Ísafold - 22.06.1895, Blaðsíða 1

Ísafold - 22.06.1895, Blaðsíða 1
Kemur átýmisteinu sinni eða tvisv.i viku. Verð árg.(80arka minnst) 4 kr., erlendis 5 kr. eða l’/a doll.; borgist fyrir miðian jáli (erlendis fyrir fram). ISAFOLD Uppsögn(skrifleg)bundin við áramót,ógild nema komin sje til útgefanda fyrir l.oktober. Afgreiðslustofa blaðsins er í Austurstrœti 8. XXII. árg. Reykjavík, laugardaginn 22. júni 1885. 53. blað. Nýir kaupendur að siðara belming þessa yflrstandandi árgangs ísafoldar (frá júlíbyrjun til árs- Joka), minnst 40 blöðum, sem kostar að eins 2 kr., fá í kaupbæti 2 síðustu ár- ganga Sögusafns ísafoldar, 1894 og 1895, um tuttugu arkir. Reykjavík 22. júni 1895. Karl XI. Svíakonungur á að hafa spurt Dala-bóndaá þingi, einhverju sinni er kon- ungur var búinn hinum dýrlegasta skrúða sinum, hvort hann hefði nokkru sinni á sefinni sjeð neitt dýrmætara. »Sjeð hefjeg það«, anzaði karl: »þriggja daga vorrign- ingu«. Það hefir margur spekingur aldrei talað snjallara sannmæli. Það er dýrmæt ur hlutur, góð gróðrarskúr. Það er dýr- mæt veðráttan hjer um þessar mundirrmegn sumarhiti með glaðasólskini dag eptir dag, en dögg á nóttu, ofan á óvanalegar væt- ur áður i vor. Gróðurinn þýtur upp og þróast nær óðfluga. Viðlika árgæzku á landi að frjetta hvaðanæfa. Heldur þurka- samt að vísu nyrðra, meðan hjer gengu rigningar fyr í vor; en líklega komið væt- ur þar, er lijer þornaði. Það hef jeg marg-sagt og sný ekki apt- ur með þáð — að mikið kák er hún, þessi nýja stjórnarskrá, sem þeir eru að banga saman eða hafa verið að á undanförnum þingum. og æt!a svo að verða vitlausir út af að ekki fæst staðfest. Þarna láta þeir standa í henni ár eptir ár og þing eptir þing aðra eins apturhaídsfjarstæðu eins og það, að stjórnin (landstjóri) geti vikið embættismönnum frá, og að þá fari um •'ptirlaun þeirra sem lög mæta fyrir,— nefnil. að þau greiðist úr landssjóði. Bliklir bjálfarhafa þeir verið, þessir stjórn- arskrárfrumvarpssmiðir, að sjá ekki i bendi sjer, hvílíkur voði getur af öðrum eins lögum stafað. Var það ofinikil hugvits- raun fyrii' þá að orða þnö á þá leið, að ef iandstjóri viki embættismanni frá, skyldi hann greiða hoiium ríflcg eptirlaun úr sj dfs sín vasa og auk þess missa sjálfur embætti sitt eptirlaunaláust, ef fyrir þvi væri að minnsta kosti 9 atkvæða p.jóövilji i ekki færri en 10 hreppum landsins? Kennari nær liálfa ö!d. Kennari við aðalsköla landsins. Lærifaðir allra em bættismanna landsins nema eins. Em- bættisaldurinn nærri jafnhár aldri Reykja- vikurskóla. Fáir eiga likan feril að baki, engiun sam». Þrautgóður, kjarkmikill, stofnufastur, einarður, ósjerhlíttnn,'ötull og árvaktir í embætti sínu hefir hann verið alla tíð, allan þann langa aldur, hinn virðulegi öldungur, yfirkennari Halldór Kr. Fnðriksson, setn nú beiðist lausnar, eins og getið var 1 síðasta blaði, lúinn að vísu, en furðu-ern þó eptir aldri. Hann hefir vel til hvildar unnið, prettalaust. Hver ætlar á, hve mikið framfarafræ- korn það getur verið, ishúsið hjerna í Reykjavik og ísgeymsian? Hvað er lik- ara en að það bylti við og hleypi stór- kostlega fram ððrum aðalatvinnuvegi lands- ins, sjávarútveginum? Þetta, að eiga kost á úrvals-beitu á hvaða tíma árs sem er og hvernig sem á stendur. Það er síldar- beitan, síldin isvarin. Það er ólikt eða að þnrfa að safna einvalaliði í langa leið- angra, mjög örðuga og hættusama, eptir fjörubeitu, en verða að sitja í landi auð- um höndum að öðrum kosti. Vitanlega aflast á enga beitu nema þar sem fiskur er fyrir, og getur þvi eptir sem áður mörg vertiðin brugðizt i ýmsum veiðistöðum, — á opnum bátum. En það er þilskipaveiðin, sem öðru máli er um að gegna. Það er þeirra, þilskipanna, að hafa upp á fiskinum hvar sem hann erað finna utnhverfis strendur landsins. Og með úrvais-beitu lívenær sem er á þeim varla áð geta mistekizt það. Það er með öðr- um orðum, að ef allt fer skaplega, þá á þessi beitunýung að bylta um sjávarútveg- inunt, — hleypa stórkostlegum og skjótum vexti 1 þifskipaútveginn. »Má jeg svara fyrir bÖrnin?