Ísafold - 05.06.1895, Blaðsíða 1

Ísafold - 05.06.1895, Blaðsíða 1
Kemurútýmisteinusinni eíla tvisv.íviku. Yerð árg.(80arka minnst)4kr.,erlendis5kr. eða 1'/» dolí.; borgist fyrir miðjan júlí (erlendis fyrir fram). ÍSAFOLD. Uppsögn (skrifleg) bundin við Aramót, ógild nema komin sje til útgefanda fyrir l.oktober. Afgreiðslustofa blaðsins er í Austurstrœti 8. Reykjavik, miðvikudaginn 5. júni 1895. XXII. árg. Vormissirinn. Kynlegt má það þykja og kynlegt mun það þykja þeim, sem ekki eru fullkunnug- ir islenzka búskaparlaginu gamla, að eptir jafnbliðaú vetur og þann, er nýlega er um gai ð genginn, skuli skepnuhöld vera mjög víða hjer um Suðurland að minnsta kosti töeð langversta móti, ekki betri en í mikl- Bffi harðindúm. Illa báru menn sig í vetur undan bráða- pestinni, svo sem von var En hálfu meiri búhnekkir er þó að »vormissinum«, sem svo er kallaður. Einhver kom upp með það í vetur, að safnað væri skýrslum um land allt um tjónið af bráðapestinni, til fróðleiks og at- hugunar síðar meir. En ekki mundi minna í varið að fá skýrslur um vormissinn, þótt enginn hafi, svo kunnugt sje, komið upp með það. Það leggst líklegast í menn, að ekki mundi auðhlaupið að því að fá slíkar skýrslur rjettar eða nærri rjettu lagi. Það yrði lík- legast ekki vinsælt verk að safna þeim. Hætt við að framtalið sumra yrði þar ekki öllu áreiðaniegra en þegar talið er fram til tíundar, og er þá langt til jafnað. Þeir munu hafa veður af því, að ekki sje forsjóninni einni um að kenna vormiss- inn. Bráðapestina hika menn alls ekki við að skrifa í hennar reikning alveg eins og hún er; þar draga þeir ekkert undan, og bindast eigi þungra orða um það óvið- ráðanlega ólán. Um hitt eru þeir lág- mæltari og fámálli. Það stendur einhvern- veginn þann veg á því. En fengist — á einhvern yfirnáttúrlegan hátt — einlivern tima rjettar skýrslur um vonnissinn hjer á landi t. d. um 10 ára tímabil, ásamt öllu óbeinu tjóni af honum, þá mundi mönnum blöskra þær tölur. Landssjóðsgjöldin, sem margir bera sig aumlega undan, mundu smá á þeim metum. Faraldurinn á vorin er skírður ýmsum nöfnum og að nokkru leyti rjett. Það er talað mikið um lungnaveiki, niðurgang, ó- þrif o. fl. En það mun fiestra búfróðra manna mál, að hinn rjetti samnefnari fyrir öll þau brot eða flestöll sje — hor. Hor er fleira en beinn sultar uppdráttur. Það er talað um hallærissóttir á mönn- um, t. d. hungurtyfus o. fl.: ýmsar sóttir, sem ýmist stafa beinlínis af ónógu og illu viðurværi, eða verða næmari og skæðari fyrir það en ella mundi. Sama lögmáli eru skepnurnar vitanlega háöar. Ýms veikindi, er þeim verða að fjörlesti — á vorin, eru eins undir komin." Það ber lítið ©ða alls ekkert á þeim á þeim heimilum, Þar sem skepnur hafa nóg fóður og gott, °g góða hirðingu. Og þegar sá tími kem- úr, að góð meðferð á skepnum verður al menn, munu kvillar þessir hverfa að inestu úr sögunni. Um þennan siðastliðna vetur er það að segja, að þó að dæmi sjeu þess, að jafn- vel merkisbændur hafi komizt beinlinis í fullkomin heyþrot á útmánuðum, þá er hitt þó miklu almennara, að menn hafa verið heybirgir fram úr að vöxtum, en heyin eptir hin dæmafáu votviðri i fyrra sumar svo kraptlaus, að skepnur hala haft alls ónóga næringu af þeim, samfara hinum altíðkaða útigangi, semerþví ónýtari, sem jörð er lengur ber. Hin illa lenzka í bú- skap hjer, að taka fjenað seint á gjöf og ekki algjörlega fyr en eigi nær lengur til jarðar, kemur háskalegast niður þegar hey eru ljeleg. Því hefir farið sem farið hefir í þetta sinn. Veðurblíðan í vetur orðið hefndargjöf. Satt að segja mun og þekking búmanna bjer á næringargildi skepnufóðurs harla ábótavant. Þótt þeir hafi hugmynd um mikinn mun á góðu heyi og slæmu, vel verkuðu og hröktu, þá er hún svo ógreini leg, að þeir vita stundum eigi fyrri til en skepnur eru farnar að horfalla hjá þeim með fullri gjöf, sem kallað er. Orsökin er sú, að vantað hefir í fóðrið