Ísafold - 05.06.1895, Blaðsíða 2

Ísafold - 05.06.1895, Blaðsíða 2
190 Á ferðum mínum um Austurland síðast- liðið sumar sá jeg víða uppgróandi mosa- þembur, og opt sá jeg t. a. m. í einni einustu urð og er jeg gekk um mosa- þembu, öll þessi framfarastig gróðursins: sumstaðar sást ekkert annað en mosi, sumstaðar uxu ýmsar jurtir á víð og dreif í mosaþembunni, en sumstaðar var kominn allþjettur lyng-gróður, og var það helzt krækiberjalyng, bláberja- og aðalbláberja- lyng; sumstaðar var smákjarr farið að gróa, og var það ýmist fjalldrapi (Betula nana) eða hrís (Betula adorata); en sumstaðar voru grastegundir (gramineæ) búnar að ná yfirhönd yfir mosagróðrinum. Þótt hjer sje fljótt yfir sögu farið, vona jeg að menn skilji, hverja þýðingu mosinn hefir í gróðrarríki landsins. Þess skal og einnig getið, að þær mosaþembur, er liggja hátt upp til fjalla, gróa ef til vili aldrei upp, sjerstaklega ef þær liggja á hæðum eða klettum, þar sem lítið er um vatn, og eru til þess rökin tvenn: fyrst, að á þess- um stöðum geta að líkindum ekki þrifizt aðrar jurtir, en þessar mosategundir, því þær eru ágætlega útbúnar til að þola þurk og sólskin, og í öðru lagi, að þótt aðrar jurtir gætu þrifizt þar, þá er landið um- hverfis annaðhvort gróðurlítið eða gróður- laust, og þá geta engar jurtir borizt í þann jarðveg, er kann að myndast. En þar sem mosaþembur eru niðri á láglendí eða í hlíðunum, þá er það áreiðanlegt, að þær gróa upp fyr eða síðar. Mosaþembur eru allvíða á íslandi. Á Austurlandi er mikill mosagróður að sunn anverðu í Berufirði, Breiðdalsvík, Stöðvar- firði og Fáskrúðsfirði, og auk þess allvíða í urðum hingað og þangað. Aðalmosa- tegundin í mosaþembunum fyrir austan er Grimmia hypnoides; auk þess fann jeg þar aðrar Grimmiu tegundir; en miklu minna var af þeim. Khöfn í marzm. 1895. Helgi Jónsson. Frá utlöndum. Útlend blöð, er hing að bárust fyrir nokkru og náðu til 4. maí, fluttu þau tíðindi viðvíkjaði ófriðnum milli Kínverja og Japansmanna, að þrjú átór veldi Norðurálfunnar, Frakkland, Þýzka- land og Bússland, hefðu lagzt öll á eitt — sem sízt mundi við búizt — um að tjá Japanskeisara sinn vanþokka á, að hann áskildi sjer með friðarsáttmálanum við Kín- verja nokkurn skika af meginlandi þeirra. Talið óliklegt, að Japansmenn mundu á- ræða að skella skolleyrum við þeirri mála- leitan. Nú nýkomin blöð nokkurra daga seint í maímán. herma það heizt frjettnæmt, að neðri málstofa brezka þingsins heíur sam- þykkt aðskilnað ríkis og kii’kju í Wales með 192 atkv. gegn 173. — Jarðskjálptar miklír voru á allstóru svæði á Ítalíu um 20. síðasta mán., einkum i Flórenz og um- hverfis þá borg. Eignatjón hefir orðið mikið, fjöldi manna skaðazt, en fáir lífi týnt. Um ferðir Thyra, strandferðaskipsins, segir lausafrjett frá Khöfn, að út líti fyrir meira en iitinn glundroða á þeim í sumar: skipið hafi ekki átt að leggja af stað frá Khöfn I 2. ferðina fyr en 7. júní, í stað 16. maí, vegna viðgerðar eptir skemmdirn- ar í ísnum hjer síðast. þótt ólíklegt sje að í staðið gæti svo lengi á því lítilræði, og án | þess hugsað væri til að senda annað skip I í staðinn til þess að raska ekki reglu á ferðaáætluninni. Er það raunar ekki víst, að þetta sje áreiðanleg frjett; en ekki er það nema eptir öðru háttalagi gufuskipa fjelagsins við oss, og ætti ekki að verða til að letja oss að slíta tryggð við það, ef færi gæfist. Strandasýslu. norðanv. 