Ísafold - 10.04.1895, Blaðsíða 1

Ísafold - 10.04.1895, Blaðsíða 1
KemurútýmisteijQusinni eða tvisv. í viku. Verð árg.(80arka minnBt)4kr.,erlendis6kr. eða 1 */» doll.; borgist fyrir miðjan júlí (erlendis fyrir fram). ISAFOLD. Uppsögn(skrifleg) bundin við áramót, ógild nema komin sje til útgefanda fyrir l.oktober. Afgreiðslustofa blaðsins er í Austurstrœti 8. Reykjavik, miðvikudaginn 10. april 1805. XXIL árg. H. Chr- Hansen, stórkaupmaður (Rör holmsgade 3) í Kaupmannahöfn, byrjaði ís- lenzka umboðsverzlun 1882, tekur að sjer innkaup á vðrum fyrir ísland, selur einnig islenzkar vörur í Kaupmannahöfn og Leith. Kaupir íslenzk frimerki fyrir hæsta verð. 'í'1 •'iv ..ír‘ ý;sr Undirstaðan er veik °g traustið týnt. Mjer komu þessi orð í hug, þegar jeg las grein Zöllner-Vídalíns-ritarans, Jóns al- jjm. fráMúla, sem stóð í »Fj.konunni« nr. 14 ’þ. á. Grein þessi ber með sjer, eins og fyrri grein þingm., að hún er byggð á æði-fún- um rótum. Þingm. þykist allt sjá og allt vita upp á sinar tíu fingur, sem snertir verzlun yfir höfuð og ferð mina til Skot- lands i fyrra haust, þó hann sje þvi harla ókunnugur. Þingm. er að leiðrjetta »öfgar mínar og ósannindi«, sem hann telur, ekki fyrir Z-V., heldur fyrir föðurlandib !! Já— af eintómri föðurlandsást!! Og þar sem þingm. heflr nú komizt út fyrir Reykjanes, og setið heilan vetur í þessum heimsfræga verzlunarskóla Zöllners- Vídalíns, er það þá ekki von, að hann flnni •ofurlítið til sín með köflum og gremjist bæði mjer og öðrum fyrir að hafa dirfzt ;að efa, að hann, þessi mikli verzlunarspek- ingur(I), sæi alla verzlunarhagi Bretlands og íslands svo glögglega í gegn, eins og þeir lægju allir saman brotnir fyrir framan ■hann á einu sauðskinni!! Og að efa, að þingm. skrifi nokkurn staf af öðrum hvötum eu sannleiksást, glögg- skygni og umhyggjusemi fyrir föðurland- inu, það væri hróplegt!! Enjeg er nú einn af þeim, sem er í stórum -efa um, að þingmaðurinn virði að minnsta kosti sannleikann öllu ofar, og vil jeg færa >rök fyrir því með þessum linum. Oyndisúrræði. Þingmaðurinn segir alla ferðasögu mína :í haust sem leið ósanna, án þess þó að færa nokkur r'ök fyrir að svo sje, vitandi, að hann var ekki með mjer, nje í Leith, Og að hann gat ekki vitað annað um ferð mina en það, sem Zöllner-Vidalín sögðu honum. Það eru því sannarleg óyndisúr- ræði að láta þingm. frá Múla mótmæla gildi ferðasögu minnar. Jeg læt mjer því nægja að vísa til vott- orðs hr. Sigurðar Fjeldsted, sem hjer fer á eptir, sem var fylgdarmaður minn, og því vissi nákvæmlega um, hvað fram fór á ferð minni; vona jeg að lesendur ísafoldar taki vottorð hr. Fjeldsteds, sem enga ástæðu ^hafði til að votta annað en það sem satt er, gildara en orð spyrðunnar, þingmannsins frá Múla og Z.-V. Hjer með votta jeg undirritaður, sem var fylgdarmaður hr. Björns Kristjánssonar í Rvk á næstliðnu hausti, er hann flutti út fjárfarm- inn með gufuskipinu »Princess Alexandra«, að allt, sem nefndur hr. Björn Kristjánsson heflr frá skýrt um flutning fjárins og ferð sína frá því skipið lagði af stað hjeðan og þangað til hann fór aptur til Islands ásamt mjer í nóv- embermán. næstl., er í öllum greinum rjett frá skýrt eins og í skýrslu hans stendur i fylgi- blaði Isafoldar »Pjársölumálið« II. p. t. Reykjavik, 23. febr. 1895. Sigurður Fjeldsted, frá Hvítárvöllum. Þingmaðurinn klórar yfir. Þingm. lýsir ósannindi, að Zöllner hafi notað »Princess Alexandra«, og hafi þaraf leiðandi ekki misst 60 fjár í einni ferð. Eigendur skipsins sögðu mjer frá, að Z. hefði leigt þetta skip til fjárflutninga, og að þá hefðu drepizt 60 kindur á leiðinni. Hann skýrði og frá, að hann hefði átt í mesta stímabraki að ná borguninni fyrir skipið hjá Z. Fleiri voru viðstaddir en jeg, þegarskips- eigandinn sagði frá þessu, og er harla ólík- legt, að hann hafi farið