Ísafold - 05.06.1895, Blaðsíða 3
191
skip þeirra Framnesinga, Hjálmar, hafði
og aflað mætavel á síld, um 7000 á viðlíka
tíma. Er nú orðin mikil eptirspurn eptir
þessari ísvörðu síld; enda hefir Ishúsið til
um 20,000 af henni. Þeir fáu, sem reynt
hafa hana til beitu á opnum bátum, hafa
og haft mikinn hag af því.
Samsæti. Fyrir forgöngu amtmanns,
biskups, bæjarfógeta og 2 kaupmanna (W.
€hristensen og D. Thomsen) hjeldu nokkrir
bæjarmenn (um 30) hs. kgl. tign prinz Carl
og öörum yfirmönnum á herskipinu »Heim-
dal« veizlu í gærkveldi á hótel Island.
Amtmaður mælti fyrir minni konungs,bisk-
up fyrir minni heiðursgestsins og konungs
ættarinnar, prinzinn fyrir minni Islands,
með einkar hlýlegri kveðjusending frá kon-
unginum afa sínum, konsúll W. Christen
sen fyrii- minni danska herskipaliðsins og
»Heimdals«, yfirforingi C. A. P. Shultz fyrir
minni kvenna, biskup fyrir minni Dan-
merkur. Samsætið .stóð lengi yfir og fór
mjög vel fram.
Gufuskipið Cimbria, milliferðaskip
fiskifjelagsins Dan í Khöln, kom hingað í
nótt frá Skotlandi á leið til Önundarfjjarð-
-ar, tók hjer heilagfiski í íshúsinu, 150 lúður
frosnar, til sölu á Englandi, sem það ætlar
með ásamt öðrum fiski til útlanda af ön-
undarfirði annað kveld.
Kópsíld. Undanfarna d»ga hefir mikið
af kópsíld flykkzt hjer inn í höfnina, og
á eptir henni hafa komið fuglar og nokkur
smáhveli. Einn bátur þríhlóð af henni á
svipstundu 1. þ. m. Til veiðarinnar var
notað kópsíldarnet frá Noregi. Síld þessi
er talin hin bezta beita, sem til er, og er
því mikilsvert fyrir fiskiveiðarnar, ef unnt
væri að hafa hana ávallt til taks.
Að sumrinu til geta fiskimenn náð í
hana sjálfir á sjónum, ef þeir hafa vörpur
þær sem við eiga, en á vetrum ættu þeir
að geta keypt hana í íshúsinu. Beitu-
geymsla þessi er eitt af því, er bezt mun
sýna þörfina á og hagnaðinn við að eiga
ís- og frystihús.
D. T.
Um Þingvallafundardaginn kvað nú
samkomulag orðið með þeim fjelögum
hvorumtveggja, vestra og nyrðra, er boð-
að hafa fundinn: að hann skuli vera 28.
júni (en ekki 25.).
Dagsetning var skökk á nokkru upplaginu
af Isafold síðast og tbl. sömuleiðis: miðvikud.
29. mai (og) 46. tbl., í stað laugard. í. júni
(og) 41 tbl.
Proclama.
Samvæmt op. br. 4. jan. 1861 og lögum
12. apríl 1878, er hjer með skorað á alla
þá, sem telja til skulda í dánarbúi prófasts
Þórarins Böðvarssonar, er andaðist í Görð-
um á Alptanesi hinn 7. þ. m., að tilkynna
okkur undirskrifuðum myndugum erfingj-
um hans skuldakröfur sínar innan 6 mán-
aða frá síðustu birtingu þessarar auglýs-
ingar.
Hafnarfirði og Reykjavík, 30. maím, 1895.
Jón Þórarinsson, Kristján Jónsson,
1». Kgilsson.
Hjer meö auglýsist, að sýslanin
sem aðalpóstur milli fsafjarðar og
Hjarðarholts í Dölum er laus frá 1.
október ímstkomandi. Þeir, semkynnu
að vilja sækja urn þessa atvinnu, verða
að hafa sent umsóknarbrjef sín annað-
hvort til póststofunnar í Reykjavik eða
póstafgreiðslumannsins á ísafirði fyrir
1. júlí næstkomandi; umsækjendur verða
að skýra frá,, með hverjum kjörum þeir
vilja taka að sjer póstferðir þær, sem
hjer er um að ræða, og láta vitnisburði
frá áreiðanlegum mönnum fylgja um-
sóknarbrjefum sínum.
Skrifstofu Yesturamtsins og póststofu Reykjavikar
28 maí 1895. .
J. Havsteen. O. Finsen.
Hjalpræðisherinn. Almonn samlcoma hjor í
ö.-T.-húsina föstudag 7. þ. mán. kl. 8>/s, og í Hafnar-
firði priðjudag 11. þ. m. kl. 5 (en ekki laugardag 8.
þ. mán.
Tlieatret i Reykjayík.
I morgen Aften Benefice for Hr. Carl
Petersen. Forestillingen overværes af
Hans Kongelige Höjhed Prins Carl.
Þakjáru.
Þeir, sem þurfa að kaupa þakjárn og
geta beðið þangað til »Laura« kemur næst,
ættu að leita til mín áður en þeir kaupa
annarsstaðar. Það mun borga sig.
