Ísafold - 22.06.1895, Blaðsíða 2

Ísafold - 22.06.1895, Blaðsíða 2
210 skiá, og í hinu kjördæminu, Kjósar- og Gullbringusýslu, fengust ekki nema 14 til að greiða atkvæði með öðrum fulltrúanum, en 9 með hinum — og það á stað, þar sem 300 kjósendur höfðu verið allan daginn. Þeir fóru skyndilega að hypja sig, þegar þetta volduga Þingvallar yfirþing kom til umræðu. Til samanburðar er vert að minn- ast þess, að fulltrúi Reykjavikur á undir- þinginu, iöggjafarþinginu, var kosinn í fyrra með 86 atkvæðum, og þingmaður Gull. bringu- og Kjósarsýslu nú með 205 atkvæð- um — og það einmitt sama daginn, sem þessi 9 atkvæði voru greidd með Þing- vallarfundarmanninum. Það þarf óneitan- lega nokkuð skarpa sjón til þess að sjá, hvað það sje, sem gefl 9-manna fulltrúan- um vald til að segja 205-manna fulltrúan- um, hvenær hann eigi að sitja kyr, og hvenær hann eigí að standa upp á þing- inu. Yitaskuld gætu þeir, sem gjarnt er til að fara út i mannjöfnuð, hugsað sjer, að þessir 9 menn hafl hver um sig verið svo miklu meiri garpar en hinir 205, að þeir geri meira en jafnast við þá alla í sameiningu, þeirra fáu atkvæði verði þyngri á metunum en hinna mörgu. En sú röksemdafærsla fellur tafarlaust um sjálfa sig, þegar þess er gætt, að þessir 9 eru vafalaust partur af hinum 205, og hversu magnaðir sem þeir kunna að vera, þá geta þeir þó ómögulega verið þyngri á metunum en þeir sjálflr að viðbættum 196 mönnum. Skyldi nú svo fara, sem oss grunar, að eitthvað líkt hafl verið ástatt með kosning Þingvallarfundarmanna í sumum öðrum kjördæmum, og að kjósendur þeirra hafi verið sárfáir i samanburði við kjósendur þingmannanna, þá virðist oss óneitanlega vald þessa yflrþings fara að verða nokkuð vafasamt, ogvjer ætlura, að hver, sem um það hugsar með köldu blóði, muni hljóta að komast að þeirri niðurstöðu, að til þess sje stofnað í svo iausu lopti, að grundvöll- urinn eygist hvergi, hvernig sem menn einblína niður fyrir sig. Eða þá ef þar við bætist, að sum meiri háttar kjördæmi landsins senda alls engan fulltrúa á Þingvallarfund, svo sem heyrzt heflr um Skagafjarðarsýslu, Húnavatns sýslu og Mýrasýslu, ef ekki fieiri ? Líklega á þó ekki 9-manna fulltrúinn hjerna úr sýslunni að gilda fyrir þau kjördæmin líka, — jafngilda 6 fulltrúum eða fleirum! Um hitt blandast auðvitað engum manni hugur, hvað verða muni ofan á hjá þess- um Þingvallarfundarmönnum í því máli, sem einkum á þar að ræða. Það er svo sem vitanlegt, að þeir einir muni hafa tekið þátt í kosning þeirra, sem annaðhvort hafa sjálfir komizt að þeirri niðurstöðu, eða látið telja sjer trú um það, að ómiss- andi sje að lemja núverandi stjórnarskrár- frumvarp þingsins fram enn á þessu þingi, án minnstu hliðsjónar á því tvennu: hvort málið sje þá hóti nær ákjósanlegustum úr- slitum, og hvort það sje nú í raun og veru svo úr garði gert, að æskilegt væri, að það næði staðfesting. Enginn maður þarf að ganga að því gruflandi, að Þingvallar- fundur heimtar afdráttarlaust, að stjórnar- skrárfrumvarpið verði samþykkt óbreytt í sumar. En hvað gerir þingið? Auðvitað er engum þingmanni