eitthvert það efni, er skepnan mátti eigi án vera til þess að geta þrifizt. Eina ráðið til að hjálpa sllku við, þegar eigi eru fyrningar af góðu hevi til að b:egða fyrir sig suman við, virðist vera að afla sjer kornmetis til skepnufóðurs. Yitanlega er mjög illt að koma þvi við sumstaðar vegna örðugra að drátta; en víðast mun það samt svara margfaldlega ko3tnaði: einsýnn búhnikk- ur að verja nokkrum kindum að haustiuu ti! þess að kaupa fyrir korn í því skyni að geta farið almennilega með hinar, scm eptir eru. Hvort sem hin megnu óþrif i fje, sem eiga munu drjúgan þátt í vormissinum i sumum sveitum hjer syðra í þetta sinn að minnsta kosti, eru talin með horkvillum eða eigi, þá eru þau greiniiega handvömm manna að kenna. Menn vanrækja yfirleitt algjörlega að baða fje sitt, — hættu því von bráðara eptir að af þeim rann mesti geiguiinn við »sunnlenzka kláðann« skæða, og vita góðir búmenn þó og kannast fylli- lega við, að baðanir svara kostnaði, þótt um engan óþrifakvilla sje að tefia, hvað þá heldur ef óþrifin steindrepa skepnur fyrir mönnum og gera þær sem lifa hálfu gagnsminni en ella. Það verður í stuttu máli ekki varið, að hin stórkostlegu skepnuvanhöld nú, eptir annan eins vetur, eru yfirleitt harla sorg- legur vottur um hraparlegt íramfaraleysi í búnaði hjá oss, þrátt fyrir alla bu-frceði og framfara hjal. Þar er breyting til batn- aðar eitt hið fyrsta viðreisnarskilyrði fyrir 48. blað. efnahag þjóðarinnar. Það er áreiðanlegt, að með sama lagi og verið hefir verðum vjer sömu öreiga-aumingjarnir næsta manns- aldur áfram, og hver veit hvað lengi? Ráðin til umbóta þekkja menn yfirleitt nægileg; en það sem oss skortir er ráð- festa, kjarkur og dugur til að beita þeim. Mosaþembur. I. Mosaþemburnar gróa upp. í hraunum og stórgrýttum urðum byrjar gróður venjulega á þann hátt, að stein- arnir verða smám saman þaktir skófum (Lichenesj. Næringarefni þau, er jurtir þessar þurfa að fá úr jarðveginum, taka þær úr steininum og þannig eyðist yfir- borð steinsins, verður smá holótt og hrufótt. Skófirnar deyja smám saman og myndast þá af þeim jarðvegur í hrufum steinanna. Vatnið hjálpar einnig til og myndar á yfirborði steinsins sprungur, rispur og smá- holur. Ur sprungubörmunum falla opt smáir steinmolar niður í sprunguna, og þar safnast einnig saman margs konar dust, er vindurinn ber með sjer, og mynd- ast þannig jarðvegur. Eptir það geta aðrar jurtir farið að vaxa á steininum, í holunum og sprungunum, og er þá venju- legt að mosarnir koma fyrst. Þeir fylla holurnar og sprungurnar smám saman, og breiðast því mest út yfir steininn og þekja hanu opt að meira eða minna leyti. Opt eru steinarnír alþaktir mosa, einkum minni steinarnir, en á stóru steinunum finnast opt misjafnlega þjett settir mosaskúfar, og á milli þeirra skófna gróður. í gjótum og holum milli steinanna nær mosinn fyrst algjörlega yfirráðum og er það altítt í urðum, að maður veður f ökla hið gljúpa og dúandi mosalag. Úr gjótunum færa mosarnir sig aptur upp á steinana og hylja þá með tímanum að meira eða minna leyti, og alveg hina minni steina. Mosar æxlast mjög fljótt og eitt mosa- lagið myndast ofan á annað; hin neðri rotna og mynda smám saman moldarlag, og þegar svo langt er komið, deyja mos- arnir út, því þeir þrifast ekki í moldar- jarðvegi; en þá flytjast aðrar jurtir í þennan jarðveg og ná þar yfirhönd. En auðvitað þarf langan tíma til þess, að stórar urðir og hraun grói upp, þótt mosi sje þar næg- ur og hafl þegar myndað jarðveg, því opt er það, að umhverfis þessa staði er gróður- snautt, og þá eru fræin fá, er geta borizt í urðina eða hraunið, en þau berast með vindi og skepnum og á ýmsan annan hátt,. Það væri ekki ólíklegt að það hefði góðan árangur, að sá í mosaþemburnar, sjerstak- lega ef moldarlag er farið að myndast, frœi af þeirn jurtum, er geta þrifizt í. þannig löguðum jarðvegi.

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.