Ísafold - 17.07.1895, Blaðsíða 1

Ísafold - 17.07.1895, Blaðsíða 1
Kemurötýmisteinusinni eða tvisv. i viku. Verð &rg.(80arka minnst)4kr.)erlendis5kr. eða l>/> doll.; borgist fyrir miðjan júlí (erlendis fyrir fram). ÍSAFOLD. Uppsögn(skrifleg)bundin við áramót, ógild nema komin sje til útgefanda fyrir 1. oktober. Afgreiðslustofa blaðsins er i Austurstrœti 8. XXII. árg. Reykjavik, miðvikudaginn 17. júli 1895. 60. blað. Baðhúsið í Keybjavík, Aðalstræti 9, opið miðvikudaga og laugardaga og sunnu- dagsmorgna. Fyrir kvennfólk aö eins fyrri part miðvikudags. Heitar kerlaugar og köld steypuböð. Baðmiðar f&st í buð- inni nr. 14. i Aðalstræti. (Jtlendar frjettír. Khöfn 5. júll 1895. Veðrátta. Óstöðug heldur um tíma og rigningasamt, en tltt um þrumur og eld- ingar, og hafa þeim fylgt margir voðar að minnsta kosti hjer í Danmörku ög suð- urhluta Svíarikis. Danmörk. Hátiðarminning rikislaganna varð nú með hreifilegra móti en í fyrra og mörg ár & undan. Kosningunum siðustu hróðuglega á lopt haldið, en öllu fögru heitið um samvinnu og atfyigi með þeim flokkunmn — vinstrimönnnm og sósíalist- M! —, sem sigurinn unnu 9. apríl. Þó miðsumarbliðan hafi til þessa verið heldur hverful, hefir ekki verið lítíð um J>á mannkvæmd frá útlöndum til Hafnar> sem faerði ibúum hennar efni hreifings og fagnaðar. Hinn 18. júni kom hingað ölad- stone gamli á afar-miklu og skrautlegu Capferðaskipi, »Tantallon Castle* að nafni, naeð 100 farþega og 170 manha skipshöfn. Gladstone gisti Höfn fyrir 12 árum og var Þá mun rösklegri. — Skipið var á ferð til Kilar, kom frá Hamborg og lagðist nú við akkeri i frihöfninni. Var þar mikið um aðstreymi lýðsins, allirvildu sjá Gladstone ®g fagnaðarópin ekki spöruð, er að kom skipintt, þó flestum yrði að nægja að sjá búnaðinn, fólk þess og sali. Gladstone sagður lasinn þá daga, en veðrið svalt. Konungi var borið, að Gladstone vildi gjarna sækja á hans fund þrátt fyrir las- leikann, og brást hann þegar svo við, að hann ásamt drottningunni, sonum þeirra og sonakonum og Louise prinzessu, heim- sótti öldunginn, og þágu þau um leið morg- unverð hjá eiganda skipsins, Sir Donald Currie að nafni. Voru þar minni drukkin af þeim konungi og Gladstone, er sjer í lagi minntist prinzessunnar af Wales með lofsamlegu og snjöllu orðfæri. — Aðsóknin mikil að skipinu þann dag, sem nærri má geta, og við fylgd gestanna í land fengu margir að sjá Gladstone og konu hans. Þá var skammt að bíða nýrra gesta. Þann 24. júni komu hingað frá Kíl 58 bl&ðamenn útlarda, sem þegið höfðu heimboö frá blaðstjóranefnd Kaupmanna- hafnar, en 12 áður komnir, svo talan varð 70. Við þeim alstaðar tekið með fagnað- arópum, og svo er skemmst frá að segja, að ná liðu bjer þrír dagar i gleði og glaumi, óþrjótaudi gestrisni og óþreytandi þökkum Dg vegsaman af gestanna hálfu. Af stór- veizlunum þótti mest til þeirrar koma, er stóð í tjaldbúnum stórskála við friböfnina; þar kvað mest að ræðubaldinu; og þar næst hinnar siðustu i gestahöllinni »d’An- gleterre«, en þar var mest um rósabúnað og þar rigndi rósum á gestina i lok fagur- legrar ræðu. Endaði sem vita mátti í Ti- vólí og þar dvölin dregin í fullri uppljóm- an til morguns. Þess þarf ekbi að geta, að loflnu um viðtökurnar i Höfn, um land og lýð, um þjóðþrifnað Dana og allt framfarasnið á háttum þeirra hefir ekki slegið i þögn við burtför gestanna, heldur heflr það berg- málað i mörgum blöðum erlendis. Því má og kalla, að frá frægðarsólinni nýju, sem renna þótti upp yfir Þýzkaland, er leiðar- sundið var vígt í Kíl milli Eystrasalts og Vesturhafsius, hafl geislar stafað yfir Dan- mörk og mannvirkið i höfuðborginni, frí- höfnina; en hún gerð i varhygðar skyni móti þeim óhagstæðu afleiðingum fyrir verzlunar- og viöskiptahag Dana, er rísa kynnu af ferðunum og flutningunum um sundið nýja. Eptir langan og vandlegan undirbúning heflr nefnd kvenna í Höfn alls konar muni til