alvara með að telja sjúlfum sjer trú um, að hann sje bundinn við boð og bann þessarar Þingvallarsam- komu. En jafn-sjálfsagt er það, að þeir vilja halda áfram á einhvern hátt málinu um endurskoðun stjórnarskrðrinnar. Það hafa flestir eða allir þjóðkjörnir þingmenn undirgengizt, og engin ástæða er til að efast um, að þar fylgi hugur máli. Hitt hafa þeir vitanlega ekki undirgengizt, að halda stjórnarskrárfrumvarpinu fram ó- breyttu, hvernig sem allt veltist. Þeir munu, eins og eðlilegt er, líta svo á, sem það eigi að Vera á þingsins valdi, hvernig málinu sje fram haldið, enda sagði þing- maður Reykjavíkur það afdráttarlaust á þingmálafundinum í síðustu viku. Hve margir þingmanna vorra munu, ef í það fer, gera sjer örugga von um, að það frumvarp, sem samþykkt heflr verið á tveimur síðustu þingum, nái staðfestingu — segjum á næstu 50 árum, eins og þing- maður Reykvíkinga tíl nefndi á þingmála- fundinum hjer um daginn? Hljóta þá ekki allir að játa, að það sje dálítið barnalegt, að heimta ár eptir ár það, sem þeir sjálflr, er heimta, fullyrða afdráttarlaust, að þeim komí ekki í hug nje hjarta að veitt verði. Það er að eins til eín afsökun fyrir slíku. Hún er sú, að menn telji svo mikilvægt og ákjósanlegt það sem um er beðið, að þeir telji sjer skylt, »prinsípsins« vegna, að halda í það dauðahaldi, einmitt í því formi, sem þeir biðja um það. En afsökunin fer að verða lítil, ef það skyldi nú koma upp úr dúrn- um, að einmitt þeim, sem eru að biðja, flnnist ekki meira en svo fýsilegt að fá það, sem þeir eru að biðja um. Ef þeir skákuðu nú sumir einmittíþví hróksvaldi, að það sje áreiðanlegt, að þeir fái ekki það, sem þeir heimta svo ákaft? En væri það einlægni við þjóðina að skáka í sliku hróksvaldi? Væri það vænlegt til fram- búðar fyrir framgang málsins? Væri ekki nær fyrir þá, sem svo hugsa, að taka sjer ofurlitla tómstund, þó ekki væri til annars en að hugsa um, hvað væri æskilegt að fá? Frá kvennaskólanuin á Ytriey. Frá nemendum skólans næstl. skólaár hefir áður verið skýrt f 1. tbl. Þjóðólfs þ. á., er þá voru 30 að tölu, en eptir það voru 12 stúlk- ur teknar { skólann, er voru mismunandi langan tíma. Skólanum var eins og að undanförnu skipt i 3 aðaldeildir I., II. og III. deild, er allar hafa fastákveðnar námsgreinir, og »Aukadeild«, er þannig er fyrirkomið að nemendur hennar mega kjósa sjer námsgreinir úr hinum þrem- ur aðaldeildum skólans. Kennslunni er þannig hagað dag hvern, að 3 tímum er varið til bóklegrar kennslu og 4 tímum til kennslu í handvinnu; hinum hluta dagsins verja svo nemendur til undirbúnings- lesturs, nema þeir af nemendum »Aukadeild- arinnar*, er ekki taka þátt í svo mörgum bók- legum námsgreinum, að þeir hafi nóg að gjöra í undirbúningstímunum, verja að sama skapi lengri tíma til handvinnu. Undanfarin ár hafa verið 4 kennslukonur við skólanii; 3 er kenna jöfnum höndum bók- legar námsgreinir og handvinnu og 1 til við- bótar við handvinnu kennsluna, og er ákveð- ið að halda því áfram framvegis, sem og að öðru leyti að hafa hið sama fyrirkomulag á skóianum og áður. Nú verður