Ísafold - 10.04.1895, Blaðsíða 3

Ísafold - 10.04.1895, Blaðsíða 3
127 vert meira en helming aflans eða 7,358 skpd. ■ l.' Aflaskýrslan (í »Dimmal.« 5. jan. þ. á.) gerir skpd. 4 22 kr. 40 a. eða 7 aura pund- ið — fiskurinn mun vera verðlagður óþurk- aður, upp úr saltinu — og verður þá allur aflinn um 310 þús. króna virði. Koma 65 krónur á mann á Suðurey, en að ! 15 kr. á hinum eyjunum. Af þessu sjest, að afli Færeyinga hjer við land heflr árið sem leið (1894) numið nál. 224,000 kr. Nokkuð mundi oss muna um það. Saumayjelinni „Peerless“ á jeg von á með næstu »Lauru« beint frá White fabrikunni, og get jeg þá selt hana ódýrara en áður. Einnig má panta hjá mjer eptir mynduni stígnar maskinur til húss- og skraddara- brúks frá sömu fabrikkunni. White-maskínurnar hafa fengið hæstu verðlaun á öllum heimssýningum og 3 gull- medaliur; meir en 1,000,000 eru nú í brúki af þeim; »Peerless« er einnig orðin fræg hjer um allt land. M. Johaunessen. Proclama. Sainkvæmt lögum 12. apríl 1878 og opnu brjefi 4. jan. 1861 er hjer meö skorað á alla þá, er telja til skulda í fjelagsbúi þeirra Jóhanns Þorsteinssonar og Þuríðar Jóns- dóttur á Breiðumýri í Yopnafjarðarhreppi, cf önduðust, hann 27. júní og hún 3. júlí 1894, að lýsa kröfum sínum og sanna þær fyrir skiptaráðandanum lijer í sýslu áður en liðnir eru 6 inánuðir frá síðustu birtingu innköllunar þessarar. Skrifst. Norður-Múlasýslu, 9. marz 1895. A. V. Tulinius, settur. Takið eptir! byottakona tekor fatnat) til þvotta og stifunar ; liefir gott þurrkpHss; þvær lika i laugum. Allt 2 aur. fyrir nehan venjul. taxta. Eit- stj. visar ;i kunnuga, sem gefa frekari upplýsingar. Baðhúsið i Reykjavik, Aðalstræfi nr. 9, er opið fyrir karlmenn hvern laugardag kl. 7 f. h. — 8 e. h., fyrsta sinn 13. april 1895, fyrir kvennmenn á miðvikudögumjafnlengi, l. sinn 17. april. Böð fást að eins gegn stimpluðum baðmiðum (aðgöngumiðum), sem seldir eru frá í dag í búð Sturlu kaupm. Jónssonar, Aðalstræti 14. Gjaldið er: fyrir 1 kerlaug heita 60 a. en 50 a., ef keyptir eru í einu 10 kerlaug- armiðar (er treina má sjer eptir vild); 1 steypibað kalt 25 a., en 20 a., ef 10 eru keypt í einu; 1 volgt steypibað eða sjósteypibað kalt 50 a., en 40 a., ef 10 eru keypt. Fyrir þurrkulán greiðist 8 a., og sápu 4 a. — Böð eru fáanleg á öðrum tímum en fyr- nefnda tvo daga vikunnar, en þá fyrir tvö- falt gjald. — Ákveðinn tíma dags til laug- ar má kjósa sjer með því að skrifa sig daginn áður í baðmiðabúðinni. Nánari reglur auglýstar í baðhúsinu, sem verður almenningi til sýnis föstudag 12. þ. m. kl. 4—7 e. h. Stjórnin. Þiiigvallafimdarboð. Eptir samkomulegi við nokkra þingmenn °g ýmsa aðra málsmetandi menn leyfum vjer undirritaðir þingmenn oss hjer með að boða almennan fund að Þingvöllum við Öxará föstudaginn 28. júnímánaðar næst- komandi. Á fundi þessum ætlumst vjer til að rædd verði ýms þýðingarmikil þjóðmál og sjer- staklega stjórnarskipunarmálið. Skorum vjer þvi á kjósendur að senda á fund þenna 1 eða 2 fulltrúa, helzt aðra en þingmenn, eptir því sem tala þjóðkjörinna þingmanna er í kjördæmi liverju. Ritað í marzmánuði 1895. Benedikt Sveinsson, Pjetur Jónsson, þingm. Norður-Þingeyinga. þingm. Suður-Þingeyinga Sigurður Stefánsson, Skúli Ihoroddsen, þingmenn ísfirðinga. Nýsilfurbúinn rýtingnr (Dolk) hefir týnzt á götum bæjarins. Finnandi skili honnm til Óiafs Run- ólfssonar. Samkvæmt skiptalögum 12. april 1878 og opnu brjefl 4. janúar 1861 er hjer með skorað á alla þá, er telja til skulda í dánar- búi timburmanns Konráðs Fr. Jóhannesson- ar frá Borðeyrar verzlunarstað, er drukkn- aði 23. janúarm. þ. á., að lýsa kröfum sín- um og sanna þær fyrir skiptaráðandanum í Strandasýslu áður en 6 mánuðir eru liðnir frá síðustu birtingu þessarar auglýs- ingar. Skrifstofu Strandasýslu 21. marz 1895. S. E. Sverrisson. Proclama. Samkvæmt lögum 12. apríl 1878 og opnu brjefi 