sýnis í iðnaðarhöllinni við Tívólí — og öðrum skála minni á sama sviði — þá er eptir konur liggja, í hannyrðum, iðnum, listum og bókmenntum. Sýningin I mikl- um metum, og lof aiu bana hefir nú færzt út um heiminn, siðan blaðamennirnir út- iendu vitjuðu hennar og nutu þar burteis- ustu viðtöku. Látins er að geta Peter Sehrams, söng- mannsins þjóðfræga við konungsleikbúsið, sem mörgum mun kunnur á íslandi. Dá- inn 1. þ. m., f. 5. sept. 1819 KTorðmenn og Sviar. Þess var getið I siðustu frjettum (Isafold nr. 50 þ. á.), að öllum flokkum á stórþinginu hefði komið saman um að leggja til umræðu þar þá uppástungu, að samkomulags skyldi leitað við Svía um konsúlamálið og utan- rikisstjórn, þar sem hvorir um sig hjeldu sjer fast við fullt sjálfstæði hvors ríkis, m. m. En lyktirnar á þeim umræðum urðu aðrar en skyldi. Vinstrimenn skildust hjer i tvo flokka; 35 fylgdu uppástungunni hreint og beint, en 24 skildu til, að konungur skipaði nýtt ráðaneyti af flokki óyggjandi vinstri manna, en annars skyldi neita fyrir þetta ár út- gjöldunum til sendiboða og konsúla. Konungur kom til Kristjaníu 12. júní, kvaddi ýmsa til viðtals, en það kom þeg- ar í Ijós, að hann ætlaðist til samblands af öllum flokkum. Miðflokksmenn heimtuðu tvo af sínu liði, og hjer þótti Jacob Sverdrup sjálfsagður. Vinstrimenn vildu hann þó sízt af öllum þýðast. Við það bað hann sig undanþeg- inn, og hjer lauk svo, að ekkert gekk saman og konungur sneri heim á veg við erindisleysu. Stang og hans sessunautar sitja svo enn við stjórntaumana. Engum dylst, að málið hefir ekki færzt í vildara horf við áskilnað vinstrimanna. Nú er sagt, að meiri hluti vinstrimanna muni fallast á, að veita framlögurnar gömlu þ. á. til sendiboða og konsúla. Seinustu uppástungur á þinginu fara fram á auka- útgjöid þ. á. til hers og flota á 12 miljónir króna og fjárlán innanríkis til landvarna á 12 miljónir. — »Norðmenn hertygjast« stendur enn sem fyrirsögn yflr frjettagrein- um sumra útlendra blaða. England. í skjótu máli er hjeðan að bera, að nýtt ráðaneyti er sezt við völdin undir forstöðu Salisbury lávarðar, og menn ætla, að þingslit verði bráðum boðuð, ef til vill þegar þanu 8. þ. m. og búizt er við, að kosningar byrji þann 16. Menn þykjast vita, að Salisbury láti meira til sín taka í Austurasíu en Rosebery, og telja líklegt, að Englendingar og Þjóðverj- ar dragist hjer til atfylgis,— og ef til vill víðar. Þýzkaland. Höfuð-frjettirnar þaðan eru, að lokum var skotið frá leiðarsundinu nýja 20. júní, og fylgdi því bæði skirn og vígsla. Hjer er að eins hægt að geta ein- stöku helztu atriða. Þann 20. var ferða- skip keisarans »Hohenzollern« í farar- broddi austur eptir sundinu, og því fylgdi annað, »Kaiseradler« að nafni, með marga höfðingja Þýzkalands. Meðal margra stórskipa og herskipa var og sendiherskip til boðferða og flutninga, »ViIhjálmur keisari annar« að nafni, & 8000 smálestir, en því tafðist við grunn- stöðu (sem fleirum skipum), en komst út í Kilarfjörðinn að áliðnum degi. Daginn á eptir fór vígslan fram og henni fylgdí skirnin, er keisarinn kenndi sundið vi5 afa sinn, um leið og hann lagði þar niður undirstöðustein, er minnisvarði hans skal reistur. Þann 22. fór orrustuleikur þýzka flotans fram með feikna dunum úti á firðinum, og hafði keisarinn þar forustu og sigur.— Til Kílar höfðu komið herskip frá 15 þjóð- um; 3—4 frá hverri stórþjóðinni. Hin allra stærstu frá Engleudingum. Þann 19. júni sat keisarinn stórgildi, er honum var haldið i ráðhúsi Hamborgar, og fórust honum öll orð göfuglega, er hann talaði um hið mikla mannvirki. Á einum stað hljóðuðu orð hans svo: »Vjer lítum hjer út á hafið, ímynd eilífðarinnar. Höfin skilja ekki, þau samtengja. Tvö höf laðast í dag saman til friðar og blessunar fyrir þjóðirnar«. í höfuðgildinu í Holtenau (við Kíl) minntist hann og á, hvað Þýzka^

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.