raunar sú breyt- ing á skólanum að skipt er um forstöðukonu, og er ráöin til þe3s starfa Guðrún Jónsdóttir á Staðarstað í Snæfellsnessýslu (dóttir sjera Jóns Þórðarsonar fyrv. prests að Auðkúlu). Þær stúlkur, er með henni eru ráðnar til að kenna, eru þær Björg Þorláksdóttir í Vestur- hópshólum, Kristín Jónsdóttir á Auðólfsstöð- um, báðar úr Húnavatnssýslu, og Guðlaug Eiriksdóttir á Brú í Norður-Múlasýslu. Þó jeg viti að þessar stúlkur, er nú hafa tekizt á hendur kennslu við Eyjarskólann næsta ár, sjeu meira og minna almenningi kunnar, get jeg ekki bundizt þess að láta i ljósýþað álit mitt, að skólinn sje vel úr garði gjörður með kennslukonur. Jeg þekki að vísu að eins tvær af þeim, Guðrúnu og Björgu, er báðar hafa lært hjá mjer og önuur þeirra ver- ið kennslukona hjá mjer síðastl. vetur og hugsa jeg til framtíðar Ytrieyjarskólans með fullri vissu um hylli almennings framvegis eins og hingað til. Ytriey 19. maí 1895. Elín Briem. Strandferðaskipið Thyra, kapt. Garde, lagði af stað aptur 20. þ. m. vestur fyrir land og norður, og með henni fjöldi farþega, þar á meðal kaupafólk til Vestfjarða og víðar. Gufuskipið Cimbria, kapt. Bagger, kom hingað 19. þ. m. að kveldi frá Hull og tók 36,000 pd. af heilagfiski úr íshúsinu, til út- flutníngs í ís; ætlaði til Önundarfjarðar og þaðan jafnharðan til Englands. Það sem hjeð- an var sent af heilagfiski raeÖ fyrri ferðinni skipsins, um 7000 pd., íreðið, hafði ekki selzt vel, og borið fyrir, að kaupendur væri alls óvanir slíkri vöru, beldur vildu hana fremur að eins geymda í ís, — hvað svo sem til er í því. Gufuskipið A. Asgeirssoti kom hingað í gær norðan fyrir land og vestan, með vörur hingað og til Hafnarfjarðar, og ætlaði þaðan jatnharðan til Middlesborough á Englandi. Eigandinn, stórkaupmaður A. G. Asgeirsson, kom sjálfur með því til Isatjarþar. Koliabúðafiindur 1895. Hinn 6. dag júnímán. var haldinn fundur að Kollabúðum og voru þar mættir 17 kjörnir fulltrúar (úr 5 hreppum í Strandasýslu, 3 hreppum í Barðastrandarsýslu og 1 hrepp í Dalasýslu). Fulltrúarnir samþykktu i einu hljóði að atkvæðisrjett skyldu hafa á fundin- um allir þeir, er kosningarrjett hafa til al- þingis og mættir voru á fundinum; urðu þann- ig alls 34 menn, er atkvæðisrjett höfðu. Fundarstjóri var kosinn prófastur Sigurður Jensson og fundarskrifari Arnór prestur Árnason. Var þá tekiö til umræðu: 1. Stjórnarslcrármálið. Eptir nokkrar um- ræður samþykkti fundurinn svohljóðandi fttnd- arályktun í einu hljóði: Fundurinn skorar á alþingi að halda stjórnarskrármálinu áfrara alveg í sömu stol'iiu ogáður og að samþykkja sama stjórnarskrárfrumvarp sem undanfar- andi ár. 2. Samgöngumálið. Um þetta mál urðu all-langar umræður, einkum um uppástungu Guðjóns alþm. Guðlaugssonar, að kaupa fyrir landssjóðsfje gufubáta til ferða innfjarða og með ströndum lrain. Með því mæltu auk upp- ástungumanns: Torfi Bjarnason í Ólafsdal, sjera Guðmundur í Gufudal, Oddur læknir Jónsson og sjera Arnór, en á móti alþm. Sig. Jenssou. Var kosin 3 mauna nefnd (Guðjón

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.