Ísafold - 25.05.1895, Blaðsíða 2

Ísafold - 25.05.1895, Blaðsíða 2
178 Þurrabúð er nú auðvitað hvergi góð; en þar sem einlægt er verið að stækka grasbýl- in og jafnf'ramt fækka þeim, er eigi ann ars kostur en að kaupstaðarfólki og þurra- búðarmönnum fjölgi. En jeg ætla að þurra- búðir sjeu miklu hentugri til sveitar en sjáfar. Ættu þær að vera á stærstu sveita- jörðunum, einkum þar sem ekki væri örð ugt til aðflutninga. Gæti þurrabúðarmað- urinn, og jafnvel kona hans og börn, er þau færu að stálpast, fengið stöðuga vinnu hjá bóndanum, en hann með þvi sparað sjer vinnufólk, sem nú er orðið nokkuð erfitt að fá. Upp í vinnu sína og sinna gæti þurabúðarmaðurinn fengið af búi bóndans mjólk og aðrar afurðir þess og því haft allt annað viðurværi en vatns- graut og þurra eða hálfþurra soðningu, sem mun hin helzta fæða fátækra sjáfar- þurrabúðarmanna. Má geta nærri hvert táp verður í þeirri kynslóð, er lifir við slíkt fæði mann fram af manni. Undar- legt væri, ef þurrabúðir gætu eigi þrifizt hjer til sveita eins og t. d. 1 Noregi og Danmörku, því eigi þurfa menn hjer síður vinnukrapt til sveita en þar, ef nokkur framför á að eiga sjer stað. Sveitaþurra búðir mundu miklu affarasælli bæði til at- vinnu, viðurværis og barnauppeldis en þnrrabúðirnar við sjóinn. Að minni ætlun er og 10 ára sveitfestu- ákvörðunin ein af aðal-orsökum sveitar- þyngslanna. Sýnilegt er, að ákvörðun þessi átti að tryggja hreppunum margra ára vinnuarð þeirra, er seinna kynnu að komast á sveitina og gjöra mönnum sveit arstyrksþörfina viðunanlegri með því að þiggja Þar styrkinn, er þeir höfðu lengi unnið, kynnzt mörgum, fengið vini og vel- unnara og átt sökum langrar kynningar og margvíslegra samskipta hægast með að bjarga sjer með sem minnstum styrk. En raunin á þessari ákvörðun hefir opt orðið önnur. Stundum hafa þeir orðið sveitarfjelaginu til byrði, sem með 10 ára dvöl sinni i því hafa alls ekkert gagn unnið því, svo sem uppgefnir foreldrar hjá börnum, erseinna meir ekki gátu stað- ið straum af þeim. Hitt er þó langtum tíð- ara, að hún hafi leitt til þess, að fátækl- ingar hafi verið, áður en 10 ár voru liðin, hraktir úr því sveitarfjelagi, er þeir voru búnir að vera í 8 eða 9 ár, af því að sveitarstjórnin óttaðist, að þeir kynnu ein- hvern tíma, ef þeir yrðu þar sveitfastir, að verða sveitarfjjelaginu til þyngsla. Við þann hrakning hefir án efa margur maður orðið sveítarþurfi, sem hefði getað bjarg azt, ef hann hefði fengið að vera kyr. Þá mun það eigi heldur alls ótítt að fátækl- ingum sje á 10. dvalarárinu veittur fá- tækrastyrkur, sem þeir ekki beinlínis hefðu þurft, og þannig .gjörðir að þurfamönnum áður en þeir jafnvel þurftu eða vildu. Kemur þá opt hin langa rekistefna að leita upp, hvar sá og sá sje sveitlægur, sem eyk- ur svo mjög störf hlutaðeigandi stjórnar- valda. Alkunnar ætla jeg einnig að sjeu giptingar þær, sein sumir hafa skírt »hrekkjagiptingar«, en með þeim þokast ómagabyrðin af einni sveitinni yfir á aðra. Mjer hefir iengi sýnzt 10 ára dvalar sveit- festan miöa mjög til þess, að siga