Ísafold - 08.06.1895, Síða 2

Ísafold - 08.06.1895, Síða 2
194 frumvarp, og marga þeirra vilja yrkja upp á nýjan stofn, svo menn bið.ji um það sem þeir geti verið ánægðir með, ef fengist. Magnús Blöndal vildi halda fast við stjórnarskrár frumvarpið. Kostnaður við hina fyrirhuguðu stjórn rýrðist við afnám ýmsra embætta, og frumvarpið væri í flest um greinum frjálslegra en stjórnarskráin. — Kvaðst með auknum samgöngum á sjó, en móti fjárframlögum til járnbrauta, sem mundu hafa allt of lítið að fiytja. Hugði heppilegra að komast að góðum samning- um um skip við fjelög eða prívatmenn, en að landið keypti skip. — Var með lækkun á kaffi- og sykurtolli og með álnavörutolli, en móti eptirlaunum, nema þeim er sam- þykkt væru með sjerstökum lögum; vildi takmarka embættismannagjafsóknir mjög, en ekki afnema þær með öllu. — Taldi ranglátt að svipta Sktíla Thóroddsen em bætti, þar sem hæsti rjettur hefði sýknað hann. — Vildi láta konur fá þingkosningar- rjett. — Vildi gefa sveitunum vald til að banna innflutning og sölu áfengis, en mót- fallinn áfengisbanni, er næði yfir land allt. — Vildi auka hluttöku safnaða í veit ingu brauða þannig, að kosið sje um alla umsækjendur. Hannes Hafstein var meðmæltur því að sveitirnar fengju vald til að útiloka áfengi, enda væri það í samræmi við annað hjer aðavaJd, sem nú ætti sjer stað. — Kvað naumast við því að búast, að brauðaveit ingar yrðu með öllu fengnar söfnuðunum, með því að prestar hefðu mörg veraldleg störf á hendi. Ef til vill raætti þó auka vald safnaða með því að yfirvöldin Ijetu sjer nægja að nefna þá frá, er þau teJdu öhæfa. Jón Þórarinsson, alþm., lagði þá spurn- ing fyrir Magnús Blöndal, hvort hann hef'ði hugsnð sjer, hvað þingið skyldi gera við »Skúla málið«. Þingmannsefnið skoraðist undan að svara. Mosaþembur. II. Mosnrif. (NiÖurl.). Það er alltítt, að menn rífa mosann, ýmist til eldsneytis eða til að troða milli þilja eða milli þils og veggjar í hú3um og í reiðingsdýnur; og er engan að ásaka fyrir það, þótt hann vilji hagnýta sjer mosann; en hitt er ófyrirgefanlegt, að menn skuli ekki hagnýta sjer mosann á þann hátt, sem arðsamast er og bezt fyrir alla. Og hvað eiga menn þá að gjöra við mosann ? Þessu er fljótsvarað. Það á að láta mosann vera kyrrán þar sem hann er, og rífa hann alls ekki. Jeg vona, að menn skilji af því, sem jeg þegar hef sagt, að mosaþemburnar gróa upp, og með tímanum kemur þar upp beitiland fyrir fjenaðinn og sumstaðar slæjur. Ef beitiland og slæjur einhverrar jarðar aukast, þá er það deginum ljósara, að jörðin hækkar í verði, verður arðsam- ari og betri eign, ber stærra bú o. s. frv. Jeg veit ekki, hvað íslenzkum bónda er arðsamara og betra, en að f'ara vel með sína ábúðarjörð og bæta hana; því meir sem hann bætir jörð sína, því stærra bú getur hann haft, og því betur líður honum. En að níða niður jarðir og skemma þær, hefir í för með sjer ómetanlegan skaða, bæði fyrir eigendur jarðanna og þá bænd- ur, er taka við þeim skemmdum. Jcg vona, að íslendingar fari að verða svo byggnir, að þeir hugsi ofurlítið um gagn niðja sinna ; að minnsta kosti vona jeg, að þeir hafi svo mikla sómatilfinningu, { að þeir roðni við að hugsa