Ísafold - 04.05.1895, Blaðsíða 1

Ísafold - 04.05.1895, Blaðsíða 1
Kemurútýmisteinusinni eða tvisv. í viku. Verð árg.(80arka minnst)4kr.,erlendis5kr. eða 11/2 doll.; borgist fyrir miðjan júli (erlendis íyrir fram). ÍSAFOLD Uppsögn(skriíleg)bundin við áramót, ógild nema komin sje til útgef'anda fyrir 1. oktober. Afgreiðslustofa blaðsins er í Austurstrœti 8. XXII. árg. Reykjavik, laugardaginn 4. mai 1895 39. blað. H. Chr. Hansen, stórkaupmaðui (Rör holmsgade 3) í Kaupmannahöfn, byrjaði ís- lenzka umboðsverzlun 1882, tekur að s.ier innkaup á vörum fyrir ísland, selur einnig íslenzkar vörur í Kaupmannahöfn og Leith. Kaupir íslenzk frímerki fyrir hæsta verð. ‘xix 'xix' 'x’fK ‘xix'’xix' '>ix' Vix' 'xfii' 'xix' 'xix' X4X xjx 'xix 'X4V’ Með sótt og harmkvælum. Fæðing Þingvallarfundarins í sumar ætl- ar að verða »með sótt cg harmkvælum«. Eins og lesa má hjer síðar í blaðinu, hefir aðalforkólfur fundarhalds þessa, hr. Benedikt sýslumaður Sveinsson, geflð út nýtt fundarboð með nýjum fundardegi, 25. júní, í staö 28. s. mán. í hinu eldra fundar- boði! Fundarboð þetta hið nýja barst ritstjóra ísafoldar með »Thyra« um daginn, en með sömu póstferð skeyti frá ísfirzku »maktinni«, er virðist hafa verið búin að fá veður af þeim »ruglíngi i reikningnum«, og tjáir færslu fundardagsins (hjá B. Sv.) sprottna af misskilningi hans; skuli hinn áður til- tekni fundardagur hjá þeim öllum fjelög- um 4 standa óhaggaður; hafi þeir, ísfirzku þingmennirnir, ákveðið hann eptir heimild frá þingmönnum Þingeyinga og eptir sömu heimild gefið út fundarboðíð í nafni þeirra allra 4. Þótt ritstjóri Isafoldar sje ekki meðmælt- ur Þingvallarfundarhaldi þessu, heldur álíti það óþarft og tilgangslaust, taldi hann sjer jafnt iyrir þvi skylt að vera ekki á neinn hátt meinsmaður þess, að þeir, sem fundinn vildu halda, fengju boðað hann reglulega og ruglingslaust og virtist þeim tilgangi bezt náð með því, að stinga hirra ®ýja fundarboði alveg undir stól, í fullu trausti þess, að áminnzt skýrsla (ísfirzka) um tildrög fundarboðsins væri áreiðanleg og að þoir fjelagar nyrðra (þingeysku þingmennirnir) mundu hafa aðhyllzt fund ardaginn, eins og hinir höfðu valið hann, undir eins og þeim kom vitneskja um hann. En — hvernig sem því máli víkur við, þá vill nú hvorki betur nje ver til en það, að með þessum (siðasta) landpósti kemur frá hr. Bened. Sveinssyni eindregin árjett- ing á, fundarboði og fundardegi hans, nefnil. 25. júní. Segir hann fundarboð þeirra Skúla sprottið af misskilningi! Enda sje sinn fundardagur (25. júni) sameinan- legur við tilgang fundarins, en hinna (28. júni) ekki. Eptir þessu þykir þá ekki annað hlýða' en aö láta hið nýja fundarboð koma fyrir almennings sjónir, og leggja það á vald »hinna rjetttrúuðu« sjálfra, hvort »drott- ins orðið« skuli dýrra metið og hlýðni veitt hinu fremur. Enda mun og mega ganga að því vísu, að hið nýja fundarboð (hr. Ben. Sv.) sje þegar almenningi birt í blöðunum fyrir norðan og austan, sem eru nær fundarboöanda. Auðvitað er það ein afleiðing af færslu fundardagsins, að væntanlegir fulltrúar geta ekki notað strandferðaskipið, með því að það kemur ekki til Reykjavíkur fyr en 26. júní. Þeir verða því að ferðast allirland veg. En vitanlega bera sýslurnar allan þar af leiðandi kostnaðarauka með fúsu geði, úr því að það er velferðarmál fyrir þær, að eiga fulltrúa á þessum Þingvallar- fundi. Eitt atriði viðvikjandi tekjum kirkna. Þegar jeg kom hingað norður, varð jeg þess fljótt var, að flestallar jarðir í Kvía- bekkjarprestakalli, og allar jarðir í Hvann- eyrarprestakalli, nema prestssetrið og kirkjujörðin, höfðu áður til heyrt Hóla stóli, og kváðust því bændurnir hafa ijett til þess, að vera lausir við að gjalda nokkra tíund af jörð til kirkju sinnar, af því ábúendur jarðanna hefðu verið lausir við tíundargjald til kirkju meðan þær hefðu tilheyrt Hólastóli, og síðan hefði þess heldur eigi verið krafizt. Með því jeg