hverju sveitarfjelaginu upp á móti öðru. Hún er að minnsta kosti með fram orsökíþvi, að ötulleiki sveitarstjórnanna kemur hvað helzt ! til framkvæmda í því að hrinda byrðinni af sjer yfir á náungann án tillits til þess, i hvað hlutaðeigandi fátækling eða þjóðfje- laginu í heikl er fyrir beztu. Þá koma útgjöld í fátækra þarfir, sem ekki eru að eins óþörf heldur jafnvel ijót ur ómannúðarblettur á mannfjelaginu, en það er fátækraflutningsgjaldið. Gjald þetta er ekki sjerstaklega tilgreint í hagsskýrsl unum, en það mun ekki of í lagt að það sje 20,000 kr. á ári. Þetta fje leggja þá landsmenn í sölurnar til að skilja börn við mæður, konur við eiginmenn og til að rífa menn, eldri og yngri, opt og tíðum þaðan sem þeir eiga marga góökunningja, til að flytja þá til allra ókunnugra, af þvi að mönnum finnst nú eitthvað viðkunnanlegra að láta þennan þurfamanninn jeta fyrir sunnan, hinn fyrir norðan o. s. frv., þó þeir auövitað þurfi alstaðar jafnmikið að borða, ef þeir eiga að fá nóg. Auk þess er fá- tækraflutningurinn eins konar flakk að því leyti, að sýslur þær, er þurfamaðurinn er fluttur um, eiga að kosta ferð han« og fæði. Munurinnn er sá, að flökkurum er hver sjálfráður hvað hann gefur; en þurfamann, sem fluttur er fátækraflutning, er lögskylt að kosta. AUðvitað mun venjulegast farið vel með þurfamenn á flutningi þessum, þó út af því bæði hafi brugðið og geti brugðið. En svipur og viðmót þeirra, sem fyrir þessum hrakningi verða, ber þess venjulega ljósan vott, að þeir finna sárt til, eins og eðlilegt er, þar sem ofan á umkomuleysið og stund- um ástvina missi bætist eptirsjón eptir kunningjum og kviði fyrir að koma til ó kunnugra. (Niðurl.). Kveðja frá Gesti á Grafarbakka til Jóns í Múla. Mjer kom það óvart, að Jón minn fyndi eigi önnur tök á mjer en að fara í hárið; það hefir honum þótt riddaralegast. Betur hefði farið á því, að hann hefði hrakið það sem jeg sagði um verzlun Slimons og slikra kaupmanna, samanborið við umboðsverzlun Zöllners-Vídalíns. En af því það kom málinu við, hefir honum þótt variegra að fara fram hjá því. Meira gerir hann úr kunningsskap okkar en jeg þekki að sje. Samt hefði jeg talið mjer það æru, meðan hann bar »þjóðiiðshattinn« rjett, þann sem Sigurður í Vigur kvað um. Honum þóknast að heiðra mig með spá- manns nafni, og tel jeg mjer skylt að launa honum það með nýjum spádóini: að eptir því sem hann heidur lengra á þeirri braut, sem hann nú er á í fjársölu- og umboðs verzlunarmáiinu, eptir því verði meira djúp staðfest milli hans og vitrustu manna landsins. Ekki finn jeg þarft nje skylt að skýra tilvitnun mína til Einars Þveræings. Mjer er nóg að aðrir skilja, þó að hann hafi ekki önnur úrræði en að látast ekki skilja. Ekki tel jeg neitt að því, þó að hann setji mig á bekk með B. Kristjánssyni; því aldrei hefi jeg heyrt honum borin »óvönd ugheit«. Og jeg kýs heldur að sitja hjá ráðvöndum, þótt fátækur sje, en að sitja við allsnægta borð hjá ríkum óvönduðum. í öllu sparki hans I móti Birni Kr. finn jeg eina setningu, sem gladdi mig. Það er viðurkenningin