Ísafold - 10.04.1895, Blaðsíða 2

Ísafold - 10.04.1895, Blaðsíða 2
verið áður á því vori, nema hvað rúgur var í ívið hœrra verði þegar jeg keypti en verið hafði undanfarnar vikur. Og það mun sjaldan koma fyrir, að út- lendar vörur falli svona allt í einu, upp ofan um 23%. Afsökun þingm. hjer er því æði-götótt, eins og fleiri, og sýnir hversu trúr verkamaður hann er í víngarðinum. Merk uppgötvun!! Þingm. kannast nú loksins við, að merkin á fjenu, sem til Newcastle kom, hafi verið svo afmáð, þegar þangað kom, að merkin hafi alls ekki sjezt utan á ullinni á mörgu af fjenu, en að anilin-Jiturinn hafl þó leynzt niðri í ullinni, sem sást þegar reiflnu var flett í sundur, og grandgæfllega var að- gætt. Það má kalla mikinn dugnað, að hafa skipt 8000 fjár á einni nóttu með svona óglöggum merkjum á landtökustaðn- um, og ekki er svo sem hætt við, að fjeð f hafi farið saman aptur í haganum, eða á markaðinum !! Það má því kalla þetta hina mestu uppgötvun, einkum ef hún verður notuð alstaðar, þar sem hún getur átt við, t. d. einnig þegar um það er að ræða, að lesa menn í sundur, sem hafa sumir duiarmerki. Það er nógu þægi- iegt að þurfa ekki annað en fletta reifinu í sundur til þess að vita, í hvaða flokki á að telja þá !! »Gat« í Þrezkri löggjöf!! Þingmaðurinn hefur nú fundið »gat« i brezkri löggjöf. Lesendurnir muna máske eptir, að jeg tók það fram í fylgibl. nr. II. með ísafold, að Mr. Franz hefði ekki verið kærður fyrir neitt brot á brezkum lögum, fyrir illa meðferð á fjenu í haust. Nú segir þingm. að þettasje þvíað kenna, að lögin hafi ekki náð til þessa tilfellis ! ! »þótti sumum ráð að skerpa þau« (lögin) !! segir þingm. Hverjir voru þessir »sumir«? Og í hverju var þetta »gat«íhinni brezku löggjöf fólgiö, sem ménn sáu fyrst nú? Þingmaðnrinn á glóðum!! Þingm. finnur sárt til þess, að menn hjer á landi ekki iögðu nægan trúnað á rit- gjörð hans í haust í »Fj.k.«, og er sannast að segja, að menn gerðu það ekki. Þingm hefði því átt í þetta sinn, að vera svo gætinnj að láta staðar numið, og löfa Z. & V. sjálfum að taka af sjer hvítu hanzkana, eins og þeir hafa áðúr gjört, og pennann í hönd sjer, og ráða þeim tii að fara fió einu sinni framan að mjer, í staðinn fyrir að vera allt af að læðast í skúmaskotum á bak við mig. Það væri miklu hetjulegra, og á þann hátt mundi þingm. hafa tekizt betur að ávinna sjer aptur traust almennings hjer, sem hann telur nú veiklað eða tapað. En þó þingm. hafi þjer yfirsjezt, þá er það þó allrar virðingar vert, hversu vel honum hefur tekizt að sýna almenningi fram á, hvað gerð sumra skynberandi manna landsins er veik, og að ekki sje að vita, nema víðar sje »pottur brotinn«. Það er nú sem jeg sjái þingmanninn frá Múla í allri sinni nekt standa frammi fyrir borði hins ríka, og vera að tína upp brauðmolana, sem detta af borðum drottna hans, og dreymandi, tilflnningarlaust, um »sauðina«, sem verið hefur verið að rýja. Þingm. virðist rumska við og við og líta til baka til sinna fyrri tíma, og finna að straumur tímans hefir kippt undan honum þeirri fótfestu, sem gerði hann áður svo sælan, á meðan hann bar gæfu til að vinna með höndum sínum á íslenzkan hátt. Þingm. virðist nú renna huganum nötrandi heim til þingsalsins, þar sem hann á bráð- um að standa eins og viti úti í hafi, leið- beinandi á dyggilegan hátt öllum þeim, sem hjá honum fara, svo engum sje hætta búin, sem á hann treysta, og þolandi, að bárur auðvaldsins skelli þar á honum frá öllum hliðum, já, hugsa til þess nótrandi— því undirstaðan er veik og traustið týnt. Reykjavík 4. apríl 1895. Björn Kristjánsson. Þingvallarfundur er boðabur. Þeir hafa ekki treyst sjer til í þetta sinn, ísfirzku þingmennirnir, að vera einir um að boða Þingvallarfund, og tekið það ráð, að fá í lið með sjer þingmann Norður- Þingeyinga (við 2. mann), sem vel hefði raunar verið einfær um það. Nú er spurn, hvort meira má, þessi há- tíðlega fundarboðun, eða sú skynsamlega skoðun, sem lýst var hjer nýlega, að hjer- aða-þingmálafundir sjeu bæði miklu hag- feldari og fyllilega einhlítir, ef vel eru ræktir og ekki eru nein allsherjarstórræði á seyði eða því um líkt. Það er spurn, hvort kjósendur eru mjög ginkeyptir fyfir að leggja á sig talsvert aukagjald, ferðakostnað fuiltrúa á Þing- vallarfund til þess að fara þar með um- boð sitt, og eiga á hættu, að þeirra vilji sje þar ofurliði