4. jan 1861 er hjer með skorað á alla þá, s«m til skulda telja í dánarbúi Guðmundar Jónssonar á Þorkötlustöðum í Grindavík, sem andaðist h. 13. marz f. á., að lýsa kröfum sýnum og sanna þær fyrir mjer innan 6 mánaða frá siðustu birtingu auglýsingar þessarar. Skrifst. Kjósar- og Gullbr.sýslu, 22/s- '95. Franz Siemsen. Proclama. Eptir lögum 12. apríl 1878 og opnu brj. 4. jan. 1861 er hjer með skorað á þá, sem til skulda telja í dánarbúi ekkjunnar Guð- rúnar Jónsdóttur á Bjarghúsum, Rosmhvals- neshreppi, sem andaðist hinn 25. marz f. á., að skýra mjer frá skuldum sínum og sanna þær innan 6 mánaða frá síðustu birtingu auglýsingar þessarar. Skrifst. Kjósar- og Gullbr.s, 22. marz 1895. Franz Siemsen. Proclama. Samkvæmt skiptalögum 12. apríl 1878 og opnu brjefl 4. janúar 1861 er hjer með skorað á alla þá, er tel.ja til skulda í dánar- búi Árna skósmiðs Álfssonar á Eyrarbakka, sem andaðist 10. janúar þ. á., að lýsa kröfum sínum og sanna þær fyrir skiptaráðandan- um í Árnessýslu áður en 6 mánuðir eru liðnir frá síðustu birtingu auglýsingar þessarar. Erfingjar takast ekki á hendur ábyrgð skulda. Skrifstofu Árnessýslu 22. marz 1895. Sigurður Ólafsson. 12 °g þrjá þjófalykla upp úr stígvjelinu á vinstra fætin- um. » Klukkarinn rak upp stór augu. »Er það satt?« mælti hann. »Ætlarðu að brjótast út og strjúka?» þaö ætja jeg reyndar. Tólin hef jeg til þess«. »Hjálpaðu mjer þá burt líka«,mælti klukkarinn. »Jeg hefi fólgið mikið fje í jörðu í skóginum hjá Bondy. Getirðu hjálpað mjer á brott með þjer, skaltu fá sjöttung þess«. Þeir kumpánar notuðu nú daginn til að gera ráð sín, og tveim stundum eptir að fangavörður var búinn að ljúka við kveldvitjun sina, tók Þjóðverjinn til starfa. Honum tókst að mölva upp klefadyrnar svo, að ekkert heyrðist. Þeir gægðust út í ganginn. Hann var alveg mannlaus. Dyrunum að ytri gangnum tókst Þjóðverjanum að ljúka upp með þjófalykli og þurfti ekki á innbrots- járninu að halda. Læddust þeir nú hljóðlega út að hlið- inu á skíðgarðinum umhverfis fangahúsið. Þar húkti dyra- vörðurinn harðsofandi. Þjóðverjinn losaði með hægð að- allykilinn úr belti dyravarðar; hann rumskaði ekki. Síðan luku þeir upp hliðinu hægt og hljóðlega. Þá máttu þeir um frjáls höfuð strjúka og voru fegnari en frá megi segja. Fyrir sólarupprás voru þeir komnir ú-t í skóginn hjá Bondy. Moirelle' rataði á rjóðrið, þar sem hann hafði fólgið fjeð, þó að dimmt væri enn af nótt. Þeir tóku þegar til að sóþa 'burt skógarlaufinu og pæla upp moldina 9 Hjer segir frá einu kænskubragði hans. Maður ernefndurMoirelle.Hann varklukkari viðkirkjuna í Livry, eina af undirborgum eða úthverfum Parisar. Hann var maður trúrækinn mjög, eða þáð snið hafði hann á sjer. Napóleon mikli hatði loks borið lægra hlut fyrir fjandmönnum sínum. Þeir þokuðustænær og nær París. Urðu borgarmenn felmtsfullir mjög og kviðu því hvað helzt, að illþýði það sumt, er þeir bandamenn höfðu í för með sjer, svo sem Kósakkar voru og aðrir þeirra nótar, mundi láta greipar sópa um gripi og gersimar, er fyrir þeim yrði. Fálu allir vandlega það er við fengu komið af slíkum munum, og höfðu hraðann á. Presturinn í Livry bar fyrir brjósti kjörgripi og skíúð kirkju sinnar. Hann fann að máli klukkarann, guðsmanninn Moirelle, og bað hann fara með gripi kirkjunnar út i skóg og grafa þar í jörðu. Gfimsteinakaupmaður einn, er var granni prests og vildarvinur, og Senart hjet, bað klukk- arann fyrir skrin eitt litið, er í voru geymdir gimsteinar svo dýrir, að nema mundi mörgum hundruðum þúsunda. Moirelle tók við því og fól það á sama stað og gripi kirkjunnar. Hálfum mánuði síðar kemur Moirelle á fund prests og segir sínar farir eigi sljettar. Hann hermir svo frá, að Kósakkar hafi lagt leið sínaum skóginn, þar sem grip- irnir voru fólgnir, fundið þá og haft á brott með sjer.

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.