« spurði kerlingin i Fitjakirkju; það stóð i þeim að leysa úr spurningnnni, hvaö væri liöf- uðskepnur. Prestur var svo góðsamur að leyfa það. =»Og það eru störu kýrnar í Vatnshorni*, anzar kerling, æði-hróðug. Þjóðmála-höfuðskepnail fsfirzka, sem veð- ur sefið i »Þjóðólfi« í gær í kvið, svarar að öllum fornspurðum fyrir eitt barnið sitt, þingmann Strandamanna, út af þvi að ísafold hafði minnzt á gufubátakaupa tillöguna hans á Kollabúðafundinum i vor (og víðar), kallar það »einberan uppspuna« og er yíir höfuð í mikið illu skapi út af þvi »tilfelli«. Nú herma fundargerðirnar sjálfar, undirskrifaðar af fundarstjóra (sjá þjer siðar í blaöínu), einmitt ijeða tillögu þingmannsins, að eins að ótilgreindri gufu bátatölunni, en það var kunnugt áður, af sýslufundi Strandamanna, að þeir áttu að vera býsna margir, en aldrei fullyrt (í ísafold) að tugum skipti, — sett spurningar- merki við það. Hver er þá »uppspuninn«, sexn höfuðskepnan er að vonzkast út af? Eða er reiðin öli sprottin af því, að þess var látið ógotið—sem og viröist þcssu rnáli nokkurn veginn óviðkomandi —, að hún (höfuðsk.) á svo sem sæti í amtsráöinu vestra og vili láta halda sig þar sem annarsstaðar »alltiöllu«, en þar á þessi sama makalausa tillaga einnig að hafa verið borin upp? í næstu viku á að halda Þingvaliarfund- inn góða, þessa hávirðulegu fuiltrúasam- komu, sem á að vera nokkurs konar yfir- þing yfir löggjafarþingi þjóðarinnar, þótt heimfæra megi upp á hana harmljóðin, sem Jónas Hallgrímsson kvað: »Og ekkert þinghús eiga þeir«., o. s. frv. Það væri fróðlegt, ef einhver vildi láta svo lítið að benda á, hvaða nauðsynjahlut- verk það er, sem sú samkoma á að leysa af hendi og hjeraðaþingmálafundum er of- vaxið, eða þá hvað hún hefir til síns ágæt- is fram yfir þingið sjálft, hvað það er, sem gerir hana að yfirþingi, hvað það er, sem gefur mönnum rjett til að tala sjerstaklega þar f nafni allrar þjóðárinnar og segjá lög- gjafarþinginu, hvað það skuli gera og hvað ógert láta. Það er til eitt jarðneskt vald, sem þing- inu er ofar, en ekki heldur nerna eitt; það er valdið, Sem sendir fulltrúana á þing, þjóðin sjálf. Tæki þjóðin sjálf eða megin- hluti hennar sig saman um að krefjast ein- hvers af þingmönnum, þá væri að sjálf- sögðu ástæða til þess fyrir þá að ieggja vandlega við hlustirnar. Væri þá farið frant á éitthvað, sem gagnstætt væri sannfæring þeirra og samvizku, þá væri sjálfsagt rjettast af þeim að leggja niður þingmennsku, og væri þeim framar öðru annt unt að halda vinsældum sínum og þingsætum, þá væri óneitanlega varlegast af þeim að hlýðnast boðinu. Sama mætti auðvitaö segja, ef þjóðin sjálf eða rnegin- hluti hennar kysi fulltrúa til þess að krefj- ast einhvers af þinginu. Yfir höfuð er á- stæða fyrir þingið til þess að taka til greina, að því er almenn landsmál snertir, hverja samkomu, sem ber þess augljós merki, að bak við hana standi eins mikill hluti þjóð- arvaldsins eins og sá er stendur hak við það sjálft, og gott hvað meira er. Hitt væri í meira lagi óeðlilegt, ef löggjafar- þing þjóðarinnar ætti að f'ara að beygja sig í duptið fyrir fuudi, sem svo stæði á með, að fundarínennirhir væru kjörnir af tiltölulega sárfáum mönnum. Hvort skyldi nú meiri liiuti þjóðarvalds- ins standa bak við þetta rnikla yfirþing á Þingvelli, eða undirþingið hjerna í Reykja- vik, sem er að basla við, að búa til lög" fyrir þjóðina? Það verður fróðlegt að sjá kjörbrjef Þingvallarfundarmanna og fá þar vitneskju um þann aragrúa, sem heíirkos- ið þá. Að því er tvö kjördæmi snertir þurfum vjer ekki að biða eptir þeirri há- virðulegu samkomu til þess að gera oss hugmynd um það ægilegavald, sem stend- ur að baki hennar. í öðru kjördæminu, Reykjavík, var Þingvaliarfundarmaðurinn. kosinn með 36 atkvæðum af 4—500 á kjör-

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.