Ísafold - 25.05.1895, Blaðsíða 1

Ísafold - 25.05.1895, Blaðsíða 1
Kemurútýmisteinu sinnieða tvisv. íviku. Yerð árg.(,80arka minnst) 4 kr., erlendis 5 kr. eða l1/* doll.; borgist fyrir miðjan júli (erlendis íyrir fram). ISAFOLD. Uppsögn (skrifieg) bundin við áramót, ógild nema komin sje til útgefanda fyrir l.oktober. Afgreiðslustofa blaðsins er i Austurstrœti 8. Reykjavik, miðvikudaginn 25. mai 1805. 45. blað. XXII. árg. H. Chr. Hansen, stórkaupmaðui (Rðr- holmsgade 3) i Kaupmannahöfn, byrjaði is- lenzka umboðsverzlun 1882, tekur að s.ier innkaup á vörum fyrir ísland, selur einnig íslenzkar vörur í Kaupmannahöfn og Leith. Kaupir íslenzk frímerki fyrir hæsta verð. Mannfæð hjer á landi. Mjög mikill misskilningur er sú grýla, sem mörgum hættir við að gera sjer úr vnannfœðinni hjer á landi, þegar ræða er um einhverja mikilsverða framfara-viðleitni. Viðkvæðið hjá svo allt of mörgum er, að ekkert verði gert, af því að við sjeum svo fáir. Vitanlega er mannfæðin ein at okk- ar mestu öröugleikum, þ. e. að segja fæö dugandi, sjálfstæöra manna. En vegurinn til að fjölga fólkinu hjer á landi er einmitt framfara-viðleitnin, sú framfará-viðleitni, sem á einhverju viti er byggð. Það ætti enginn að gera sjer i hugarlund, ’ að það geti ekki fleiri komizt fyrir á íslandi en nú eru þar. Það er æði margur bletturinn á íslandi, sem nú er illa notaéur, eða ó- notaður, og gíeti framfleytt fjöiskyldu. Það þykir borga sig að ryðja urðina hjerna kringum bæinn, og gera hana að túnum. Sumstaðar hjer á iandi hafa menn jafnvel fengizt við að flytja rnold og áburð á bláber hraunin, og það hefnr þótt borga sig. Hvað skyldi þá mega segja um allt gras lendið hjer á landi — ef samgöngulærin, skilyrðin fyrir að koma afurðum sinum frá sjer á markað og afla sjer þess sem nauðsyn ber til og maður getur ekki sjálf- ur Uamleitt, væru viðunanleg? Og þegar menn hcfðu fcngið I sig framtakssemi lil * þess að gcra þetta land byggilegra á ýmsan hátt en það nú er, þá þyrftu menu síður en ekki að kviða mannfæðinni. Þá yrðu fjölskyIdurnar fljótt fleiri — uin það er sjón sögu rikari meðal landa vorra i Vestur heimi, því að enginn þarf að imynda sjer, að ef vestuvflutningarnir hefðu aldrei haf- izt þá væru nú jafnmargir menn hjer á landi, eins og Austur- og Vestur íslending.ir eru nú samanlagðir. Þá færi lika að veröa minni freistingin til þess. að flytja af' landi burt. Og þætti mönnum ekki mannfjölg vmin hjer verða nógu mikil þá er engin hætta á, að ekki mætti fá menn að inn í landið. Vjer minnumst þess jafnvel að hafa heyrt mjög glöggskyggnan og merk- an danskan mann, sem ferðczt hafði hjer um land, halda því fram, að það væri mjög mikið vit i því fyrir allmnrga landa hans að flytja hingað — ekki burðugra en ástandið nú er. Það er þvi álika hyggi legt, að skirrast við alla framfara-viðleitni fyrir mannfæðar sakir, eins og ef niaöur forðaðist að leita sjer iækninga af þvi, að hann væri veikur. Tilfinnanlegast er, hve fátt er af einum flokki manna hjer á landi — þeirra manna er talað geta um það af nokkurri veru- iegri þekkingu, hvað þetta land geti fram- leitt, og hvernig bezt væri að haga við- Jeitninni því til viðreisnar. Það er hætt við, að bæta verði úr þeirri mannfæð, áðnr en menn hafa ástæðu til að búast við verulegum árangri af viðleitninni. Það er sannarlega hörmulegt til þess að vita, hve mikið af þeirri litlu viðleitni, sem hefur átt sjer stað, hefir verið svo að segja fálm eitt út í loptið. Allar aðrar þjóðir, sem likt hefir staðið á með og oss, þjóðir, sem hafa orðið aptur úr i framfara- rásinni, en viljað fara að herða sig i kapp- hlaupinu, hafa fundið til þess, að þær þurftu að fá að kennendur og leiðtoga — og svo hafa þær gert það. Vjer höfum venjulegast látið oss nægja, að senda til annara landa einhverja unglinga við og við til þess að læra hitt og þetta. Og það er ekki til neins að dyljast þess, árangurinn væri hiægilega lítill, ef hann væri ekki eins sorglegur eins og hann