um, að hann hafi verið barnalegur, þegar hann byrjaði þéssa nýju verzlunarkenpingu sína; því þaraf sje jeg, að honum hefir gefizt náð til að opna augun, þó ekki væri fyr en leiðarinn var kominn með hann ofan af musterisbustinni. En sú gleði min varð skámmvinn, þvíekki er enn að sjá, að hann ætli að snúa aptur sem fullorðinn maður og biðja freistarann að víkja frá sjer. Ullarverksmiðjan. Sýslunefnd Kjós- ar og Gullbringusýslu tók ágætlega í það mál á fundi sínum 21. þ. m.: samþykkti með öllum atkvæðum gegn 1 (Einari i Garðhúsum) 4000 kr. iántöku til fyrirtæk- isins,eins og sýslunefnd-Árnesiuga hafði áð- ur gert með aðrar 4000 kr. Eru þar með fongnar þær 8000 kr., er forgöngumaður fyrirtækisins, hr. Björn Þorláksson, hefir farið fram á. Verksmiðjuna hefir hann nú i hyggju að reisa í sumar, hjá fossinum í Varmá i Mosfellssveit, kippkorn fyrir of- an Varmárbæinn. Sjónleikirnir dönsku. Næst verður leik- inn i fyrsta sinn leikurinn Nitouche, mikið fjörugur og skemmtilegur, með ágætum ljóð- um (lögin eptir Hervé). Þar leika líka með 2 telpur hjer úr bænum. Sigling. Þessi kaupskip hingað kominfrá því síðast. Maí 20. »Vigilant« (88, Hasmussen) með ýms- ar vörur frá Khöfn til W. Fischers. 23. »Union« (111, Clausen) f'rá Khöfn (og Vestmannaeyjum) með ýmsar vörur til Bryde. 23. »Waldemar« (89, Albertsen) með ýmsar vörur f’rá Khöfn til W. Fischers. Útför Þörarins prófasts Böðvarsson- ar 22. þ. m., að Görðum á Álptanesi, var einhver hin fjölmennasta, er dæmi eru til hjer við sveitakirkju, — líklega hátt upp i 1000 manns; þar á meðal landshöfðingi, amtmaður, biskup og ýmsir embættismenn aðrir úr Iteykjavík o. ti., og allir prestar prófastsdæmisins. Biskup flutti húskveðju, en í kirkjunni. sem var tjölduð svörtu og ljósum prýdd og blómsveigum, einkum áltari og prjedikunarstóll, töluðu 4 prest- ar: dómkirkjuprestur og settur prófastur síra Jóhann Þoi kelsson, síra Þorkell Bjarna- son, síra Árni Þorsteinsson á Kálfatjörn, og aðstoðarprestur hins framliðna, síra Júlíus Þórðarson. Loks talaði biskup nokkur kveðjuorð yfir gröfinni og jós hinn framliðna moldu. Sálminn á eptir ræðun- uin í kirkjunni (»Ó, blessuð stund«) söng hinn framúrskarandi söngmaður.cand.theol. Geir Sæmundsson, solo; að öðru leyti stýrði dómkirkjuorganisti Jónas Helgason söngn- um og Ijek á hljóöfærið í kirkjunni, en Helgi kaúpmaður Helgason stýrði horna- blæstri við gröfina. Aflabrögð eru enn rýr hjer um slóðir, en þó nokkur. Vetrarvertíðin, fram til krossmessu, varð einhver hin rýrasta hjer við flóann, sem dæmi eru til. Þar á meðal brást Garð- sjórinn nær algerlega. Fengu þar sárfáir 1 skpds hluti; flestir aðeins1/^—3/i- Sama var í Leiru, og líkt á Vatnsleysuströnd, en nokkuð betra í Njarðvíkum og Kefla- vík. Á Innnesium meðalhlutir á að gizka 1—D/2 skpd. Betra nokkuö sunnan Skaga, og i Grindavík sæmileg vertið, og eins Herdisarvík. En i Þorlákshöfn ágætisver- tið, meðalhlutir um 1000 fiskar, og þolan- leg á Eyrarbakka og Stokkseyri, meðal- tal líklega um 500.

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.