til þess, að ! niðjar þeirra lesi í sögu íslands, að for- 1 feðurnir hafi verið svo latir og framtaks- ! lausir, að þeir hafi brennt upp jarðvegin- um kring um kotin sín, af því þeir nenntu ekki að afla sjer eldiviðar á annan hátt. Það er annars illt og broslegt að hugsa I til þess, hve illa er farið með landið okkar. Fyrst höggva menn skógana eins og heimsk ingjar, og brenna hverri hríslu, er þeir ná; því næst rífa þeir lyngið og víðirinn undir pottinn. Þegar þeir hafa eytt öllum trjá- plöntum og sjeð, hvernig landið eyðist og blæs upp sökum þess, hve óviturlega þeir hafa höggvið skóginn, þá geta þeir ómögu- lega þolað að sjá landið gróa upp á öðr- um stöðum, og þjóta í mosaþemburnar og stinga þeim undir pottinn sinn. Það er þetta gamla, hugsunarlausa ómennskumók. sem aldrei ætlar að yfirgefa landið okkar og þess vegna hrifsa menn það, sem er hendi næst, undir ketilinn, hversu illar og skaðlegar afleiðingar, sera það kann að hafa. Menn ættu helzt að lofa hinum litlu skógarleifum okkar og lynginu að vera í friði, og snerta ekki við mosaþembunum; þess gjörist og engin þörf', því allvíðast á íslandi er mótak, og geta menn haft mó- inn til eldsneytis. Sje ekki mótak á ein- hverri jörð, getur bóndi keypt sjer mó- skurð annirsstaðar. Að endingu skora jeg alvarlega á eig- endur og umráðamenn jarða, að setja í byggingarbrjef þau, er þeir gefa leigulið- um sínum, svohljóðandi grein: Mosa þann, er vex á láglendi og í hlíð- unum, má ieiguliði alls ekki rífa eða eyða á nokkurn hátt, en úr mosaþembum, er liggja hátt uppi á fja.lli (fyrir ofan brúnir), má hann taka mosa til að troða í reið- ingsdýnur sínar og milli þilja i timburhús, er hann kann sjálfur að reisa á jörðunni. Öll mosasala er harðlega bönnuð; sömu- leiðis er leiguliða bannað að gefa mosa af jörðunni, og harðlega bannað að hafa hann til eldsneytis: Sje út af þessu brugðið, heflr leiguliði fyrirgjört ábúðarrjettinum, og verður auk þess að greiða skaðabætur fyrir þau landsspjöll, er hann hefir gjört, eptir mati óvilhallra dómkvaddra manna. í raun rjettri er auðvitað mosarif út- byggingarsök, því mosarif er landspjöll og landspjöll er útbyggingarsök; en það er ekki nógaðleggja einungis útbygging við mosarifi, því eyðing mosans rýrir verðmæti jarðarinnar, og verður eigandi því að fá það bætt. Á sumum mosajörðum er mík- ill hluti landeignarinnar þakinn mosa, og með mosarifi má þar á skömmum tíma gera jörðina einskisvirði; þar sem svo stendur á yrðu skaðabætur miklar, eins og rjett er. Sömuleiðis ættu menn i byggingarbrjef- um að banna að ríí'a hrís, lyng og víði. Jeg veit til þess, að einn maður hefir bannað það í öllum byggingarbrjefum, er hann hefir samið; er það lofsvert og ættu allir að gjöra það. Khöfn í marzm. 