sá, hve mikinn ójötnuð þetta gjörði, að því er kirkjurnar snerti, þar sem fáeinar kirkjur missa við þetta mikið at' jarðartíundinni, sumar hana ná- lega alla, en aðrar, og þær miklu fleiri, taka tíund af flestum eða ölium jörðum í sókn sinni, — og með því að jeg heldur ekki gat fundið neinn lagastað, er slík undanþága væri byggð á, þá. leitaði jeg haust.ið 1890 upplýsinga um þetta atriði hjá amtmanninum í norður- og austuramt- inu. Svar hans var á þá leið, að »upp- boðsskilmálar þeir, 13. marz 1802, er Hóla- stólsjarðirnar voru seldar eptir, bæru eigi með sjer, að jörðunum hefði verið áskilið nokkurt tíundarfrelsi; en hverja þýðing ætti að leggja í þetta, greindi menn mjög á um«; hann bendir mjer á að bera spurn- ingu þessa undir stiptsyfirvöldin, »en jeg fyrir mitt leyti«, segir hann, »er helzt á því, að áðurnefndum jörðum beri ekki hið umrædda tíundarfrelsi, (sbr. brjef dóms- málastjórnarinnar 7. júní 1872; Tíð. um stj. mái. III. bls. 449).« Jeg bar svo spurningu þessa undir stipts- yfirvöldin, og er það álit þeirra, að »tí undarfrelsi það, er jarðir þessar, sem áð- ur voru lagðar til guðsþakka, höfðu sam- kvæmt Kristnarjetti Árna biskups (útg. 1275), hafi eigi glatazt jörðunum þótt þær síðan hafi gengið kaupum og sölum og orðið einstakra manna eign, með því að hvorki hafi tíundarfrelsið verið tekið af jörðunum með lögum, nje heldur hafi það týnzt fyrir sakir venjunnar«. Stiptsyfir- völdin geta þess að síðustu, að þótt þetta sje þeirra álit, heyri endilegur úrskurður um þessa spurningu undir verksvið dóm- stóianna. Kirkjurjettur Jóns Pjeturssonar segir, eins og líka rjett er, að jarðir Hólastóls hafi ekki veriðseldar með því skiiyrði, að þeim fylgdi tíundarfreisi; svo segir enn fremur (bls. 94 i eldri útg.): »en þó Hóla- stólsjarðirnar ekki væru seldar berlega með þeim skilmála, hettr það þó, ef til vill, verið meiningin«. En mjer virðist mega ráða af konungsbrjefi frá 17. maí 1799, að það hafi 'ekki verið meiningin, að þær stólseignir, sem yrðu bændaeignir, hvort heldur við sölu eða makaskipti, skyldu upp trá því vera undanþegnar tí- undargjaldi, heldur þvert á móti. Með nefndu konungsbrjefi eru maka- skipti leyfð á stóls-jörð og bændajörð, með ýmsum tilgreindum skilyrðum, og siðasta skilyrðið er, »at han selv — Supplikanten — i Fremtiden svarer Tiender af den fra Bispestolen til ham mageskiftende Gaard«. (Lovsaml. for Isl. VI, 366). Og hefði á annað borð, í skilmálunum fyrir sölu Hólastólsjarðanna, 13. marz 1802, nokkurt skilyrði verið sett um tíundar- frelsi eða tíundargjald af hinum seldu jörðum, virðist liggja næst að ætla, að það hefði orðið samhljóða skilyrðinu í ný- nefndu konungsbrjefi, sem gefið var út tæpum þremur árum áður. Stiptsyfirvöldin geta þess í fyrnefndu brjefi (1. des. 1891), að jarðir þessar hafi verið »lagðar til guðsþakka«. Þá liggur næst sú spurning, sem æskilegt væri að fá svar upp á: Voru þessar jarðir allar lagð- ar til guðs þakka? Komst ekki Hólastóll yfir margar jarðir hjer á útkjáikunum án þess þær væru iagðar til guðs þakka, t. d. með því að kaupa þær, fá þær i maka- skiptum, taka þær upp í skuldir eða á annan hátt? Og hafi svo veriö, bar þá einnig slíkum jörðum tíundarfrelsi eptir Kristnarjetti Árna biskups? En þótt svo yrði áiitið af dómstólun- um, að þessar jarðir hefðu ekki glatað ti- undarfrelsinu, þótt þær væru orðnar bændaeignir, sjer hver sanngjarn maður, hve óeðlilegt og ójafnaðarfullt það er, að ábúendur þessara jarða skuli svona lengi hafa notið slíkrar ívilnunar, sem aðrir ekki hafa, og að þessar kirkjur skuli svona lengi hafa verið sviptar þessari tekjugrein, sem allar aðrar kirkjur hafa. Við þetta missir t. d. Hvanneyrarkirkja í Siglufirði nú árlega 35 til 40 krónur, og líkt er á- statt með margar fleiri kirkjur hjer á út- kjálkunum, einkum hinar fátækustu. Slíkt er nú búið að eiga sjer stað í 93 ár, og

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.