borinn. Það er spurn, hvort þeir telji rjetthærra: það sem þeir tjá vera sinn vilja á þingmálafundi heima í hjeraði, eða hitt, sem ofan á kann að verða á Þingvallarfundi. Að stjórnarskrármálið græði nú á því að ræðast á Þingvallarfundi stund úr deg , er ekki gott að hugsa sjer, sízt ef alls eigi er ætlazt til neinna nýrra hugmynda, nýrr- ar stefnu eða nýrra ráða því viðvíkjandi, heldur hins að eins, að hjakka í sama far- ið, sem vaka mun að sjálfsögðu fyrir for- göngumönnum fundarhalds þessa. Hvað eiga menn þá að gera nú á Þing- vallarfund? Baðstofnunin fyrirhugaða hjer í bæn- um er nú upp komin, eðarjettara sagt vís- ir til slíkrar stofnunar, fyrir framkvæmd fjelags þess, er hjer myndaðist í vetur í því skyni og um var getið þá. Nauðsyn- leg áhöld til þess komu með póstskipinu um daginn, svo sem baðofn, steypibaðstil- færingar og margt fleira. Hefir hið leigða húsnæði í norðurendanum á »gömlu prent- smiðjunni« (Aðalstæti 9) verið hólfað í 3 baðklefa, með stofu fram af fyrir þá, sem þurfu að bíða eptir að komast að laug- inni; eru 2 klefarnir fyrir kerlaugar, en 1 fyrir steypibað. Yatnið kemur ofan af lopti, eptir málmpípum, en þangað er því veitt úr brunninum fyrir framan húeið með öflugri sogdælu, er sogar vatnið fyrst inn í húsið eptir málmpípu neðan jarðar og spýtir því síðan svo hátt sem þarf upp 4 loptið. Sogdælunni er snúið með sveifi. Laugarklefarnir eru mjög snoturlega útbún- ir ög þægilega. Allt eptir fyrirsögn þeirra Guðm. læknis Björnssonar (form. fjel.) og konsúls Guðbr. Finnbogasons. Áhöld öll vel vönduð. Endalitill afgangur af Wuta- fje fjelagsins, 1400 kr. Fyrst um sinn er búizt við, að nóg sje að hafa baðhúsið opið 2 daga í viku að staðaldri, annan handa karlmönnum, en hinn handa kvennfólki; þann daginn þjón- ar kvennmaður þar verkum, — býr laug- ina m. m. —, en hinn karlmaður. Kerlaug- ar geta menn fengiö 24 á dag, og steypi- böð 40. Um 1000 kr. verður hinn árlegi kostn- aður við stofnunina þannig notaða, eptir þvi sem næst verður komizt, og munu margir telja hæpið, að tekjurnar komist svo hátt framan af. En ekki eru það samt nema 25 a. um árið fyrir hvern bæjarbúa eða y2 eyrir á viku. Þar við bætast svo utanbæjarmenn, ekki sízt útlendingar, er mjög hefir þótt illt að geta ekki laugað sig hjer og talið slíkt skrælingjamark á oss, sem vonlegt er. Hafim vjer Reyk- víkingar efni á að eyða fullum 6000 kr. í sjónleiki á ári, eins og vjer höfum gert þetta síðasta ár, frá því í fyrra vor, og töluvert á 3. þús. kr. í tombólur á sama tíma, þá ættum vjer að geta staðizt framt að 1000 kr. útlátum til jafn-nytsamlegra þæginda, sem böð eru, að ótalinni hollust- unni, sem þeim fylgir, og siðmenningu þeirri, er þau efla. — Það er raunar mikið á milli gefandi slíkrar stofnunar og lak- legra sjónleikja. Brúin yfir Brúará. Með því jeg nú sein- ustu árin hef ferðazt með útlendingum hjer um suðurland og einkum farið þá leið, sem liggur yfir Brúará, vil jeg eigi láta hjá liða, að minnast á það voðalega slys, sem að get- ur borið, ef brúin á ánni er látin vera lengi eins og hún var sumarið 1894. Brúin liggur yfir foss í ánni, svo að ef illa færi, þá er 6- mö .egt að komast lífs af. Svo er nú það, að brúin liggur svo lágt, að vatnið rennur optast upp á brúna, ogaf því leiðir, að brúin feygist á skömmum tima og getur farið ofan í fossinn þá minnst varir. Jeg get vel hugsað mjer, að brúin yrði ekki bætt, fyr en einhver hefir farið í gegnum hana oían í fossinn, eptir því sem vant ®r að ganga. Þegar þetta er hræðsluefni fyrir menn, sem vanir eru mörg- um torfærum, hvernig skyldi þá útlendingum þykja að fara þetta? Et eigi er þegar búið að gjöra við hana, þá bið jeg þá, sem um hana eiga að sjá, að íhuga þetta fyrir næstá sumar. Ferðamaður. Þilskipaveiðar Fsereyinga. Þeir hafa árið sem leið (1894) haldið úti til fiskiveiða 39 þilskipum alls, og aflað á þau rúm 14 þús. skpd., þar af nær 10 þúsund hjer við land (ísland) og að eins rúm 4 þús. við Færeyjar. Hafa öll skipin nema ein 5 stundað veiðina hjer við land, flest um 20 vikur eða fram undir það, enda lengsti útgerðartíminn að samanlögðu (á báðum stöðum) 26—27 vikur. Langmest er þilskipaútgerðin að tiltölu á Suðurey. Eru eyjarskeggjar aö eins Vs hluti Færeyinga, eða 2500 af 13000; en þeir eiga 19 skipin og fengu á þau tölu-

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.