1895. Helgi Jónsson. Hjeraðsvatnabrúin. Brúin á eystri Hjer" aðsvötnum við Hegranes albúin og vígð af sýslumanni Jóhannesi Ólafssyni á sumardag- inn f'yrsta, 25. apríl; var viðstatt á 4. hundr- að manna, enda var veður fagurt og kyrrt. Var það hin bezta skemmtun. Þar var söng- ur og síðan dans. Þar var sungin »Brúar- drápa», og 3 önnur mjög góð kvæði flutt; eitt eptir greindarbóndann Jónas Jónssoni Hróars- dal, er hann flutti sjálfur. Auk sýslumanns fluttu þeir ræður Guðmundur læknir Hannes- son og Jósep búfr. og hreppstjóri Björnsson i Asgeirsbrekku. Sýslumaður talaði einkum um þá ánægju og þá miklu fyrirgreiðslu, sem þessi mikla framför hefði í för með sjer, og hver sómi og gleði það væri fyrir oss, að vinna þannig í haginn fyrir eptirkomendurna, eins og það á hinn bóginn væri sorglegt, hve f'orfeðurnir heíðu ekkert unnið í h»ginn fyrir oss. Læknirinn benti mönnum einkum á, hve miklu mætti koma fram með eindrægni; þeg- ar almenningur tæki höndum saman, þá rnætti koma stórmiklum málefnum áfram, til hag- sælda og ánægju, og kom hann með dæmi frá öðrum löndum þessu til skýringar og sönnun- ar. Hreppstjóri Jósef B.jörnsson tók fram hina fjárhagslegu hlið málsins, og sýndi skýrt og röksamlega fram á, hve mikið fje árlega mundi sparast við þessa brú, miðaö við mannfjölda þann, sem býr austan megin Vatnanna, og þarf' að sæk.ja vestur yfir vötnin, með því að miðpunktur fjelags- og viðskiptalífsins er orð- inn á Sauðárkrók; tók hann um leið tillit til þess tímasparnaðar, sem brúin veitir; taldist svo til, að sparnaðurinn gæti ekki orðið minni en nær 2000 kr. á ári til jafnaðar, með því að fólkstalan í sýslunni er uú við nýár rúm 4200, og þar af er nær helmingur að austan- verðu við vötnin. Ferjutollur yfir þessi Vötn var fyrir lausriðandi mann eina ferð aptur og fram 1.05, og mun því sparnaðurinn við brúna eigi of' hátt talinn, þegar á allt er litið, þótt margt af þessu fólki þurfi raunar aldrei á ári yfir Vötnin, en sumir þurfa aptur opt. — Síð- an brúin kom á, hefir verið nær óslitin ferð yfir hana, og er það miklu meiri umferð en fyr. Lýsing á brúnum. Aðal-brúin yfir Hjer- aösvötnin er 110 áln. á lengd og 33/4 al. á breidd, utanmál; pallurinn er úr 3 þumlunga plönkum og grindur utan ineð; brú þessi stend- ur á 4 trjestólpum og á austurbakkanum á grjótstöpli 25 áln. löngum og 3x/a ál. háum; stólparnir eru gjörðir úr 10—12 ál. löngum trjám og 10 þuml. digrum, reknum 7—8 fet ofan í grunninn; í tveimur þeirra eru 8 stoð- ir og í tveimur 5 stoðir, og um 2 ál. milli stoða, sem aptur eru saman tengdar með laus- holturn og skakkskífum. Við vesturenda brú- arinnar er grjótstöpull hlaðinn smálækkandi, tekur þá við hörð sandeyri, og er eptir henni lagður 5 áJ. breiður grjótgarður 2J0 ál. langur, til varnar þess, að Vötnin rífi eviina. Þá kemur bin minni brú yfir kvísl viö vestur- bakka Hjeraðsvatnanna, 20 al. löng og jat'n- breið, en nokkru veikari; við báða enda henn- ar eru grjótstöplar. Brýrnar eru 2 ál. íyrir ofan vatnsfiöt í flóð- um og er yfirbygging (sperrur) á báðum. Kostnaðurinn nær 8,000 kr., eins og nú stendur (ekki 10,000 kr. sbr. ^ÞjóðóIfc). Yfir- smiður var Bjarni Einarsson (úr Borgarfirði). Suinardagurinn fyrsti var því rniklu meiri gleðidagur fyrir oss nú, en nokkru sinni tyr. Ytri-Eyjarskólinn. Hinn 17. maí var haldið samsceti á Ytri-Ey í Húnavatnssýslu, er fröken Elín Briem hætti forstöðukonu- störfum við kvennaskólann. Komu þar sam- an auk ýmsra annara flestir, sem einhver skipti höíðu haft við skólann, svo sem stjórnarnefnd

x

Ísafold

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.