Ísafold - 15.05.1895, Side 1

Ísafold - 15.05.1895, Side 1
Kemurútýinisteinusinni eða tvisv.íviku. Yerð árg.(80arka minnst)4kr.,erlendis5kr. eða l*/s dolí.; borgist fyrir miðjan júlí (erlendis fyrir fram). ÍSAFOLD. Uppsögn (skrifleg) bundin viö áramót, ógild nema komin sje til útgefanda fyrir l.oktober. Afgreiðslustofa blaðsins er í Auaturstrœti 8. f Þórarinn Böðvarsson. Nú er hetjan f'allin f'ríða, fyr sem örngg lengi stóð, feigðarboð um landið líða, iinast upp af harmi þjóð. Eins og viti yfir bárum ajgum skín með ljómann sinn: eins var bjartur yfir árum aldar sonur Þórarinn. Skal nú gráta? Skal ei minnast skörungsins, er frá oss hvarf? Fylkingarnar fornu þynnast, fornaldar vjer missum arf! Hvert var nokkur honum líkur? Hvert var nokkurs meiri sál? Hver var meir í huga ríkur? Hver bar traustar andans stál? Skal ei hjer við f'eigðar fjalir framliðins nú hljóma lof? Hvenær voru Sögu salir sorglegri við aldar rof? Gullnir stafir glóa og skína, geyma lífsins feril þinn, mynda skæra minning þína, mikli sjera Þórarinn. Fór um gamla frónið víða frægðin hans í hverja krá, enginn þorði þegn að níða Þórarinn með orðin flá; hann stóð f'astur öllum yfir, aldrei frá því rjetta veik, eins og vitinn allt af lifir yflr svæsnum báruleik. Yjer þó allir vildum segja vora meining um hans líf, eins gott væri oss að þegja — okkar var hann stoð og hlíf; hjartaprúður, hugarþungur, hreinn og óbrotinn í lund, hægur, glaður, alltaf ungttr, einarður á hverri stund. v - Tryggur vinur guðs og góðra, guðs hann ávallt f'ramdi boð, alltaf styrkur aumra og móðra, aldrei brást með hjálp og stoð; Öllum heilt af alhug rjeði, orð og verk þar saman f'ór, samt ei eptir allra geði, af því hann var heill og stór. Far nú vel, þú frændi og vinur! Fylgi þjer æ drottins náð! Fyr en ísland forna hrynur frægð þín burt ei verður máð! Lýsi oss þitt dæmið dýra, dygðar trútt að feta stig! Enginn má það minnka og rýra — Mest var gleði að eiga þig. B. G. Kaupfjelögin Zöllnersku m. m. Eptir Hom o. I. Að enginn viti neitt um uppruna, fyrir- komulag og þýðingu kaupfjelaga nema formælendur þeirra, og þeir sem nema þau fræði hjá þeim, nje hafi vit á neinu, sem að skynsamlegri verzlun hnígur, er ofboð meinlaus ímyndunarsýki, sem engum dett- ur í hug að amast við. Hitt sýna þeir rækilega í verkinu sumir hverjir, að þeir annaðhvort vita ótrúlega lítið, eða þeim er ekki lánað að geta hermt rjett nje meta orsakir og afleiðingar með skynsemi. Eitt af mörgu, sem notað er til að gylla kaupfjelögin í augum manna, er, að þau sjeu sniðin eptir enskum og nmeriskum kaupfjelögum. Það munar nú heldur ekki miklu! Nei. Þessi ísl. kaupfjelög (pöntunarfjelög) eru flest engu lík nema sjálfum sjer og örfáum lítils háttar erlendum fjelögum í því, að vera fjeþúfur vissra manna• þó með þeim mismun, að sá sem mest og bezt matar krókinn hjer hjá oss, er utan- rikis auðkýflngur. Hvað skyldu vera mörg kaupfjelög á Englandi, sem seilast eptir umboðsmanni, t. a. m. á Þýzkalandi, eða amerísk, sem selja sig með húð og hári auðmönnum í Evrópu ? Ekki eitt einasta. Þau þykjast ekki yflr það hafln, að skipta við innlenda kaupmenn; munu og ekki prjedika þá siðfræði »Fj.konunnar«, að svívirðilegt sje, að æsa upp lesti þjóð- arinnar með þvi að segja henni, að verzl unarumboðsmenn sjeu þjófar. ef þeir stela! ! Kaupfjelögin erlendis selja eing'öngu gegn peningaborgun út í hönd, eiga því ekki neitt á hættu; og all mörg þeirra setja ná- kvæmlega sama útsöluverð á vörur sínar, sem gerist hjá kaupmönnum; skipta síðan ágóðanum milli fjelagsmanna eptir ýmsum reglum. Sú höfuðvilla og tálbeita »Fj.kon.