er. Enn í dag má hjer um bil svo að orði kveða, að vjer íslendingar böfum að eins óljósa hugmynd um, að margt mœtti gera hjer á landi, ef það eptir því væri gert. En vjer höfum svo undur litla þekking á þvi, úvaðþað þá er, setn gera má,og enn minni á því, hverníg á aö gera þnð. Það virðist svo. sem flest um þeim Jöndum vorum, er utan hafa farið í þvi skyni, að nema eitthvað praktiskt, er að gagni mætti koma fyrir ættjörðina, haft hætt við að líta að eins íslenzkum augum á hið útlenda, er fyrjr þá hefur borið. Og þar sem svo þar á ofan hefur bætzt. að þekking þeirra hefir vitanlega verið mjög í molum. flestra þá er ekki að kynja, þótt árangurinn hafi orðið litill. Það sem oss sjerstaklega vanhagar um er inenn. sem litið geta skynjandi og skiljandi utlendings augum á hið íslenzka, menn, sem geta kennt oss að lita á ættjörð vora frá öðrum sjónarhæðum, en þeim er vjer höfum staðið á. og visað oss leiðina, sem vjer eigum að halda. Um sveitarþyngsli, sveitfestu, fátækra- flutning og amtsfátækras'óði. Eptir Þorkel Bjarnason. I. Margir heyrast kvarta undan sveitar þyngslunum, enda er það mála sannast, að fátækraútsvörin eru tilflnnanlegust allra gjalda hjer á landi. En það sem þó er einna iskyggilegast i þessu efni, er það, að gjöldin til fátækraframfærslunnar fara sívaxandi. Þau eru jafnvel orðin hálfu meiri á hinum síðustu árum en þau voru um miðja öldina, eins og nú skal sýnt verða. Árið 1840 var 29. hver maður hjer á landi á sveit. Árið 1861 hafði fátækra- framfærslan þyngzt nokkuð, eða þeir, sem af sveit þáðu, fjölgað utn 7 af 100, því að þetta ár var 22. hver maður, er af sveit þáði að einhverju leyti. Tuttugu árum seinna eða árið 1881 mátti svo heita, að sveitarþyngslin, — en með þeim er hjer sjerstaklega átt við fátækraframfærið, — stæðu i stað. En eptir þann tíma og allt fram að 1889, en lengra náeigi landshags- skýrslurnar um þetta efni, má svo að orði kveða, að sveitarþyngslin fari sívaxandi, og það ár eru þau orðín hálfu meiri en þau voru rjett eptir miðja öldina. Árið 1854, sama árið sem landið fjekk fullt verzlunarfrelsi, var að eins 36. hver mað- ur á sveit, en 35 árum seinna, árið 1889, er efnahag þjóðarinnar komið svo, að þá verður 18. hver maður af þjóðinni að lifa að meiru eða minna ieyti á sveitarstyrk. Að vísu hefir árferðið opt verið harðara síðan 1860 en þaðvarnæstu 20 árin á und- an, enda sýna hin sivaxandi sveitarþyngsli allt annað en framfarir. Að þeir verða sí- felltfleiri og fleiri, sem eigi eru sjálfbjarga og lifa á annara sveita, annaðhvort að þörfu eða óþörfu, það ber vissulega eigi vott um aukin efni þjóðfjelagsins, og held- ur eigi um vaxandi manndáð, nje sjerlega aukinn áhuga á að bjarga sjer sjálfur og koroast hjá því að veröa öðrum að byrði. En betri efnahagur, vaxandi atorka og brennandi áhugi til að vera sjálfstæður og upp á engan kominn, á þó að sjálfsögðu að vera afleiðing frelsis og menntunar. Vil jeg nú með fáum orðum leyfa mjer að minnast lítið eitt á sumar aðalorsakir tii sveitarþyngslanna og hvernig að minni hyggju eigi aö breyta þar til batnaðar. Orsakir til aukinna sveitarþyngsla á síð- ari hluta aldarinnar eru margar, svo sem auknar þarfir og að minni ætlun minni á- hugi manna á yngri árum en áður var að efnast. En aðal-orsökin mun þó vera at- vinnuleysið við sjóinn, sem allt af eykst að þvi skapi, sem fólkinu fjölgar þar. Það má rekja feril margra þurfalinga í fiski- leysisárunum frá sjónum til sv^itanna með konu og börn, sem ungir og upprennandi fóru til sjóarins, þar sem þeim var boðið hærra kaup en nokkur gat af borið í sveit- inni að gjalda. En er þeir fóru að eiga með sig sjálflr, optast fjelausir í þurrabúð, reyndist sjórinn stopull að fæða þá með konu og börnum, en sveitarstjórnin þá eins fús að losna við þá á fæðingarhreppinn, eins og húsbændurnir við sjóinn höfðu ver- ið áfram um að ná þeim til sín, er þeir fóru að geta unnið sjer brauð.

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.