Ísafold - 06.04.1895, Blaðsíða 2

Ísafold - 06.04.1895, Blaðsíða 2
122 að hann verður miklu dýrari en í Keykja- vik eða þar í grennd. Veit jeg að mjer kann að verða svarað, að hjer dugi ekki um sparnað að tala. En nú skulum vjer gera oss hinar beztu vonir, ef spítali yrði stofnaður, að þá mundi veikin verða að mestu yfirunnin eptir 20—25 ár. Hvað verður þá úr húsinu, ef það væri á af- skekktum stað ? En væri það í Reykjavík, mundi það eptir sem áður geta orðið notað til almennra þjóðþarfa. Því jafnan mun hjer sem annarsstaðar flnnast einhverjir geðveikir, sárir og sjúkir. Gerum oss það Ijóst, að aliir þeir, sem á spítalann flyttust, eiga einhverja vandamenn eða vini, og að margir af þeim kveddu þá í síðasta sinn. Og enn fremur her þess að gæta, að allur fjöldinn af þessu fólki er vanur að hafa einhverja vinnu handa á milli. ef hend- urnar eru til þess færar. Hjer þarf því eitthvað, sem vegur á móti þessu tvennu, til að stytta stundirnar, svo að lífið verði ekki gleðisnauðara en það var. Yæri því nú bætt ofan á ættingja- og átthagaþrá, að setja þá á afskekktan stað, þar sem þeir sæju ekki annað fólk en sína líka, og þásem þeim hjúkruðu, þá gengi mannúðar- hliðin á málinu saman. Tiigangur slíkrar stofnunar, sem hjer um ræðir, er: 1., að varna útbreiðslu sýk- innar; 2., að bjarga með lækningum þeim, sem bjargað kann að verða; — 3., að stytta kveldskuggana, en ekki iengja, mýkja helstríðið, en ekki herða. Enn er eitt ótalið, sem mælir mjög með því, að spítalinn sje í Reykjavík, en ekki úti í eyjum. Það er, að læknaskóiinn hafl einhverjar námsnytjar af stofnuninni, þegar hún væri komin á fót. Því það er ekki einskisvirði, að læknar út um landið hafi einhverja þekkingu á þessum sjúkdómi. Það er gáta, sem ráða þarf — : hvernig hefir veikin horflð af sjálfri sjer í sumum plássum, en aptur komið fram með miklum krapti í öðrum stöðum. Hver sá, sem þessu gátu rjeði, hann mundi vinna þessu máli mikið gagn, og yfir höfuð læknis- fræðinni i þessari grein. Smávegis eptir Dr. J. Jónassen. IV. Það mun eigi vera neinn vafi á því, að sjúkdómur sá, sem í útlöndum er hinn lang-algengasti og jafnframt mann- skæðasti og nefnist lungnatœring, sje að færast heldur ískyggilega í vöxt hjer á landi. Fyrir 20—30 árum síðan bar mjög lítið á þessari veiki á inn- lendum mönnum, og væri illa farið, ef þessi ólæknandi og langvinni sjúkdóm- ur næði að festa rætur hjer í landi. Lungnatœring er sjerstö/c brjóstveikis- tegund, sem lang-optast leggst á yngra fólk. Jeg skal hjer stuttlega skýra frá or- sökum hennar og hverja varúð þarf að viðhafa til þess að forðast hana. Það, sem veldur sjúkdómnum er sjerstök smáögn — baktería — og er hann þvi nœmur. Það úir og grúir af þess- ari bakteríu í hinum veiku lungum, og allar skepnur, sem menn hafa spýtt þessari bakteriu inn í, hafa veikzt af henni og fyrr eða siðar drepizt af sömu veiki, þ. e. drepizt af tæringarveiki í einhverju líffæri. Þessi baktería er mjög svipuð þeirri bakteríu, sem menn hvervetna finna 1 holdsveikum mönnum, en sá er aðalmunurinn á þeim, að hing- að til hefir engum tekizt að koma holds- veiki i nokkra skepnu, sem henni hef- ir verið spýtt inn i, og ágætismaðurinn Dr. Daníelsen í Bergen reyndi optar en einu sinni að bólusetja sjálfan sig með henni, en það fór á sömu leið og með skepnur; það sakaði hann ekki hót. Sóttnæmið í lungnatæringunni felst i uppgangi sjúklingsins; í honum úir og grúir af þessúm skaðvænu smáögnum, bakterium. Sumir eru miklu móttæki- legri fyrir þessa sóttnæmi en aðrir, svo sem þeir, sem hafa átt brjóstveika for- eldra, þeir, sem lifa i þröngum og lopt- litlum húsum og við illan aðbúnað að öðru leyti. Samkvæmt heilbrigðis-skýrslum hjer- aðslækna virðist þessi veiki á sumum stöðum þegar orðin allmögnuð. Guð- mundur hjeraðslœlcnir Hannesson á Sauð- árkrók segir svo i skýrslu sinni: »í heilbrigðislegu tilliti ætla jeg hjeraðinu mesta hættu búna af tuberculose (— þetta er almennt nafn á þeirri veiki, sem nefnd bakteria veldur, hvort sem það er í lungunum eða öðrum líffærum), sem jeg ætla að sje hjer mjög svo að færast í vöxt. Mjer virðist að hjer horfi til