Ísafold - 06.04.1895, Blaðsíða 3

Ísafold - 06.04.1895, Blaðsíða 3
123 ■verzlunarmenn : Áf=geir Sigurðsson, Gunnar Hafstein student, Jón Þórðarson, Óiafur Ás- bjarnarson og Þorbjörn Jónasson; enntrernur prentari Ágást Jósefsson. Aflabrögð. Dauft er um þau í meira lagi enn hjer í flóanum og útverunum sunnan Skaga (Griridavík, Höfnum og Miðnesi). Það er svo sem ekki neitt i syðri veiðistöðunum innan Skaga, og getur eigi beitið nema misjatn og stopull reitingur bjer á innmiðunum. Netfiski svo sem ekki neitt, þar sem það er stundað, svo sem i Garðsjó og Leiru; talað nú í fyrra dag um 100 á skip mest þar í 11 net. og þar næst 80 í sömu netatölu; flestir langt þar fyrir neðan. Aptur á móti er sjerlega góður afli austan- fjalls, í Árnessýslu-veiðistöðunum, af allvænum þorski t'eitum og nokkuð ýsu; komnir þar dá- góðir blutir á skömmum tíma. Holdsveikin í Norvegi. Fyrir fám missirum,1893,stóð í »Snndheds- bl.« norska eptirfarandi örstutt skýrsla, er nú uran þykja fróðlegt að beyra hjer: »Tala holdsveikra hjer á landi (þ. e. Norvegi) heflr eptir skýrslu landlæknis (medicinaldirektörs) verið 1890 í árslokin 960. Árið 1856 voru þeir 2113, en fækkað jafnt og þjett síðan. Arið 1875 voru þeir 1771, og 1195 árið 1885. Af ömtunum (18 alls) eru að eins þessi 5 alveg laus við holdsveiki: Buskerudsamt, Jarlsbergs- og Laurvigsamt, Bratbergsamt, Nedenæsamt og Finnmerkuramt. Mest er holdsveikin í Bergenhusömtunum — syðra og nyrðra —, og í Nordlandsamti (Háloga- landi). Meira en helmingur hinna holds- veiku er nú kominn á holdsveikrastofnan- irnar (spítalana). Síðustu 5 árin eru 42 taldir læknaðir. Alls hafa menn á 35 árum síðustu vitað um 7635 holdsveika á landinu; þar af eru 186 sagðir læknaðir, en 6163 dauðir. Það hefir verið dýrt fyrir ríkissjóð, að koma þessum holdsveikrastofnunum á legg og kosta þær árlega; en það sýna hag- skýrslur vorar, að það hefir verið hið mesta snjallræði«. Öllmn þeim, sem sýndu mjer lilnt- tekningu við jarðarför dóttur minnar J ó r u n n a r, votta jeg mitt innilegasta þakklaeti. Karítas Markúsdóttir. Proclama. Samkvæmt lögum 12. apríl 1878 og opnu brjefi 4. jan. 1861 er hjer með skorað á alla þá er til skulda telja í dánarbúi Kristj- áns Jónssonar í Hausastaðakoti í Garða- hreppi, sem andaðist hinn 22. marz f. á„ að lýsa kröfum sinum og sanna þær fyrir mjer innan 6 mánaða frá síðustu birtingu auglýsingar þessarar. Skrifst. Kjósar- og Gullbr.s. 22. marz 1895. Franz Siemsen. Duglegur virniuiriaður getur fengið vist íiá næstu kioss- messu. Hátt kaup! Ritstjóri vísar á. Proclama. Samkvæmt lögum 12. apríl 1878 og opnu brjefi 4. jan 1861 er hjer með skorað á alla þá, sem til skulda telja í dánarbúi Guðmundar Jónssonar á Þorkötlustöðum í Grindavík, sem andaðist h. 13. marz f. að lýsa kröfum sýnum og sanna þær fyrir mjer innan 6 mánaða frá síðustu birtingu auglýsingar þessarar. Skrifst. Kjósar- og Gullbr.sýslu, 22/s. ’95. Franz Siemsen. Proclama. Eptir lögum 12. apríl 1878 og opnu brj. 4. jan. 1861 er hjer með skorað á þá, sem til skulda telja í dánarbúi ekkjunnar Guð- rúnar Jónsdóttur á Bjarghúsum, Rosmhvals- neshreppi, sem andaðist hinn 25. marz f. á„ að skýra mjer frá skuldum sinum og sanna þær innan 6 raánaða frá síðustu birtingu auglýsingar þessarar. Skrifst. Kjósar- og Gullbr.s, 22. marz 1895. Franz Siemsen. Takið eptir ! Árni Helgason í Skálholts- koti hreinsar og gjörir að saumavjelum lyrir mjög væga borgun. Nú með »Laura« hefi jeg fengið stórar birgðir áf tilbúnum skófatnaði, sem selst mjög ódýrt. Kvennskór af mörgum tegundum frá 3,00 