Ásgeir Sigurðsson.
----------- ---——------------fr---
Vottorð.
Hr. Waldemar Petersen, Fredrikshavn
Jeg hef í meira en 30 ár haft verki fyrir
brjósti, taugaveiklun, hjartslátt m. m. Hefi
jeg leitað ýmsra lækna og brúkað mikið
af meðulum og Brama lífs-elixír, en allt
til ónýtis.
Loksins datt mjer í hug að reyna yðar
heimsfrœga Kina-lífs elixír, og hef jeg síð-
an orðið vör við mikla hreytingu til batn-
aðar; hann hefir linað verkinn og dregið
úr veikindaköstunum hvenær semjeg hefi
neytt hans. Jeg hefi eitt 16 gl. alls og er
sannfærð um, að til þess að halda við
heilsunni hlýt jeg að halda áfram að hrttka
elixírinn.
Rauðarhól pr. Stokkseyri 15/9 ’94
Madm. Guðvún Ljenarðsdóttir.
Kína lífs-elixírinn fæst hjá flestum kaup-
mönnum á íslandi.
Til þess að vera vissir nm. að fá hinn
ekta Kína lífs elixír, eru kaupendur heðnir
V P
að líta vel eptir því, að —þ— standi á flösk-
unum í grænu lakki, og eins eptir hinu
skrásetta vörumerki á flöskumiðanum: Kín-
verji með glas í hendi, og firma-nafnið
Waldemar Petersen, Frederikshavn, Dan-
mark.
Bókbandsverkstofa
ísafoldarprentsm. (Austurstr. 8)
— bókbindari Þór. B. Þorláksson —
tekur hækur til bands og heptingar.
Vandað hand og með mjög vœgu verði
40
»Já!« svaraði jeg svo stillilega sem mjer var unnt.
»Eigum við að tefia eina skák?«
Hann svaraði engu, en settist við borðið andspænis
mjer, lagði skammbissuna gætilega á borðið, rjett lijá
hægri hendinni á sjer, og sagði með trámunalega djöful-
legum svip;
»Þjer teflið um líf yðar. Ef jeg vinn, þá skýt jeg yð-
ur tafarlaust. Ef þjer vinnið, þá skýt jeg sjálfan mig«.
Og hann skoðaði skanombissuna vandlega, eins og hann
væri að gæta að þvi, hvort það væri nú áreiðanlegt, að
hún væri hlaðin.
Lesarinn mun geta gert sjer í hugarlund, hvernig
mjer hafi orðið iunanbrjósts við að heyra þessa tvo kosti,
sem fyrir hendi voru. Menn geta getið því nærri, hvernig
jeg hafi kunnað við það, að sitja um miðnætti við skák-
borð hjá vitlausum manni, vopnuðum, setn fáeinum augna-
blikum áður hafði tekið það fram eiustaklega rólega, að
hann ætlaði að skjóta mig, ef hann ynni. Það var voða-
legt að komast í slikt! Jeg vissi það, að mjer hætti við
að gera glappaskot, svo að jeg tapaði, enda þótt ekkert
óvenjulegt væri á seiði, og það þegar jeg tefidi við menn,
sem voru lakari skákmenn en jeg._ En það er ekki auð-
velt að lýsa tilfinningum minum nú, þar sem jeg vissi,
að hvenær sem jeg ljeki skakkt, þá yrði það minn bani.
Mjer flaug ótalmargt í hug. Var því í raun og vcru
37
veikraspítala og stýrði honum sjálfur. Jeg lieimsótti hann
þar og var hjá honum nokkra daga, og höfðum við þetta
kveld tefit nokkrar skákir og skemmt okkur mætavel
við það. Við vorum búnir með síðustu skákina, og vorum
að hjala saman um starf hans sem spitalalæknis og sjúkl-
ingana hans. Meðan við vorum að rabba saman sagði
læknirinn mjer sögu um skák, er tveir geðveikir menn í
spítala hans hefðu teflt, og út úr henni spannst fyrsta
spurningin mín.
Skörnmu síðar yfirgaf læknirinn mig og fór að hátta,
en jeg sat kyr til þess að skrifa nokkur brjef, sem mig
langaði mjög til að kæmust af stað með fyrsta pósti morg-
uninn eptir. Nokkrar mínútur sat jeg og horfði á vindla-
reykinn, sem jeg bljes út úr mjer, og var að hugsa um,
hvað það væri kynlegt að láta geðveika menn tefla skák.
Svo hagræddi jeg mjer í stólnum og fór að byrja á brjefa-
skriptum raínum.
Jeg hafði setið þarna skamma stund að eins, þegar
jeg lieyrði einhvern taka í hurðarsneriiinn; svo var dyr-
unum lokið upp, og einhver kom inn. Jeg leit upp og
bjóst við, að sjá doktor Charleyr En jeg bar ekki minnstu
kennsl á manninn, sem stóð þarna frammi fyrir mjer, og
varð alveg forviða. »Þetta er sjálfsagt einn at aðstoðar-
mönnum læknisins, sem jeg hef ekki sjeð fyr«, hugsaði
jegmeð mjer, en í sama bili datt injer i hug, aðþað væri