Jónassen marz apríl Hiti (A CelBing) Loptþ.mæl. (míllimet.) Veðurátt A nótt. nm hd. fm. em. fm. em. Ld. 80. — 6 + 4 767.1 767.1 0 b 0 b Sd. 81. + 2 + 5 767.1 767.1 0 b V h d Md. 1. + 3 + 6 767.1 767.1 Vh b V h d >d. 2. + 3 + 5 764.5 764.5 V h d N h b Mvd. 3. — 6 + 1 767.1 767.1 A h d A h b Fd. 4. + 1 + 3 762.0 754.4 A h d A hv d Fsd. 5. C + 2 751.8 749.3 A hv d Nahvd Lct. 6. 5 751.8 A h b 30. og 31. var hjer fagurt og bjarf veður, ofu r- lítill kaldi á vestan; 1. og 2. hægur á vestan en dimmur með svækju (2.); gekk svo til aust- urs, hægur h. 3. en hvassuh. 4. og 5. ogþann dag talsverð ofanhríð síðari part dags. í morg- un (6.) hægur á austan, bjart sólskin. Meðalhiti á nóttu í marz — 1.3 ----------- hádegi - — -(- 2.3 Ritstjóri Björn Jónsson cand. phil. Prentsmiðja ísafoldar. karl faðir hennar. Skrítið tannst honum líka, að faia að ganga að eiga stúlku, sem hann vissi engin deili á. Hann taldi víst, að kunningjar sínir mundu halda sig vera ekki með öllum mjalla.----- Mánudagsmorguninn kom John Paddington á fund Mr. Smiths á skrifstofu hans og seldi honum í hendur hjúskaparvottorð sitt. Fagnaði Mr. Smith honum for- kunnarvel. »Það er skrítið*, mælti hann, er hann hafði litið á seðilinn, »hún kona yðar heitir sama nafni og hún dóttir mín, hún móðir mín og hún amma mín. Jeg óska yður til hamingju, og hjerna er samningurinn okkar. Eigum við að skrifa undir hann núna snöggvast ?« Þeir gerðu það. »Guði sje lof«, mælti Mr. Smith; »þar tókst mjer loks að koma mjer fyrir með að geta rjett mig svolitið upp. Nú legg jeg öruggur allar búsáhyggjur minar á yður. Þvi satt að segja lætur mjer þess konar ekki meira en svo vel«. »En honum Mr. Paddington lætur það þeim mun betur«, heyrði hann sagt að baki sjer. John Paddington lítur við og sjer þar konuna sina. Hún var hattlaus og hafði ekkert utan yfir sjer. Hann blíndi forviða á hana. Honum líkaði engan veginn, að hún skyldi gera sig svona heimakoman við Mr. Smith. »Þú gleymir vist því, að það heflr enginn sagt Mr. Smith, hver þú ert«, mælti hann. »Þetta er konan mín,, Mr. Smith«, sagði hann svo. »Hver þá?«, segir Mr. Smith, og lítur allt í kringum sig. »Jeg sje hjer enga manneskju. Þetta er hún Edith dóttir mln. Ætli það sje ekki eitthvert glensið úr þjer að tarna, órafíflið þitt«, segir hann svo við dóttur sína; »þú hefir líklega falið hana frú Paddington hjer ein- hversstaðar, svo við sjáum hana ekki«. »En það er hún kona mín, þetta, Mr. Smith«, mælti Paddington; hann hjelt að Smith væri allt í einu orðinn brjálaður. Það fór að síga i karlinn. Hann hvessti augun á Paddington og sagði byrstur og býsna-hávær: »Þessi kvennmaður er dóttir min«. »Það er aldrei nema satt, pabbi minn góður«, greip Edith fram í, »en líka konan hans. Þú settir það upp við hann, að hann væri kvongaður, og svo gekk hann að eiga mig án þess að vita hvers dóttir jeg var. Það er mjer að kenna; en mjer fannst við eiga, að breyta dálítið til, og láta eigi nema mig á brott eins og systur mínar*. John Paddington varð svo mikið um, að hann hneig hálf-rænulaus niður á stól. En Mr. Smith rjetti honum höndina. »Komdu svo og kysstu mig og fyrirgefðu mjer«, sagði

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.