til 6,25. Morgunskór 1,85, 2,85. Brúnelsskór 3,00. Barnaskór af ótal tegundum 1,25 til 3,80. Barnastígvjel fleiri tegundir 1.65 til 5,50. Unglingaskór margar tegundir2,80 til4,90. Drengjaskór 6,00. Dansskór 3,50 til 4,25 Karlmannsskór 8 00, 9,00 o. fl. Einnig hef jeg mikið af tilbúnum skó- fatnaði frá mínu eigin verkstæði mjög vand- aðan og ódýran. Ágætur stígvjela- og skóáburður til sölu. Erviðisstígvjel með nýju sniði, og sem eru betri en þau vanalegu á 12 kr. Gjör- ið svo vel og lítið á skófatnaðinn hjá mjer sem er bæði ódýr og vandaður. Rvik 29. marz 1895. Lárus G. Lúðvígsson 3 Ingólfsstræti 3. Uppboðsauglýsing:. Þriðjudaginn og miðvikudaginn 9. og 10. þ. m. verður selt við opinbert uppboð í leikfimishúsi Barnaskólans bókasafn, er átt hefir Helgi lektor Hálfdánarson, þar á meðal ýmsar gamlar og fágætar íslenzkar bækur. Uppboðið byrjar kl. 10 báða dag- ana. Skrá yfir bækurnar verður til sýnis hjer á skrifstofunni frá 5. þ. m. Söluskil- málar verða birtir á undan uppboðinu. Bæjarfógetinn í Reykjavík 4. apríl 1895. _________Halldór Danielsson.___________ Proclama. Samkvæmt skiptalögum 12. apríl 1878 og opnu brjefi 4. janúar 1861 er hjer með skorað á alla þá, er telja til skulda í dánar- búi Árna skósmiðs Álfssonar á Eyrarbakka, sem andaðist 10. janúar þ. á., að lýsa kröfum sínum og sanna þær fyrir skiptaráðandan- um í Árnessýslu áður en 6 mánuðir eru liðnir frá síðustu birtingu auglýsingar þessarar. Erfingjartakast ekki áhendurábyrgðskulda. Skrifstofu Árnessýslu 22. marz 1895. Sigurður Ólafsson. 8 Edith við föður sinn; »mjer fannst jeg geta ómögu- lega haft af þjer svona ágætan ráðsmann«. Mr. Smith hló og kyssti dóttur sína. »Jeg hefi allt af auli verið«, sagði hann. »Og nú sárnar þeim, hinum tengdasonunum, ökumanninum og garðyrkjumanninum og matreiðslumanninum, að mágur þeirra ráðsmaðurinu skuli hafa borið bezt upp úr býtum!« 0g Edith segir: »Ja, af hverju er það nema þvi, að hann strauk ekki með mig?« Kænlegt lögreglubragð. Vidocq hefir maður heitið frakkneskur. Hann var samtíða Napóleoni mikla, fám árum yngri, en lifði hann meira en 30 ár. Hann var landshornamaður framan af æfinni og átti tíðum sökótt við rjettvísina, en hlaut að sögn þann frama á síðustu rikisárum Napóleons mikla, að hánn var settur yfir leynilögregluliðið í París og þótti þá hinn mesti afreksmaður fyrir ráðkænsku sakir og snarræðis. »Ja, nú þykir mjer týra !« kallaði Edith upp yfir sig. »Hann hefir eitthvað fyrir sjer«, mælti John Padding- ton. »Það er annars skrítið: hann hefir sama ættarnafn og þú«. »0, ekki er það nú svo skrítið«, mælti Edith og þreif skjalið. Hún las hátt undirskriptina: »Samúel Smith«, og hló. »Og hvað er það, sem þú átt að gjöra hjá honum?« »Jeg á að vera ráðsmaður hans. Hann hefir átt í mesta basli með dætur sínar. Ein þeirra hljóp á brott með ökumanninum hans, önnur með garðyrkjumanninum, þriðja með matreiðslumanninum. Hann þorir ekki að taka ókvænta menn framar vegna hennar yngstu dóttur sinnar*. Edith hló aptur. »Fyrst svona er, þá er ekki annað en að jeg giptist þjer svona eins og jeg stend«. »Já, en jeg verð að tala við hann föður þinn áður. Jeg vil að allt gangi rjett og reglulega«. »0, jeg þekki hann pabba betur en þú. Það er ekki til neins að tala við hann. Það verða bara úr því illindi ykkar á milli. Jeg skal hitta þig fyrri partinn á morgun og þá förum við og finnum prestinn«. »Jæja, ráddu þá«, svaraði John Paddington, og hugs- aði með sjer, að það hlyti að vera aumi sjervitringurinn,

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.