að ljúga þessu upp á Zöllner. Mergurinn málsins mun ekki vera sá hjá þingm., að leyna því, að Z. hafi leigt þetta skip, heldur því, að nokkurn tíma hafi fyr- ir komið, að Z. hafi misst 60 kindur i einni ferð. Út af þessu vil jeg benda þingm. á, að spyrja vin sinn Z., hvort hann ekki hjerna um árið hafi leigt gufuskipið»Clutha«, þegar íslendingar voru með í ferðinni, og hvort ekki hafi þá drepizt yfir 400 fjár á leiðinni frá Akureyri, sem fleygt hafi verið fyrir borð, og hvort bændurnir á Islandi hafi fengið að vita um þetta. Þingmaðurinn meö „tiinburmenn“. Þingmaðurinn segir »tilhœfulaust«, að staðið hafi í »Þjóðólfi«, »Þjóðv.« eða »Fj.k.«, að R. & D. Slimon hafi fengið hæst 10 kr. fyrir hvern sauð að frádregnum kostnaði; er auðsjeð, að þingm. hefir haft »timbur- menn«, þegar hann var að rita greinina í »Þjóðólfi« handa honum Thor, og man því ekki eptir, hvað hann setti þar. í »Þjóð- ólfi« 23. nóv. f. á., annari bl.síðu, 3. dálki, stendur: »Sala Slimons var þannig«: ............ »en varla mun liann« ("o: Slirnon) »þó hafa haft 16 »shillings« til jafnaðar »brutto« eða hæst 10 kr. »netto« fyrir hverja kind«. Þegar þingm. segir »tilhœfulaust«, að staðið hafi í blaði það, sem Zöllner-Vída- lín — spyrðan sjálf — hefir skrifað, þá er ekki að furða þó það sjeu lýst ósannindi, sem jeg skrifa, þó allt y'e það satt. 32. blað. Skjögrandi sannleiksást. í fjórða kafla greinar sinnar dróttar þing- m. að mjer ærumeiðingum um dómstólana hjer, og gerir það á mjög svo hrottalegan hátt. Orð þingm. um þetta atriði eru þannig: »Hann (o: jeg) hefði nú annars átt heldur að láta þá yfirskript standa yfir 19. kap., því þar segir hann sjálfur, að bezta ráðið til að fá sjer til dæmdaranga kröfu sje að eiga mál sitt undir íslenzk- um dómstólum*. Þetta eru mjög svo óheiðarleg ósannindi, og þingm. eigin orð, en ekki mín; geta lesendurnir sannfærst um þetta, ef þeir gæta í fylgibl. með ísafold, »Fjársölumálið nr. 11«. Þetta sýnir bezt, hversu mikil sann- leiksást stjórnar hugsunum og pennaþessa göfuga þingmannsl! Þingmaðurinii ber plöggin í laugar. I kaílanum »Fávíslegt« læzt þingm. vera að kvarta yfir því, að jeg »ár eptir ár, hvað ofan í annað skrifi óhróður um aðra menn« (sem sje Z.-V.l) »á þann hátt, að þeir geti ekki leitað verndar gegn því hjá lögum og dómstólum«. Jeg mundi taka mjer þetta til æru, ef meiningin með þessu væri ekki sú, a ð g er a afsakanlegt í au gum al- þýðu hj er, að Z.-V. ekki hafa höfðað mál á hendur mjer; hugsar þingm. eflaust, að slíkt dugi til þess, að þvo viðkomend- ur hreina í augum almennings! Það er meistaralega út reiknað, að kenna rithyggni minni um, að Z.-V. hafa ekki höfðað neitt mál gegn mjer! Reyndar gefur þingm. i skyn, að ekki sje sjeð fyrir endann á, að eitthvað verði gert í þá átt. Þingm. vissi sem sje til, að búið var að siga Winter & stað til að höfða mál fyrir ærumeiðingar, og kom sú málsóknarviðleitni nú með »Laura« síðast, en umboðið til þess að höfða málið gegn mjer kvað hafa siglt beina leið aptur til Hamborgar með sama skipil Þingm. vissi auðvitað um þetta; hann fer nærri um það, maðurinn sá, hvað gerist í »Miklagarði«!! Hinn trúi verkamaður í víngarðinum. Þingmaðurinn reynir til að afsaka inn- kaup Z.-V. í fyrra með því að segja, að jeg hafi keypt á öðrum tima en Z.-V. — vísa áður kveðin —, en enga sönnun færir þingm. fyrir, að markaðsverðið hafi verið lægra 28. júní, þegar jeg keypti, en þegar Z.-V. keyptu; hefði þó verið innan handar fyrir hann að líta í blöðin frá þeim tim- um til þess að sanna þetta með, ef hann hefði getað, þar sem hann hefir nú verið allan veturinn erlendis á ritstofu Zöllner- Vídalíns ýmist á Englandi eða í Höfn. Sann- leikinn er, að verðið 28. júní á útlendum vörum var yfirleitt sama eins og það hafði

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.