29. apríl: Það er eigi opt, að í blöðunum komi frjettir frá oss hjer norðurfrá. og er það sjálfsagt af einhverri deylð og drunga, sem hvilir hjer yfir, og svo meðfram af því, að fátt mark- vert ber hjer til tíðinda. Samgöngur eru hjer fátíðari en annarstaðar, og því minna fjör og framsóknarandi en í sumum öðr- um hjeruðum, og má á mörgu marka, að hver hugsar mest um sjálfan sig, og mun svo vera í fleiri hjeruðum, jafnvel þótt eigi sjeu eins afskekkt og norðurhluti Stranda- sýslu, og bygðarmenn eigi ekki eins erfltt uppdráttar eins og hjer. Vissulega er bar- áttan fyrir lífinu í flestum árum hjer mjög erfið, og erfiðari en víðasthvar annarstaðar; fátt er af því, er gjörir lífið þægilegt, og sem þeim, er þægindum eru vanir, þykir með öllu ómissandi, og það er óefað, að hjer verða menn almennt að láta sjer lynda, að búa við þann skammt, er aðrir eigi mundu þykjast geta lifað við. Veturinn, sem nýlega er um garð geng- inn, var einhver hinn bezti og blíðasti, sem menn muna hjer; þó gjörði íköst með köfl um. Víðast hiefur verið snjólítið, og ekki mun hafa verið innistaða fyrir sauðfjje lengri en 8 til 10 vikur samtals, og á stöku stað, t. d. Dröngum, hefur eyðzt mjög lítið af heyi. Heyfengur varð með bezta móti yfirleitt síðastliðið sumar, og nýting góð, og eiga því allir meiri og minni heyfyrn ingar nú eptir veturinn. I haust, er ieið, voru kosnir 2 menn til að fara hjer um sveitina (Arneshrepp) og setja á hey manna og skoðunarferð fóru þeir á þorranum, og Ijetu vel yfir hirðingu fjárins hjá bænd um. Verði vorið eigi hart, má telja hjer óminnilega gott árferði frá því í fyrra vor. Fiskiafli var góður á Gjögri síðastliðið haust, og fengu sumir nokkuð á 2. þúsund til hlutar; en smár var fiskurinn. Áflatím inn var frá leitum til nóvemberbyrjunar, en þá þvertók fyrir afla allt í einu sökum gæftaleysis, og gaf aldrei eptir það. Salt fjekkst ekki í Kúvíkum (Reykjarf.) og varð því aflinn eigi eins notadrjúgur eins og ella hefði orðið, en harðfiskur var tekinn þar á 8 kr. vættin, og neyddust sumir til að láta hann með þvi verði, til þess að g'eta fengið korn. Fyrir norðan Gjögur aflaðist mjög lítið, enda er hvergi hjer eins hæg sjósókn eins og á Gjögri, þegar fisk- ur er á Reykjarfirði. Hákallsafli hefur i vetur að eins verið stundaður á 2 áttæringum, svo teljandi sje; áður voru hjer miklu fleiri skip, milli 10— 20 hjer innsveitis, _auk annara, er uppsátur höf'ðu á G)ögri. Á bæði þessi skip hefur aflazt talsvert. Annað skipið á Guðrnund- ur Pjetursson í Ófeigsfirði, hinn mesti dugn- aðar og útsjónarmaðnr hjer, og er hann sjálfur formaður. Hann hefur aflað rúmar 100 tunnur lifrar í þrem róðrum. Skips höfnin 11 manns. Hitt skipið er lítill átt- æringur, eign Guðm. Magnússonar á Finn- bogastöðum. A því skipi voru í vetur farnir nokkrir svokallaðir doggaróðrar, (þeg- ar ekki má skera hákall í sjó) og öfluðust rúmlega 100 hákallar með hjer um bil 16 tunnum lifrar, og nú seinna um 32 tunnur lifrar. Skipshöfn 8 manns. Þegar hafisinn rak inn fyrir páskana, voru drepnir rúml. 120 hnýðingar á Ing ólfsfirði og á flóanum þar úti fyrir. Marg ir voru um það og því lítið í hlut, en mik- ið af þvesti misstist á ísnum. Nokkur haf- íshroði er hjer enn með löuduin fram. — Sýslunefndarmaður vor hjelt fund fyr- ir páskana, áður hann færi á sýslufund, sem haldinn var 17. þ. m. Var honum falið að bera upp erindi hreppsnefndarinn- ar um að skipta Arneshreppi í 2 hreppa, og eru sagðar daufar undirtektir undir það mál á sýslufundi. Mál það hefur áður verið