faraldurs af tuberculose, enda er slikt ekki að furða, þegar hýbýli og þrifnaður eru á jafnlágu stigi, sem víð- ast mun vera hjer um sveitir, þó naum- lega sje það verra en annarsstaðar á landinu. Mjer er kunnugt um, að á einum bæ eru nú á nál. 10 árum und- anförnum dánar 4 persónurúr lungna- tæring, og að frá þessum bæ hefir veik- in flutzt á 5 bæi i sveitinni. Mætti eptir þessu ætla, að horfur framvegis sjeu ekki góðar. Hjer er að minni hyggju ekki svo mjög þörf á spitala og isolation (einangran) fyrir holds- veiki sem fyrir tuberculose. Enn þá væri máske unnt að stemma stigu fyrir veikinni; seinna mun það veita erfitt«. — Þetta er sannarlega mjög alvarleg hugvekja. Hvernig skal fara að á heimili þar sem sjúklingur er, sem er veikur af lungnatæring? Með því að full vissa er fengin fyrir því, að sóttnæmið felst í því sem geng- ur upp úr sjúklingnum með hóstanum, ríður um fram allt á því að fara var- lega með uppganginn. Opt hefir mjer boðið við að sjá, hversu sóðalega og ó- varlega farið er með það, sem upp úr brjóstveikum sjúklingum gengur yfir höfuð að tala; optast hrækir sjúkling- urinn á gólfið án þess þar sje ílát fyr- ir, eða í klút; jeg tala ekki um þann viðbjóð, sem jeg við og við sje, þegar sjúklingurinn hrækir í hönd annars. (»taktu við hrákanum®), sem svo slett- ir því á gólfið eða þurkar í tusku eða jafnvel í fötin. Setjum svo, að brjóst- veiki sjúklingsins sje lungnatæring, — en um það getur að eins læknir borið — er hættan í því fólgin, að bakterí- an berist ofan í mann með andardrætt- inum, en slíkt má verða, ef eitthvað af uppganginum nær að þorna og sam- lagast öðru ryki, sem maður þá kann að anda að sjer. Aldrei ætti það að eiga sjer stað, að nokkur sjúklingur með uppgangi frá brjósti hrækti á gólf eða í klút, því slíkt er viðbjóðslegt, heldur í eitthvert ilát, en sjerstaklega er þetta áriðandi, sje um lungnatœring að rœða. Þá er algjörlega nauðsyn- legt að sjúklingurinn ávallt hræki í ílát, t. a. m. í bolla, krukku eða skál eða eitthvað slíkt, og ætti svo við og við að hella úr ílátinu og þvo það vel upp, og ætti ávallt að hafa dálítið af sterkri karbólsýrublöndu fyrir í því. Nauð- synlegt er að þvo vel og vandlega gólf, þiljur, rúmstæði og lopt í því húsi (herbergi), sem lungnatæringar-sjúkling- ur hefir legið í og dáið; eins ríður mjög á því að fara varlega með allan þann fatnað, sem sjúklingurinn hefir brúkað, viðra hann vel og þvo allt, sem þveg- ið verður; óvarlegt er að annar brúki íveruföt sjúklingsins fyrr en búið er að viðra þau opt, og síðan láta þau hanga í hálfan sólarhring í brennisteinssvælu. Ef þess er nokkur kostur, ætti sjúkl- ingur, sem veikur er af lungnatæring, aldrei að liggja innanum heilbrigt fólk. Pöntunarfjelag Skagflrðinga. Aðal- fundur var haldinn í fjelaginu að Ási í Hegranesi 9. og 10. jan. þ. á. Var ákveðið að halda pöntunum áfram komandi ár, eine og að undanförnu, við þá hr. L. Zöllner & Vidalín. Sömu starfsraenn voru valdir innan- hjeraðs, og ýmislegt undirbúið undir pöntun næsta ár. Athugasemdir hr. Bj. Kristjánssonar í við- aukablöðum Isafoldar hata vakið all mikla eptirtekt, og þykir sjálfsagt að menn fái eitt- hvað verulegt að heyra frá þeim Zöllner & Vídalín til andsvara. Tvísýnt þykir oss, hvort nokkur maður hefir sannfærzt af grein Jóns frá ; Reykjum í «Pj.kon« nje grein Thor Jensens í »Þjóðólfi«, og er hún þó mun greinilegri en Jóns. Pöntunarfjelagið ljet 4307‘/2 pd. ull á .... kr. 2665,85 œðardún 5484/ioo pd. fyrir . . — 462,85 Skinn 192...................■ — 54,32 Sjóvetlinga 98 pör — ... — 22,54 Hross 118 7139,52 Sauði 7779 — ... — 94653,23 Aðrar tekjur (umbúð) . • • — 52,78 _________ kr. 105Ö5LÖ9' Kaupverð á aðfluttum vörum var kr. 43243,44 Kostnaður á aðfluttum vörum — 13681,40 Peningar til deilda................— 45441,40 Álagning á peningana .... — 1119,92 kr. 103486,16 Fjelagið fær sifellt vöru umfram það, sem um er beðið, sem er mjög óhentugt, og veld- ur óánægju. Póstskipið Laura (Christiansen) lagði af stað hjeðan sunnudag 31. þ. mán. áleiðis til Khafnar og með henni þessir kaupmenn og.

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.