«: »útsöluverð varðar ekkert um«, er því frá þeirra dæmi tekin. ísienzku kaupfjelögin rembast aptur á móti við það um fram allt, að láta heita svo í orði kveðnu, að fjelagsmenn f'ái vörurnar með lægra verði, en gerist hjá kaupmönnum, og álíta í því einu fólginn afarmikinn vinning, enda nýtiieg beita fyrir nýja fjelaga og handhægt vopn gegn kaupmönnum; alla sína miklu og marg- brotnu fyrirhöfn meta þeir einskis, nema máske kaupfjelagsstjórinn sjálfur, sem þiggur einliverja þóknun. Sjálf bera ísl. fjelögin alla ábyrgð á vörunum landa í milli, og væri því óskandi, að þau aldrei fengju löðrung af þvi; hættulaust er það ekki fyrir þau. Kaupfjelögin erlendu eiga vöruforðabúr og útsölustaði, láta æfða verzlunarmenn annast um öll þau störf, en láta ekki 20— 30 fjelagsmenn vera að snúast kringum hvern poka, sem kemur eða fer; en svo bera þau líka alla skatta og skyldur, sem á verzlun hvíla, rjett eins og hver annar dauðlegur borgari í ríkinu. Getur því enginn gauðmontinn tryppaprangari, þó einhver væri í þjónustu þeirra, gortað af því, að hann fyrir nokkra málsverði geti útvegað fjelögunum, hver þau sjerrjettindi hjá löggjafarþinginu, sem hann vildi, Dje talið trú um, að hann hefði það í vasa sínum. Kaupfjelög hjer á landi eiga lítið af húsum, engin vöruforðabúr, fáa eða enga útsölustaði; en þegar skipin þeirra koma og fara, er mikill hópur manna — stundum sömu mennirnir nokkra daga í senn— að krunka yflr krásinni, og má nærri geta, að allmikil vinnudrýgindi eru í því, eins og það heldur ekki á þeirra trú nær neinni átt, að legg.ja slikt smáræði á vörurnar, sem þá máske yrðu dýrari en hjá kaup- mönnum; og hvernig færi svo með skýrsl- urnar í blöðunum? Þá er það heldur ekki lítið dýrmæti, að geta sloppið hjá öllum opinberum gjöldum, sem á verzlun hvíla, þótt t. d. eitthvað væri pukrað með launverzlun, því að eins og stendur kemst öll sú verzlun, sem heitið getur með nokkru móti pöntunar- fjelag, hjá öllum fjárgreiðslu skyldum, nema tollum. Einskær föðurlandsást og makalaus mannúð kvað vera megin grundvöllur kaupfjelaganna, líf þeirra og sál. Allt gert til þess að hjálpa þrautpindri alþýðu undan oki kaupmanna. — »Fagurt galaði fuglinn sá«. Við skulum snöggvast brjóta þessa fögru uppáhaldskenningu til mergjar. Þegar hörðu árin koma, hvað gera þá kaupfjelögin, eða meistari þeirra þá? Hjálpar, nei, ekki alveg, hann stingur höfðinu undir vænginn ofur rólega, lofar svo viðskiptamönnum sínum að bjargast sem bezt þeir geta, meðan vandræðin vofa yfir, einmitt þá, þegar þeir þurftu hjálpar við. Og af hverju gerir hinn mannúðlegi meistari þetta? Líklega af fiví, að þd drýpur ekki hunang af viðskiptunum og engan rjóma er unnt að fleyta, hvorki handa fjelagsstjórnum eða umboðsmönn- um. Svo þegar árferðið batnar og hver getur velt sjer sem honum sýnist, þá vakna allt í einu hjálpræðiskenningar kaupfjelaganna. Mikil trú og sljóskygni útheimtist til þess, að sjá ekki þessa kaupfjelagslegu villukenningu, eða mun nokkur maður geta ábyrgzt, að hjer sje mest um gróða- XXII. árg. Reykjavík, miðvikudaginn 15. maí 1895. 42. blaö.

x

Ísafold

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.