borið undir sýslufund fyrir nokkrum árum, en var þá stungið undir stól, sem kallað er. Auk þess, sem öll hreppsnefnd- in var á einu máli um það, að nauðsyn- legt sje að skipta þessum langa hreppi, sem er á öllum tímum árs illur yfirferðar, var leitað um það atkvæða hreppsbúa, og urðu 28 með, en að eins 12 móti, og er því ólíklegt, að það mál fái eigi framgang. A sama fundi voru kosnir 2 menn til að fara á hinn fyrirhugaða Kollabúðafund 6. júní næstk. Hjer er lítið hugsað um lands- ins gagn og nauðsynjar. Margir fyigja þó með tímanum, og lesa bæði blöðin og þing- tíðindin, og þó allir skynsamir menn óski eptir framförum og frelsi, þá ei u menn svo gætnir, að þeir álíta eigi allar breyt- ingar til batnaðar, og sumt sem frelsis- hetjurnar virðast leggja mikla áherzlu á meta menn gönuhlaup og til tjóns eins. Aukapóstur Strandasýslu hefir að und- anförnu nokkur ár gengið að ivrnesi, án þess þar hafi verið brjefhirðing; _en nú er farið fram á, að hann fari að Ófeigsfirði og að þar verði sett brjefhirðing, og hefir aukapósturinn nægan tíma til þess, og honum ætlað nóg fje til ferðarinnar. Hlut- aðeigandi póstafgreiðslumaður, sem heflr haft þessar ferðir, hefir sent ýmsa menn i þær, og látið þá hafa í tæripeninga að sagt er 6 krónur. nema í vetur; maður sá, sem farið hefir ferðirnar í vetur, Elíeser Eiríksson, mun hafa haft 15 krónur fyrír hverja ferð; hann hefir reynzt ötull og á- reiðanlegur. Og fyrst póstur getur ferð- azt fyrir 6—15 kr. frá Stað að Árnesí mun hann geta farið í Ófeigsfjörð fyrir lítið meira. Og þótt nú póstur _fari í Ófeigs- fjörð, er allt svæðið frá Ófeigsfirði að Horni póstlaust — og er það þó löng leið. Mjög eru menn óánægðir með, hvernig sýslusjóðsgjaldi þessa hrepps hefir verið varið að undanförnu,að mestu utan hrepps- ins, og það tómt kák, sem í hroppnum hefir verið unnið, en það eingöngu við Reykjarfjörð. Oss getur ekki skilizt að vjer eigum ekki heimtingu á, að sýslu- vegur liggi um endilangan hreppínn, að minnsta kosti í Ófeigsfjörð. Nú á seinni árum hefir verið talsvert gjört að auka- vegum með skylduvinnu; en þó er mjög rnikið ógert enn. Bókakaup eru lijer því nær engin og sakna menn þess, að geta eigi fengið keyptar hjer neinstaðar fræðibækur og skemmtibækar, því þótt menn sjeu fátæk- ir, muudu menn þó kaupa þcss háttar bækur, cf fáanlegar væru, og væri æski- legt að bóksalafjelagið i Reykjavík hefði hjer einhvern útsölumann, er menn gætu fengið bækur keyptar hjá og pantað bæk- ur hjá. Menntunarfýsn er orðin hjer tals- verð, einkum meðal unga fólksins, og eru ungu stúlkurnar ekki eptirbátar í því et'ni. Kaupmaður voi', J. J. Thorarensen, á lof skilið fyrir það, hve lítið hann flytur til verzlunar sinnar af áfengum drykkjum, og er víst eingin sölubúð út um laiidið, þar sem minna er selt af áferigi, og það sem selt er, er minnst keypt í þessari sveit; það eru útlendir fiskimenn, sem stundum koma á Reykjarfjörð, er hirða megnið af þvi. Síldarbeita ur íshúsinu hefir nú verið reynd af þilskipum hjer og borið hinn bezta ávöxt, það er til hefir spurzt. Jón skipstjóri Jónsson í Melshúsum kom fyrir fám dögum heim hingað á skipi sínu Njdli með mikið góðan afla, 11—12000, er hann haf'ði fengið mestallan og vænstan, 8000 af þorski, á skömmum tíma, tæpri viku, á 400 af síld úr íshúsinu, er hann hafði með sjer, en tók fyrir að kalla mátti undir eins og hún þraut. Hann vissi og til, að annað

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.